Þjóðólfur - 12.01.1900, Page 3

Þjóðólfur - 12.01.1900, Page 3
7 frumvarp. Mátti því'gangaaðjþví sem vísu, að það yrði samþykkt strax. Þá er líka getið til, að stóri bankinn sé stjóminni nú orðið meira áhuga- mál að fá inn í land okkar með sínum 5 miljón- um að stofnfé og það tefji fyrir staðfestingu henn- ar eigin frv., en þá eru hér ýmsir, sem fara að renna grun í, að eitthvað sé á bak við tjaldið. Ekki þarf mjög mikla djúpskyggni til að sjá, að peningaþörf- in er hér mikil, og því freistni til að taka þá að láni, en minna um vissu fyrir greiðslu á því í réttan gjalddaga. Hvert læru eignir bændanna þá, ef ekki yrði staðið í skilum við þann »stóra«? Pólitík er nú ekki minnst á svo teljandi sé. Þó er ekki laust við, að undiralda sé hér nokk- ur í henni; þeir hér, sem nokkuð alvarlega fylgja heimastjórnarhugmyndinni, en ekki segja sinn daginn hvað, eptir því sem hver vill heyra, telja meðferð neðrideildar á frumvarpi Valtýs, alveg eðlilega og sjálfsagða, eptir því sem áður var búið að meðhöndla það á þingi, því álitið er, að frumvarp efrideildar sé hin mesta apturför frá því á þingi'97; þótti þó mörgum ekki oílangt farið hjá henni þá — Ekki er laust við, að efa bregði fyrir um það, hver verði til að halda uppi merki Benedikts sál. Sveinssonar og bera það fram í baráttunni jafn eindiegið og undir- hyggjulaust og hann gerði fyrir heimastjórnar kröfum Islendinga. — Til þess þarf valinn mann og eptir honum ættu sem flest kjördæmi að leita. Það var sagt hér á þingmálafundi af einum af meðhaldsmönnum Skúla Thoroddsen (hann átti hér marga þá) að hann yrði líklegastur *til að bera merkið fram, og að þeim mönnum væri þjóðinni skylt að hlynna o. fl. var þeim manni til gildis talið. — Nú er þetta orðið allt á annan veg, því síðan hann snerist í stjórnar- skrármálinn, sem öllum er kunnugt, hefur traust á honurn hér alveg horfið, og blað hans tapað kaupendum — enda er þess von, því miður góðri náttúru virðist það lýsa hjá manni, sem hefur kom- izt á hrammana að skamma þá mest og frek- ast út síðar, sem leituðust við að reisa þá upp úr sorpinu og eyddu jafnvel fé til þess. — Þingtíðindin eru nú öll komin á borðið til okkar — eg skal reyna að gæta þess að fara sem minnst út í þau. — Illa una menn hér sumum bitlingum og eptirlaunum; t. d. það að veita mönnum lausn frá embætti á bezta aldri (samt er ekki að því að finna, þegar ástæður eru) og veita þeim helmingi meiri eptirlaun, en um er beðið, og er 1. þingmaöur okkar dálítið sekur i því. Synjun styrksins til að bæta innsigling- tina á Stokkseyrarhöfn, hefur vakið hér hina mestu óánægju. Þingið er að burðast með 600 kr. styrk til að skoða leiðir og lendingar hér syðra o. fl, Þarna er svo staðurinn, sem einna helzt átti að byrja á. En þegar til fram- kvæmdanna kom, varð endirinn þessi. I þessu sem svo mjög mörgu öðru nú, sést festuleysi þings- ins. Þess get eg, að ekki eigi þingmenn okkar eða Rangæinga nema góðan hlut að þessu máli. Að vísu má ef ti) vill, minnast með þakklæti á þær 400 kr., sem þingið veitti til að laga vörina í Þorlákshöfn. Samt er eg í efa um, að íjárveit- ing þessi komi að liði, enda þó sýslusjóður leggi til helming á móti, eða að nokkurt verulegt gagn verði að þessu,jafn nauðsynlegt sem það annars «r, því líklegt er að garður sá, sem hlaða þarf sunnan við vörina, sem staðizt getur hafrót um fleiri ár, muni kosta alt að 3,000 kr. Erfjárveit- ing þessi að minní hyggju því langt of lítil. — Samgöngumál eru nú óðum að komast í gott horf hér. Vegurinn frá Ölfusárbrúnni að Eyrarbakka og Stokkseyri var fullgerður í sumar og er hann púkklagður og því vandaður og traust- ur, en um miðkaflanner útlit fyrir að ofaníburð- urinn verði blautur og laus, og það svo, að ef það ekki lagast, verður nauðsynlegt að bera of- an f hann, en ofaníburð að sækja 1 það upp fyr- ir Ölfusá á brúnni, eða niður á sjávarbakka, og væri ekki í það horfandi, þar sem nú er lagður akvegur frá kaupstöðum sýslunnar alla leið til Reykjavíkur. En er þess að geta viðvíkjandi vegi þessum, að um syðri hluta Breiðumýrar liggur hann um gljúpan jarðveg blautan, þurfti því þar aðhafadjúpafráræsluskurði,ogsjálfurveg- urinn velhækkaðurupp, en eptirþví semnú lítur út fyrir virðist þessa ekki hafa verið nógsamlega gætt og mun það sýna sig betur síðar. Einn vega- gerðastjórinn kvað hafa verið að skoða flutn- ingsbrautarstæði frá Flatholti að Húsatóptaholti; komist sú braut á, og brú fáist á Sogið hjá Al- viðru, tel eg samgöngum hér komið í gott og viðunanlegt horf, og eg held, að sýslubúar þurfi ekki að flytja sig héðan þess vegna. Ameríkuferðir kváðu vera í huga 2 bænda upp í sýslunni og máske einhverra lausamanna, karla eða kvenna, sem vilja leita gæfunnar vestan hafs; má vera að sumum takist að höndláhana þar, en misjafnlega hefurþað reynzt; þessir virð- ast trúa á, að þar vestra »spretti laukar og gali gaukar, og hrútur fari úr reifi sínu«. Þessu var áður trúað um hólmann okkar, og reynist enn rétt, ef vilja okkar sjálfra vantar ekki í fram- kvæmdum til nytsemdar. — Ritað á Þorláksmessu 1899. Þórir austmaður. Úr SlcagafirBi 2. des. [Tiðarfar — Pólitík — Vínfangasala — Prestaskólinn o. fl.]. Fréttirnar verða eins og vant er, helzt um veð- uráttu og skuldabasl almennings, en af þessu er það að segja, að tíðin þykir umhleypingasöm og skuld- irnar eru hengjandi háar. Um pólitík er ekkert talað, og eg ætla ekki að tala um hana heldur. Ekki veit eg, og hef aldrei vitað neitt um vilja manna hér í þeim sökum. Það sem þingmennirnir stinga upp á á hinum svo nefndu þingmálafundum, er æfinlega samþykkt af þeim fáu hræðum, sem þar mæta. Skagfirðingar eru frið- semdarmenn og vilja aldrei neitt uppistand gera. Ætti að fara að rífast, þá þyrfti líka að fara að hugsa, en það er erfitt, og von þó menn vilji kom- ast hjá því. Það er því betra að þegja, og láta allt ganga sinn'gamla gang. Sagt er, að allir hinir smærri kaupmenn á Sauð - árkrók ætli að hættaað selja vínföng, en að því er hina stærstu snertir, þá hafa nýju lögin ekki meiri áhrif á þá, en þótt skvett sé vatni á gæs. Þeir kvað ætla að halda áfram að selja þessa nauð- synjavöru. Ekki er gott að sjá, hvað þeim gengur til þess, því að stóran gróða geta þeir ekki haft á þeirri vöru, að frádregrtu leyfisgjaldi og tolli, og ó- mögulegt er annað, en að þeim þyki menn nógu sltuldugir, þótt brennivínsskuldir bætist ekki ofan á, og nógu vesælir, þótt brennivínsbölið þjái menn ekki líka. Eg sá nýlega í einhverju blaðinu, að ekki var nema einn í hvorri af yngri deildunum á presta- skólanum. „Dýrir verða þeir landinu, prestlingarnir þessir", sagði eg við sjálfan mig; og svo fór eg að hugsa um það, hvernig á því gæti staðið, að svona fáir skyldu vilja verða prestar. Því að mér er eins varið og flestum öðrum, að mér ofbýður, hvað prestunum er goldið. En þegar eg hugsa mig betur um, sé eg að þetta er ekki ónáttúrlegt, því að allir vilja lifa, en alltaf sézt það betur og betur, að prestarnir geta það ekki. Svo langt, sem eg þekki til, eru þeir, að örfáum undanteknum, hver öðrum aumari og guðsvolaðri. Það hlýtur eitthvað að vera bogið við hag þeirra, þvi að aldrei hefur þeim verið brugðið um skort á mammonshyggju, og eg ætla ekki heldur að gera það; þeir sýnast reyna eptir mætti að bjarga sér. En það fylgir ó- blessun þessari stétt, eins og Guðmundur Hölluson sagði, og er ekki von að marga langi til að lenda í slíku, sízt ■ þar sem flest reynist lífvæn- legra en prestsstaðan. Margir bafa nú á seinni tímum talið prestastéttina plágu á landinu, og ann- að ekki. Nú geta þeir glaðst, því plágunni ætlar að fara að létta af. Ólíklegt er, að prestaskólanum verði Iengi haldið áfram með einn stúdent í hverri I deild. Yrði að leggja hann niður, er það góður skildingur, sem sparast, 12000 kr. á ári. Eptir því, sem prestunum fækkar, hverfur svo uppbótin til fátæku brauðanna, sem svo er kölluð, 9000 kr. Svo þegar prestarnir eru frá, þá fer biskupinn á ept- ir og margt og margt. Það er vissulega góður tími í vændum. Eg varð of langorður um þá geistlegu, og verð því að hætta. Máske eg geti einhverntíma sent þér línu aptur, gamli, góði og kæri Þjóðólfur minn. Sjónleikar. Á sunnudagskvöldið var lék „Leikfélagið" í fyrsta skipti leikritið „Ungu hjónint' eptir Poul Nielsen, leikara við konunglega leik húsið í Kaupmannahötn. Leikur þessi er fjörug- ur og allskemmtilegur, enda fara flestir leikendurn- ir vel með hlutverk sitt. Frú Stefanía leikur vel ungu frúna með öllum dutlungum hennar. Þóer vafasamt, hvort hin snöggu umskipti milli gráts og gleði, eða hin snöggu umskipti á hýru og óblíðu augnaráði, séu ekki of snögg, til þess að þau geti verið eðlileg. I þessu liggur allmikil hætta fyrir góða leikendur að verka um of á áhorfendurna með snöggum andlitsbreytingum, er ekki standa í fullu samræmi við sannreyndina í daglegu lífi. En þess konar „taktik" er ávallt viss að hafa á- hrif á áhorfendurna, og valda lófaklappi. Frú Stefatiía hefur einmitt styrkleik sinn í þessum snöggu breytingum tilfinninga og útlits, og ferst það jafnan mjög vel, bara að hún gæti hófs í því, og gangi ekki oflangt út fyrir eðlileg takmörk, því að það getur algerlega truflað blekkinguna (illusionen), sem hver leikandi verður að reyna, að halda áhorfendunum 1. — Árni Eiríksson leikur Dahl mjög liðlega. Þó mætti finna að stöku atriðum í leik hans, en þau eru óveruleg. Knudsen stórkaupm. (Kr. Ó. Þorgrímsson) og Holm skrifstofustjóni (Jón Jónsson frá Ráðagerði) eru báðir vel leiknir og fjörlega, en dálltið skemmdi það, að leikandi fyrra hlutverksins kunni ekki nógu vel, og svo var um fleiri leik- endurna t. d. trú Knudsen (frú Sigríði Jónsdóttur), sem annars er vel leikin, en Zeikriti þessu er öllu svo háttað, að leikendurnir verða að kunna hlutverk sín reiprennandi og fylgjast vel með, því að leikurinn gengur hratt og fjörlega. En þetta lagast auðvitao við frekari æfingu. Ungfrú Gunnþórun leikur dável heyrnarlausu kerlinguna og tekst að gera hana undur leiðinlega, eins og hún sjálfsagt á að vera. Gerfi hennar 1 leiknura er mjög gott. — Þóttleikur þessi sé í heild sinni ekki sérlega efnismikill (kona, sem hleypur í fólsku frá manni sínum og heim til hans aptur samdægurs) þá koma þar til athugunar og um- ræöu ýms mikils varðandi atriði, er almenna þýð- ingu hafa, bæði úr heimilislífinu í þrengra skiln- ingi og félagsllfi manna yfir höfuð,) svo að leikur þessi er alls ekki ómerkur, sem nútíðar- skuggsjá af lífinu, er að meira eða minna leyti getur átt alstaðar við, þótt leikurinn sé aðallega miðaður við Kaupmannahöfn og lífið þar, og ef til vill að nokkru leyti byggður á eigin reynslu höfundarins, er kvæntur var hinni nafntoguðu fríðleikskonu, frú Emmu Nielsen (við konung- lega leikhúsið) er skildi við hann og giptist öðrum manni (F. Thomsen lieutenant) en sögð nú aptur skilin við hann. — Það má búast við, að leikur þessi verði vel sóttur, því að hann á það að mörgu leyti skilið, bæði að því er efni hans snertir, og meðferð leikendanna á því. Eintal Ísafoldap-Bjarnar við sjálfan sig hefur sjaldan birzt á prenti nú upp á síðkastið. Menn hugðu, að hann væri alveg hættur þeim ó- vanda karlinn, að skripta sjálfum sér í Isafold, og leggja sínar leyndustu hugsanir og lýsingar á blaði sínu opnar fyrir almenning. Hann þarf ekki að skripta, hvernig hann og blað hans er, því að allur almenningur veit það svo ofurvel án þess. Sjálfslýs- ing hars á ísafold í síðasta blaði var hreinn óþarfi, og heimurinn hefði ekki farið svo mikils á mis, þótt karltetrið hefði látið þá vizku sína óprentaða. Björn

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.