Þjóðólfur - 10.11.1883, Síða 1

Þjóðólfur - 10.11.1883, Síða 1
ÞJÓÐOLFR. Reykjavík, Laugardaginn 10. nóvbr. 1883. Jlg 40 XXXV. árg. Hún kerar bráúui! jiNSKUNAMSBÓK Jóns Ólafssonar. 1 kr. 50 au. bundin. Sj-ódmæ'ti Jóns Ólafssonar. 2 kr. heft. JÍÁTR PILTR eftir Bjarnstjerne Bjarnson. 1 kr. heftr. oHei&ninCj, Í>éó4 séra Eríks Briems. 1. partr 1. kr. 50 a. í bandi. sjá auglýsingar. PaPPÍR, UMSLÖG, SKR.IFBCEKR S'cuO't <xtt á S'fvziýófoju „Ipýó Frá útlöndum. Dijmphna (frb. Dœmfna) heitir skip það, er A. Hovgárd lagði af stað á í fyrra frá Khöfn til að sigla austr norðan um Asíu. Hovgárd var með Nordenskjöld á sinni tíð í Vega-förinni frægu. #Dijmphna« festist í ís 17. sept í fyrra, er hún var að reyna að aðstoða hollenzka skipið #Varna«. Margir ætluðu, að bæði »Varna« og »Dijm- phna« væru farnar veg allrar veraldar.með því að svo langt var síðan til þeirra hafði frézt; en nú komí haust fregn frá »Dijmphna«; sat hún þá enn 1. ágúst föst í fs í Kar- iska hafinu. 24. júlí í sumar hafði »Varna« sokkið ; en hún hafði verið full af sjó síðan í desbr. f. á., svo að skipshöfnin af henni hafði þá þegar orðið að flytja í Dijmphna og.lifa á byrgðum þess skips. 1. ágúst fóru Varna-menn af Dijmphna, og fóru með báta yfir ísinn, og ætluðu að ná Chaba- rvoa-höfða, vestan við mynni Kariska hafs- ins. En á leiðinni voru þeir svo heppnir að hitta gufuskip (Obi), er tók þá um borð og flutti þá til Noregs. Öllum leið vel um borð f Dijmphna 1. ágúst, og var ísinn að losna, svo að von þótti til að hún gæti haldið fram ferð sinni. Ef ísinn ekki yrði leystr 1. sept., ætlaði Hovgárd að senda stýrimanninn, Olsen, með hálfri skipsöfninni í land, til að létta á kostbyrgð- unum; en liggja, ef til kæmi, annan vetr til í ísnum. En ef vel tækist til, þykir eigi óhugsandi að hann geti náð til Ob-fljótsins og komizt aftr til baka og náð heim í október. — Kóleran. Frá því að kóleran kom upp í Egiptalandi og fram til 1. sept. voru als dánir þar 1 landi úr henni 27318 manns; af setuliði Engla voru 140 menn látnir. EldsTOÖÍ. 4. sept. kom eldr upp i timbrgeymslubúðum nokkrum í Vínarborg og brann fjöldi húsa. Skaðinn metinn 2|— 3 milíónir gyllina. Eldrinn, að menn ætla, kveyktr af manna völdum af ásetningi. Iwan Sergiewitsch T ._k ' |ef, nafn- kunnasta skáld Bússa, andaðist í París 3. (ekki 4.) sept. þ. á. T. var fæddr 9. nóv. 1818 í Orel, stundaði nám í Moscow, Pétrs- borg og Berlín. 1843 fékk hann stöðu í innanríkisstjórninni, en var 1852 vísað af stjórninni burt og boðið að lifa upp í sveit sakir þess að hann hafði ritað frjálslyndis- lega blaðagrein, er stjórnin stygðist við, en var þó náðaðr nokkru síðar, og fór hann þá úr landi og lifði jafnan síðan utan endi- marka ættjarðar sinnar, nema hvað hann endr og sinnum skrapp kynnisferðir til Eússlands. Mest dvaldi hann í Baden- Baden og í París. það sem mjög studdi að því, að veita skáldsögum hans útbreiðslu, var meðfram það, að hann sýndi lesendum nýtt sjónarsvið, þar sem var lífið í Eússlandi, einkum líf alþýðu, því að þetta var áðr óþekt að mestu hávaða lesenda í öðrum löndum og sættu þær því mikilli athygli, er þær voru þýddar á in heldri tungumál Norðrálfunnar. Lýsingar hans á skapferli manna, háttum og menningarstigi, og á náttúrunni þykja flestar afbragð, framsetn- ingin snjöll, en efnis-skipunin naumast ávalt að sama skapi. það var og eitt er mjög studdi að því, að útbreiða lestr rita hans, og það var það.að þau gáfu mörg hver eins og lykilinn til að skilja hreifingar þær, er fram komu í Eússlandi, og sem annars hefðu verið lesendum, sem ekki þektu neitt til, hrein ráðgáta. En »skemtilegar« í orðsins venjulegu merkingu, eru sögUr Turgénefs ekki. þó þær sé að mörgu leyti fróðlegarog lærdómsríkar og að mörgu leyti snildarverk, þó eru þær eitthvað ið huggunarlausasta og daprlegasta, sem maðr getr lesið. Almúginn á írlandi Eftir J. Carty, þingmanu frá írlandi. [Lesendr vorir munu minnast innar sífeldu bar- íttu milli inna írsku sjálfstjórnarmanna og Engla- stjórnar. Fregnritar blaðanna leggja oft hvatvíslega sleggjudóma á ina irslcu frelsismenn, og það er óneitanlegt, að hryðjuráð þeirra sum eru ógeðs- leg. En þá dæmum vér þó réttlátlega um slílca hluti, enda um öfgarnar, er vér þekkjum, við hver örvæntingar- og eymdakjör alþýða manna á írlandi á að búa. þegar heil þjóð, erbyggir ágætt og kostaríkt land, er á því harðréttis, eymdar og vanþekkingarstigi, sem Irar eru á, þá er óhætt að fullyrða, að stjórnin er eígi vítalaus, heldr enda ber mestalla ábyrgðina af því. Grein sú, er hér kemr á eftir, lýsir sannorðlega og sláandi' högúm íra og skýrir ágætlega hugmyndir manna um ið írska mál. f>ví höfum vér snúið henni hér eftir danska „Morgbl.“, er aftr hefi prentað hana upp eftir „Verd. Gang“. Ritstj. ,-pjóð.“] Mikill hluti sveitalýðsins á Irlandi eru erfiðismenn, kaupamenn eða daglaunamenn, þ. e. a. s. menn, sem vinna fyrir kaup hjá festubændum. |>að er ég hræddr um, að menn gruni mig um ýkjur, er ég lýsi kjörum þessara manna eftir því sem ég veit sann- ast og réttast. Eyrir 80 árum var það sagt um írska verkmenn, að þeir »bygðu verst klæddir, verst fæddir in verstu híbýli í allri norðrálfu#. því er nú miðr, að þessi lýsing á jafn-vel við og er jafn-sönn enn í dag eins og þá. Hugsanlegt er þó, að in síðustu ár geti kallazt að hafa bætt lítið eitt úr kjörum sveita-verklýðsins. Arið 1830 sagði O’ Connel í parlímentinu (löggjafar- þingi Engla), að sá írskr verkmaðr, sem ynni fyrir lítilræði fram yfir 2 kr. um vik- una, þækti öfundsverðr meðal lagsmanna sinna. Eftir því, sem hann skýrði frá, lifðu margar þúsundir manna — ef slíkt verðr annars kallað : að lifa — á hér um llj eyri á dag, og þá kostaði fjögra punda brauð 75 au. Nú er að vísu ástandið ekki ört svo ilt fyrir verkmennina í Irlandi, en framför- in hefir þó, það er til þeirra kemr, langt frá svarað til þess, sem á sér stað um aðra verkmenn. Mór er það enn í minni, að á æskuárum mínum las ég eitt sinni um bág- indin í írlandi, og var þess getið sem hrylli- legs dæmis, að bóndi einn í Irlandi hefði eigi gefið kaupamanni sínum nema 4 au. í daglaun auk fæðis, og heyrði ég þá gagn- kunnuga menn segja ofboð þurlega, að sá náungi hefði þá samt fengið 4 au. meira í daglaun, en hávaðinn af jafningjum hans, er einatt neyddust til að vinna fyrir fæðinu einu. þess ber að minnast, þá er um er að ræða ástand verkmanna-lýðs nú á tímum, og fúslega skal ég við það kannast, að hversu aumt sem það er nú á vorum dögum, þá var það þó verra þá. jpað mun láta nærri að segja, að stakasta eymd, sem á sér stað nú á dögum, svari til þess, sem þá var al- mennt ástand á þeim miklu neyðartímum. En það er til híbýla verkmanna kemr, þá get ég ekki séð að á þeim sé nein bót orðin. þegar maðr sér fyrir augunum kofa svo auma sem villimenn á lægsta stigi gætu lélegasta bygt, þá er eigi unt að hugsa sér að hér hafi nokkur framför átt sér stað; en slík og þvílík eru híbýli þúsunda af írskum verkamönnum. Ég ætla að í Irlandi finnist 93000 húsa, sem eigi eru nema eitt herbergi, og það svo lélegt herbergi sem hugsazt getr. í flestum þessum hreysum eru moldargólf, en þakið úr mygluðum hálmi, veggirnir ó- kalkaðir og opið vindauga á gaflinum í

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.