Þjóðólfur - 05.01.1884, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.01.1884, Blaðsíða 2
146 lyktunum, nema að eins um stjórnar- skrárbreytingar pykist hann hafa al- gjört synjunarrétt. En ekki einu sinni það helzt honum uppi. Ráðherrarnir eru nú undir ákæru og líklega dóm- feldir, þá er þetta er ritað, fyrir að reyna að hleypa slíkum flugum í munn konungi. í Danmörku hefir konungr að vísu synjunarvald gegn lögum ríkis- þingsins, en oss vitanlega hefir hann aldrei beitt því. Og þó er baráttan þar in stríðasta og harðasta fyrir því, að ráðherrarnir skuli sæti víkja, þá er þeir fá eigi meiri hlut með sér á þingi. Og þó ber þess að gæta, að ráðherr- arnir í Danmörku hafa fylgi meiri hlutans í Landsþinginu (efri málstofu Ríkisþingsins); en Landsþingismenn eru sumir konungkjörnir, en hinir kosnir eftir mjög ófrjálslegum reglum, og geta því naumlega heitið fulltrúar þjóðarinnar. Hér þar á móti gengr ráðgjafinn aftr og aftr æ snarpara og snarpara í berhögg við þjóðina. Hann lætr konunginn ár eftir ár synja staðfest- ingar lögum alþingis, sem báðar mál- stofur hafa samþykt með lögfullum at- kvæðafjölda. Hann virðir ekki svars, því síðr að hann framkvæmi, áskoranir frá þinginu, Ráðgjafinn gengr þannig eigi að eins í berhögg við þjóðfulltrúadeildina (neðri deild), heldr við báðar deildir í sameiningu, og er þó efri deild alþing- is eins vel konungsfulltrúa-deild eða ráðgjafafulltrúa-dei!d eins og þjóðfull- trúa-deild. Hve fjarstætt þetta er öllum sanni, það liggr í augum uppi hverjum þeim, sem deilt getr svart frá hvítu. Er nokkurt vit í þvi, að halda að gamall og forskrúfaðr útlendr prófessors-fauskr, sem ekkert skilr í máli voru, aldrei hefir stigið hér fæti á land, er hugs- unarhætti vorum og högum bráðó- kunnugr, og þekkir ekki meira til þessa lands í einu orði, en hann þekk- ir til í tunglinu, — að hugsa, segjum vér, að hann viti betr hvað oss hentar, en þeir fulltrúar, sem þjóðin kýs sér sjálf, og sem hann sjálfr kýs sér líka (sexmenningarnir konungkjörnu). Ef ráðgjafinn eða hans ráðgjafar (hvort sem það er nú Oddgeir gamli eða landshöfðinginn, eða sjálfr kross- fiskrinn ráðgjafans) — ef þessir herrar hafa betra vit á, hvað landi og lýð hér hentar, heldr en fulltrúar þjóðar- innar, svo að þeir geti ár eftir ár ó- nýtt og fótum troðið starfa alþingis að meira eða minna leyti, þá er auð- sætt, að þeir hljóta að hafa vit á, eigi að eins, hvað ótœkt er að gjöra, heldr og hvað nauðsynlegt er að gjöra, og þá væru þeir eins bærir um að setja lög þvert ofan í þingsins vilja, eins og að standa þvert í vegi og hindra þing- ið frá að gefa þau lög, sem það álítr þörf og nauðsynleg. En þá er auð- sætt, að það hefir verið ið mesta axar- skaft að veita þinginu löggjafarat- kvæði. |>á ætti þingið annaðhvort ekki að vera til, eða í hæsta lagi að vera ráðgjafarþing, úr því hr. Nellemann og hans ráðanautar eru svo vísdómsfullir, að þeir vita alt betr, hvað oss hagar, heldr en þjóðin sjálf eða hennar full- trúar. f>etta ástand, sem nú er, það er hvorki hrátt né soðið; það er hvorki sjálfsforræði, sem vér höfum, né full- komin, sjálfri sér samkvæm einvalds- harðstjórn. það er vanþekkingarinnar fálm og einþykninnar dutlungastjórn, sem vér eigum við að búa: vanþekk- ingarinnar fálm, þar sem ráðgjafinn dæmir um hagi vora sem blindr um lit; einþykninnar dutlungastjórn, þar sem eins mans hyggja á hugarburði tómum bygð ber ofrliði vit og þekk- ingu allra landsins fulltrúa. Hér verðr einhvern endi á að gjöra. Vér höfum nógu lengi sofið eftir þjóðhátíðar svímann; vér höfum nógu lengi dansað í svefni kringum pappírs- goð það, sem vér höfum dírkað og prísað sem annan gullkálf síðan 1874. Oss er bezt að hætta um sinn að syngja Te deum fyrir „frelsis-skránni í föður-hendi“, en núa heldr stýrurnar úr augunum og gæta þess, að þessi skrá verði ekki gjörð oss að eintómu pappírsgagni. Meðan svo gengr, sem nú, getr enginn sagt með sanni, að ísland hafi sjálfsforræði. f>að stjórnarhátta-viðrini , sem hr. Nellemann hefir komið á hér á landi undir stjórnarskrá vorri, það er hvorki einveldi né sjálfsforræði. J>að er hvorki. hrátt né soðið. þ>að er kunnugra en frá þurfi að segja, hver bæjar-óhollusta og enda ó- þverri er að tjörninni hér sunnan við bæinn; einkum er óféleg sú bleytu- for og leðja, sem liggr að norðr- enda tjarnarinnar. þ>að hefir því margr óskað þess, að tjörnin væri orðin þurr; að minsta kosti að það prýkkuðu bakk- arnir að henni, sér í lagi sá, sem að bænum veit. Hr. Jakob Sveinsson snikkari, sem á hús austanvert við norðrenda tjarn- arinnar, hefir um mörg ár borið niðr í tjörnina mold og annan niðrburð og þurkað þannig upp talsverðan blett, er hann hefir aukið lóð sína um. J>essu hefir enginn haft á móti; þvert á mót munu allir hafa álitið þetta þarft verk og gott, bæði fyrir bæinn og hlutað- eigandi lóðareiganda. Og ekki er gott að skilja annað, en að það sé svo mik- ið þarfaverk, hvort heldr sem litið er til hollustu eða prýði, að fá þurkað upp sem mest af tjörninni, að það væri enda tilvinnandi fyrir bæinn að borga ærna þóknun hverjum þeim, sem vinna vill að slíku verki. Svona munu flestir á líta. En in vísdómsfulla bæjarstjórn með alla asses- soraspekina lítr öðruvísi á málið. Einn lóðareigandi við norðrenda tjarnarinnar, hr. bóksali Kristján Ól. þorgrimsson, sótti nýlega um leyfi til bæjarstjórnar- innar, að mega þurka upp dálitla spildu af tjörninni suðr af lóð sinni, svo hann gæti gjört lóðina reglulegri í lög- un og prýðilegri, og vildi hann hlaða bakkann upp úr grjóti og fylla svo upp fyrir innan og tyrfa yfir jarðveg- inn. Beiddist hann þess að eins, að mega halda bletti þeim, er hann þurk- aði, afgjaldsfrítt 1 10 ár. En þess ber að geta, að það hefði að líkindum tek- hr. Kr. Ó. J>. ein 5 ár að koma blett- inum í það ástand, að nokkurt gagn yrði af honum haft, og kostnaðrinn við þetta hefði vafalaust orðið honum einar 7—800 kr. Bæjarstjórnin neitaði samt um leyfið. Egilsson alþingism, mun hafa verið sá eini, er lagði til að veita þetta, en assessora-vísdómrinn og Halldór K. urðu hlutskarpari. Leiðrétting. í XXXV. árg. pjóðólfs, 44- Og 45. tölubl., er prentuð grein eftir Eirík nokkurn1 Magnússon með fyrirsögn „Othello Mattíasar“. í niðrlagi greinar þessarar er forseta og öðrum embættis- mönnum Reykjavíkrdeildar bókmenta- félagsins borið á brýn, að þeir hafi sýnt af sér „ótrúlega skylduvanrækt", með því að gefa út þýðingu síra Matthíasar Jochumssonar á Othello eftir Shakspe- are, og mér sérstaklega, að ég hafi lagt til að vansæma félagið, „með þvi að það helgaði sér ónýtan verka“. Af því að þessi ummæli greinarhöfundarins virðast benda á, að hann ekki þekki lög bókmentafélagsins og þá jafnvel ekki sé félagsmaðr, þá vil ég fræða hann um, að eftir lögum félagsins ráða forseti og aðrir embættismenn því als ekki, hverjar bækr og ritgjörðir félag- ið gefr út. Samkvæmt 5. gr. félags- laganna skal ávalt kjósa nefnd manna til að segja álit sitt um ritgjörðir þær, sem félaginu eru boðnar til prentunar, bæði um efni og orðfæri, svo nákvæm- lega sem þeir eiga bezt kost á, og þegar nefnd þessi hefir látið uppi álit sitt, er ákveðið á fundi með atkvæða- fjölda, hvort félagið skuli gefa ritgjörð- irnar út; enn eftir 7. gr. laganna má engu breyta í neins manns riti. J>ess- um fyrirmælum félagslaganna var sam- vizkusamlega fylgt, þegar ákveðið var, að félagið skyldi gefa út þýðingu síra Matthiasar á Othello. Á fundi í Reykja- vikrdeild bókmentafélagsins 29. apríl- mán. 1881 bauð síra Matthias Jochums- son félaginu til prentunar útleggingu eftir sig á tveimr sorgarleikum Shak- speares, Othello og Romeo og Julia, og var þá á fundinum kosin 3 manna nefnd til að segja álit sitt um þýðingar þessar. í nefnina voru lcosnir aðjunkt- arnir Steingrímr Thorsteinson2, Bene- t) Á þetta að vera fyndni ? Eða á það að sýna mikilmensku assessorsins ? — O, miklir menn erum við, Hrólfr minn ! H,itstj. 2) J>að mun ekki þurfa að spyrja forseta, hvort hann hafi nokkru sinni afhent nefndinni rit það, er hún átti um að dæma ? ítitstj.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.