Þjóðólfur


Þjóðólfur - 22.04.1892, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 22.04.1892, Qupperneq 1
Kemur út & föstudög- um — Verð árg. (60 arlta) 4 kr. Krleudis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn skrifleg, bundin við áramöt, ögild nema komi til fltgefanda fyrir 1. október. XLIV. árg. Útlendar fréttir ' (eptir pýzkum blöðum til 1. þ. m.). 1‘ýzkaland. Þar þykir helzt tíðind- um sæta sú nýbreytni keisarans, að hann hefur „helmingað11 rikiskanzlarann Caprivi, eins og Eugen Richter komst að orði á þýzka ríkisdeginum. Er helmingan þessi í því fólgin, að annar maður, Botlio Eulen- burg greifi, hefur verið skipaður forstjóri prússneska ráðaneytisins, en það embætti hefur hingað til verið sameinað ríkiskanzl- araembættinu, er skerðist til muna að valdi og áliti við þessa tvískiptingu, eins og auðsætt er. Þykir breyting þessi vera nýr vottur um einræði keisarans og hef- ur vakið allmikla óánægju á Þýzkalandi. Enn fremur hefur Zedlitz, kirkju- og kennslumálaráðgjafi sagt af sér, og heitir sá Bosse, er í hans stað er orðinn ráð- gjafi. Síðast í febrúar hélt keisarinn heljar- mikla ræðu í þingveizlu í Brandenborg gegn mótstöðumönnum stjórnarinnar og frelsishreyfingunum í landinu. Fór liann mörgum og stórum orðum um þessa æs- ingapostula, er spönuðu þjóðina upp gegn stjórninni, og trufluðu með því ró manna og ánægju; allar gerðir stjórnarinnar væru níddar niður fyrir allar hellur og öllu snúið á verra veg, er frá lien’ni kæmi og til umbóta horfði, svo að margir væru komnir á þá skoðun, að landinu væri verst stjórnað af' öllum löndum í lieimi, og hvergi væri jafnbölvanlegt að vera sem þar. Hann sagði, að snjallast mundi vera fyrir þessa óánægðu nöldrunarseggi að lirista duptið af fótum sér sem allrafyrst og fara af landi burt. Þá mundi þeim vegna betur og þcir gerðu sér (o: keisaranum) jafnframt mikla ánægju með því o. s. frv. Að lok- um mælti hann: „Mín stefna (eða hin nýja stefna) er hin rétta, og framvegis mun verða stýrt í sömu átt“. Þessi rembings-hrokaræða keisarans vakti almenna gremju meðal frjálslynda flokksins á Þýzkalandi og blöðin fóru all- ómjúkum orðum um hana og hnýttu við hana svo djarfmæltum athugasemdum, að mörg þeirra voru gerð upptæk og máls- sókn liafin gegn ritstjórunum fyrir meið- andi ummæli um hans hátign keisarann K,eyk,)avík, föstudaginn 22. apríl 1892. (crimen læsæ majestatis), og þykir slíkur gauragangur bæta gráu ofan á svart, enda þess konar málsóknir mjög sjaldgæf- ar á Þýzkalandi. Keisarinn hefur nú upp á síðkastið ver- ið venju fremur lasinn til heilsu, þótt lítt hafi verið orð á því gert. Er það nokk- urs konar brjóstveiki (Lungeemphysem) samfara andþrengslum, er hann þjáist af. Hann ætiar að ferðast til Noregs í sumar og taka þar þátt í hvalveiðum við Knöska- nes. Stórhertoginn af Hessen, Ludvig 4., lézt 13. f. m. Sonur hans Ernst Ludvig tek- inn við stjórninni. Frakkland. Hið nýja ráðaneyti und- ir forustu Loubets er nú komið á laggirn- ar, en að öðru leyti bólar ekki á neinni nýrri stefnu. Freycinet, sem nú er her- málaráðherra, ætlaði sér að steypa Carnot úr völdum með brögðum, þá er ráðherra- skiptin urðu, og gerði sér þá von um for- setatignina, en það tókst ekki og Carnot situr nú fastur í sessi. Óstjórnarmenn (anarkistar) liafa látið allmjög til sín taka í París, sprengt hús í lopt upp með „dynamit“ og gert aðrar óspektir. Eru þeir flestir frá Spáni, og stendur mönnum mikill ótti af athæfi þeirra. líelgía. Þar varð voðalegt námuslys í Anderlues í fylkinu Hennegau 11. f. m. Hafði kviknað í gasi og Iétu þar 173 menn lif sitt, en 63 varð bjargað. í Brussel ætluðu „anarkistar“ að sprengja hús spanska sendiherrans í lopt upp, en því varð hamlað. Grikkland. Georg konungur liefur sjálfur vikið æðsta ráðgjafa sínum Delyann- is og öllu ráðaneytinu frá völdum, af því að liann var óánægður með það, og er það nær eins dæmi, að konungur taki sér slíkt „bessaleyfi“. Delyannis vildi í fyrstu ekki víkja og skírskotaði til vilja þings og þjóðar; fékk hann í því skyni trausts- yfirlýsingu hjá þinginu, en það dugði ekki og konungur veik honum frá ei að síður. Lá þá við óspektum í Aþenu og menn voru jafnvel hræddir um, að konungur yrði hrópaður af, svo var lýðurinn upp- Nr. 19. vægur yfir þessu tiltæki. Konungur vildi í fyrstu fá Trikupis, sem jafnan hefur verið æðsti ráðgjafi til skiptis við Delyannis, til að mynda nýtt ráðaneyti, en hann skor- aðist undan því. Sá heitir Konstantopulos, sem myndaði ráðaneytið og nú er forstjóri þess. Serbía. Milan konungur, sem nú dvel- ur í París, hefur nú lýst yfir því, að hann ekki að eins afsali sér fyrir fullt og allt öllum rétti til ríkis í Serbíu og öllum af- skiptum af uppeldi krónprinzins, heldur einnig öllum serbneskum borgararéttindum og ætli sér aldrei framar til Serbíu að koma, en þó með því skilyrði, að hann fái í árlegan lífeyri um 100,000 franka. Hann vill hafa citthvað fyrir snúð sinn, enda hefur honum tekizt dável að selja réttindi sín, því að fyrir eina miljón króna keyptu Serbar hann til að fara af landi burt. I þýzkum blöðum er skopazt að því, að hann sé orðinn kaupmaður, er verzli með „réttindi" eins og vörur, og geti það verið mjög „praktiskt“, en sæmi lítt kon- ungi. Frá Danmörku fátt um fréttir að vanda, enda komu þaðan nær engin blöð né bréf. í þýzkum blöðum frá 1. þ. m. er þess getið, að „fólksþingið“ hafi ekki lok- ið við fjárlögin fyrir næsta fjárhagstíma- bil, og sé því von á nýjum bráðabyrgðar- fjárlögum enn einu sinni (hinnm áttundu í röðinni?). — Látnir sagðir tveir kunnir menn meðal Dana: C. P. A. Koch forstjóri sameinaða gufuskipafélagsins og kapt. 0. Hammer, er fyrir mörgum árum stundaði hvalveiðar hér við land. Um styrksynjun húnaðarfélags suður- amtsins til sjógarðsbyggingar á Stokkseyri. Af fundarályktun búnaðarfélagsins 10. f. m., er birzt liefur í blöðunum, sé eg meðal anuars, að ekki liefur liinn hátt- virti fundur séð sér fært að styrkja hið nytsama fyrirtæki hr. Gríms bónda Gísla- sonar í Óseyrarnesi, nfi. sjógarðsbygging- una á Stokkseyri. Bæði aí því, að mér sýnist fundurinn ekki nærgætinn í þessu efni, og svo liinu, að mér er óljós ástæða

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.