Þjóðólfur - 05.01.1884, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 05.01.1884, Blaðsíða 4
148 — Bœjargjöld i Bvik 1884, mðurjöfnun eptir efnum og ástandi. Gjöld þessi, auka- útsvör bæjarmanna, nema alls 16504 kr.; í fyrra 15682 kr. Arið 1877 voru þau ekki nema 11000 kr. Gjaldendur nú 762 ; 1877 ekki nema 431. þessir hafa mest útsvar, í krónum : 450: Smiths verzlun. 410 : P. Pjetursson biskup og Thomsens verzlun. 400: Fischers verzlun og Knudtzons verzlun. 380: Brydes verzlun. 350: Bergur Thorberg landsh. og Sli- mons verzlun. 260: Geir Zoega kaupmaður. 250: Halberg hóteleigandi og Krúger lyfsali. 235 : Sigurður Melsted lektor. 225 : Magnús Stephensen amtmaður. 200: Siemsens verzlun. 175: Johannessen kaupmaður. 160 Bemhöfts bakaraiðn og Jón Pjet- ursson háyfirdómari. 155 : Arni Thorsteinsson landfógeti. 150: Schierbeck landlæknir. 130: Jespersen hótelhaldari, Jón f>or- kelsson rektor, Theódór Jónassen bæjarfó- og þorsteinn Jónsson f. sýslumaður. 120: Eyþór Eelixson kaupmaður og Sí- mon Johnsen konsúll. 110 : Sigurður Magnússon kaupmaður. 100: Einar þórðarson prentsmiðju- eigandi, Löve kaupmaður og þorlákur Ó. Johnson kaupm. 90: Einar Zoega hóteleigandi, Hall- grímur Sveinsson dómkirkjuprestur, Jónas Jónassen læknir, Lárus Sveinbjörnsson yfir- dómari og Óli Finsen póstmeistari. 80 : Halldór Kr. Friðriksson yfirkenn- ari, Magnús Jónsson kaupm., og Sigfús Eymundarson agent. 76 : Halldór Guðmundsson adjunkt. 70 : Eggert Gunnarsson kaupmaður og Jón Ólafsson húseigandi í Hlíðarhúsum. 65: Eiríkur Briem prestaskólakennari, Guðbr. Finnbogasen faktor, Jakob Sveinsson snikkari, Larsen faktor, N. Zimsen konsúll og Steingrímur Thorsteinsson adjunkt. 60: Helgi Hálfdánarson prestaskóla- kennari, Jón Jensson landritari og Jón Ó. V. Jónssonfaktor. 56 : Valgarður Ó. Breiðfjörð snikkari. 55: Gunnlaugur Briem faktor, Helgi Helgason snikkari, Indriði Einarsson revisor og Unbehagen faktor. 50: Björn Jensson adjunkt, Björn Magnússon Olsen adjunkt, Einar Jónsson snikkari, Endresen timburkaupmaður, Helgi E. Helgesen yfirkennari Herdís Beni- diktsen ekkjufrú, Jóel Sigurðsson kaupmað- ur, Kr. Ó. þorgrímsson bóksali, Sigurður Jónsson jámsmiður, Sigurður Sigurðarson adjunkt, Sturla Jónsson kaupmaður, Tómas Hallgrímsson docent, þórunn Thorsteinsen ekkjufrú. 48 : Hannes Johnsen kaupmaður 45 : Egill Egilson alþingismaður, Jónas Helgason organisti og Magnús Einarsson í Melkoti. 40 : Björn Jónsson ritstjóri, Einar Sig- valdason, Jensen bakari, Jóhanna þorleifs- dóttir ekkja, Jón þórðarson í Hlíðarhúsum, Ólafur Amundason faktor, þórður Guð- mundsson í Görðum. 35 : Friðrik Eggerz emerítprestur, Gísli Björnsson á Bakka. 36: Magnús Ólafsson snikkari, Páll þorkelsson gullsmiður. 32: Páll Melsteð málaflutningsmaður, Sveinn Bjarnason í Sauðagerði. 30: Gijþmundur Erlendsson í Hlíðar- húsum, Hlutafjelagsverzlunin, Jóhannes Jónsson snikkari, Jóhannes Ólafsson kand. júris og prókúrator, Liiders múrmeistari og Sveinn Ingimundarson á Stóra-Seli. [«Isaföld#]. t Jón sál. þorsteinsson var fæddr á Vindási í Landmannasveit í Rangárvallasýslu 2. dag febrúarmán- aðar 1816 ; ólst hann þar upp með for- eldrum sinum þangað til hann reisti þar bú þrítugr ár 1846.J Bjó hann þar síðan allan sinn búskap. Sama ár gekk hann að eiga ungfrú Karen Nikó- línu Friðriku, dóttur hr. kancelliráðs ísaks Jakobs Bonnesens, er var sýslu- maðr Rangæinga um nokkur ár. í hjónabandi sínu eignuðust þau i3börn; önduðust 8 af þeim i bernsku, en 5 lifa föður sinn, 4 synir og 1 dóttir. Alla jafna bjó hann góðu búi, og var jafnan fremur veitandi en þiggjandi, öll þau 36 ár, er hann bjó á Vindási. Honum voru gefnar góðar og liprar gáfur, enda hafði hann á hendi flest þau störf, er helzt bera fyrirmönnum í hverju sveit- arfélagi. Hann var lengst af æfi sinn- ar meðhjálpari og forsöngvari í Stóru- vallakirkju, og i 6 ár var hann hrepp- stjóri Landmanna, 1862 var hann kos- inn annar sáttanefndarmaðr, og 1872 bólusetjari. Eftir að in nýju sveita- stjórnarlög komust á, var hann kosinn hreppsnefndaroddviti. Gegndi hann öll- um þessum störfum með inni mestu prýði meðan honum vanst þrek og heilsa til. En tvö eða þrjú síðustu ár sín varð hann að segja þeim af sér fyrir vanheilsu sakir. Hann var góðr smiðr, og lagði gjörfa hönd á allt er smi'ði hét, en þó tamdi hann sér ein- kum þá list að skera út horn, og þóttu horn hans svo snildarlega grafin, að útlendingar sóttu mjög um þau, og vildu borga þau ærnu fé. Hann var nærfærinn við veika og bezti blóðtöku- maðr. Hann lézt að Vindási 12. dag nóvembermánaðar 1882, og lifir kona hans hann, og er þar hjá sonum sfnum. Jóns sál. er og verðr lengi maklega saknað í bygðarlagi hans, bæði sakir mannkosta hans, dugnaðar og hæfileg- leika. Mannaláta þessara hefir þjóðólfi láðzt að geta: 25. okt þ séra Gufffórt Halfddnarson að Saurbæ i Eyjafirði.—- í sama mánuði andaðist Friðrik Da- víðsson, verzlunarstjóri á Blönduósi. — 21. nóv. andaðist að Fiskilæk í Borg- arfirði merkisbóndinn fórðr Sigurðsson, smiðr og hreppstjóri, einn af elztu og tryggustu vinum „þjóðólfs11, sem hann var stöðugr áskrifandi að, öll þessi 35 ár, sem blaðið hefir komið út. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a, (pakkaráv, 3 a.) hvert orá 15 stafa frekast; m. 55m lelri eða setning 1 kr, fjrir [ramlmj dálks-lengdar, Borpn úti hönd. FROSTBOLGA, SPRUNGUIt á höndum og f andlití, viðkvæmni, þurleikr ogsprungur á hörundi írostbólgubollar, opin sár, brunaíneiðsl, skinnkast o. s. frv. læknast fljótt með þvi að við hafa cand pharm. Andersens Creme hygienique. Dósir á 3° °g 5° au- fást í Reykjavík hjá P. A. L0ve. 494.] Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861 og lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skulda eftir þorgrím sál. Jónsson snikkara, er andaðist að þverhamri 7. f. m., að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir mér eða erfingjum hans innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. G-ílsá í Breiðdal 18. október 1883. . Fyrir hönderfingjanna : Páll Benidiktsson. Síðan síðustu auglýsingar hefi ég til minnisvarða yfir Hallgr. Pétrsson meðtekið : K.r. Frá málaflutningsmanni Páli Melsteð ....'. 8,00 — frú Láru Pétrsdóttur á Seyðisfirði....4,00 — Erl. hreppstjðra Erlendssyni á Breiðaból- stöðum ........................... . . 2,00 Samtals 14,00 Bessastöðum, I.jan. 1884. Grímur Thomsen. Arið 1883 seldar óskilakindr í Garðahreppi, Gullbr.sýslu : Hvít ær, geirstýft h„ standfj. aft. v.; hvít ær. tvístýft fr. biti a. h., tvírifað í stúf. gagnbit. v.; hvítt lamb, sneitt a„ st.fjöðr fr.h, standfj. a. v.; hvítt lamb, stýfðr helm. a. h.. sýlt v.; hvítt lamb, sýlt h„ biti fr. v.; hvítt lamb, tví- stýft fr. h„ hvatt st.fjöðr aft. v. — Eigendr fá and- virði að frá dr. kostn. til næsta manntalsþings. Dysjum, I, des. 83. Magnús Brynjúlfsson. 2herbergi með ofnum og eigin inngangi geta 2 einhleypir menn fengið til leigu í miðjum bcen um frá 14. maí. Ritstj. ávísar. Mig undirskrifaðan vantar nýlegan hnakk, með nýlegum búðarístöðum, gömlum ístaðsólum og hnakkölalylckjum úr leðri. Hnakk þennan hefi eg ljeð einhverjum hjer í Rvk. eða hér nærlendis, en honum eigi verið skilað aftr. jþeir sem til hnakks þessa kynnu að vita, eru vinsamlega beðnir að skila honum til undirritaðs. Reylijavfk 26. des-ember 1883. Magnús Árnason trésmiðr. Mér var í haust dreginn tvævetr sauðr hvítr í Ölvesréttum með marki mínu : lögg aft. hægra Sá, er brúkar mark þetta, gefi sig fram lyrir far- daga 1884. Sölvholti 20/12 1883. Magnús þorkelsson. 0X útgengnar óskilakindr sem seldar voru í Yatns- leysustrandarhreijpi haustið 1883 : 1. Hvítt gimbr.l., stýft h., hvatt v. 2. Hvíthyrnd ær, heilhamrað h., heilrifað gagnbitað v. 3. Hvlt ær, sýlt gagnfjaðrað h., blaðst. fr. v. 4. Hvítt gimbrarlamb, stýft biti a. v. 5. Hvíthyrnd ær, tvístýft a. h., lögg fr., sýlt v. 6. Baugóttr geldingr (lamb), stíft gagnbitað h. geirstíft v. Béttir eigendr geta vitjað verðs kmda þessara til undirskrifaðs að frádregnum kostnaði, sé það gjört fyrir fardaga næst- komandi ár. Brunnastöðum þann 10. desember 1883. J. J. Breiðfjörð. Með 1. tölublaði ins nýja ár- gangs Ycrðr kaupendum senttit- ilblað og efnisskrá að 35. árg. þjóðólfs, og liafa þeir þá fengið ais 37V2 örk (auk aukablaða, sem fylgt hafa með árgangnum) í stað 36 arka, er þeim var heitið. RITSTJ. Ritstjóri: JÓn Ólafsson, alþingism. Prentaðr í prentsmiðju ísafolJ^'r

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.