Þjóðólfur - 07.10.1898, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.10.1898, Blaðsíða 2
182 heimili x árs tíma. Það kemur opt fyrir, að menn eru til heimilis þar sem þeir ekki ,eiga lögheimili t. d. kaupafólk í kaupavinnu og sjómenn við sjó. Fyrir því þótti nauðsyniegt að ákveða, að þar skyldi hreppshelgi manns vera, er hann hefði síðasta ár átt lögheimili, án tillits til þess, hvort hann í raun og veru hefði dvalið þar allt árið. Þessi ákvörðun frumvarpsins virðist hafa margt til að bera fram yfir núgildandi xo ára vinnuhreppinn. Það mundi margfallt sjaldnar koma fyrir eptir þessari nýju ákvörðun, en áður, að menn kæmust á fæðingarhreppinn, og jafn- vel litlar líkur pl, að það yrði nokkru sinni. — Allir sjá, að það er bæði mannúðlegra og þurfa- manninum miklu skapfelldara að eiga þar fram- færslu, sem hann hefur svo gott sem kosið sér hana sjálfur, heldur en í fæðingarhreppnum, sem hann ekki hefur haft nein áhrif á, hver er. Hinn mikli og skaðlegi landshornarekstur fólks á fá- tækraflutningi mundi og stórum minnka, og hygg eg að enginn geti álitið það annað en í alla staði æskilegt. Fátækraflutningurinn er ó- mannúðlegur gagnvart þurfalingnum og opt ó- þarfa kostnaðarsamur, eins og hann er nú. Hin sífellda rekistefna frá einni hreppsnefnd til ann- arar, og frá hreppsnefndunum til yfirvalda, og frá yfivöldum til hreppsne fnda, um það, hvar menn eru sveitlægir mundi stórum hverfa. En allir þekkja, hversu bréfaskriptir um þetta efni eru langvinnar og vafningssamar, og hvernig sum- ar hreppsnefndir reyna til að vefja þau mál, og vilja komast undan að borga, jafnvel hinar rétt- mætustu skuldakröfur. Allir þessir vafningar og öll þessi undanskot, sem eg get ekki betur séð en mikið hlytu að hverfa yrði frumvarpsins i. gr. að lögum, geta ekki annað en spillt hugsunarhætti og siðferði manna. Get eg ekki hugsað, að neinn telji að að því, þó tækifærið og hvötin til slíks minnki í löggjöf vorri. — Þá munu og allirþekkja, hversu sveitarstjórn- irnar leggja mikið kapp á að koma þeim burt úr hreppnum sínum á 9. og 10. dvalarárinu, sumar hverjar að minnsta kosti og það bæði með réttu og röngu, sem þær eru hræddar um, að kunni að geta orðið hreppsfélaginu til byrði. Þetta mundi nú að miklu leyti hverfa, þar sem ekki er nema um eitt dvalarár að gera til hrepps- helginnar. Sjálfsagt mundu sveitastjórnir gera það, er í þeirra valdi stendur, að minnsta kosti nokkrar þeirra, til að koma í veg fyrir, að þeir næðú bólfestu í hreppnum, semþær væru hræddar um að yrðu hreppsfélaginu til þyngsla, og mundi þeim án efa opt takast það, að minnsta kosti þegar um tómthúsfólk er að ræða, en á einu ári mundu þær alls ekki geta losnað við þá, sem á annað borð væru búnir að fá heimili í hreppn- um. og í fæstum tilfellum komið þeim til að þiggjá sveitarstyrk. En af tvennu illu er það sýnilega betra, að menn ekki geti flutt sig úr einum stað í annan, og verði að vera kyrrir par, sem þeir einusinni eru komnir, heldur en að vera hraktir úr þeim stað, sem menn eru komn- ir 1 og álíta sér bezt að vera. Það er alls eigi vlst, að það væri skaðlegt, hvorki einstökum mönnum né landinu í heild, þótt fólk væri nokkuð kyrrara í sama stað en það er nú. En auðvitað væri nauðsynlegt að breyta tómthúsmannalögunum, ef frumvarp þetta yrði að lögum, svo að það væri ekki alveg eins kom- ið undir geðþekkni sveitarstjórnanna, eins og það nú er, hvar tómthúsmenn mættu vera heimilis- fastir og leita sér atvinnu, því engum mannflokki er nauðsynlegra en þeim að hafa óbundnar hendur til bólfestu til þess að geta leitað sér atvinnu, þar sem þeim bezt gegnir. Að fyrirmuna slíkt, getur hnekkt dugnaðarmanninum og því gert skaða, en engan iðjuleysing gert iðinn, engan eyðslumann sparsaman, engan svallara reglusam- an, og því engan veginn haft bætandi áhrif. — Og ekki virðist neinn háski hafa getað stafað af því, þó frumvarp efri deildar í fyrra sumar um það efni yrði að lögum, því þó að rétturinn með því yrði tekinn frá hreppsnefndunum að banna tómthúsmönnum bólfestu, þá virðist nægileg trygging í því, að bændur eða húsráðendur skyldu hafa sömu skyldum að gegna við tómthúsmenn, er væru á vegum þeirra, eins og við hjú sín. Ekki get eg séð neinar slæmar eða baga- legar afleiðingar af því,' þó 1. gr. fátækramál- efnafrumvarpsins yrði að lögum. Þjóðfélagið í heild á að annast þurfamenn sína. Það er á- stæðulaust að metast um það, hvar þurfamaður- inn er framfærður. Það hefur jafnan verið svo, að sveitarþyngslin hafa verið mismunandi í hin- um einstöku hreppum og þau breytast sífelldlega í hreppunum, sem fer eptir ýmsum þeim kringum- stæðum,! sem lög ekki geta haft áhrif á, og svo mundi þetta einnig verða framvegis. • (Niðurl.). Leiðbeining fyrir útlenda ferðamenn í Rangárþingi og Vestur-Skaptafellssýslu. Eptir Jón söðlasmið frd Hlíðarendakoti. Eg tek þar til, sem ferðamennirnir fara yfir Þjórsá á Hrosshyl, og halda austur að Galtalæk, og fá þar fylgd upp á Heklu, ef heiðskírt veður er, annars er þýðingarlaust að ganga upp á fjall- ið. Þá væri betra að ganga upp á Þríhyrning, og sjá af honum yfir allt héraðið út að Hellis- heiðarfjallgarðinum. — Þá er farið frá Galtalæk yfir Rangá hjá Hraunteig og þaðan fram hjá Knafahólum og að Keldum, þar er góður bær til gistingar, þar nokkuð upp með ánni (eystri Rangá) var bardaginn milli Gunnars og Egils í Sandgili og sona Starkaðar undan Þríhyrningi. Frá Keldum er haldið að Reynifelli eða Vatnsdal, sem báðir eru góðir bæir til gistingar og frá þeim er fengin fylgd upp á Þríhyrning. Þaðan liggur svo vegur- inn til Fljótshlíðar, — En vilji ferðamaðurinn koma að Þingskálum og sjá hinar fornu búðar- tóptir, þá á hann að hálda suður með Rangá ytri, á þeirri leið eru góðir bæir til gistingar: Reyðar- vatn, Kirkjubær og Oddi. í Odda sat Sæmund- ur prestur hinn fróði og niðjar hans eptir hann, hinir ágætu Oddverjar. Hann var kominn í bein- an karllegg af Haraldi hilditönn Danakonungi. Oddi var höfuðból menntunarinnar á íslandi á 12. og 13. öld og frægastur allra staða hérálandi næst biskupsstólunum. Þar hefur Njála vafalaust verið skrifuð, líklega af Eyjólfi Sæmundarsyni, Þar var uppfóstraður Snorri Sturluson sagnakon- ungur Norðurlanda af Jóni Loptssyni sonarsyni Sæmundar, hinum ágætasta manns er verið hefur á íslandi og þar hefur Snorri fengið mikið ai sínum mikla fróðleik, sem hann er svo heims- frægur fyrir. -— Á leiðinni frá Odda eru góðir bæir fyrir ferðamenn: Móeiðarhvoll, Stórólfshvoll og svo Breiðabólstaður í Fljótshlíð. Þaðan var upprunninn Jón biskup helgi, fyrsti biskup á Hól- um; hann „studeraði" á Þýzkalandi og Frakk landi. — Þar var bardagi á Sturlungaöldinni á milli Oddverja og Haukdæla og féll Björn sonur Þorvaldar í Hruna. — Nú erhaldið inneptirFljóts- hlíð og til Hlíðarenda, þar er nú orðinn bónda- bær síðan eptir 1820, að Markarfljót helur brotið af mestallar engjar, en á miðöldunum 15., 16., 17. og í8. öld sátu þar alltaf stórhöfðingjar; það- an var upprunninn Þorlákur biskup helgi og þar var uppalinn Bjarni Thorarensen, enda hafa ávallt heiðvirðir menn yerið þar bæði fyr og síðar. Þar má samt sjá undirstöðusteina að skála Gunnars, Sámsreit og haug Gunnars; hann er nú allur blás- inn ofan í grjót, en má samt sjá undirstöðusteina. Frá Hlíðarenda er nú haldið inn með hlíðinni, er þá komið að Merkjárfossi, hann er einkennileg- ur,kemur út úr gati á berginu, enofar eru þrjú göt tóm; bergið er vatnsrnáð utan við fossinn, sem hlýtur að vera frá ísöldinni, því þá hefur áin ver- ið stórt vatn. Dr. Konráð Maurer taldi hann og . hverana í Torfajökli hið merkilegasta, er hann hefði séð hér á landi. Núerenn haldið inn með hlíðinni að Barkarstöðum, það er góður bær fyr- ir ferðamenn; þar er Ibúðarhús úr timbri; þar býr Tómas Sigurðsson, drengur góður og gestrisinn, þaðan er bezt að fá fylgd yfir Markarfljót til Þórsmerkur. Á þessu svæði öllu eru alstaðar góð- ir vatnamenn. Áður en farið er yfir Markarfljót er vert að skoða helli í Þórólfsfelli, hann hefur litlar dyr hér um bil rúma mannhæð frá jörðu, en þegar inn er komið liggur hann ofan í jörð- ina, eins og kuðungur. — Nú er haldið yfir Markarfljót, og er það al veg hættulaust með góðum fylgdarmanni. Nú byrjar fegurðin fyrir alvöru á Markarfljótsdalnum, og enda þegar komið er í innanverða Fljótshlíð. Þegar komið er yfir fljótið, eru tvær þveiár á leiðinni, og heita Steinsholtsá og Krossá; þegar koroið er yfir Steinsholtsá klofnar Markarfljóts- dalurinn í tvennt og heitirsá syðri Þórsmerkúrdalur. Þá er Þórsmörk að norðanverðu með skógar- brekkum sínum, hnúkum og hamrabeltum, en að- sunnanverðu er Eyjaíjallajökull, með himinháum fellum og hengiflugum, sem útlendingum þykir eins mikið til koma eins og Þórsmerkur. Þetta. er nú kallað Goðaland, en það Goðaland, sem Njála nefnir er allt annað; það liggur fyrir innan og norðan Þórsmörk; svo liggur Krossá í bugð- um eptir endilöngum dalnum. [Þetta er landfláki sá, sem landnáma kallar „bjór" og Jörundur goði fór eldi yfir og lagði til hofsins. Það nser inn úr dalbotni að Steinsholtsá]. Skemmtilegast er að vera þar nótt og vera undir Búðarhamri; það er klettur 40 faðmar á hæð. Það er mjög tignarleg sjón að vera þar um sólaruppkomu, þegar sólin fer að roða á jökulinn. Það segja allir útlend- ingar, að sé sá yndislegasti blettur, sem þeir hafi komið á á æfi sinni; þar er mót af Ítalíu og feg- urðinni í Sviss, þó þar séu hærri fjöll og stór- kostlegri. — Fallegast þykir undir Búðarhamri, f Stöng og Stóra-Enda. Nú er haldið tll baka og er þá bezt að halda norður yfir hálsinn í Húsadal, og skoða lítinn helli, sem heitir Snorraríki og annan helli, er heitir Sóttarhellir, þar dóu 18 menn úr sótt á dögum Jóns biskups Gerrekssonar, en hann sat að stóli í Skálholti við illan órðstír frá 1430—33. Þar eptir var Sóttarhellir vígður og fluttar þang- að klukkur. Berghöldin sjást þar enn ogmenn hófu þangaðheitgöngursfnar, segir Jón prestur Egilsson. — Svo er haldið yfir Krossá; þar sunnanmegin er gljúfur hátt og hrikalegt, sem heitir Gjá, það þykir útlendum mönnum gaman að skoða, en okkur hinum innlendu ekkert til koma. — Nú er haldið fram Langanes, og þegar kem- ur nálægt bænum Stórumörk, er þar gil, sem heitir Nauthúsagil, þar er reyniviðarhrísla nafn- kunn um 20 álnir á hæð, stærsta hrísla hér á landi. Ferðamenn eru beðnir að láta ekki hest- ana vaða yfir engjarnar, meðan hríslan er skoð- uð. Gistingarstaðir eru Stóramörk, Syðstamörk og Eyvindarholt. Nú heldur maður frá Eyvind- arholti austur með Eyjafjöllum og verður þá á vegi manns 2 fossar: Gljúfurárfoss, hann er að því merkilegur, að hann hefur runnið þar skammt frá ofan af brúninni, sem hlýtur að vera frá ísöld- inni. Þar skammt frá er Seljalandsfoss 30 faðmar á hæð, hann gengur næst Skógafossi að fegurð hgr á landi, en hefur það fram yfir, að það má gariga grasbrekku fyrir innan hann. Frá Selja- landsfossi er farið að Seljalandi, þar er góður bær fyrir ferðamenn. Þar skammt frá túninu sést hoftópt Jörundar goða; þar skammt fyrir austan er h.ellir nafnkunnur, sem heitir Paradísarhellir; í honum eru fornar rúnir, sem enginn hefur getað skilið, en frá hvaða öld þær eru vita menn af sögusögn þeirri, er hér skal greina. Maður hét Hjalti, heimamaður í Stóradal hjá Páli syni Vig- fúsar hirðstjóra Erlendssonar, hann átti 3 drengi með Önnu systur Páls, komst hann fyrir það í ó- náð við Pál og flýði í þennan helli og hafðist við í honum í 2 ár, og fékk mat á laun hjá konunni á Fit. Eptir hann eru rúnirnar. Sú sögusögn gengur undir Eyjafjöllum í ætt Hjalta, að eitt sinn þegar Páll fór upp yfir fljótið hjá Fit, —það lá þá austur með Eyjafjöllum, — eins og opt er gert,þá losnaði hann við hestinn og flaut í fljótinu. Þá hljóp maður undan steini og bjargaði honum. Þá segir lögmaður: „Hver bjargaði mér?“ Þá svar- ar einn, er með var: „Það var Hjalti mágurþinn". Þá segir lögmaður: „Þegja máttir þú, því þögðu betri sveinar". Þar eptir tók hann Hjalta í sátt og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.