Þjóðólfur - 05.01.1884, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.01.1884, Blaðsíða 3
147 dikt Gröndal og Björn Olsen, og á næsta félagsfundi, 8 júlímán. 1881, ljet nefndin uppi það álit sitt, að þýðing- arnar væru þess verðar, að bókmenta- félagið kostaði prentun og greiddi þýð- andanum hæfileg ritlaun ; var þá sam- þykkt á fundinum, að félagið skyldi gefa þýðingarnar út. Eg skal ekkert segja um það, hvort meira sé að marka: álit nefndarinnar eða „dómsatkvæði11 Eiríks þessa Magnússonar ; en sé svo, að félagið fyrir þessa sök „standi með blygðunar innsigli dugleysis og van- ræktar“, og „að bókmentir þjóðarinnar sé gjörðar að athlægi11, þá verða fleiri að bera ábyrgðina en embættismenn Reykjavíkrdeildar bókmentafélagsins. Reykjavík á aðfangadag jóla 1883. Magnús Stephensen, p. t. forseti Reykjavíkrdeildar Bókm.félagsins. Um nám íslenzkra stúdenta í Kaupm.höfn. í árbók háskólans 1875—76 er skýrt frá því, að íslenzlcr stúdent hafi kom- ið of seint til háskólans og hafi því sótt um vist á Garði með öllum þeim hlunnindum, sem íslenzkir stúdentar njóta að lögum. Út úr þessu varð þó nokkur rekistefna, sem hér hlýðir eigi að rekja. Meðal annars leitaði þá fjár- veizlustjórn háskólans skýrslu hjá Garð- prófasti um íslenzka stúdenta, og hann svaraði svo: „að þar sem eins vegar þeir Garðpiltar, sem ekki hefðu einka- rétt til Garðvistar, rækju að öllu sam- anlögðu vel og kappsamlega nám sitt, væru jafnan meðal íslendinga á Garði að tiltölu mjög margir, sem hagnýttu sjer eigi styrk þann, er þeim væri veittr, eins og til væri ætlazt. Hann (Garðprófastr) hefði leitazt við, að ran- saka betr, hvernig íslendingar notuðu styrkinn, og hann hefði komizt að raun um, að síðan árið 1840 og að því með- töldu hefði 70 ísl. stúdentar frá Reykja- víkrskóla fengið „Garð og kommúní- tet“. Af þessum 70 hefði nú að eins 28 lokið embættisprófi til þess tíma (1875), og þó að ráð væri gert fyrir því, að flestir þeirra 11, sem nú væri við nám, næði einhvern tíma prófi, þá yrði niðrstaðan þó sú, að lítið meira enn helmingr ísl. stúdenta lyki við nám sitt við háskólann, þar sem allir hinir fengju háskólastyrk og hyrfu svo fyrr eða síðar heim með erindisleysu“. Úað eru þessi orð, sem herra Benidikt Sveinsson lagði svo hjartnæmilega út af á alþingi 1881, en—hér má nú þeg- ar spyrja, hverjir voru þessir 51, sem þá (1875) höfðu „horfið heim með er- indisleysu“, þessir, „töpuðu frávilltu sauðir“, og hvað varð úr þeim ? J>að hygg ég að hvorki herra Benidikt Sveinsson ne Garðprófastr hafi ransak- að til hlítar, og Benedikt sýnist að hafa skilið orðin „með erindisleysu“ öðruvísi en þau eiga _að skiljast (þ. e. án prófs) að réttu. Eg hef nú fundið að nokkurir hafa aldrei „horfið heim“, og eru þeir nú mikils háttar menn í útlöndum, sumir hafa dáið áðr enn þeir skyldi próf taka ; enn hafa aðrir horfið heim og tekið þar próf t. a. m. í guðfræði, eða fengið aðra stöðu (t. a. m. við latínuskólann) próflaust; þeir geta eigi heitið að hafa „farið í hund- ana“, þó að þeír hafi „horfið heim“ próflaust. Við þetta fækkar nú „frá- villinga^c^unni drjúgum1; enn ekki er I) Aftr mætti bœta við ekki svO fám. sem taka a ð vísu prðf og komast í embœtti, en geta þð tal- samt svo að skilja, að þeir sé ekki töluvert margir, og helzt til mragir, sem ekkert próf hafa tekið, hvorki hér né heima, og sem segja má um, að sé embættislausir eða öðrum til þyngsla; töluna veit ég ekki alveg upp á víst, og nöfn hirði ég engin að nefna. Víst og satt er það, að margir bafa i hund- ana farið, þótt hvorki hafi hamlað greindar skortr né fjár. Og hvernig er nú ástatt fyrir þeim, er nú eru hér? Munu þeir allir sleppa? J»ví get jeg, eins og nærri má geta, ekki með vissu svarað, en grunr er mér á, að fleiri muni verða aftr úr, enn skyldi; ekki segi ég það af því, að ég álíti svo ó- missandi, að menn taki próf hér við háskólann; mér þykir ekkert að því, þó að það vanti, svo framarlega sem menn hafa kraft og vilja til þess að verða sér og öðrum til gagns, með því að koma sér í veg án þess. Að ég nú rita greinarkorn þetta, kemr til af þvl, að ég veit, að piltar hér eiga við sömu kjör að búa sem fyrr og að við má bú- ast, að menn haldi áfram að fara i hundana eins og áðr, ef alt er sem áðr. Ef nú er um orsakir spurt til þess konar ófara, þá má telja nokkurar til. Hag og lífskjörum fsl. námsmanna er hér svo farið, að jafnskjótt sem þeir koma til Hafnar fá þeir vist á Garði og halda henni í 4 ár; á þessu tíma- bili eru þeir þannig út af fyrir sig, en standa í nánu sambandi hvorir við annan. þ>eir þekkja flestir allir fátt fólk út í bæ og koma sjaldan í „fami- líur“, að minsta kosti eru fæstir heima- gangar annarstaðar. J>eir lifa á Garði mjög frjálsu lífi, því verðr eigi neitað ; en að öðru leytinu er það næsta ó- þægilegt, óviðkunnanlegt og enda ó- hreinlegt; gamlir karlar og kerlingar eiga að halda hreinu og þjóna manni; og það sem þessi hjú gjöra er stund- um íllt og lítið; maðr verðr þar að auki oft og einatt að jagast um hvert lítilræði sem til þeirra verðr að sækja; alt annað verðr að kaupa dýrum dóm- um, þótt ekki sé nema sauma hnapp á fat eða gjöra við trosnaðan frakka- barm, auk alls annars; mataræðið vil ég ekki um tala. Nú skiftast piltar í tvo eðlilega flokka, iðnismennina og þá, sem slá slöku við; iðnismennirnir sitja allan daginn og rogga við bókina; þetta gengr dag eftir dag, ið sama alt af tilbreytingalaust og fjörlaust; þeir þurfa, eins og nærri má geta, að lyfta sér upp endrum og sinnum, og koma út undir beran himin; hafi þeir þá skildinga, kunna þeir að bregða sér einhverstaðar inn og fá sér annars konar hressingu; þetta er als ekki á- mælisvert, meðan ekki fer úr hófi fram, heldr miklu fremr hrein nauðsyn; en — nú getr svo farið, — og dæmin eru til — að þeir menn, sem öndverðlega voru iðnismenn, hafi byrjað að gjöra of mikið úr þessu, farið að venja komur sínar á drykkjustaði eða en verri ó- þrifnaðarstaði tíðar og tíðar; — vaninn gefr lystina ; — og þá eru þeir farnir. Hinir þar á móti, sem slá slöku við, lifa frá því fyrsta á lausum kjala; þeir dragast út á slangr og draga aðra með sér; ef þeir eru ekki sérlega fjáð- ir, þá hafa þeir aðra aðferð til þessað fá sér skildinga, nfl. lán; og þannig eru þeir komnir út á „hverfanda hveh', sem hætt er við að þeir komist ekki svo auðveldlega a'f aftr, og verði svo fyr eða síðar „að hverfa heim aftr með erindisleysu sumir, sumir sneyptir og guðs volaðir. Letingjar geta menn orð- izt að hafa „farið í hundana11 við háskölann; drekka slg ungir i hel eða veltast úr embætti. Ritst^L ið af mörgum orsökum ; letin getr t. a. m. verið meðfædd, eða komið við uppeldi; en sér í lagi vil ég til nefna eina orsök — auk þeirra sem ég hefi áðr taldar — aldr manna. Ef vér at- hugum aldr stúdenta, eins og hann al- ment er, þá eru flestir komnir yfir tvítugt (22,23, 24 ára og þaðan af eldri), í minni deild (1878) var að eins einn yngri en ég, og ég stóð á tvítugu. Eg vil nú þegar taka það fram, að nú tvö seinustu árin eða svo til hafa fleiri komið úr skólanum, sem eru um tvít- ugt og yngri. Hugsum oss nú þessa menn, sem eru komnir yfir tvítugt, hálfþrítugir o. s. frv., eiga að róa við bókina 5, 6, 7 ár til, sem hreinustu ó- margar, án þess að geta neitt unnið fyrir sér, þó að þeir standi í blóma aldrs síns og fullu fjöri; ætli mörgum þeirra verði ekki að hugsa sem svo, að sér væri betra að taka sér eitthvað annað fyrir hendr og geta orðið sjálf- bjarga menn þá þegar, reist bú í sveit og orðið svo nýtir menn; þar sem hins vegar stendr ógnarbíldrinn, prófið, sem enn er skilyrði fyrir því að fá embætti, eða með öðrum orðum, að verða vinn- andi maðr? þ>egar menn þar að auk eru komnir á þann aldr, eru gáfurnar til að læra til prófs farnar að verða stirðari og tregari. Alt þetta veldr nú því, að þeir, sem ekki hafa því meiri elju, sál- arþrek og líkamskrafta , smátrénast upp, og þótt þeir fari ekki beinlínis „í hundana“, sumir hverjir, þá finna þeir samt eftir á, að þeir eru ekki í sínu rétta sæti. Ráðið til þess að bœta úr þessu, ekki til fulls og als, það leiðir af sjálfu sér, heldr að miklu leyti, hygg ég vera það, að íslendingar verði stúdent- ar, eða, sem er það sama, byrji skóla- nám sitt fyr, ekki seinna en fjórtán ára. Bœndr, prestar og embættismenn, sem ætla sér að láta „stráka sína stú- díera“, ættu að láta þá læra undir skóla á tólfta eða þrettánda árinu, eða svo, að þeir gæti byrjað skólanámið sjálft þrettán eða fjórtán vetra ; skólanámið er svo 6 ár eða tyrir suma eigi meira en 5 ár ; eftir þvf ættu menn að vera iq ára stúdentar eða 20 ; og þeir, sem sigldu þá þegar hingað til háskólans, gætu orðið fullnuma 24 eða 25 ára flestir, og það væri það œskilegasta ; á þeim aldri eru námsgáfurnar ekki stirðar og menn ekki farnir að finna svo mjög til sjálfstæðrar starffýstar, en keppast við að ljúka við ómagaárin með prófi sem fyrst, til þess þar á eftir að geta unnið fyrir sér og öðrum. Önnur ráð til þess að sneiða hjá „hund- unum“ hér í Höfn hugkvœmast mér eigi; ég hefi talað um stúdenta eins og þeir gerast almennt ; hinir koma eigi til greina, sem taka sig sjálfir fram um það að nema á þrftugs aldri eða fertugs; þeir komast áfram með sfnum eigin kröftum og sterka vilja, hvað gamlir sem þeir eru, og verða alla jafna inir nýtustu menn. Ég vil svo enda þessar fáu lfnur með þeirri ósk, að menn athugi það sem þær segja vel og rækilega, og mér þœtti vænt um, ef þær gæti orðið til gagns fyrir íslands uppvaxanda lýð, sem á einhvern tíma að verða í fylk- ingarbrjósti landsins og frelsis þess. Ritað í Kauþmannahöfn 1883. Finnr Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.