Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 1
r MOÐOLFR. XXXV. árg. Reykjavik, Laugardaginn 15. desember. 1883. M 44 Almúginn á írlandi Eftir J. Carty, þingmann frá írlandi. [Framhald frá Nr. 401. Eins og áðr er getið, hafa inir fá- tækari meðal írskra verkmanna sjaldan tvö herbergi í híbýlum sínum. Helzta viðrværi þeirra eru kartöfiur, eða þá eins konar grautr úr mais, hveiti og sóda. Lélegt, dauft the þykir þeim mesti herramannsdrykkr, og mundu þeir oft gæða sér með því, ef þeir hefðu ráð á því. pað kunna að vera margir, sem gera sér í hugarlund, að írskir landvinnumenn gangi stöðugt með brennivíns-pytluna í vasanum og stúti sig óspart úr henni. En hafa þeir menn, sem svoleiðis hugsa, nokkru sinni gjört sér grein fyrir því, hvað ein fiaska jafnvel af inu allra-léleg- asta brennivíni kostar, og hve margar fiöskur skyldi írski verkmaðrinn hafa ráð með að kaupa um árið fyrir af- gang (!) launa sinna ? Sannleikrinn er sá, að fátækr landvinnumaðr bragðar sjaldan öl eða brennivín, nema ein- hver honum auðugri gefi honum það. Og þó á hann fullörðugt með að halda á sér hita með meinlausari meðulum, því að meiri hluta ársins veitir honum erfitt að afia sér eldsneytis, og héfir oft ekki annað, en sorp og sprek, sem konan og börnin geta tínt upp á al- faravegi. Menn skyldu nú ætla, að skírlífið væri lítið meðal þessa fólks, þar sem alt sefr saman í einu og sama I her- bergi, stundum alt í sama fletinu, karl- ar og konur. Ef álykta skyldi af því, sem á sér stað í öðrum löndurii, þar sem Hkt stendr á, einkum i híbýlum fátæks fólks í stórborgum, þá 1 mætti ætla, að hér væri illa ástatt í því efni i ír'.andi. En reynslan sýnir ið gagn- stæða. Venjulega vaxa /börnin ó- spilt upp i þessum aumu örbirgðar- hreysum. Þá sjaldan að einhver spill- ing á sér stað í þessunr efnum, hefir það jafnan reynzt, a<h freistingin hefir komið utan að, er/ ökki á heimilinu sjálfu. f í Eins og getið AaV, eru írskir verk- menn örsjaldan/Vdrykkfeldir, og yfir höfuð lítt gefnif%rir skemtanir, enda er lítið um þær til sveita á írlandi. Eiginlega hefir sveitafólk á írlandi ekki völ á öðrum skemtunum, en þeg- ar svo ber undir, að það getr horft á veðreiðir eða veðhlaup, eða þá horft á enska herramenn, þegar þeir eru á veiðum upp um sveitir. Annars vinnr sveitamaðrinn baki brotnu frá morgni til kvölds, og þegar hann kemr heim, hýmir hann aðgjörðalaus. Á hverjum sunnudegi fer fólk í kyrkju, hversu sem kyrkjuvegurinn er, og hlýðir þar sinni kaþólsku messu, því fólkið er mjög guðrækið. Af náttúrunnar hendi eru írar góð- um gáfum gœddir. Nú in síðustu ár- in eru sveitamenn orðnir ákafir póli- tíkusar og blaðalesarar. pó verðr þetta að skiljast á sinn hátt, því að; jafnvel á vorum dögum kann sveita- fólk á írlandi als ekki að lesa alment. Engu að síðr nýtr það blaða sinna; því að minst einu sinni á viku, þegar póstrinn kemr með blöðin, koma menn saman hjá einhverjum, sem hefir dá- lítið rúmlegri húsakynni en aðrir, og þar er einhver sá til fenginn, sem er svo lærðr að vera læs, að lesa upp blöðin fyrir öllum, sem þar eru saman komnir, hlýða allir á með inni mestu athygli og ræða þeir rækilega og rök- samlega efnið. Margr verkmaðr fer að þessu búnu á annan stað sama kveldið, til að heyra sama blaðið aftr og ræða efni þess ítarlegar. Gjörsam- leg vanþekking á sér ekki stað jafn- vel meðal fátækasta fólks. Hún má annars vera skrítin hún veröld i augum þessara manna, sem búa í afsiðis héruðum, svo að víða er l/2 míla bœja á milli; þessum mönnum, sem þrælka daglega til að hafa í sig og á í inu fjallríka Connemara1 eða Donegal2, hlýtr að þykja heimrinn undarlegr og óskiljanlegr. parna fæð- ast þeir, lifa og deyja mann fram af manni með öllu sínu. skuldaliði, án þess að lífið veiti þeim aðra tilbreyt- ingu, en kyrkjuferðína á sunnudögun- um, og svo blaðalestrinn einu sinni í viku ; og- hann verðr, skiljanlega, aðal- innihald lífsins. Án hans hlytu þeir að vera skeytingarlausir um allan heiminn fyrir utan sig. Að viðburðir heimsins skuli sæta mikilli og alvar- legri athygli þessara manna, það sýnir bezt, að þeir hljóta, þrátt fyrir in ó- blíðu kjör, sem þeir eiga við að búa, að vera gæddir talsverðri greind og andlegu fjöri. Og slíkir menn eru als ekki fáfróðir í írlandi. peir fylgja með áhuga og athygli viðburðunum í löndum, sem þeir hafa aldrei séð og aldrei liggr fyrir þeim að sjá. peir hafa myndað sér sína skoðun um Gladstone, um Frakk- land og pjóðverjaland : um Norðr- Ame- ríku er nú ekki að tala ; hana þekkir hver maðr á írlandi, því að þar eiga þeir allir ættingja og vini. Harðærið árin 1877, 1878 og 1879 varð mjög tilfinnanlegt á írlandi fyrir alþýðuna. Kartöflu-uppskeran varð næsta lítil 1877 og 1878, og 1879 brást hún svo að segja alveg. Eins og kunn- ugt er, þá eru kartöfiur aðalfæða leigu- liða og verkmanna á írlandi. 1876 var andvirði kartöflu-uppskerunnar í landinu 12^/2 millión punda sterling (225 milj. króna); en 1877 varð hún að eins 5^/4 milj. punda (94 milj. króna), 1878 nam hún aftr 7% milíón punda sterl. (135 milj. króna) en svo 1879 féll hún niðr í 3 milj. sterlings-punda (54 milj. króna) eða minna en fjórðung þess, sem verið hafði 1876.—Og ofan á alt þetta bætt- ist, að uppskeran í Englandi varð sam- tímis mjög rýr. Svo er nfnl. mál með vezti, að uppskeran í Englaudi hefir um langan aldr verið mjög mikill at- vinnuvegr allmörgu írsku fólki, sem fer í kaupavinnu yfir til Englands í uppskerutímanum. Og fjöldi fólks er það, sem als ekki gæti komizt af án þess að fara yfir til Englands á hverju 1) Vestast á Mið- írlandi. 2) •Vestast á Norðr- írlandi. hausti qg vinna sér þar inn kaup við uppskeruna. Einkum á þetta heima um fólk frá Connaugth1, því að þaðan kemr sem næst helmingr als þess upp- skerufólks, sem frá írlandi fer á hausti hverju til Eng'lands. Hver kaupamaðr var vanr að koma heim með hér um 14 sterlings-pund (252 kr.) úr kaupa- vinnunni, og var það góð stoð til heim- ilisforlags. Og rétt þegar neyðin stóð sem hæst í írlandi, brást þessi atvinnu- vegr ; þá kom fregnin um, að uppsker- an væri mjög bág í Englandi, svo að af þeim 27 þúsundum íra, sem vanir voru að fara í þessa kaupavinnu, settist um þriðjungr aftr. Tæpt 20 þúsundir manns fóru yfir um til Englands; marg- ir af þeim fengu ekki annað upp úr ferðinni, en ferðakostnaðinn, og ekki allfáir náðu sér ekki niðri með að fá ferðakostnaðinn. petta voru þrautatimar fyrir Con- naught. pað var því ekki að undra, að maðr einn, sem lýsti þá ástandinu á Vestr-írlandi, komst meðal annars þannig að orði: „Að sjá þetta fólk, sem lifir svo mikið undir berum himni og það í einhverju bezta loftslagi í heimi, skinhorað og náfölt, eins og það hefði tæringu, það er undarlegt og ógr- legt. þ>ótt vindrinn af Atlantshafinu blási þar beint á land, þá lítr hér hver maðr út, eins og hann væri ný-útskrif- aðr af spítalanum".—f>essi sjón var blátt áfram afieiðing af langvarandi hungri. Bæði börn og fullorðið fólk á Vestr-írlandi liðr einatt svo mikinn viðrværisbrest, að hvorki ið hreina loft, né in heilnæma hafræna geta bót á ráðið hor og hungri, sem er afleiðing ins iðulega og langvarandi brests á nægu viðrvœri. Othello Mattíasar. Eftir ElRÍK yVLAGNÓSSON2. Bókmentafélagsdeildin í Reykjavík hef- ir nú byrjað að gefa út leikrit Shak- speres2. Ég gjöri mér það að minsta kosti í hugarlund, þó ég ekki viti það með vissu, því hér er kominn út Ot- hello; enda skyldi mig gleðja, að heyra að félagið hefðist þetta fyrir ; því lofs- vert verk væri það, að koma út á is- 1) Vestr-landsfjórðungr írlands. 2) Oss virðist að visu sem höf. ritdóms þessa hefði mátt drepa meir, en gjört er, á kosti þýðing- arinnar og gefa dómi sínum noklcuð vægilegri blæ. En sjalfsagt hefir oss þótt, að veita dómnum við- töku, því að höf. þýðingarinnar htýtr að vera auð- geiið að forðast aðra éins galla og þá, sem hér er á bent, og það er skylda hans jafnt við þjóðina sem við sjálfan sig að bletta eigi skáldheiðr sinn með óvönduðum frágangi. Öðru eins skáldi og séra Matthíasi er maðr skyldugr um það tvent: að segja honum afdráttarl'aust til, ef hánn hann vandar Verk sín miðr, en hann er maðr til; og: að gjöra þetta á þann hátt, að hann finrti sjálfr, að það er gjört eingöngu af ást til bókmenta þjóðar vorrar og með allri virðing fyrir hans miklu ogfgSðu gálu. 3) Ég skrifa nafnið eins og sannaö verðr að skáldið skrifaði það sjalfr.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.