Þjóðólfur - 10.11.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.11.1883, Blaðsíða 3
185 ir þessu, enda lætr hann í ljósi í síð- asta blaði Suðra (um Turgenjef) að réttlæti, skynsemi og gœðska sé eigi annað en þoka og reykr (o: einkis- vert). Hvernig lízt nú almenningi á Gest Páls- son ? Hvaða trúnað geta menn lagt á orð hans ? Hvers er að vœnta af slík- um manni ? ValcLimar Asmundarson. HITT OG JETTA. — Eftirtektavert. Allir þeir, sem þekkja ritstj. Suðra, hr. Gest Pálsson, hafa lengi vitað, að hann var guðleys- ingi, og hefir það jafnvel þótt tiltöku- mál, að trúarskoðunum hans skuli ekki oftar hafa brugðið fyrir í blaði hans. Hitt má sannlega virðast merkilegt, hve einarðlega hann lætr i ljósi sína sið- ferðislegu lífsskoðan í síðasta bl. „Suðra“ (nr.—20, 3. nóv., bls. 79). þ>ar segir hann: „allar inar dýrustu og fegrstu hugsjónir andans, réttlæti, skynsemi, gæzka og almenn gæfa eru náttúrunni álveg óviðkomandi; . .. slíkt hefir í raun réttri ekkert algildi í hennar heimi. f>á liggtir ofboð beint fyrir, þegar skoðað er ofan í kjölinn, að telja allt þess hátt- ar þoku og reyka. —Mikill merkismaðr má sá vera, er lifir lífi sínu samkvæmt þessu, og gleðiríkt má það vera fyrir foreldra, sem nota slíkan mann fyrir barnakennara, að vita, hve heilsusam- legu fræi hann muni sá í saklausar barnasálir. ISvtt! Heyrðu lag,si! Ef Þ’g v * langar í hressingu um messutímann, þegar veitingahúsin þau in lögleyfðu eru lokuð, þá þarftu ekki annað en bregða þér inn til Einars gamla prentara. Hann selr þér í staup- inu, og leyfir þér að sitja að drykkju inni hjá sjer. Peripatetikos. 1483. 10. NÓVEMBER. 1883. Marteinn Lúther. t I dag eru 400 ár síðan höfundr sið- bótarinnar Marteinn Lúther fœddist. í minningu þessverðrum öll þau lönd, þar sem Lútherstrú er þjóðtrú, pré- dikað á morgun Hér á landi mun þó kirkjustjórnin, það vér framast vitum, ekkert hafa annazt um að dagsins yrði minnst. Eu hér í Rvík mun dómkirkjuprestrinn af sjálfs hvöt- um gjöra það. Eftir »Stjórnartíðindunum« (B. 17. jf). Styrkr úr landssjóði samkvæmt fjárlögunum fyrir 1882 og 83. 10. gr. C. 4. Samþykt tillaga sýslunefndarinnar í Borgarfjarðarsýslu um að verja hluta þessarar sýslu til eflingar búnaði (370 kr.) til að kaupa fyrir jarðyrkjuverk- færi (skóflur, kvíslar og stálspaða). Olafi búfræðingi Ólafssyni frá Lundi i Mýrasýslu veittr, samkvæmt tillögum amtsráðsins í suðramtinu, 250 kr. styrkr til að vera næsta vetr við nám á land- búnaðarháskólannm í Kaupmannahöfn. 10. gr. C. 5. b. Vestr-Skaptafellssýslu veittar 350 kr. og Austr-Skaptafellssýslu 228 kr. gegn jafnmiklu tillagi úr sýslusjóðum, til að bæta sýsluvegi á aðalpóstleiðum. Kjósar- og Gullbringusýslu veittar 200 kr. í viðbót við áðr veittar 1000 kr. upp í kostn- aðinn við að leggja tvær trébrýr yfir Elliða- árnar. 16. grein. Séra Páli Pálssyni að þingmúla veitt 50 kr. þóknun fyrir kenslu heyrnar- og málleys- ingja árið 1882—1883. — Laugardag 3. nóv. gerði háskaveður um miðjan dag, og náðu mörg skip, er róið höfðu hjer um slóðir, eigi rjettri lendingu, heldur urðu að hleypa upp á Akranes. Einu barst á háskalega í uppsiglingu, af Alptanesi; formaður Jón í Deild. Stag slitnaði og gekk siglan niður um súðina; lá þegar við að sökkva mundi. þetta var hjer um bil viku sjávar undan Gróttutöngum. I því roki sem var, var engu meðalskipi fært að bjarga, þótt í færi hefði komizt, enda vildi svo heppilega til, að eina skipið, er svo nærri sigldi, að vart yrði við slysið, var áttæring- ur Jóns bónda Ólafssonar í Hlíðarhúsum, eitthvert mesta róðrarskip hjer um sveitir. Hann var sjálfur formaður, og fjekk bjargað hinum, með snarræði og vaskleik, öllum sjö, um það leyti sem skip þeirra var að sökkva. Varð síðan að hleypa upp á Akranes. 26. dag marzm. þ. á. andaðist að Mýrum f Dýrafírði óðalsbóndi Guðmundr Sigurðsson 48 ára gamall. Hann kvongaðist 1864 jómfrú Guðnýju Guðmundsdóttur, dannebrogsmanns Brynjúlfssonar, sem lengi bjó rausnarbúi sinu á Mýrum og féll þar frá 1878. þau hjón eignuðust einnson barna, Guðmund Ágúst að nafni, sem nú er á 18. aldrs ári í Möðruvallaskóla. Guðmundr heitinn nam sjómannafrœði á ungum aldri ng stundaði sjómennskn á þilskipnm upp frá þvi alla æfi, þó hann hin síðustu árin jafnframt byggi búi sinu á Mýrum- Hann var talinn einn hinn þrautbezti sjómaðr, en þar á móti ekki, svo að fram úr skaraði, heppinn til aflabragða. þrátt fyrir það reyndist honum þessi atvinna sín nota- drýgri heldr enn flestum í hans stöðu því honum safnaðist talsvert fé, til þess að gjöra á svo skömm um tíma, og olli því ráðdeild hans og stjórnsemi. Hin síðustu árin var hann hreppsnefndaroddviti í Mýrahreppi og kom fram iþeirri stöðu með hjálp- semi, greind og stillingu eins og hvervetna þar sem hans var að geta. Sökum eltkju hans og vandamanna við hið ó- vænta fráfall hans er óþarft að lýsa, en bygðarlag hans beið þar að auk ómetanlegan skaða í fráfalli hans, ekki sizt ef tillit er tekið til harðærisins sem nú yfir gengr, því hann hafði bæði vilja og mátt til þess að greiða úr vandræðum manna og var orðinn sannnefndr sveitar höfðingi. Á allan slcapnað var hann inn álitlegasti maðr háttprúðr, siðvandr, vel viti borinn og að öllu sómi bœndastéttarinnar hér á landi. t Guðmundr skipstjóri Sigurðsson oddviti og óðalsbóndi á Mýrum. Dáinn 26. marz 1883. það er sorglegt að sjá um vor eikina sterku fölva falla, sem fauska studdi nálægt alla, en auð þar líta eftir spor sem greinar himni gnæfðu mót og geislum stráði vonar bjarmi, þar unaðs blóm sér áttu rót er nú þögult og fult af harmi. Nú Mýrahreppur færðu fyrst, orsök til þess að geta grátið og grát-stunur til þín heyra látið, harmaðu það sem hefir mist, leiðtoga vissan, aterka stoð, sem styrkti snauða traustri mundu sem hélt af alúð herrans boð, hreinskilna með og trygga lundu. Áður enn nokkrum væri von, þrumaði fregnin sorgar-sára, að sigrað hefði dauðans bára, prúðmennið Ouðmund Sigurðsson. þögult er enn um göfgan garð, þótt grátur þar fyrir skemstu yrði, því stærra fyrir skildi skarð skéð gat nú ekki’ Dýrafirði. það er sjaldgæft um mikla menn, af valdi þeirra vikni enginn, svo verður trauðla margur fenginn, að allra nái ást í senn. En allra sem þektu eitthvað hann — undantekning ei þarf að taka — sanna virðingu sér ávánn svipurinn hreinn og lundin spaka. Hans ljúfa viðmót, lyndi stilt, laðaði að sér sérhvers hjarta, sem helli geislum sólin bjarta á hnípin blóm og hlúi milt, sem árdagsvökvi veika rót, er visin beið á aftanstundu, svo komu fram hans kærleiks hót að kvíðafullir styrk sér fundu. |>á fallnir voru feðgar tveir1, en sumir aðra viknir vegi2 vaknaði mörgum snauðum tregi, um leiðsögn vissu lítið þeir, þá tók hann stjórn og stýrði’ af snild, í straumsjó tímans milli boða, svo hjartagœzka’ og höndin mild, hlífði mörgum við stórum voða. Honum var lagt til heilla flest, ágætis kona, afbragð fljóða, sem örugt hvatti til þess góða, heimilið sjálft það sýnir bezt, það var sem hönd þar ynni ein, til aðal-heilla meðbrœðranna, og lífæð beggja hjartna hrein huggun yrði sem flestra manna. Sætt er um hálfnuð æfi-ár að hafa lokið lífsins önnum, og líða burt með friði sönnum við alla sáttur, kvittur, klár, og hafa jafnmörg góðverk gjört, sem Guðmundar var hönd til lagin, svo llður fárra lífsstund björt lokið sé verki’ um miðjan daginn. þú góða sál sem gladdir oss, nú færðu öll þín góðverk goldin þó geymi duptið móðurfoldin, því fengið er þér himneskt hnoss; ef hver einn sem þú gjörðir gott geldur þór þökk með tárum sínum, bera þess lengi beztan vott blómin sem gróa’ á legstað þínum. Ó, grát þú félag sterka stoð, þó autt sé skarð fyrir skildi björtum og skaðinn svelli margra hjörtum, skaparans við ei skiljum boð, þú frjálsi andi farðu vel! að friðar herrans bústað háum, þig kveðjum vér með vinar-þel, viknaðir sem á bak þór sjáum. Auglýsingar. Á skrifstofu „í»jóðólfs“ fæst: »Kátr piltr« eftir Bjornson. 1 kr. i Söngvar og kvæði Jóns Ólafssonar. 2 kr. Dægrastytting. Útg. J. Ó. 50 au. Jafnræði og þekking. Um réttan grundvöll sjálfstjórnar. Eftir Jón Ólafsson. 10 au. 1) Guðmundr Dannebrogsmaðr og Franklín bú- frœðingr. Inn þriðji, Brynjólfr sál. var áðr dáinn eftir langvinna þjáningu. 2) Jón lcaupmaðr í Flatey, Guðni læknir utan- lands og G. Hagalín sjálfse’.gnarbóndi á Sæbóli ná- lega kominn úr hrepnum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.