Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.12.1883, Blaðsíða 2
138 lenzku sem flestum ritum ins heims- fræga meistara. En þar við er þeirri alvarlegu athugasemd að bæta, að slíkt væri betr ógjört en illa gjört. þ>að er hvorki áhlaupa-verk, né léttúðarleikr, að snúa Shakspere svo, að þýðing verði frumriti samboðin. Mál hans er fornlegt, og verða þýðendr að hafa les- ið hann mikið með samanberandi elju til þess að geta ævinnlega hitt hans hugsun, þar er vafi kann að vekja þýðanda efa hvað rétt sé. Shakspere er allra manna andríkastr og gagnorð- astr ; því felst hjá honum svo títt svo mikið í fám orðum. Mál hans tekr blæ og búning eftir stöðu, mentunar- stigi og hjartalagi persónanna. Snild- in er endalaus ; hann hefir auga og anda alstaðar, og hefir því fengið ein- kunnina The Myriadminded. í máli hans skygna sig stöðugt ósagðar hug- myndir og hugsjónir, sem eins og svífa fyrir anda hans, alt-umhverfis, meðan hann yrkir, og fylla verkahans hliðsjóna- bendingum (allusionum). Orðleikrinn kemr aðsvífandi eins og óboðinn and- vari lofts, þá er minst varir, og sú teg- und hans, er Englendingar kalla pun, þ. e. orð, sem hafa sama hljóð, en mis- munandi merkingu, sett í ýmis sambönd til að vekja hlátr, er mjög tíð og tíð- ast alveg óvíðráðanleg í þýðingu. Til þess að þýðari sjái þann auð andríkis, er fyrir liggr í Shakspere, verðr hann að vera skáldinu gagnkunnugr, og ekki hvað sízt ríðr honum á að hafa vakandi auga á því, hvað Shakspere er djúp- sett dramatískt skáld, þ. e. hvernig síðari viðburðir leikanna eins og óma í spálegu bergmáli í viðtali leikenda fram- an eftir, og hvað alt, er athöfn heitir, er látið standast á og falla slétt. Af einum leik Shaksperes — einum inum erfiðasta að þýða — eigum vér snildarlega þýðingu, það er af Lear konungi, eftir Steingrím Thorsteinson. par getr séra Mattías lært, hvernig miklir skáldkraftar kunna sér skáld- lega kurteisi og meistaranum trúa lotn- ingu, auk margs fleira, er þessi hans þýðing af Othello sýnir, að hann þarf enn að læra, og ég vona að honum sjálfum, Bókmentafélaginu og öllum réttsýnum lesendum skiljist, við að bera saman Shaksperes þýðingar þessara tveggja skálda við frumritið. Til þess að enginn geti sagt, að ég tali út í veðrið, sönnunarlaust, í þessari minni rannsókn á þýðingu Mattíasar, hefi ég valið þá aðferð, ekki einungis að sanna dóma mína með dæmum, heldr jafn- framt að Láta hverri aðfinningu fylgja pá leiðréttingu, er ég hefi tök á í svip- inn. Ekki dettr mér sú dul í hug, að þær sé fullkomnar frá skáldlegu sjón- armiði; en ég treysti þvi, að þær fari í rétt horf allar saman. Enn áðr enn ég tek rannsókn þýð- ingarinnar fyrir, vil ég með fám orð- um leiða athygli lesenda að efni þessa mikla sorgleiks Shaksperes. Athöfnin í leiknum má segja að sé bundin við atferli dæmalauss þrælmennis er Iago1 heitir, og er fánaberi í þjónustu ins hrausta og göfuga herforingja Feney- inga, Othellos, sem að ætt og kyni er dökkr Már, konungborinn. Othello hafði náð einlægri og ómótstæðilegri ást Desdemonu dóttur tigins Feney- ings, að nafni Brabantio. Giftust þau með leynd, því Desdemona vissi, að faðir sinn vildi ekki heyra orð um ráðahaginn. Othello hafði hafið til herforustu næst sér valinkunnan her- mann að nafni Cassio. fetta embætti þótti inum ónýta þræli, Iago, betr sér 1 1) Egritanafnið þannig; sbr.: thát thöu, jágö, who hást hád, my purse. veitt enn Cassio; og það er vonbrigði hans í því efni, og sú hefnd, er hann hugar Othello og Cassio fyrir bragðið, sem er megin-þáttr allra ódáðanna í leiknum. f þessari djúpu hugmynd Shaksperes liggr fólgin in mikla þýð- ing þessa sorgleiks, sem er sú, að sýna, hvernig samvizkulaust ómenni, dóni í allri hugsun, og til als ónýtr nema ils eins, geti, með fastri aðsætni ills vilja, hvolft bölvun yfir heilagt sakleysi, háleita mannkosti og alviðr- kendan dug, enn— beri þó ekki annað úr býtum enn að liggja sjálfr, að lok- um, svívirtr og fyrirlitinn undir rústum fólsku sinnar. Persónan er tekin út úr mannlífinu, og er lifandi eftirmynd duglauss illmennis, er öfund við sér betri menn knýr út í hverskonar fólsku þeim til niðrdreps. Til þess að koma fram ilsku sinni velr Iago sér til sam- vinnu útlifaða, ósjálfstæða ráfu, Rod- rigo; telr hann til að reyna að komast að munum við konu Othellós, gabbar hann til að selja aleigu sína í þessu skyni, enn flær alt af honum í eiginn sjóð og myrðir hann að lokum þar er hann liggr óvígr af sárum.. Cassio fær hann steypt frá hervöldum með því að láta Rodrigo slázt upp á hann í veizlu, er Cassio var við vín, svo að hann geymdi sin eigi, og við her- manna uppþoti lá, er Othello varð að stöðva sjálfr. Cassio tekr sér svo nærri aftignan sina og ónáð hershöfð- ingjans — enn þeir voru aldavinir — að við örvæntingu hélt. Iago býðst til að koma honum aftr í náð fyrir meðal- göngu Desdemonu. Og meðan því gengr, vélar hann svo og blindar O- thello, að hann að lokum fær óuppslít- anlegan grun um að kona sín drýgi skön.ni ineð Cassio. Leikslok verða, að Othello kæfir — enn kyrkir ekki, eins og Mattias hefir það—Desdemonu i hjónarúminu. Kona Iagos, Emilia, kemr að, og eigi er öndin óðar liðin upp af Desdemonu enn Emilia verðr til að koma upp svikum Iagos. Ot- hello banar sér, enn Jago er geymdr til pyndingar. Að allra dómi er leikr þessi eitt meðal Shaksperes mestu skáldlegu stórvirkja. Nú, ef ég á að segja dóm minn í fám orðum urn þýðinguna, þá sé það henni fyrst til hróss sagt, að innan um hana finnast heppnar glepsur hér og hvar, og sumar þeirra snjallar. Eg vildi feginn færa lof mitt út lengra, en það get ég ekki með góðri samvizku. J>ví, í heild sinni, hefir þýðingin hörmu- lega mistekizt. Málið er óvandað, þýðing- in svo losaleg og hirðulausleg að furðu gegnir og frummálið margvíða misskil- ið. J>etta er of þungr dómr, bæði fyr- ir þýðarann og bókmentafélagið, til þess, að standa óstuddr við gild rök. þ>ví skal ég nú tafarlaust færa fram dómsástæðurnar. Fyrst verð ég að leiða athygli les- ara að því, að margir gallar þýðingar- innar eru þannig undir komnir, að Matthias hefir fremr treyst inni sænsku þýðingu C. A. Hagbergs enn eigin þekkingu á frummálinu. Nýrri skýr- endr hefir þýðari ekki notað; en það er vorkunnarmál, og honum eigi að sök gefanda. f>ar sem Hagberg er í bobba og leggr á tvær hættur, eða misskilr, þar alstaðar held ég megi fullyrða að Matthias leggi út sænskuna blátt áfram. Eg skal nú færa til þessa nokkur dæmi. J>egar þeir Othello og Iago eru að setja niðr morðráð sin, bls. 93, neðst, segir Iago:— And for Cassio, let me be his undertaker’; þetta þýðir Hag- berg: — ’honom átager jag mig’; og Mattbias: — ’látið mig um hann’. Enn rétta þýðingin er: — ,látið mig vera líkmanninn hans’. Bls. 6, neðstu Hnu :— ‘Whip me such honest knaves’. Hag- berg: — ‘Tví sádant árligt krák!’ Matthias : —- ‘svei þeim góðu greyjum!’ rétt: — ‘slík meinlaus þý ég feginn sæi flengd’. Bls. 11 neðst: — ‘At every house I’ll call; I may command atmost'. Hagberg: — ‘vid hvarje hus jag ropa vill; befalla kan jag ocksá’. Matthias: — ‘ég skal æpa’ i hvert hús. Ég ræð i flestum peirra’. Og má sjá, að hon- um hefir þótt eiga standa 'der’ eftir ‘ocksá’ hjá Hagberg, og sú ímyndun hefir leitt hann til að fella ‘at most’ saman við ‘every house', f frummálinu. Rétt þýtt er það, sem hér skiftir máli, þannig : — ‘í mesta lagi ég megna að skipa fyrir’; o. alt sem ég get gjört, er, að ráða, segja fyrir, stjórna, eftirför- inni. Brabantio miðar orðin við elli sína, því maðr var hniginn og illa vopn- fær. En það má svo sem nærri geta, að hann mundi ekki ráða í flestum húsum í annari eins stórborg og Fen- eyjum, þar sem eftirleit kjmni að þjóta fram hjá um miðnætti. Bls. 13,1.: — ‘I fetch my life and being from men of royal siege’. Hagberg: — ‘att jag lifs- andan fátt af kungligt blod’; Matthias: — -að ég á líf að launa(!) konungsblóði’, rétt : ‘Til konunga ég kyn og eðli leiði’. — Bls. 15, ‘5: — ‘Abused her delicate youth with drugs or minerals that weaken motion’; Hagberg: — ‘forfört den unga mön med gift och droger som reta blodet'; Matthias: ‘og sakleysingjann ært með eitri og dreggj- um, sem espa blóðið’; rétt: ‘og níðst á unglingi með dreggjum eða duftum sem olla sleni’. — Sömu bls. ii.l.: — ‘If he do resist, subdue him at his peril’; Hagberg: — ‘Om han motstánd gör, sá tukta honom spak’; Matthias: — ‘og brjótist hann í móti, þá berjið hann til spektar’; rétt: — ‘ef hann þrjózkast, þá hirtið ‘ann unz hitti’ hann sig þar fyrir’. Bls. 28, neðan til:—‘The food that to him now is as luscious as locusts, shall be to him shortly as bitt- er as coloquintida’; Hagberg: — ‘den föda som nu smakar honom söt som honung, skal innan kort bli besk som malört’; Matthías: — ‘sú fæðan, sem honum þykir nú sæt eins og hunang, mun bráðum verða honum beiskari en gall’; rétt:— ‘fæðan, sem lionum nú er eins ljúffeng og engisprettur1, mun verða honum bráðum eins bitr og remm’-epli’. — Bls. 50., neðan til, sýnir þess dæmi, hversu langt komizt verðr frá frumhöf- undi með því, að misskilja eina milli- liggjandi þýðingu. Othello er að skakka leik ölvaðra hermanna og segir: — “If I once stir, or do but lift this arm, the best ofyoúshall sink in my rebuke. Hagberg :— „Om blott jeg rör mig, Blott lyfter armen, skall af er den básta I sto/tetfallaíl. Mattías:— „Ef eg að eins kvika, og lypti þessum armlegg, er pað bani 1) Hér er eftirtektavert dæmi þess, hvað úr verðr, er þýðendr fara að bæta um fyrir frum-höf- undum. Shakspere vissi mjög vel hvað hann fór, er hann nefndi til engisprettur, í likingu þessari, svo sem sérstakt ljúfmeti Mára. Othello var ætt- aðr úr Afríku og hafði alið þar æsku sína. fiar hafa engisprettur verið jetnar alla daga og eru enn; og þykja bezta fæða. Gyðingum var heim- ilt að eta þær eftir Móses lögum. Jóhannes sldr- ari ólst á þeim í eyðimörkinni. Bushmenn Suðr- Afriku lifa svo að kalla eingöngu á þeim. Liv- ingstone lofar mjög þetta sælgæti. Arabar þurka þær og mala og blanda í mjöl til brauðgjörðar. I matbúðum í Bagdad og margvíða í Asfu ganga þær, þann dag í dag jöfnum höndum kjöti til sölu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.