Þjóðólfur - 08.12.1883, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.12.1883, Blaðsíða 3
135 Smávegis. — Tvírætt grafletr. Á legfsteini í kyrkjugarði nokkrum er höggvið þetta grafletr : „Hér hvflir duftið af N.N. og eiginkonu hans N. N.— Grafarinnar friðr gjörði loks enda á þeirra stríði“. — í bœ einum einhversstaðar í Rússa- veldi — gott hvort það er ekki í Pól- landi—hafa þeír bæjarfógeta, sem ekki kvað reiða vitið í þverpokanum, og hafa því dómar hans orð á sér fyrir að vera miðlungi réttvísir; yfirréttrinn kvað vera með öðrumóti; í honum sitr einn sá dómari, er öllu þykir ráða, svo að hinna dómaranna í réttinum gætir að engu. Eigi þykir honum vits vant, en misjafnlega þykir hann beita því. Hæstarétti fer ekki orð af, annað enn þar sé hvorki vitsins vant, né vanbrúk- að heldr. þ>eir bæjarmenn kalla þar undirréttinn inn vanvísa, yfirréttinn inn illvísa, en hæstarétt inn hundvísa■ [S—D.] — Prestrinn : J>að er leitt með hann son þinn, Páll minn, að fá hann svona til baka frá Höfn. Enn er það nú satt, að hann hafi svallað eins mikið og sagt er, og sé kominn í þær botnlaus- ar skuldir, sem þú sért als ekki maðr íyrir að borga? Páll: Já, satt er það, því er nú miðr. Og það er nú það minsta að geta ekki borgað ; það er ekkert fyrir mig hjá hinu, að eiga nú ekki nokk- urn skapaðan hiut til í eigu minni, svo að ég hefði getað gjört hann arflausan, stráksólánið! ■— Munrinn á inum vantrúaða og inum hjátrúarfulla er sá, að inn van- trúaði trúir því einu, sem hann sér, en inn hjátrúarfulli sér það alt. sem hann trúir. — Skyndiskrift. Kona póstafgreiðslu- mannsins lá í i. sinni á sæng. Tösk- unni var lokað og póstrinn að fara á bak, þegar yfirsetukonan kemr fram og segir póstafgreíðslumanninum, að honum sé fœddir tvíburar. Hann biðr póstinn að standa augnablik við, og skrifar svo látandi á bréfspjald til tengdaforeldra sinna: „í mesta hasti læt ég ykkr vita, að rétt í þessu höf- um við hjónin eignazt tvíbura. Meira nœsta sinm ! — Hvert sinn er ég heyri talað um nýgift hjón, sem ég þekki ekki, ogég heyri þessi orð : „Hann var, svei mér, heppinn að fá hana!“—þá dettr mér i hug: Hún hefir þá líklega verið óhepp- in, veslingr, að fá hann“. Misskilningr. — Stúdentinn: Er frú- in heima? — Griðkan'. Já, enn þá; en ef þér viljið koma eftir hálf-tíma, þá verðr enginn heima. Konulát. Inn 7. f. m. andaðist að Eyvindar- holti undir Eyjafjöllum Steinunn ísleifsdóttir Gizurarsonar, kona alþingismanns Siglivats Árna- sonar. Hún fæddist á Seljalandi 17. sept. 1805; þar bjuggu foreldrar hennar. paðan fluttist hún að Eyvindarholti 1833 og giftist þar sama ár Sig- urði Sæmundssyni og áttí með honum 4 börn; 3 dóu í æsku, en I er á lífi (Jón bóndi Sigurðsson á Syðstu-Mörk). pennan mann sinn misstí hún 21. júlí 1841. Eftir 2 ár gekk hún að eiga Sighvat Árnason 1843 ; með honum bjó hún í Eyvindar- holti til dauðadags og var komin á 9, árið um sjötugt, er hún lézt. f>au áttu' 4 börn, 1 dó í æsku, 2. um tvítugsaldr, en 2 lifa (Jórunn húsfrú i Reykja- vík og Sigurðr bóndi á jbórunúpi). Steinunn sál. var gædd miklu atgerfi bæði til sálar og líkama. Hún var umhyggjusöm og ástrik móðir, trygg og ástúðleg kona, sístarfandi í stöðu sinni og vel verki farin bæði innan bæjar og utan. Yfir höfuð var Steinunn sál, afbragðskona, Auglýsingar. í haust hefi ég heimt 2 lömb með marki Sigríðar J>orleifsdóttur, sem að er hennar erfðamark, en er ekki al- veg viss um að hún sé réttr eigandi lambanna, en marksins, sem er: geir- sýlt bæði. Vil ég þvi biðja þann er kynni að brúka þetta mark, að gefa sig fram og semja við mig um markið og ef afgangr yrði af andvirði lambanna að frá dregnum kostnaði. Stóruháeyri Eyrarbakka 26. nóv. 1883. 508] Guðm. ísleifsson. Samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum 12. apríl 1878 innkallast all- ir þeir, sem telja til skulda hjá dánar- búinu eftir húsmann Olaf þórðarson, sem andaðist að Minniborg í Austr- Eyjafjallahreppi 30. júní þ. á., til, inn- an 6 mánaða frá seinustu birtingu þess- arar innköllunar, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðunum hér í Rangárvallasýslu. Rangárþingsskrifstofu, Velli 9, nóvem- ber. 1883. 485.] H. E. Johnsson. Hér með innkallast samkvæmt opnu bréfi 4. janúar 1861 og lögum i2.apríl 1871, allir þeir, sem telja til skulda hjá dánarúi eftir Guðmund J>or- steinsson frá Efraseli á Landi sem dó í Reykjavík 6. júní þ. á., til innan 6 mánaða frá seinustu birtingu þessarar innköllunar, og sanna þær fyrir skifta- ráðandanum hér í Rangárvallasýslu. Rangárþingsskrifstofu, Velli 9. nóvem- ber 1883. 486] H. E. Johnssuu- Pappírsverzlun mín hefir miklar byrgðir af alls konar skrif- pappír : póstpappír í oktav- og kvart-formi, brjefa-efni í kössum, alls konar umslög og folio-pappír; allt ágætar tegundir með óvanalega góðu verði. Enn fremur hef jeg ágætar skrifbækur af mörgum tegundum: mjög hentugar við- skiptabækur ("kontrabækur) með krónu og aura strykum, teiknipappírsbœkur o. s. frv. ísafoldar-prentstofu, Rvík 7. des. 1883. 504] Sigurður Kristjánsson. Samkvæmt opnu bréfi, 4. janúar 1861 innkallast hér með allir þeir, sem telja til sknlda í búi fyrr- um lögregluþjóns Alexíusar Árnasonar, er andaðist í Reykjavík inn 23. ág. þ. á. að gefa sig fram innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar og sanna kröfur sínar fyrír undirskrifuðum. Sömuleiðis er skorað á þá, er skulda téðu dánar- búi, að borga skuldir sínar til þess innan sama tíma til mín. Reykjavík inn. 23. október 1883. 484] Lúðvíg Alexíusson. Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda eftir J>orgrím sál. Jónsson snikkara, er andaðist að jþverhamri 7. f. m., að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir mér eða erfingjum hans innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Gilsá í Breiðdal 18. október 1883. Fyrir hönd erfingjanna: Páll Benidiktsson. Vantar síðan í vor um maímánaðar lok rauðgrá hrysssa 4 vetra gömul með miklu faxi, mark: sýlt vinstra. þeir sem kynnu að finna þessa hryssu eru beðnir að halda henni til skila til undirskrifaðs gegn sanngjarnri borgun. Rvík 7.' des. 1883. 507] þorl. O. Johnson. Vér undirskrifaðir eigendr Neseignarinnar á Sel- tjarnarnesi fyrirbjóðum hérmeð öllum óviðkomandi mönnum, sem ekki eru landsetar okkar, að nota beitutekju á fjörum nefndrar eignar vorrar, nema því að eins að þeir hafi fengið leyfi hjá meðund- irskrifuðum Guðmundi Einarssyni í Nesi. Brjóti nokkur bann þetta, má hann buast við að verða lögsóktr til sekta og skaðbóta eftir því, sem lög frekast heimila. 508] Seltjarnarnesi 3. des. 1883. Guðmundr Einarsson, þórðr Jónsson, Sig- urðr Ingjaldsson, Brynjólfr Magnússon. Mig undirskrifaðan vantar síðan í sumar jarpa meri 3. vetra, óaffexta i vor, mark heilrifað vinstra, hver sem var við verðr aðvari mig sem fyrst. Grashúsum Álptanesi 3. des. 1883. 509] Jón Pálsson. í haust var mér undirskrifuðum dregin hvít ær úr Landmannahrepps úrgangi, sem ég ekki á en er með mínu marki: sneitt, biti framan h.; hamar- skorið v„ hver sem getr sannað eignarrétt sinn á áðr nefndri kind, getr vítjað andvirðisins til min að frádregnum kostnaði, fyrir næstu fardaga. Steinsholti i Gnúpverjahrepp 28. olct. r883. 510] G-ísli Guðmundsson. Ein litil og góð skipsjulla er billega til sölu: ritstjóri pjóðólfs vísar á seljanda. 5I1] — Hjá undirskrifuðum fást aðskiljanlegar farfa- sortir með góðu verði, og kópal-lakk. Jón Guðnason, Bleikskjótt hryssa er í óskil- um, mark : fjöðr fr. h. ; stúrif., fj. fr. v., aljárnuð, um miðaldra. Eigandi vitji hryssunnar fyrir jól, og borgi áfallinn kostnað, eftir þann tíma andvirðisins til Guðm. Einarssonar í Miðdal. Undirskrifaðr tekr að sér aðgjörðir á þilskipum í vetr. Sömuleiðis tekr hann að sér að skaffa stiga, og brand- haka með til heyrandi járnum. Reykjavík 4. des. 1883. 506] B. H. Bjarnason, stórskípasmiðr. —Auglýsingar eru teknar í blaðið fyrir 12 a. línan af meðal-letri (burgeois), en 10 a. smáletrs- línan, eða þá 75 a. fyrir þumlung af dálkslengd.— Engar auglýsingar eru tekna upp, utan borgað sé út í hönd, nema af sýslumönnum, hreppstjórum o. s. fr. eða mönnum, sem ritstj. hefi viðskifti við.— Auglýsingar, sem gjaldfrestr er veittr á, borgist 10° /0 hærra, en ella, og sé borgaðar í síðasta lagi inuan 3 mánaða. Ritstjórinn býr í Aðalstræti nr. 9 — Heima kl, 4—5 e. m.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.