Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 2
14 Dingmannskosningin í Vestm.eyjum, Eins og menn vita á fyrir næsta þing að kjósa alþingismann fyrir Vest- mannaeyjar í stað Þorsteins sál. Jóns- sonar. Yið kosning þessa verður með- al annars, ekki síður en við síðustu kosningar, að hafa hugfast að kjósa eigi annan en þann, sem vill eindregið fylgja fram stefnu síðustu þingaí stjórn- arskrármálinu, því að það verður eflaust tekið enn fyrir á næsta þingi. Vjer vitum eigi til, að nokkur þar í eyjun- um muni bjóða sig fram, og verða því eyjarskeggjar að leita fyrir sjer utan kjördæmis. Ef prófastur Jón Jónsson í Bjarnanesi skyldi gefa kost ásjer, ættu menn ekki að hika við að kjósa hann, því að á þessu eina þingi, sem hann hefur átt sæti, sýndi hann að hann er eindreginn fylgismaður stjórnarskrár- breytingarinnar og reyndist að öðru leyti góður þingmaður. Ferðabrjef úr Svíþjóð eptir Yaltý Ouðmundsson. VI. Gautaborg 18. ágftst 1886. (NiSurL) Um miðjan dag þann 16. þ. m. kom- um við til Trollhattan, fossins heims- fræga; Þar felldi Starkaður Áludreng- ur hinn átthendi Hergrím langafa Ang- antýs, er þeir hörðust um Ögn ena fögru Álfasprengi. En Starkaði varð ekki kápan úr því klæðinu, því Ögn þótti ekki lystilegt að kyssa hann, nje fallast í hans átta arma, og lagði sig geiri í gegn um. Við Trollhdttan er bær, sem ber sama nafn, og dvaldist jeg þar það sem eptir var dagsins og til næsta morguns. Undir eins og við stigum út úr eimvagninum, kom móti oss fjöldi smáknapa, er buðust hver í kapp við annan til að fylgja okkur upp að fossinum. Fossinn er í Gaut- elfi, skammt fyrir neðan þar sem hún fellur úr Vænisvatni. Eptir því sem nær dró fossinum óx hinn tröllaukni drynjandi niður hans. Það lá við, að við fengjum loku fyrir eyrun. Þegarjeg sá sjálfan fossinn, þótti mjer þó ekki eins mikils umvert, eins og jeg hafði gert mjer í hugarlund áðnr. Reyndar er hann mjög stórkostlegur, en það sem gerir hann svo mikilfenglegan, er það ógurlega vatnsmegn, sem þar steypist niður. Það er sem lieill fjörður falli niður gljúfrin. Trollhattan er margir smáfossar, sem hver hefur sitt nafn, og er enginn þeirra mjög hár. Það þarf ekki að ferðast lengi á íslandi til þess, að sjá hærri fossa, en vatnsmegn er þar hvergi, svo að þar komizt í hálf- kvisti við. í miðjum fossinum eru tvær eyjar, og liggja brýr yfir hvíslarnar. Þar sem stærsti fossinn fellur fram af hamrinum, liggur brú yfir liann rjett á brúninni, svo veik, að ekki má þar ganga nema einn í einu, og bifast hún öll til undir manni. Er það mjög voða- legt að líta af henni niður í hyldýpið og heyra drunur fossins gjalla í eyr- um sjer. Hættir mörgum þar við að sundla. Grilið umhverfis fossinnermjög fallegt. Það er skógi vaxið, en fram á milli trjánna gægjast allstaðar gróð- urlausar hamragnípur. Þær líta út eins og ógurleg bergrisahöfuð, sem sjeu að kinka kolli framan í fossbúann. Upp í gilbarminum vestri er allt þakið blá- berjum. Þar hef jeg mest jetið afblá- berjum á ævi minni. Rjett við aðal- fossinn er skúti einn inn í bergið. Fram yfir hann slútti áður Shraddaragnípan, er svo var nefnd, en nú er hún hrun- in. Nafn sitt fjekk hún af því, að skraddari einn, sem dæmdur var til dauða, átti að vinna það sjer til lífs, að sauma heilan klæðnað þar á gnípunni uppi yfir hinni gínandi hringiðu, þar sem fossinn með drynjandi róm gól yfir honum galdra sína og þeytti á hann löðrinu. án þess að hann sundlaði. Hon- um tókst að ljúka við fötin, en ígleði- fumi því, sem á liann kom yfir því, missti hann fótanna og fjell niður í gapandi gin hinnar allt gleypandi hring- iðu, er sendi hann drottning sinni Rán til ævinlegrar eignar. — En það er ekki tign hinnar tröllauknu náttúru ein, sem ferðamaðurinn hlýtur að dást að við Trollháttan, heldur og þau stór- kostlegu mannvirki, sem þar birtast manni, og sem gera menn sem steini lostna af undrun yfir því, hvað mann- legur máttur fær megnað. Eins og nærri má geta, er skipaferð mikil á öðru eins stórfljóti eins og Gautelfi, og þá ekki síður á Vænisvatni, sem er rjett fyrir ofan fossana. Hver skyldi nú trúa að hjer megi sigla fram og aptur á eimskipum upp og niður brekk- urnar? En þetta er þó gert. Út úr elfinni fyrir ofan fossana er grafið síki í kring um þá, þar sem brekkan er ekki eins snarbrött, en þó töluvert brött, og þar ganga skipin upp og niður um hin- ar svo nefndu „slussar". Þær eru á þá leið að upp og ofan alla brekkuna eru eins og stokkar með vatnsheldum hurðum fyrir. Þegar nú skipið á að fara niður eptir, þá er látið renna vatn í næsta stokk lyrir neðan þann, sem skipið er í, unz vatnið er orðið þar jafnhátt því sem var í liinum fyrir of- an o. s. frv. unz komið er alveg fyrir brekkuna. Það er ekki liægt að gera mönnum þetta vel skiljanlegt með frá- sögn, nema ef til vill í löngu máli, en það er undravert að horfa á, hvernig farið er að flytja skipin með þessum hætti. Jeg fór skipaleið frá Trollháttan til Gantaborgar niður eptir Gautelfi, og þótti mjer sú sigling pijög skemmtileg. Jeg fór fram hjá Foxerni, þar sem þeir börðust Magnús konungur berbeinn og Ingi hinn eldri. Um kl. 1 komum við til Kungelf. Það er ekki stór bær (uni 1000 íb.), en þar er þó allmikil og fjör- ug verzlun. Sá bær lijet í tornöld Kon- ungahella, og er hans opt getið í forn- sögum vorum. Þar ræddu þau Ólafur Tryggvason og Sigríður stórráða enka- mál sín. Hann vildi láta hana taka kristni, ef hann ætti hana, en henni þótti Þórr betri enn Hvíti-Kristur. Þá laust Olafur konungur hana með glófa sínum í andlitið og sagði: „Heldurðu að jeg vilji eiga þig hundheiðna hrokk- inskinnu ?“. En Sigríður mundi kinn- hestinn eins og Hallgerður, og dró það Ólaf til bana. ViO konungahellu fund- ust þeir og mágarnir Ólafur helgi Noregskonungur og Ólafur Svíakon- ungur, ræddu þar mál sín og sættust, þó Svíakonungur liefði goldið Norvegs- konungi gagl fyrir gás. Um 1100 ætl- aði Sigurður Jórsalafari að gera þenn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.