Þjóðólfur - 05.01.1884, Side 1

Þjóðólfur - 05.01.1884, Side 1
F F Reykjavík, Laugardaginn 5. janúar. 1884. JSt 46 . árg. Hrátt eða soðið ? Já, heilt, en ekki hálft — hrátt eða soðið ! — Annaðhvort — eða ! Einveldi eða sjálfsforræði! Annaðhvort hafa þjóðirnar náttúr- legan rétt, til að stjórna sér sjálfar, eða þær hafa hann ekki. Meðan ein þjóð er svo skamt kom- in, að hún finnr sig eigi fœra um að heimta einveldið úr höndum alvalds síns, þá hefir hún engan eðlilegan rétt til að stjórna sér sjálf. En þá er henni er svo vaxinn fiskr um hrygg, að hún hefir knúið einvaldinn til að sleppa einveldinn, knúið hann til að viðrkenna rétt hennar til sjálfsforræðis, þá hefir hún og fengið þennan rétt, þá hefir hún þroskazt svo, að hún hefir unnið fyrir honum, unnið til hans og er hans verð. En þá er þessi réttr er einu sinni viðrkendr, þá verðr þjóðin líka að fá hann allan, heilan. J>á dugir ekki að skamta henni smáskamta úr hnefa. Hún mun ekki þola það og á ekki að þola það. Si'i þjóð, sem einu sinni hefir bragð- að á frelsinu, hún lætr aldrei til lengd- ar byrla sér neina ófrelsisblöndu. Frelsið er heldr ekki frelsi, nema það sé heilt, en ekki hálft. f>ú verðr að taka frelsið eins og það er, heilt og óskert, eða afneita því gjörsamlega. En það gengr ekki alt til í heim- inum eins og prestrinn prédikar. Svo er og með viðskifti einveldis-hugsjónar- innar ogsjálfsforræðis-hugsjónarinnar. þ>egar stjórnleg barátta milli kon- ungs og þegna er orðin svo snörp og svo fast sótt af þjóðarinnar hendi, að eitthvað verðr undan að láta, þá gefr konungrinn upp einveldi sitt og gefr þjóðinni stjórnarskrá. Svona gekk hjá oss ! Og svo er friðr á kominn. J>jóðin þykist hafa sigr unnið, slíðrar sverðin, kallar varðmennina burt af verði. All- ir taka höndum saman og dansa gleði- dans utan um inn nýja gullkálf, stjórn- arskrána. En þegar in unga frjálsa þjóð fær að reyna kraftana og sér, að hún hefir afl, sem hana hefir aldrei dreymt um, þá tekr hún og tökum á mörgu því, er eigi var búizt við að hún mundi snerta. Hún sér, að það er margt hvað á hennar valdi, er hún áleit áðr hafið yfir sitt skyn og sin umráð. Hún sér þá, að það, sem áðr titlaði sig „af guðs náð“, það á tilveru sína og vald eingöngu „á þjóðarinnar náð“. Áðr var kent, að „alt yfirvald væri af drotni sett“, en þjóð sú, sem ræðr sér sjálf, sér brátt, að þetta er ekki ann- að, en prestaflapr, til að skrýða með einræði embættisstjettarinnar. J>að er óumflýjanleg afleiðing af sjálfsforræðinu, að þegar ein þjóð fær það og framkvæmir það í verkinu, þ. e. lærir að stjórna sér sjálf, þá opnast augu hennar, svo að hún sér, að hún, þjóðin, er ekki til fyrir konunga og embættismenn, heldr eru þeir til fyrir þjóðina, þeir eru hennar þjónar, og því að eins verðir nokkurs, að þeir sé nýtir þjónar og dyggir þjónar. En helzt til mörgum af þeim hættir til, einkum meðan þjóðin er ung í sjálfs- forræðinu, að skoða sig sem þjóna konungsins, en ekki þjóðarinnar ; þeir taka embætti sín af honum ; hann einn getr ýtt þeim hærra eða hlaðið undir þá á embættisstiganum ; hann getr látið embættismanninn „kúra þar sem hann kominn er“, hversu hæfr sem hann er til að fá betra embætti; hann getr sett hann af án dóms og laga; í stuttu máli: hann getr umbunað og agað, eftir því sem honum líkar betr eða ver við embættismanninn. Embættisstéttin, einkum in æðri, finnr sig því háðari konungvaldinu en þjóðarvaldinu. En konungvaldið er reyndar ekki annað, en ráðgjafavaldið. þ>að er ekki til neins að koma með neinar hártoganir í gagnstæða átt; því í raun og veru verðr konungrinn í þeim löndum, þar sem stjórnin er þingbundin, ekkert annað en pennahald ráðgjafa sinna. J>að er vandgjörðara líka að þjóna þjóðinni, en að þjóna konungvaldinu. Konungvaldið hefir eitt mark, eitt mið, að eins eitt, og það er að viðhalda sjálfu sér. Til þessa tekr það oftast einn veg, eina aðferð : að sporna við öllum breytingum, steypa öllu í stein- görvingsmót, halda öllu í gamla horf- inu. En að spyrna móti öllum breyt- ingum, það er líka að spyrna móti öll- um framförum. Sá, sem engu breyt- ir, breytir heldr eigi neinu til batnað- ar. —En mannlegr andi vill áfram ! „Afram skært í leiftrun ljómar logum skráð á hnatta braut. Afram lífsins lögmál hljómar lúðurhvelt i sæld og þraut “ Áfram ! Áfram til frelsis og framfara ! Hvað getr þá konungvaldið gjört ? £>ar sem konungvaldið er enn til í þingfrjálsum löndum, þar er það þjóð- inni tengt með laganna og venjunnar hlekkjafesti. En konungvaldið á tvo kosti fyrir höndum : Ef það skilr, hvað til síns og þjóðarinnar friðar heyrir, þá skilr það sinn tíma og gjörist þjóðarinnar tímavísir á framfaranna vegi. Ef það hinsvegar skilr þetta ekki, þá hengir það sig sem blýlóð í járnhlekk um fœtr þjóðarinnar til seinka ferð henn- ar áfram til frelsis og frama. — Ef svo er, þá kemr fyrr eða síðar sá tími, að þjóðin sverfr á hlekkina og verpr af sér lóðinu í forina. — En hafi konung- valdið skiliðsina köllun og gjörzt tíma- visir þjóðarinnar, þá gjörir það sama gagn sem sigrverkið ; það skapar ekki tímann, en það sýnir hann. Og þá fer þjóðin með það eins og sigrverk í skrautlegri festi; hún stingr því í vas- ann, til þess að taka það upp við tæki- færi. Og þar á konungvald heima nú á dögum : í vasa þjóðarinnar! Hvernig má konungvaldið vera tíma- visir þjóðarinnar á vegi framfaranna, ef þjóðin hefir konungvaldið í vasa sínnm ? Jú, beint fyrir það, að þjóðin hefir konungvaldið í vasa sínum, alveg í vasa sínum,—beint fyrir það sama getr kon- ungvaldið verið tímavísir þjóðarinnar. Ef konungvaldið hlýðir vilja þjóðarinn- ar og lætr sér nægja að reyna að skilja vilja hennar og framkvæma hann, þá hlýtr það ávalt að hafa það ráða- neyti, er meiri hluti þjóðarinnar ber traust til og getr unnið saman við. Undir eins og ráðaneyti konungs og fulltrúar þjóðarinnar geta eigi unnið saman, þá verðr konungvaldið að skipta um ráðaneyti og fá sér annað, sem er í samræmi við fulltrúaþing þjóðarinnar. Ef konungvaldið gjörir það ekki, þá hlýtr það að leiða til harðrar og lang- vinnrar baráttu, sem ávalt veikir kon- ungvaldið en styrkir sjálfsforræðismeð- vitund þjóðarinnar og endar fyrr eða síðar með ósigri konungvaldsins. f>ví er nú svo komið, að þessi meg- inregla, er útlendir menn kalla parla- mentarismus, en vér gætum nefnt þing- ræði, er viðrkend orðin og henni fylgt í öllum rikjum þessarar álfu, að frá skildum inum hálfsiðuðu harðstjórnar- ríkjum (Rússlandi og Tyrklandi), nema í J>ýzkalandi, Danmörku og Noregiog svo auðvitað allra-sízt hér á landi. En sá er munrinn á oss á aðra hlið og Dönum, Norðmönnum og J>jóðverjum á hina, að hjá þeim berjast þjóðirnar af alefli fyrir því, að fá þingræðið að fullu viðrkent, og er það þó hjá engri af þessum þjóðum svo algjörlega fót- um troðið sem hjá oss, en vér höfum enga hugsun i þessa átt. Já, vér er- um vissir um, að alt að helmingi þing- manna vorra þekkir ekki hugmyndina og veit ekkert hver þremillinn slikt er. í Noregi hefir konungrinn ekki nema frestandi synjunarvald gegn þingsins á-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.