Þjóðólfur - 05.11.1898, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 05.11.1898, Qupperneq 2
202 Þ JÓÐÓLFUR. nýtt tímarit, er koma skyldi út tvisvar á hverj- um mánuði og í stærra broti en „póstarnir11 (þ. e. „Sunnanpósturinn“ og „E,eykjavíkurpósturinn“). Var svo til ætlazt, að þeir 3 skyldu kosta ritið, en hr. Melsteð yrði ritstjóri þess og ábyrgðar- inaður. Hann var þá forstöðumaður landsprent- smiðjunnar íReykjavík og haíði reikninga henn- ar og bókasölu á hendi, svo að hann stóð að því leyti vel að vigi, ef eitthvað skyldi prenta. t>á er útgáfa ritsins var fastákveðin, hitti Mel- steð að máli skólabróður sinn, séra Sveinbjörn Hallgrímsson, er þá var aðstoðarprestur hjá séra | Pétri Jónssyni á Kálfatjörn, og samdist svo með þeiin, að hann skyldi stöðugt senda ritgerðir í blaðið. Nokkru siðar um haustið 1848 áttu þessir allir fund með sér í gamla kirkjugarðinum —- þar sem uú er aldingarður bæjarfógetans —, og þar var þetta ráðið til fulls. Þá var blaðið þegar gkirt og nefnt Þjóöólfur eptir Þjóðólíi þeim, er Baldvin Einarsson lætur koma fram i „Ármann á alþingi". Mun Sveinbjörn hafa stung- ið upp á því nafni. Var ákveðið, að blaðið skyldi hefja göngu sína í öndverðum nóvemher- mánuði. En rétt fyrir mánaðamótin, urn það leyti sem Melstað var að skrifa „fréttir11 í fyrstu örk blaðsins, bauð Rosenörn stiptamtmaður hon- um að fara austur og takast á hendur sýslu- mannsembættið í Árnessýslu, því að faðir hans var þá boðaður utan á konungsfund, sem ný- skipaður konungsfulltrúi, eins og fyr er getið. Varð þá Melsteð að liætta við Þjóðólfs-skript- irnar, og gerði þá séra Sveinbirni boð að taka við ritstjórn blaðsins og það gerði hann óðar, en sat þó optast þann vetur kyr suður áVatns- leysuströnd og sendi ritgerðirnir í blaðið hiugað til Reykjavíkur, en næsta vor 1849 flutti hann til bæjarins, er hann hafði misst aðstoðarprests- stöðuna. Þessi frásögn um stofnun Þjóðólfs er tekin eptir hinni fyrnefudu grein P. M. 1 Þjóðólfi 1888 bls. 201. Og má honum vera kunnugast um það. En hins vegar er auðsætt, að Svein- björn hefur eignað sér aðallega stofnun blaðsins (shr. Þjóðólf 1. árg. bls. 14—15).* Og getur það verið rétt að þvi leyti, að hann hafi verið mjög hvetjandi þess, er Melsteð fann hann að máli, og eptir það gengið ötullega fram í því, og þá skoðað sig sem aðalstofnanda. Eg hygg því réttast að skipta heiðrinum jafnt á milli þeirra, að Jiví er stofnun blaðsins snertir, hvor þeirra sem hefur átt þar rneiri eða minni hlut að. Fyrsta blað Þjóðólfs kom út 5. nóvember 1848, og er þar skýrt frá, að blaðið eigi að koina tvisvar í hverjum mánuði, hálf örk í senn, og kosta 4 mörk í Sunnlendingafjórðungi, en 5 mörk í hinum „og veldur því fjarlægð þeirra og *) Hann segir meðal annars, að það hafi verið i mæli, að „Reykjavíkurpósturiim11 ætlaði að hætta, og þá „kom“, segir hann, „yfir mig fítungsandinn og hann blés mór í brjóst bæði löngun og áræði til að freista þcss hvort eg mundi ekki geta haldið uppi tímariti svo sem eitt ár....... Nú fór eg þá að hreyfa máli þessu við mina líka og fékk einar fimm syndumspilltar sálir í fylgi með mér“ (Pjóðólfur I. bls. 14—15). Svo segir hann, að kveld eitt i kol- svarta myrkri hafi þessir 6 andar haldið ráðssam- komu liti í gamla kirkjugarðinum í (Reykjavík o. s. frv. Hór ber eigi alveg saman við frásögn P. M., þar sem hann telur stofnendurna 5. örðugleikar í sendingum11 segja útgefendurnir, en það eru þeir: Egill Jónsson, Einar Þórðar- son og Helgi Helgason. Sveinbjörn var að eins ábyrgðarmaður blaðsins fyrsta árið, en að því loknu tók hann algerlega við því haustið 1849, en hinir hættu. Þá breytti hann og verði blaðs- ins, þannig að það skyldi vera jafndýrt í öllum fjórðungunum, nfl. 4 mörk. Samgöngurnar voru á þeim árunum og lengi fram eptir æfi Þjóðólfs eigi miklar né margbrotnar. Blaðamennirnir • þurftu þá ekki að vera önnum kafnir við bréfa- skriptir eða blaðasendingar út um allt land í hverri viku. Pósturinn gekk þá (um 1850) eina reglulega ferð(!) á ári milli Reykjavíkur og Vesturlandsins og 3 ferðir milli Reykjavíkur og Norðurlands. Þá voru og eigi heldur gufu- skipa-strandferðirnar til að létta undir. Póstur- inn var þá aðallega boðberi stiptamtmanns og embættismanna, þótt aðrir mættu senda bréf „eptir atvikum og ástæðum póstsins11. Þá fór viðtaka og afhending póstbréfa fram í stiptamt- mannshúsinu. Stiptsskrifararnir voru póstþjónar þeirra tíma. Þjóðólfur var því opt seinn í förum til fjarlægra héraða á þeim árum, en því kær- komnari var hann, er hann kom. Menn báru hann á bakinu norður i Eyjatjörð um hávetur og þótti varningurinn góður (sbr. Þjóðólf IV. 303). Af því að Þjóðólfur var borinn fram af þeirri frelsis- og endurreisnaröldu, er þá gekk yfir löndin, litu stjórnarsinnar og konungsdýrk- endur hér í höfuðstaðnum óhýrum augum til hans, er hann kom á kreik. Það lagðist ein- hvern veginn í þá þessa herra — eitis og gigtin leggst í gamalmenni undir miklar veðrabreyt- ingar — að þessi góði Þjóðólfur mundi verða þeim „illur þegn og úþarfur11. Þótti hann og snemma vinna sér til óhelgi í hóp þeirra manna, er spyrna vildu gegn öllum breytingum og um- bótum og misskildu kröfur tímans og sina eigin stöðu, þótt góðir menn og gegnir væru að öðru leyti. Embættismenn þoldu þá illa (sem endrar- nær) að fundið væri að framkomu þeirra. Þeir áttu því ekki að venjast á þeim tímum, enda voru „póstarnir“ þrír, er verið höíðu á ferli („Klausturpóstur“, „Sunnanpóstur11 og „Reykja- víkurpóstur“), ritaðir í anda embættismanna og stjórnarinnar. Þjóðólfur var ekki að eins fyrsta blað landsins að forminu til, heldur einnig að markmiði og efni. Það var að eins í tímaritun- um islenzku frá Kaupmannahöfn („Ármann á alþingi11, „Fjölni“ og „Nýjum Félagsritum11), að ritað var urn almenn landsmál frá frjálslyndu sjónarmiði, einarðlega og hispursíaust. Og Þjóð- ólfur brá þegar upp sama merkinu og hélt fram „fullu lýðfrelsi fram í yztu æsar“, eins og Jón Sigurðsson kemst að orði (Ný Félagsrit XIX 42). Hann fór þó eigi svo geist af stað fýrsta árið, en samt sem áður varð hann brátt óvin- sæll meðal höfðingjaklíkunnar í Reykjavík, og kvað svo rammt að því, að sumir kaupendur hans þar uppi á túnunum (,,Landakotstúni“) brenndu 15 f'yrstu hlöðin, sem koinin voru út af honum. Þessi Þjóðólfs-brenna var 10. júní 1849 (sbr. Þjóðóif I bls. 71), en þann dag haf’ði birzt grein nokkur í honum, er 2 embættismenn bæjarins styggðust af,* og var annar þeirra sá, *) Þessi grein er í 1. árg. hls. 67—68. Séra As- mundur Jónsson dómkirkjuprestur bjó þá í Landa- er brenna lét blöðin, en hinn hafði við orð, að réttast væri „að búta hann sundur í miðju“ og gerði Þjóðólfur 'skop mikið bæði að brennunni og frækleik hins, er hann líkti við ^úlexander mikla, þá er hann hjó sundur hnútinn i Oordium. í september 1849 leið Reykjavíkurpósturinn undir lok eptir 3 ára fótavist, og hörmuðu hann fáir nema höfðingjarnir. Hafði Þjóðólfi og honum samið lítt, meðan þeir urðu samferða. En það var auðséð, að „pósturinn“ gat ekki staðið honum á sporði og voru nú góð ráð dýr. Þá var það, að „Landstíðindiu“ voru sett á stofn (í sept. 1849) og áttu þau beinlínis að drepa Þjóðólf. Var dr. Pétur Pétursson prestaskóla- forstöðumaður fenginn fyrir ritstjóra þeirra, því að honum treystu menn manna bezt til að kveða niður draug þennan. Var dr. Pétur bæði í miklu áliti og alkunnur að gætni og stillingu. Urðu Landstíðindin í hans höndum mun frjáls- lyndari en Reykjavíkurpósturinn og margar greinar voru þar allvel ritaðar, en þó gekk Þjóðólfur miklu lengst og var ófriður milli hans og „tiðindanna11 alla þá stund, er þauvoruuppi, en það var ekki lengur en 2 ár. Þá vildi dr. Pétur ekki standa í slíku stímabraki lengur. En jafnskjótt sem Landstiðindin hófust og fyrsta ári Þjóðólfs var lokið, þá tóku stiptsyfirvöldin, er höfðu aðalumsjón yfir prentsmiðjunni, að hjálpa til eptir því sem þau gátu að koma hon- um fyrir kattarnef. Neituðu þau fyrst alger- lega að láta prenta Þjóðólf, og báru það fyrir, að prentsmiðjan hefði svo mikið að gera, en svo heimtuðu þau, að prentunarkostnaður yrði greiddur fyrirfram. Það sá Sveinbjörn sér eigi fært, og þjarkaði við stipstyfirvöldin þangað til, að þau gáfu honum kost á að fá blaðið prentað gegn því að hann setti veð fyrir prentuuar- kostnaðinum, og það gerði hann. Leið svo og beið og gerðist ekkert til tíðinda fram yfir ára- mót 1850. Þá (17. janúar) varð hið nafnkunna uppþot í lærða skólanum gegn Sveinbirni skóla- meistara Egilssyni; þóttu það tíðindi mikil og varð margrætt um. Snemma í næsta mánuði (10. febr.) varð „hneykslið11, er sumir kölluðu svo, í dómkirkjunni, þá er ábyrgðarmaður Þjóðólfs hélt þar ræðu fyrir söfnuðinum eptir inessugerð, og skoraði á dómkirkjuprestinn (séra Ásmund Jónsson) að segja af sér, sem fyr er ávikið. Þótti það hin mesta dirfska og firn mikil og var Sveinhjörn sektaður fyrir. Um koti, en Þórður Sveinbjörnsson háyfirdómari í Gijóta- þorpi og er dálitið sneitt að þeim báðum í grein þessari. Er svo að sjá sem stífni nokkur hafi verið miilum séra Asmundar og Sveinbjarnar, eins og sjá má af þeirri nafnkunnu ræðu, sem Sveinbjörn hélt í Reykjavíkurdómkirkju 10. febr. 1850 og prentuð er 1 „Hljóðólfi'1, en það nafn litur til þess, að Þjóð- ólfur hafi hljóðað i brennunni, og segir útgefandinn, að ganga megi að þvi visu, að hann spari ekki hljóðin eptir siglinguna, þ. e. a. s. að hann verði brenndur aptur, þegar hann birtist á Islandi með greinina um sóra Asmund (sbr. Hljóðólf II bls. 121). í „Ingólfi" 1854 bls. 98 segir Sveinbjörn, að JÞjóð- ólfur hafi verið nefndur „Hljóðólfur“ af þvi að hann hafi hljóðað i haptinu, er á hann var lagt af stipts- yfirvöldunum 20. febr. 1850 og síðar verður getið. En hin skýringin á nafninu mun þó sönnu nær, þótt báðar geti vel samrýmst, sakir þess að Þjóð- ólfur var heptur meðfram vegna greinarinnar um séra Asmund.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.