Þjóðólfur - 08.07.1892, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.07.1892, Blaðsíða 1
Kemur út á föetudög- um — Yerö árg. (60 arka) 4 kr. ErlendiB 5 kr. — BorgÍBt fyrir 15. J4H. ÞJÓÐÓLFUR Dppsögn skrifleg, bundln vit áramftt, ögild noma komi til útgefanda tyrir 1. oktftber. XLIV. árg. Kirkjulegar fréttir. Klerkasamkoma sú eða „synodus", er haldin var í alþingishúsinu 1. þ. m.. var allfjölsótt. Voru þar viðstaddir 18 prest- ar og prófastar auk stiptsyfirvaldanna og kennenda prestaskólans eða alls 23. Sam- koman hófst á guðsþjónustu í kirkjunni kl. 10 f. h. Séra Einar Friðgeirsson á Borg sté í stólinn og iagði út af Jóh. 21, 15—16. Svo var haldinn fundur tii kl. 4 og aptur um kveldið frá kl. 8J/2 þangað til einni stundu eptir miðnætti. Mörg mál og sum allmarkverð voru á dagskrá, þar á meðal endurskoðun handbókarinnar, er héraðsfundir höfðu undirbúið og samið álit um, og gengu þau öll eindregið í þá átt, að brýn þörf væri á þessari endur- skoðun; voru flestir fundarmenn á sama máli, þótt nokkuð deiidar skoðanir væru um, hve langt skyldi farið í breytingunum, en eptir aiilangar umræður var valin 3 maima nefnd (lektor H. Hálfdánarson, séra Vald. Briem og séra Þórh. Bjariiarson) til að vcra biskupi til aðstoðar við undirbún- ing málsins undir „synodus11 að sumri. Eru því líkindi til, að ýmsum úreltum og miður viðkunnanlegum köflum handbókar- innar verði algerlega sleppt eða að minnsta kosti breytt svo, að samkvæmari verði kröfum tímans og almennri fegurðartilfinn- ingu, einkum hjónavígsiuformálarnir. Þess- I ari sömu nefnd var og falið á hendur að íhuga álit héraðsfunda um textafrelsi af prédikunarstól, og getur það talizt allmikil endurbót, ef prestum verða veittar nokk- urn veginn óbundnar liendur til að leggja út af sjálfvöldum textum, er hingað til hefur naumast verið leyfilegt, þótt sum- ir prestar hafi ekki skeytt því. Endur- tekningar eða „upptuggur“ í ræðum, er prestum hefur verið borið á brýn, verða eflaust minni, ef þessi breyting kemst á. Skýrslur um messur og altarisgöngur síðastliðin 3 ár lagði biskup fram og kváðu þær hafa verið alleptirtektaverðar. í einu prestakalli í Norður-Þingeyjarsýslu hafði sóknarpresturinn t. d. ekki messað nema 6 sinnum (!) á ári. Það hefur orðið að vera kjarngott, svona lítið sálarfóður, ef söfnuðirnir hafa getað haft nokkur veru- leg not af því. Beykjavík, íostudagiuu 8. júlí 1893. Því næst var kosin 3 manna nefnd til að íhuga fyrir næstu „synodus" frum- varp til laga um kirkjur og frv. til laga um hið innra skipulag hinnar íslenzku þjóðkirkju, hvorttveggja samið af Þórarni próf. Böðvarssyni, er löngum hefur látið sér mjög annt um hina kirkjulegu löggjöf vora, og manna mest unnið að lagasmíði í þá átt. Tvö erindi eða fyrirlestra flutti Helgi lektor Hálfdánarson, annan um trúarvörn vora (að kirkjan ætti einkum að byggja á orðum Krists sjálfs gagnvart vantrúnni) og liinn um helgisiði. (Niðurl. næst). Um laxafriðimarfrumvarpið, er synjað var konungs staðfestingar, hefur oss borizt svolátandi grein: „í 30. tölubl. „Þjóðólfs41 þ. á. er grein um „lagasynjanirnar“, sem að visu er stillilega rituð, en sem þó ýmislegt er at- hugavert við. Það lætur illa í eyrun, orðið: laga- synjan, og víst er um það, að betur væri, að slík synjan af hendi ráðgjafans á lög- um, er alþingi lætur frá sér fara, ætti sér sem sjaldnast eða aldrei stað, því að opt- ast mundi það stafa af öðru tveggja, annað- hvort, að ráðgjafinn vildi eigi samþykkja lögin, þó góð væri í alla staði og þótt hann væri þess fullviss, að þau mundu verða til blessunar fyrir alda og óborna, eða, að honum fyndist hann eigi geta staðfest þau sökum efnis eða forms eða hvorstveggja. Væri viljaleysi ráðgjafans einu um að kenna, þá væri ekkert eðlilegra, en að liann yrði óvinsæll; slíku væri engin bót mælandi, enda lítt hugsanlegt. Þá er liitt eptir: ráðgj. finnst hann eigi geta staðfest þau; sé það sökum efnis, getur orsökin verið „injuria temporum“; þinginu finnst eitt, og hefur rétt frá sjnu sjónarmiði; ráðgjafanum finnst annað, og er sannfærðnr um að hafa rétt frá sínu sjónarmiði — það er nú stórpólitíkin; um liana geta fyrst siðari alda menn dæmt rétt og óvilhallt. Eða þá að efnið er svo, að ráðgj. finnst það ganga of nærri frelsi manna, réttindum þeirra eða öðru slíku. Nr. 32. Það er hin síðast nefnda ástæða, er einkum hefur gert það að verkum, að ráðgj. hefur, samkvæmt tillögum landshöfðiugja, ráðið konungi til að synja staðfestingar á frumvarpi alþingis hinu síðasta um frið- un á laxi. Þó hefur hringlandi þingmanna i þessu efni síðan 1874 auðvitað ekki bætt úr skák; að eins tvö regluleg þing hafa liðið svo, að þingið liafi eigi fjallað um frum- varp um þetta efni, og tvö frumvörp- in hafa öðlazt staðfestingu konungs — tvisvar hafa komið út ný lög um lax- friðun siðan 1875 ! Það er von, að lands- höfðingja hafi fundizt hann þurfa að af- saka þingið, eins og hann hefur getað. En satt að segja held eg, að það hafi eigi verið skaði skeður, þó frumvarpi þessu væri neitað um staðfestingu. í Þjóðólfsgreininni er það talin létt- væg ástæða, að landshöfðingi kveður það varliugavert, að banna þvergirðingu í á, sem maður á alla Aæiði í. Nokkuð svo! Eins og þér vitið, stendur svo í Grágás (Landbrigðaþ. Um veiðar. Bls. 123 í Grá- gás II. Kh. 1852): „Eigi scal maðr leggia net vm þvera á oc baNa fisc för. oc eigi gera ker i ne teínor. oc eigi gerþa sva at eigi se hlið á nema liann eigi alla ánau. Svona litu forfeður vorir á málið á lýð- veldistímunum — og svona hefur margur góður drengur á það litið, frá þeim tím- um til þessa dags, annar en landshöfð- ingi. Þá kemur nú hið þunga á metunum hjá landshöfðingja, eptir því, sem þér segið, og það er ákvæði 4. greinar, um að hver, sem vill, megi — nema i maí og júní — skjóta sel og styggja eina mílu út. frá ár- ósum, er lax fer um, og þetta eiga eig- endur selalagna og æðarvarps að þola bótalaust. Það var ekki svo undarlegt, þótt. eig- endur eður not.endur æðarvarps og sela- lagna þætttust liér grátt leiknir, og ekki furðu að gegna, þótt þeir leituðu hverra leyfilegra meðala til að firra sig stórkost- legu eignar- eða atvinnutjóni. Hvers vegna þeir fóru eigi til alþingis? Hvort það hef- ur verið af því að tími var eigi nægur, eða af vantrausti á þinginu — það skal eg láta ósagt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.