Þjóðólfur - 17.11.1883, Page 1

Þjóðólfur - 17.11.1883, Page 1
ÞJÓBÓLFR. XXXV. árg. Reykjavík, Laugardaginn 17. nóvbr. 1883. J\g. 41 „Piltr og stúlka“ á pýzku. Merkr þýzkr rithöfundrí Vínarborg, J. C. Poestion að nafni, hefir í sumar gefið út þýzka þýðingu af skáldsögunni: Piltr og stúlka eftir .1. þ. Thóroddsen1. Ið þýzka nafn bókarinnar er : Jungling und Mádchen, eine Erzáhlung aus dem islándischen Volks- lehen der Gegenwart. — það er eftirtekta- vert, að engin þjóð hefir í seinni tíð sint íslenzkum bókmentum að fornu og nýu meira en þjóðverjar, en þar sem bókmentir vorar á seinni öldunum hafa til skams tima orðið heldr útundan hjá þeim, þá er það ekki lengr svo, og hefir Poestion2 nú um nokkurra ára tíma gert sér far um að k^nna sér þær og eins að gera þær öðrum kúnnar, og það með einstakri alúð, velvild og sanngirni í dómurn sínum. Hefir hann ritað ýmsar greinir um nýrri ísl. bókment- ir í þýzk blöð og tímarit og þýtt prýðilega á þýzka tungu nokkur kvæði eftir ísl. skáld á þessari öld (t. a. fn. B. Thórarensen og J. ■ Hallgrímsson). Jt ’formála þýðingar sinnar fer P. þessum v þíðum um frumritið : »Piltr og stixlka var ið l|g|;allasta verk J. Thóroddsens .... Lýs- ilffc’áísl. sveitalifi eins og það var um hans daga, og mun vera að miklu leyti enn, hefir þar tekizt svo, að ekki hafði jafnvel tekizt áðr, og ekki hefir heldr orðið komizt til jafns við það síðar. En í þessu eru líka fólgnir yfirburðir skáldsögunnar, því að öðru leyti samsvarar hún ekki alskostar þeim inum hækkuðu kröfum, sem vér gerum til þess konar skáldrita«. Poestion er maðr á bezta aldri (fæddr 1853) en hefir þegar ritað mikið og hlotið lof fyrir. Af fyrstu verkum hans voru einna merkust: Griechische Dichterinnen (Grískar skáldkonur) og Griechische Philosophinnen (grískir kvennspekingar) , ágæt rit, sem skýra frá lífi inna andlegu kvennskörunga hjá Forrj-Grikkjum. Seinna fór hann að gefa sig við bókmentum Norðrlanda og þýddi á þýzku Priðþjófssögu frækna og Hervarar- sögu o. fl. I lok þessa árs eða byrjun ins næsta er frá hans hendi von á þýzkri þýð- ing ísl. æfintýra úr safni Jóns Arnasonar (Islándische Márchen) og nýrri bók um ís- land, sem heitir: Zur islándischen Volks- kunde (Til fróðleiks um ina ísl. þjóð) Að endingu skal þess getið, að þessi drenglyndi íslands vinr gekst í fyrra fyrir harðæris samskotum handa íslendingum meðal landa sinna, og mun það bæði hafa verið í velvirðingar skyni fyrir ágætan vilja hans í þessu efni, og eins fyrir dugnað hans í því að xxtbreiða þekkingu á nor- rænum bókmentum, að Danastjórn heiðr- aði hann með riddara-krossi dannebrogs- orðunnar. 1) þýðing þessi er tileinkuð skáldinu Steingrími Thorsteinsson. 2) í sömu stefnu starfar, að því er vér frekast vitum, einnig Dr. Pb. Schweitzer, sem var hér i sumar. „Grasaríkió á íslandi eftir Moritz H. Friðrikssonu. í almanaki þjóðvinafél. fyrir árið 188,3 og 1884 er upptalning íslenzkra grasa eftir Moritz H. Friðriksson, er hann nefnir „Grasaríkið á íslandi“. — í for- málanum fyrir því skýrir hann frá, að inni íslenzku grasafrœði1 eftir skóla- kennara2 Gronlund sé mjög ábótavant, einkum að því leyti, að þar sé látið ógetið fjölda margra grasa, er vaxa á íslandi, og auk þess séu in íslenzku heiti grasanna mjög rangfærð, eða als eigi getið. A þessum stórgöllum ætl- ar hann sér með þessari upptalningu að ráða bót, en því miðr hefir honum mistekizt það að mestu leyti. þ>að er satt að Gronlund nefnir fremr fá ís- lenzk grasaheiti, en þau, sem hann nefnir eru flest rétt cg á réttum stað. og er því rangt að segja, að þau séu „mjög rangfærð11. Til þess að ráða bót á nafnaskorti hjá Gronlund tekr herra Friðriksson mörg ísl. grasaheiti, en mörg þeirra eru á röngum stað, sum eru úrelt og sum hafa aldrei verið til. Sumar jurtir nefnir hann skakkt, sem Grl. nefnir rétt o. s. fr. Skal ég nú til færa nokkur dæmi þessu til sönnun- ar, og þannig verða við bón hans, B]örk eða birki er .ekki tegundar- heiti, heldr kynsheiti. Almennasta nafnið á Polygonum aviculare er Blóff- arfi (sbr. Grl. íslands Flora bls. 86.), en herra Friðriksson nefnir það Veggj- ararfa, sem er nafnið á Draba incana. þar á móti nefnir hann Lamium inter- medium Blóffarfa en það er rangt SenecúF vulgaris heitir á Dönsku Al- mindelig Brandbceger og á íslenzku Brandbikar, sem auðsjáanlega er út- legging á danska nafninu, en ekki ís- lenzkt að uppruna og er þvl eflaust nafnið á þessari jurt og engri annari (sbr. Grl. ísl. Flora bls. 78.), enda hef ég ávalt heyrt hana nefnda þannig. Herra Friðriksson nefnir hana Skam- fifil, en Hirvacium murorum nefnir hánn Brandbikar, sem einmitt heitir Skarifífill; þannig hefir hann haft skifti á nöfnunum . Galium silvestre heitir Litla maffra en G. mollugo ekki eins og Friðriksson segir. Auk þess er óvíst að G. mollugo sé til á íslandi, að minsta kosti er það ekki nægilega sannað, og þannig er því varið með fleiri jurtir, sem herra Friðriksson telr 1) íslands Flora af Chr. Gronlund Adjunct Kjöbenhafn 1881. 2) Hann ferðaðist hér um landið sumurin 1868 og 1876 til þess að kynna sér grasaríki íslands. 3) Senecia er vist prentvilla i almanakinu. hiklaust íslenzkar. Galium uliginosum nefnir hann Olúagras, en það er eitt nafnið á Menyanthes trifoliata, sem einnig hefir verið kölluð Kveisugras; en því nafni nefnir hann Gentiana amarella. Viscaria alpina hefir og verið kölluð Kveisugras ásamt fleiri nöfnum, en herra Fr. nefnir hana Hofmóff“, sem er öldungis úrelt og hefir víst aldrei verið alment. Pingvicula alpina nefnir hr. Fr. Jónsgras, jónsmessugras, Kæs- isgras, Hleypisgras, en þetta eru alt nöfn á inu Almenna lyfjagrasi (P. vul- garisj, sem er ein in almennasta jurt á fslandi, og alkunnasta sakir notkunar sinnar, er þrjú in síðast nefndu nöfn benda til. P. alpina vex ekki hér á landi svo menn viti, og þótt hún vaxi hér á landi, þá á hún ekkert af nöfnum þeim, sem hr. Fr. gefr henni. Stellaria media er inn Almenni arfi, sem einnig er nefndr Haugarfi, og sem hvert mans- barn þekkir ; hr. Fr. nefnir hann engu íslenzku nafni, en kallar Alsine biflora arfa, og getr það orðið til þess að þeir, sem ekki hafa við annað að styðj- ast en upptalning hans, álíti, að inn Almenni arfi heiti á vísindamáli Alsine biflora, en það er rangt. Alsine biflora er mjög sjaldgæf jurt hér á landi og hefir að llkindum ekkert íslenzkt nafn, að minsta kosti þekkja hana víst mjög fáir hér. Puntr er ekki nafn á neinni sérstakri tegund, heldr eru svo kölluð stráin með blómum af mörgum grasteg- undum. Eriophorum capitatum nefnir hr. Fr. Krossfífu, en það er rangt, það heitir Hærukolla; Krossfifa og Klóf ífa eru hvortveggja nöfn á Eriophorum angustifolium. Carex aquatilis kallar hann „Sinu“. þ>að hef ég aldrei heyrt haft sem tegundar nafn, enda hefir það víst aldrei verið brúkað svo fyr. Alt gras, sem sjálfkrafa er fallið i jörð og visnað, heitir sina hverrar tegundar sem er. Cystopteris fragilis er ein in almennasta burknategnnd hér á landi og þekkist alstaðar undir nafninu Tóu- gras, en hr. Fr. nefnir hana engu is- lenzku nafni; þar á móti nefnir hann Lycopodium armotium Tóugras, en það er ekki rétt. Sumar jurtir er Gron- lund nefnir réttu íslenzku nafni lætr hann vera nafnlausar, t. d. Nr. g6 og 423 o. s. fr. Nú hef ég getið þess helzta, er mér þykir athugavert við in islenzku grasaheiti hjá herra P'riðriks- son. Að visu er margt fleira athuga- vert við þau, ef vel er að gáð, en þetta álit ég nóg inu áðrgreinda til sönnun- ar. þá er fiinn aðalgallinn, sem hr. Fr. telr á grasafrœði Grl. og sem hann ætlar sér að ráða bót á, „að þar sé ó-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.