Þjóðólfur - 05.08.1887, Síða 3
135
bótum til útfara, er landshöfðingi á-
kveður. — „Skip sem flytja útfara af
landi, mega á engri höfn hjerlendis
taka neinn farþegja, sem ekki hefur
útfararsamning áteiknaðan af lög-
reglustjóra áður en hann er tekinn
um borð, nema hann hafi vegabrjef
frá lögreglustjóra umdæmisins, þar
sem hann fer á skip.
Nú brýtur skipstjóri gegn þessum
fyrirmælum, og er þá skip og farmur
að veði fyrir öllum þeim skuldbind-
ingum, er á farþegjanum hvíldu, er
við honum var tekið á skip“.
Hallærislán. Tillögur nefndarinnar
um það mál (sbr. 32. tbl.) voru til
umræðu í neðri deild 2. þ. m. — Allir
voru á því, að hallærislán væru neyð-
arúrræði og yfir höfuð mikið vandamál.
Sumir, einkum Grrímur Thomsen og
Sigurður Stefánsson, sýndu einnig
fram á, að sum af þessum lánuin
hefðu verið illa notuð. — Tillögurnar
mættu allmikilli mótstöðu, en voru
þó samþykktar, nema 7. liður um, að
ákvæðin í tillögunum skyldu einnig
ná til Húnavatns- og Skagafjarðar-
syslu að því er snertir lán það, sem
þær hafa nú beðið um. Það atriði
var fellt með miklum atkvæðamun.
Fallin frumv.: 14. um menntun al-
þýðu (frá J. Þ. og Þ. B.) fjell frá 2. umr.
í neðri deild með 11 atkv. móti 10.
15. um toll á kaffi m. m. og afnám
ábúðar- og lausafjárskatts, fjell í gær
í neðri deild með 11 atkv. móti 10.'
Málið mætti megnri mótstöðu hjá
dr. Jónassen, Þór. Böðvarssyni Þor-
láki Gruðmundss., Gunnari Halldórss.
og Ól. Pálssyni.
LÖG AFGREIDD FRÁ ÞINGINU.
IV.
Lög um veiting og sölu áfengra
drykkja.
„1. gr. Enginnmáselja áfenga drykki
nema kaupmenn, veitingamenn og
lyfsalar.
2. gr. Yeitingamenn einir, þeir er
vínsöluleyfi hafa, mega selja vínföng
eða áfenga drykki til neyzlu á staðn-
um.
3. gr. Enginn kaupmaður má eptir-
leiðis selja vínföng eða áfenga drykki
í srnærra skammti en hjer segir:
a) vín í flöskum með lakki eður
innsigli fyrir: 3 pela minnst í
©inu.
b) brennivín, romm, cognac, púns-
extract eða þvílíka drykki
(spiritiiosa): 3 pela í einu.
c) öl á trje-ílátum: J/4 tunnu; öl
áflöskum: 5 þriggjapelaflöskur
eða 10 hálf-flöskur (H/2 pela
fl')'
Lyfsalar mega því að eins i smærn
skömmtum selja, að það sje eptir
læknis forskript.
4. gr. Staupagjafir og önnur ókeyp-
is vínveiting mega eigi fram fara i
sölubúðum kaupmanna eða vöru-
gey msluhúsum.
5. gr. Nú selur kaupmaður vinföng,
og er þeirra neytt í hans húsum án
hans leyfis, þá verður hann sekur
um ólöglega vínveiting, ef það er á
hans vitorði eða atvik liggja svo til,
að hann hafði ástæðu til að gruna,
að þeirra yrði þannig neitt, nema
hann sanni, að hann hafi gjört það
sem i hans valdi stóð, til að koma í
veg fyrir það“.
6. gr. ákveður skilyrði fyrir vín-
veitingaleyfi og er það utan kaup-
staðar komið undir atkvæði hlutað-
eigandi hreppsbúa; „þarf meiri hluta
atkvæða hreppsbúa þeirra, er atkvæðis-
rjett eiga í sveitarmálum, til að veita
leyfið, auk þess samþykki meiri hluta
hreppsnefndar og sýslunefndar og
staðfesting amtmanns“. í kaupstöð-
um er það komið undir atkvæði at-
kvæðisbærra bæjarmanna, bæarstjórn
og staðfestingu amtmanns.
„7. gr. Nú selur eða veitir veitinga-
maður áfengan drykk unglingi innan
16 ára aldurs, og varðar það 25—100
kr. sekt í fyrsta sinni, í öðru sinna
50—200 kr. sekt, en missi veitinga-
leyfis, ef sami maður brýtur optar.
8. gr. Enginn námsmaður á skólum,
er standa undir umsjón landstjórnarinn-
ar, verður hjer eptir skyldaður til með
dómi eða neinni löglegri þvingun að
borga áfenga drykki, sem hann kann
að fá til láns, og eiga skuldir, sem
upp frá þessu verða þannig til komn-
ar, engan rjett á sjer að lögum“.
9. —11. gr. ákveða, hvað liggi við
brotum gegn lögum þessum; eru það
sektir frá 10—500 kr, sem fara hækk-
andi við endurtekning, og i sumurn
tilfellum missir verzlunarleyfis.
Alls eru lögin 13 gr.
Roykjavík, 5. ágíist 1887.
Frakkneskt gufuskip frá Havre,
Vellida að nafni, skipstjóri Philip ,
kom á f skemmtiferð hingað í fyrri
nótt. Ymsir af skipverjum ætla að
ferðast hjer um.
Herskipið Hiana, skipstjóri Dreyer,
kom hingað í gær frá Grænlandi.
I r brjeíi úr Tálknafirði 21. f. m. ...
„7. þ. m. vildi til slys á Lambeyri
við Tálknafjörð af sprengikúlu, sem
hafði fundizt þar út í haganuru, frá
herskipunum. Maður að nafni Ólafur
Björnsson ætlaði að nota kúluna í
sökku, og fór að eiga við tappa i
henni, en þá sprakk hún, og sundraði
svo vinstri hendinni á manninum, að
eigi varð eptir nema tæjur og mulin
bein úr miðhendinni; eitt brotið lenti
og i auga mannsins. Sex ára gamalt
barn var hjá Ólafi; hafði eitt brotið
komið í höfuð barnsins og skaddaði
mjög höfuðkúpuna. Þetta var inni i
húsi og varð loptstraumur svo mikill,
að húsið ljek á reiðiskjálfi. Læknir-
inn tók höndina af Ólafi, og er hann
nú á batavegi, og sömuleiðis barninu,
sem fyrstu dagana lá i dái, heldur að
skána. —- Þetta slys ætti að kenna
mönnum að fara varlega með sprengi-
kúlur, sem finnast hingað og þangað
hjer fyrir vestan; og helzt koma þeim
með varúð á sjó út og sökkva þeim.
En einkum ætti þetta að verða til
þess, að það liðist ekki framvegis, að
sprengikúlum væri skotið á land upp
frá herskipunum. Þótt hvorki menn
nje skepnur hafi vitanlega enn orðið
fyrir skotum frá herskipunum, þá get-
ur slikt auðveldlega orðið; og þegar kúl-
urnar koma niður ámosa eða lausan jarð-
veg, svo að þær springa ekki, þá
geta þær fyr eða síðar valdið tjóni,
eins og nú er fram komið. — A kúl-
unni, sem áðurnefnt slys hlauzt af,
var merki, sem eigi verður betur
sjeð en að sje H, mynd af alckeri og
4 í tölu. Þetta merki ætti að geta
orðið til þess, að það vitnaðist, frá
hvaða herskipi kúlan hefur verið“.
Laust brauð, auglýst 3. þ. m.:
Gaulverjabær i Arness prófastsdæmi
metinn 1399 kr. — Prestsekkja er i
brauðinu.
Pappírsbátur. Ameríkumenn hafa
fundið upp á því, að búa til úr
pappír báta, er vel má nota til sigl-
inga á sjó. Pappírinn hefur reynzt
sterkari, haldbetri og ljettari en trje,
þegar hann er þurkaður og undirbú-
inn eins og við þarf; hann verður
þannig i mörgum atriðum eins nota-
góður og trje; þess vegna háfa menn
meðal annars búið til úr pappír hjól
á járnbrautarvögnum. Fyrsti pappírs-
þátur var búinn til í Nýju Jórvik
1867; síðan hafa fleiri verið búnir til
og reyndir bæði á ám og sjó i Am-
eríku og reynzt vel. Síðast liðin ár
hefur og frakkneskur maður einn
verið á flökti til og frá um Evrópu
á pappírsbát. Bátur hans er að lengd