Þjóðólfur - 22.04.1892, Side 4

Þjóðólfur - 22.04.1892, Side 4
76 lélígspienfsmiðjan á Laugavegi nr. 4 tekur að sér alls konar prentun. — ÖII prentun sérlega vel vönd- uð. — Þeir, sem eitthvað vilja fá prentað, snúi sér með það til prentsmiðjunnar eða bóksala Sigurðar Kristjánssonar, sem í fjarveru alþm. Þorleifs Jónssonar annast alla samninga fyrir prentsmiðjuna. Pappír og umslðg fást mjög billeg í 194 verzlun Stivrlu Jónssonar. Þeir, sem skulda fyrir l=-jó0ölf og hafa eigi samið við raig um líðun á skuldun- um, eru vinsamlega beðnir að borga þær sem fyrst eða semja við mig um greiðslu þeirra. Að öðrum kosti neyðist eg til, áður en langt um líður, að ná inn skuldunum með lögsðkn á kostnað skuldu- nauta. — í fjarveru minni frá Beykjavík geta menn borgað skuldirnar til bðksala Sigurðar Kristjánssonar eða samið við hann um greiðslu þeirra, ef þeim er það hægra en snúa sér til mín, sem fyrst um sinn verður að hitta á Akranesi. 195 Þorleifur Jónsson. } mjög billegt, fæst í Rusmur I 196 verzlun Sturlu Jónssonar. Saumavélar. Singers saumavélar hafa ávallt verið í mesta áliti hjá öllum skröddurum og það svo, að sjaldgæft er að þeir kaupi aðrar saumavélar. Nú eru saumavélar þessar að mörgu verulega endurbættar; þœr sauma því nær hljóðlaust og mjög fljótt, er auð- velt að þrœða skyttuna og lienni eigi hætt við sliti; yfirtvinnmn losnar þegar kjœðið er dregið undan til þess að elcki sé hœtt við að nálin þá bogni. Það stendur Öld- ungis á sama, hvort saumað er í þeim þykld eða þunnt; það verður jafnvel gjört. Sauma- vélar þessar fást hjá undirrituðum, bæði með tilheyrandi póleruðum kössum og fyr- ir utan þá. Sömuleiðis er til hjá sama gnægð af margskonar vasaúncm, stofuúrum og úr- festum. Magnús JBenjamínsson. 197 Reykjavík. Tvistgarn af mörgum litum fæst í 198 verzlun Sturlu Jónssonar. Fundur í stúdentafélaginu annað kveld kl. 8V2. Kosin ný stjórn. 199 Margar þúsundir manna hafa komizt hjá þungum sjúkdóm- um, með því að nota nógu snemma hent- ug meltingarlyf. Kínalífselixírinn er meltingarlyfí fremstu röð, því að auk þess, sem hann er orðinn góðkunnur alstaðar í Evrópu, hefur hann rutt sér braut í fjarlægar heimsálfur: Ást- ralíu, Ameríku og Afríku, svo að hann er með réttu talinn heimsvara. Af því að hér er búinn til mesti fjöldi bittera, sem nefnist „Kína“, er almenning- ur, sem ætlar að kaupa hinn ekta „Kína- lífselixír“ beðinn að gjalda varhuga við þessum eptirlíkingum, og láta ekki blekkj- ast af svipuðu nafni eða umbúnaði, held- ur gæta þess nákvæmlega, að á hverja flösku er skrásett vörumerkið: Kínverji með glas í hendinni og verzlunarfélags nafn- ið Waldemar Petersen í FrederiJcshavn, og y pt á innsiglinu —^—- í grænu lakki. Kínalífselixírinn fæst í öllum verzlunar- stöðum á íslandi. Waldemar Petersen. 200 FrederiksJiavn, Danmark. Nærsveitamenn eru beðiiir að vitja Þjóðólfs á afgreiðslustofu hans (Veltusundi nr. 3). Eigandi og ábyrgöarmaöur: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Félagsprentsmiðjan. 54 en tók þó ei að síður kurteislega á móti Raschi. Við- höfnin byrjaði. Lausahiminn var settur upp í garðin- um, er allur var lagður marmara; þangað var brúð- guminn leiddur með hljóðfæraslætti, en blysberar stóðu allt í kringum hann; tvær hefðarstúlkur og langur brúðarmeyjaskari fylgdist með hinni hvítklæddu brúði, er var blæju sveipuð. Hjúskaparskilmálinn og loforðið um morgungjöf var lesið upp. Brúðguminn dró hring sinn á hönd brúðarinnar, og braut í sundur gler, er hann gekk ofan á, og við það laust allur mannfjöldinn upp háu fagnaðarópi og árnaði brúðhjónunnm til heilla. Þá gekk Don Abraham að brúðinni og lypti blæj- unni frá andliti hennar. „Guð minn almáttugur! Mirjam!“ kallaði brúðguminn upp og lá við að hníga niður. Fólk- ið stóð sem steini lostið, því að brúðurin var ekki dótt- ir Don Abrahams, heldur dóttir hinnar fátæku ekkju. „Eg hlýt að ráða gátuna fyrir yður“, mælti Don Abraham. „Þessi stúlka var áður heitmær þessa manns. Ást tengdi saman hjörtu þeirra, en eg vissi það ekki. Af þakklátssemi fyrir það, að eg unni honum, og í þeirri von að geta bætt kjör móður sinnar og syst- kina, lét liann að ósk minni og ætlaði að kvongast dóttur minni. Eg vissi ekki fyr en í gær, hvernig í öllu lá. Engin mær skal verða svívirt eða ógæfusöm af 55 mínum völdum. Tak liana þá í stað dóttur minnar, og eg óska ykkur báðum til hamingju“. Allir stóðu hrærðir og þegjandi. „Og hvað heimanmundinn snertir“, mælti Don Abraham enn fremur, „þá munum vér auðvitað ekki rjúfa það sem lofað er“. Nú gat Raschi kennifaðir ekki lengur stillt sig, og hann hrópaði með tárin í augunum. „Já, þú átt sann- arlega skilið að fá hlutdeild með mér í Edensgarði. Mig hlakkar til, að fá að verða félagi þinn og sessu- nautur“. Þeir sem við voru staddir skildu ekki þessi orð og kennifaðirinn var í ofmikilli geðshræringu til þess, að honum dytti í hug að gera sig skiljanlegan. Síðar sagði hann þó Don Abraham frá draum sín- um, og hann mælti þá vingjarnlega: „Það gleður mig hjartanlega, því það er svo þægilegt að eiga góðan ná- granna“. Það eru liðin um 800 ár frá því er þessi saga gerðist. Hver og einn getur innan lítillar stundar sjálfur séð, hvort þeir sitja 'saman í Paradís eða ekki. [Snúið úr tímariti Goldschmidt’s „Nord og Syd“].

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.