Þjóðólfur - 10.11.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.11.1883, Blaðsíða 2
124 reykháfs stað. Venjulega eru kofar þessir ekki nema 4 álnir á hæð, og oft búa þar saman í þessu eina herbergi geit, asni, svín og hænsnaflokkr ásamt heimilisfólkinu. Sh'kt verðr þó eigi annað kallað en mjög aumlegt ástand, svo að verra hefir það varla getað verið nokkru sinni, síðan þeir tímar liðu, er mennirnir bjuggu sem skynlaus dýr úti á víðavangi og höfðu ekki þak yfir höfði sér. Til skýringar ástandinu skal ég geta hér nokkuð um hagi verkmanna í héraði því sem ég hefi verið kunnugastr í in síðustu ár; en það er reyndar eitt af inum betri héruðum. Eftir lauslegri ágizkun munu þar vera ein 1500 beimili, er öll lifa eingöngu á því, er heimilisfólkið getr unnið sér inn í dag- laun við landvinnu. Verkmaðr sá, sem hefur stöðuga vinnu á einhverjum bæ, fær tæpast í kaup 6 kr. 30 au. fyrir vikuna. Venjulega nemr kaupið 5 kr. um vikuna annað misairið, og 4 kr. hitt missirið. Menn sem ekki hafá stöðuga eða fasta vinnu, geta ef til fengið alt að 8 kr. um vikuna í 9 mánuði ársins, en hafa þá heldr ekkert að gjöra hina 3 mánuðina. Og af þessu kaupi á verkmaðrinn að fœða og klæða og hýsa sig og fjölskyldu sína. Hann má oft gefa 27—30 kr. um árið í leigu af kofa sínum, og fylgir honum þá ef til vill blettr, sem hann getr með súrum sveita ræktað á fáeinar tunnur af jarðeplum. Alloft má og verkmaðrinn greiða alt að 72 kr. um ár- ið eftir bústað sinn. Verkmaðrinn, sem ekki hefir stöðuga atvinnu, svarar oft húsa- leigu með því, að vinna einn dag í viku hverri; en með því eigandinn hefir ef til vill enga þörf fyrir vinnu hans mikinn hluta ársins, þá heimtar hann alla vinnuna unna í sáðtíðinni og uppskerutíðinni þegar dag- launin eru sem hæst. |>á verðr verkmaðr- inn að svara vinnuni, og geldr þannig blygð- unarlauslega háa leigu af sínum hálmþakta moldarkofa, sem oft er næsta hrörlegr. og einatt hefir þrjár smugr á framveggnum í stað dyra og glugga, og má þá nærri geta hvernig birtan er. Kofinn er, eins og áðr er getið, oft að eins eitt herbergi og gjör- snautt af húsgögnum. Eymdarbýli Fellah- anna í Egiptalandi hafa löngum verið ann- áluð fyrir vesöld og óþrifaskap, og þó munu þau sjaldnast verri vera en moldarkofar íra, og sá er þó munrinn, að loftslagið er svo í Egiptalandi, að Fellahinn getr lifað svo mikið sem hann vill undir berum himni, en í Irlandi rignir oft dögum saman látlaust, og það sem verst er, kofamir halda hvorki vindi né vatni. A úrkomunóttum rignir því einatt í rúmið, sem verkmaðrinn sefr, í ef annars um rúm væri að tala, því rúmið er reyndar sjaldnast annað en hálmbingr á moldargólfinu. [Meira]. MÁLAFERLI. —Eins og hljóðbært mun orðið, hóf ritstj. „Suðra“ Gestr Pálsson mál móti ritstj. „f>jóðólfs“ alþm. Jóni Ólafssyni út af fréttagrein um mála- ferli, er stóð í 31. nr. „J>jóðólfs“ þ. á. (11. ágúst) á 96. bls., eftir að hann til ónýtis hafði sótt um leyfi neðri þing- deildar til að lögsækja alþingismann- inn um þingtímann. Hefir málið verið rekið fyrir bæjarþingsrjetti síðan 6. septbr. þ. á. og héldu málspartar sjálf- ir uppi sókn og vörn. En á fimmtu- daginn 8. þ. m. er fyrir réttinn kom, lýsti sækjandi, hr. Gestr Pálsson, yfir því, að hann óskaði að fella niðr máls- sóknina, og með því að verjandi hafði ekki neitt á móti því af sinni hálfu, þá féll málið niðr, og varð þannig lítið úr þessu högginu, sem svo hátt var reitt. AFLI þilskipa úr Reykjavik í sumar er leið, hefir verið á þessa leið: 1. „Gylfi'‘ (eign Geirs Zoega, Krist- ins í Engey og Jóns J>órðarsonar), skip- stjóri Markús Bjarnarson, fór fyrst fyrir hákarl, og slíkt ið sama 2: „Reykjavikin“ (eign sömu), skipstj. Sigurðr Símonarson, og svo bæði um miðsumar á þorskveiðar, og Reykju- vikin aftr í haust síðast fyrir hákarl. —„Gylfi“ aflaði 203 tn. af hákarlslifur (18 kúta mál), en Reykjavíkin 337 tn. —Af þorski (malfiski) fékk „Gylfi“ 7% þúsund, en Rvikin 5 */2 þús. 3. „Clarinau (eign Seltjarnarnes- bænda), skipstjóri Jón Jónsson, hefir aflað af málsfiski um ig þús. 4. „Genius“ (eign Eggerts Gunnars- sonar), skipstjóri Páll Hajliðason, fékk af málsfiski liðug 11 þus. 5. „Ingólfr“ (eign J>orl. O. Johnsons) og Einars Jónssonar), skipstj. Einar Jónsson, fékk um 10 þús. af fiski. AÐSENT. Nú er margt i fréttum að segja. Um daginn komu hingað til Reykjavíkr tveir Englendingar, annar er sagt að hafi verið að hugsa um að stofna hér verzlun, en hinn að stofna hér seðla- banka, sem sumir af inum miklu og sprenglærðu föðrlandsvinum í sumar á alþingi álitu ofdan eða fávizku, að stofnaðr væri af varasjóði landsins ; en það var ekki eiginlega þetta, sem ég að þessu sinni ætlaði mér að tala um. J>á kvað engelskr kaupmaðr nokkur hafa boðizt til, að senda hingað að sumri komanda skip til að kaupa hér óslægðan fisk, og gefa 7 aura fyrir hvert pund, og er sagt að ýmsir sjáfarbændr hafi hér gleypt við þessu boði. J>að gengr nú með öllu yfir mig, að nokk- ur maðr skuli hafa glæpst á þessu boði. J>egar pundið i blautum fiski kostar 7 au., þá kostar skippundið af honum 22 kr. 40 au. Nú er það vist, að fiskrinn þegar hann kemr upp úr sjónum létt- ist ekki upp og ofan um meira en helming við það, að hann er saltaðr. Skippundið af saltfiskinum ætti því eft- ir þessu verði að vera 44 kr. 80 au., en hér við má nú samt bæta 6 kr. fyr- ir saltið, sem í fiskinn fer, þegar hann er saltaðr, og 4 kr. fyrir verkunina, og yrði þá verðið á saltfiskinum að eins 54 kr. 80 au. Nú gekk skippundið í sumar á 70 kr., og er þá skaðinn, sem maðr hefir á að selja hann blaut- an upp úr sjónum, á hverju skippundi 15 kr. 20. au., auk þess, sem maðr tapar höfðum, gotu, lifr og sundmaga fyrir ekki neitt, og verkunina þarf ekki að kaupa af útlendingum. IX. AÐSENT. Gestr Pálsson, barnakennari og rit- stjóri, hefir í síðasta bl. „Suðra“ (3. nóv.) eytt hálfum dálki til að skýra frá, hverjir sagt er að verða munu útgef- endur ins nýja blaðs (Fjallkonunnar), sem i ráði er að gefa hér út í vetr( án þess þó að hann viti nokkurar sönn- ur á því. Segir hann það víst vera að þeir hr. Steingr. Thorsteinsson og hr. Sigm Guðmundsson hafi sagt, að þeir yrðu eigi við blað þetta riðnir. Ég hefi nú spurt þá hr. Stgr. að þessu og segjast þeir als eigi hafa talað á þá leið við Gest, og annar þeirra hefir als eigi talað við hann um blaðið. J>etta virðist benda á að Gestr hafi orðið helzt til gjarn á, að bera út ósannan bœjarþvætting. J>að er þó likl. að fá- ir verði til að setja að samrœðum með Gesti, svo ósélegr sem hann er nú; er öll von til að mennska menn hrylli við þeim hrúðrkarli, er allr er kaunum hlaðinn1. Gestr kveðst hafa heyrt, að ég eigi að verða ritstjóri þessa fyrirhugaða blaðs, en um það mun honum alveg ókunnugt. Hann þykist þurfa að fræða almenning um æfi mina að undanförnu, og segir þó að ég sé víða kunnr. Ég ætla að almenning muni eigi síðr fýsa, að vita deili á Gesti þessum Pálssyni, og leyfi ég mér þvi að drepa lítið eitt á æfiferil hans, en með þvi að í ráði mun vera, að gefa út á prenti helztu æfiatriði þessa merkismanns í sérstöku riti, þá læt ég mér nœgja að vera fá- orðr. Gestr Pálsson er útskrifaðr úr Reykja- ríkrskóla með mjög lökum vitnisburði, og rak lestina þá er hann útskrifaðist. Síðan fór hann til Kaupm.hafnarhá- skóla, og hafðist þar við í sjö ár2, i þeim tilgangi að nema guðfrœði. Um Hferni hans þar er mér ókunnugt, en ýmsum sögum hefir af því farið, svo sem að hann hafi sýnt þar óráðvendi, t. d. svikið út peninga með ósönnum skýrslum. Árangrinn af hans sjö ára guðfrœðisnámi varð sá, að hann að lok- um hafnaði allri trú og gjörðist guð- níðingr. Hann stœrir sig af því, að hann trúi ekki að nokkur guð sé til né ódauðlegr andi, og telr það mestu fásinnu að trúa á guð. Væri nokkur guð til, kveðst hann vilja fyrirkoma honum. Um Krist hefir hann haft sví- virðileg orð o. s. frv. Að þessum orðum hans get ég leitt nœg vitni nær sem vera skal. J>etta er nóg til að sýna trúarskoðanir Gests Páls- sonar3 * * * * *. Að líkindum ræðr, að siðferðis- skoðun hans og breytni muni fara eft- 1) Nú sem stendr hefir gengið hér alment í bœnum sjúkdómr sá, sem nefnist „rauðir hundar", en forsjónin hefir, líld. i tilbreytingarsskyni, „punt- að“ Gest vesalinginn með „groenum hundum11. 2) Tvívegis var hann sendr heim með samskot- um hingað til lands. 3) Heyrzt hefir, að Gestr ætli að útbreiða þess- ar sínar trúarskoðanir meðal almennings í Suðra næsta Ar. petta árið hafi hann eigi getað komið þvi vif, með þvi að annar útgefandi blaðsins, Kr. Ó. porgrímsson, sem kvað vera trúmaðr, hafi aftrað honum frá þeirri óhæfu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.