Þjóðólfur - 08.12.1883, Síða 1

Þjóðólfur - 08.12.1883, Síða 1
XXXV. árg. E’JÓDÓLFR. Reykjavík, Laugardaginn 8. desember. 1883. J\i. 43 Háttvirti herra ritstjóri! Eg vil að upphafi játa það í allri einlægni, að þegar ég í sumar í 28. tölubl. blaðs yðar í aðsendu svari til Suðra las það, sem stendur á 85. bls. : »|>að er svo að sjá, sem ritstjóri ætlist til alls þessa, eða þá að rektor láti hnefana dynja á mönnum, ef hann hefir krafta til eins og Bjarni rektor gerði, sem tyranniseraði skólann og fjarlægði pilta og kennarana hvora frá öðrum, sem mest hann mátti; kom því á, að kennarar þúuðu pilta, en piltar þéruðu þá þvert ofan í hætti þjóð- arinnar og eðli málsins sem hann skildi (ætti víst að vera skildi) ekkert í. þessi dæmalausi siðr átti að halda piltum í »til- börlig afstand« frá kennurum og koma kennurum til að skoða pilta sem börn eða lítilfjörlegt þjónustufólk. því við aðra hafa menn ekki þennan sið. Bæði af þessu og öðru í stjórn Bjarna sýpr skólinn seyðið enn í dag« — þá varð ég alveg forviða af undr- un. Mig furðaði stórlega á því, að þes3Í svarshöfundr, er nefnist »kunnugr« og þyk- ist ætla að fara að verja skólann og skóla- stjórnina fyrir því ófagra orði, er um hríð hefir af þeim farið, skuli verja skjólstæð- inga sína þeim vopnum, er hljóta að verða honum verri en engin til varnar. Til þess að réttlæta þá stjórn, sem nú er, og mæla bætur því ólagi, sem nú er á skólanum, þyk- ist kunnugr neyddr til að vega að dreng- skap sínum með því að beinast að dánum manni og ófrægja hann um engar sakir. Mig furðaði og á því herra ritstjóri, að þér, sem annars ekki viljið taka sem góða og gilda vöru, rangsnúnar ályktanir og á eng- um rökum byggðar, og sem auk þess flest- um fremur er sýnt um með stuttum og lag- góðum athugasemdum, að benda á lokleysur, að þér skylduð athugasemdalaust ljá þess- um »kunnug« blað yðar undir aðra eins fjar- stæðu og þessi ummæli »kunnugs« eru, sem ég tilgreindi. Hvernig víkr því við að skól- inn nú á síðustu (og verstu ?) tímum eink- anlega skuli súpa seyðið af því, sem aflaga fór f stjórn Bjarna? Hefði eigi verið nær að ætla, að hann sjálfr og hans næsti eft- irmaðr hefði sopið það seyði ? Ég tel það rétt viðlíka vitlegt, að kenna ólag það, sem nú er talið á skólanum, harðstjórn Bjarna, eins og það væri að segja, að alt ólag sem á hefir verið í skólanum frá því 1851, sé að kenna fyrirlestri þeim, er Yigfús Rosi hélt í 3. bekk vorið 1851. Kunnugr talar um hnefafeögg Bjarna. Sex ár var ég í skóla undir hans stjórn, ég vissi, og vissi gjörla hvað fram fór í skóla árið áðr en ég kom í skóla, mér eru því vel kunnug 7 Bjarna fyrstu ár; þau sjö ár voru 2 piltar barðir af Bjarna, svo að talsvert minna hefr þá kveðið að barsmíðum í skóla, heldr en nú; að Bjarni hafi fjarlægt pilta og kennarana hvora frá öðrum, er mér alveg ókunnugt, og verðr »kunnug« víst erfitt að sanna að svo hafi verið, því það að Bjarni vildi að kennarar þúuðu pilta, veit ég ekki til að neinn piltr firtist við í minni tíð, né teldi sér neitt niðrað f því, eða sig fyrir það settan á bekk með börnum og lítil- fjörlegu þjónustufólki. Hvað »kunnugr« meinar með því að Bjarni hafi »tyranníserað« skólann, er mér ókunnugt; en sé það mein- ingin að Bjarni hafi engu fremr látið kenn- urum en piltum haldast uppi vangeymslu á skyldum, þá tel ég þá stjórn hans fremr til lofs en lasts. f>að sem gjörði Bjarna rektor vinsælan og vel virtan, ég held mér sé óhætt að segja af öllum skólabræðrum mínum, var það, að vér þóttumst í hverju einu finna þrek og einurð, er hann sýndi jafnt gagnvart yfirstjórnurum skólans og jafnframt kennurum, réttsýni og mannúð gagnvart piltum yfir höfuð, en ef eitthvað lá við, þá föðurlega umönnun fyrir hverjum einstökum. Hafi eitthvað af þessum kost- um vantað hjá þeim, er skólastjórar hafa verið að Bjarna látnum, og stjórn skólans fyrir það gengið skrykkjóttara, þá er rang- látt að kenna ólagið Bjarna, sem hafði alla þessa kosti, og ekki að eins ranglátt, heldr heimskulegt; en ódrengilegra er það, að Kunnugr skuli gjörast svo ófyrirleitinn, til þess að koma einhverri vörn fyrir vafasamt mál, að niðra ástæðulaust þeim manni í gröfinni, er vafalaust má telja einhvern meðal inna nýtustu og beztu manna, er embætti hafa haft á þessum síðasta manns- aldri. Mér finnst, herra ritstjóri, að þér sé- uð ekki alveg vítalaus, þar sem yðr hlaut að vera auðsætt, að »kunnugr« rekr þetta asna- spark í Bjarna eingöngu í trausti til þess að alþýða manna sé hvorttveggja jafnt, nógu hugsunarlaus og nógu ókunnug til þess, að leggja nokkurn trúnað á ósómann, og tel égyðr því skylt að ljá línum þessum rúm í blaði yðar. A allrasálnamessu 1883. Gamall lærisveinn Bjarna rektors. * * * — Út af framanritaðri grein, sem ég hefi álitið mér skylt að ljá rúm, þótt hún komi nokkuð seint fram, þar sém svo langt er um liðið síðan grein »Kunnugs« birtist, skal ég geta þess, að ég hefði ekki tekið grein »kunnugs» umyrðalaust í blaðið, að því er til þess kemr, er þar er sagt um skólastjóran Bjarna heitins rektors, ef mér hefði þótt þar hallað sönnu máli. Höf. framanritaðr- ar greinar verðr að gæta þess, að mér er ámóta kunnugeins og honum skólastjórnar- aðferð Bjarna, því ég var 5 ár lærisveinn hans í skóla, og alla þá tíð stjórnaði hann skólanum mestmegnis með ofstopa-öskri, yglibrún og hnefahöggum. Eg neita því ekki, að það hafi ekki brugðið fyrir hjá hon- um á milli drengskapartaugum, og stundum enda brugðið fyrir einhverjum einstreng- ingslegum gáfnaleifum, líkt og þegar slær upp bjarma augnablik og augnablik upp úr kertastiku, sem ljósið er brunnið ofan í, svo að blaktir eftir á skari. En hitt var tíðara, að hann var sviftr svo allri greind, að hann líktist mest vitfirringi eða því sem næst. Og sá, sem ekki hafði kynni af Bjarna pessi ár, þarf ekki annað en að slá upp skólaskýrslunni, sem út kom haustið 1863, og hefi ég gaman að sjá, hve margir skyn- berandi menn geta álitið slíka þvættu samda og útgefna af mentuðum manni með heilbrigðri skynsemi. Mér er Bjarni enn í minni, alt frá fyrsta kvöldinu, sem ég var í skóla, þegar hann ætlaði að berja einn gáf- aðasta, stiltasta og mannvænlegasta piltinn í bekknum fyrir það, að piltrinn leyfði sér með mestu hægð og kurteysi, að hafa á móti því, að 4 sinnum 4 væri 15 ! Eg þarf ekki mikið um þetta að tala fyrir sjálfan mig, því að Bjarni var mér ávalt fremr góðr, eftir því sem honum var lagið að vera, og ég man ekki til, að hann berði mig nema einu sinni, af því að ég vildi ekki segja eft- ir skólabróður mínum; og um það var ekk- ert að segja; það fengu margir högg fyrir minni sakir hjá honum. En þó að það kæmi ekki fram við mig, þá sá ég aðferð hans við aðra, sem margir hverjir (ef ekki flestir) áttu miklu siðr skilið ójöfnuð hans, en ég. Og því fékk ég andstygð á Bjarna rektor og andstygð á allri hnefa-stjórn. Óspiltir unglingar þurfa þess ekki með. Svo mikið kvað að barsmíðum Bjarna, að það voru ekki einungis piltarnir, sem hann barði á, heldr og stundum fjárhaldsmenn þeirra; og ég vil leyfa mér að minna höfund framanritaðrar greinar á, að sá maðr, sem var fjárhaldsmaðr hans (höfundarins) ogsem okkr mun auðveldlega koma saman um að var mentaðr heiðrsmaðr og einn af helztu mönnum bœjarins, þessi maðr fékk að kenna á hnefum Bjarna (ef mig misminnir ekki alt of mikið, jafnvel oftar enn eitt skifti). — Ekki barði Bjarni samt á kennur- unum sjálfum, það ég til vissi, í minni tíð ; enn ég sá hann taka í öxl kennara og hrista hann eins og visk og öskra framan í hann : »Hvað ? Viljið þjer svara mjer ? !« þetta gjörði hann meira að segja á skólaganginum í 5 mínútunum framan í öllum okkr pilt- unum. Ég get vel ímyndað mér, að lærisveinar Bjarna frá eldri tímum hafi aðrar og betri endrminningar af honum. Hann var nefni- lega eyðilagðr maðr til líkama og sálar af drykkjuskap, þá er ég þekti hann, og oft svo tröllslega æðisgenginn, að hann líktist vit- stola manni. þegar ég á barnsaldri las um rússneska böðla, eða um villimanna-konunga, sem léku sér að því að hafa bakið á einum þræla sinna fyrir bakþúfu, er þeir stigu á hestbak, og höggva svo af þeim höfuðið um leið—þá hugsaði ég mér þá ávalt eins og Bjarna. Og hvernig var svo siðferðið í skólanum ? Eg tala hér að eins um þann tíma, sem ég þekki til, en það voru síðustu 5 ár Bjarna; þá er mér óhætt að segja, að hvers kyns ó- regla var svo tíð í skóla, að aldrei hefir, hamingjunni sé lof, neitt svipað átt sór stað síðar. Nú verðr drykkjuskapar varla vart í skóla, en þá þótti sá ekki maðr með mönn- um, sem ekki gat drukkið óspart og þolað, og sá þókti mestr garprinn, sem lengst gekk í ósómanum. Verkin sýnamerkin; það eru

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.