Þjóðólfur - 26.01.1900, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.01.1900, Blaðsíða 3
i5 framgang hins góða málefnis, vínbindindisins. En svo á sér ef til vill hér stað sem optar, að ein fjarstæðan og heimskan kemur í hinnar stað, og húmbúgið gæti jafnvel orðið svo mikið, að aðalkjarni og „mottó" málsins hringlaði þar, eins og krækiber innrn um tóma ámu, sem mætti telja illa farið. Frá Stað í Hrútafirði urðu töluverð póstvanskil við jólapóstferðina síðustu, þó ekki samskonar, sem um veturinn, er peningarnir hurfu þaðan, og seðl- árnir svo fundust á beit út allan Hrútafjörð. Nú skildi afgreiðslumaðurinn eptir hjá sér um i5obréf, er áttu að fara í pósttöskunni til Blönduóss. Þessi bréf hefði hann að líkindum hýst um jólin, ef til- viljan hefði ekki sent tvo ferðamenn úr austurhluta sýslunnar vestur til Miðfjarðar, er voru svo greið- viknir, að taka bréfin. Slík gleymska getur nú opt- ar átt sér stað; en það ætti alls eigi að vera óátal- ð, að póstafgreiðslumenn séu svo skeytingarlausir með verk sín, sem hér reyndist, að senda ekki taf- arlaust með bréfin jafnstutta leið, sem er til Blönduóss. Þráinn. Þáttur af Pétri hinum sterka á Kálfaströnd. i. Talin œtt Péturs. Oddur Pétursson er nefndur göfugur maður á Hvoli í Saurbæ vestur, á 15. öld. Voru synir hans: Einar sýslumaður í Húnaþingi, er Geita- skarðsættin gamla er frá, og Jón „kollur“ á Draflastöðum í Fnjóskadal. Sonur hans var Orm- ur bóndi á Draflastöðum faðir Jóns „glókolls" bónda á Draflastöðum og Einarsstöðum í Reykja- dal, föður Bjarna prests á Helgastöðum 1597. Kona Bjarna prests var Hildur Illugadóttir prests f Múla, er IUuga ætt er frá, Guðmundssonar; sonur þeirra var Ormur bóndi á Finnsstöðum í Köldukinn, (var þar 1669), faðir Bjarna Mývatns- þinga prests, er bjó á Grænavatni. Hann var kvæntur Ingibjörgu Hallgrímsdóttur prests 1 Mý- vatnsþingum, Guðmundssonar Jónssonar lögsagn- ara Illugasonar prests í Múla, og voru þau hjón því að 3. og 4 að. frændsemi. Synir þeirra voru : Ormur, prófastur á Melstað í Húnaþingi, Sig- urður, prestur á Kvíabekk í Olafsfirði, og Pétur hinn sterki, lögréttumaður á Kálfaströnd við Mý- vatn. Systir Bjarna prests Ormssonar var Hildur kona Árna bónda á Illugastöðum í Fujóskadal, Péturssonar. Ein af dætrum þeirra var Jórun slðari kona Hallgríms á Svalbarði, Sigurðssonar lögréttumanns á Svalbarði, Jónssonar, Jónssonar lögmanns Sigurðssonar lögmanns á Reynistað Jónssonar á Svalbarði Magnússonar. Son Hall- gríms og Jórunnar var Árni hinn ríki í Sigluvík, faðir Sigurðar prests á Hálsi ( Fnjóskadal; Aldís var og dóttir þeirra, kona Þorláks Bjarnarsonar frá Hjaltabakka vestra, þeirra. dóttir Aldís kona Þorsteins Grímssonar frá Fjöllum í Kelduhverfi Stefánssonar; voru þeirra s)jnir (auk margra fleiri barna) Þorsteinn bóndi á Víðivöllum í Fnjóska- dal, faðir Hjálmars prests síðast á Kirkjubæ og Indriða gullsmiðs á Víðivöllum — og Þorlákur bóndi á Þórðarstöðum faðir Jónatans bónda, er þar býr nú. Katrín var enn Hallgrímsdóttir frá Svalbarði, Hún var kona Jóns prests á Hálsi Þorgrimssonar. Ein dætra þeirra var Þórunn eldri konaGunnars prests í Laufási Hallgrímsson- ar, þeirra born: Gunnar prestur í Laufási og Katrín kona Ólafs prests Þorleifssonar í Höfða. Dóttir Jóns „glókolls" áðurnefnds, og systir Bjarna prests á Helgastöðum var Randíður móð- ir Ásmundar bónda á Melum ( Fnjóskadal Guð- mundssonar þeirra dóttir Randíður kona Sig- urðar Jónssonar bónda á Gautsstöðum á Sval- barðsströnd. Sonur þeirra var Gísli faðir Ás- mundar föður Gísla föður Ásmundar föður Ein- ars alþingismanns í Nesi og Glsla bónda á Þverá í Fnjóskadal. Atkomendur Jónskolls (Kollsætt) eru afar fjöl- mennir nyrðra, þótt hér verði eigi fleiri taldir. 2. Frá Pétri. Hvaða ár Pétur hinn sterki er fæddur, er eigi unnt að sjá með vissu, en nokkru fyrir 1700 mun það hafa verið, og um 1680 er talið, að Ormur prófastur bróðir hans væri fæddur. Af uppvexti Péturs og æsku fara engar sögur, og ekki fyr en hann er orðinn fulltíða maður, 'og sestur að búi á Kálfaströnd, þar sem hann mtln síðan hafa. búið alla stund. Þó mæla sumir, að hann hafi flutt sig til Eyjafjarðar og búið þar um hríð, og þá líklega áður en hann kom að Kálfa- strönd, nema hann hafi þar tvívegis verið. Ann- ars munu bresta full rök fyrir veru hans í Eyja- firði, og að vísu hefur hann lengst verið á Kálfa- strönd. Er hann jafnan kendur við þá jörð, og mun hafa átt hana, og í eigu var hún Herdísar dóttur hans, sem s(ðar segir, ásamt fleiri jörðum í Mývatnssveit, hvort sem þær hafa verið arfafé hennar eður eigi. Má vera að þær hafi verið arfafé manns hennar, ella aflafé þeirra. Pétur var lögréttumaður og mun því hafa skipað röð hinna betri bænda. Lítt er þó látið af auðsæld hans, og enda kveðið svo að orði, að sjá er hann ætti fremur erfitt uppdráttar. Var hann og eigi fastur á ténu, býtti hann fátækum mönnum, þá er hann hafði nokkuð handa á milli, og sást eigi fyrir. Á Kálfaströnd er silungsveiði opt afarmikil bæði með fyrirdrætti og í lagnet. Nemur það opt stórmiklu, sem burt er látið, einkum þegar hitasilungsveiði er, bæði til þeirra manna í sveit- inni, er litla eður enga tiltölu eiga til veiði í vatninu, og svo í sveitir þær, er næstar liggja. Er ekki ástæða til að ætla, að veiði sú hafi minni verið áður, enda er það sagt um Pétur, að hann stundaði veiðiskap af kappi, en mestallan silung þann, er hann aflaði, um fram það er gekk til heimilisþarfa, gaf hann snauðum mönnum, þeim er til hans leituðu. Má það og vel standast, að hann hafi haft þröngt í búi, en þó átt fasteigmr allt að einu. Eru mörg dæmi þess, að menn hafa eigi viljað lóga fasteign sinni, einkum sé það á- býlisjarðir þeirra eður ættararfur, fyr en að þeim hefir sorfið hin sárasta neyð. Nokkrir munu og mæla, að það bendi eigi til fátæktar Péturs, er hann setti son sinn einn til skólanáms, en af því verður þó varla ráðið til né frá, því engin vissa inun vera fyrir því, að Pétur hafi verið einn um að kosta skólaveru hans, átti hann góða að, svo sem var Ormur prófastur á Mel bróðir hans og fleiri. Það sem Pétur hafði sér einkum til ágætis, og það sem hefur orkað að halda nafni hans á lopti, þegar nöfn flestra samtíðar sveitunga hans, eru glötuð og gleymd, það er þó ekkert af því, sem nú hefir talið verið, hvorki lögréttumanns tign hans, né örlæti hans hið mikla. Það er afl hans og þrek, er hvorttveggja var með afbrigðum, sem var aðalstoð orðstírs hans og nafntogunar. Er hann talinn að hafa verið fullkominn tveggja manna maki til burða og allrar karl- mennsku, og mun ekki ofmælt, enda þó sagnirn- ar um aflraunir hans megi vera orðum auknar, því svo er alþýðu háttað, er hún ter með frásagn- ir um þrekvirki gæðinga sinna, að hún nennir lítt við nögl að kantra, það er þeim má til vegs horfa. Mega sagnir þær um karlmennsku Péturs fleiri verið hafa og enn vera, en tekizt hefir að ná í og hér eru skráðar, enda sagðar með ýmsu móti og er svo um flestar sagnir, er lengi hafa gengið mann frá manni, að nokkru kann að muna í frá- sögninni, enda þó saman beri í höfuðatriðunum. Svo er frá Pétri sagt, að hann var manna stilltastur og jafnlyndastur, fáskiptinn og óhlut- deilinn og lét lítið yfir sér. Var hann mjög treg- ur til að sýna afl sitt, og fara því af því færri sögur en ella mundi. Maimalát. Hinn 16. þ. m. andaðist úr taugaveiki að Stafholti ungfrú Jóhanna Andrea Pálsdóttir (síðast prests í Gaulverjabæ Sigurðsson- ar), rúmlega þrítug að aldri, góð stúlka og gáfuð. Hefur móðir hennar ekkjufrú Margrét Þórðardóttir í Arnarholti (systir Sigurðar sýslumanns þar) nú misst 2 dætur síriar uppkomnar, á rúmu ári, því að önnur dóttir hennar andaðist 10. jan. f. á. 14 ára að aldri, og er það allmikil reynsla. Hmn 19. þ. m. andaðist hér í bænum Guð- mundur Ögmundsson, fyrrum verzlunarmaður á Eyrarbakka, rúmlega fertugur að aldri (f. á Stóra- núpi í Eystrihrepp 21. marz 1858) son Ögmundar Brandssonar (J- 1863) og Halldóru Guðmundsdótt- ur. Bróðir Guðmundar heit. var Brandur Ögmunds- son, gáfaður maður og skáldmæltur, er lézt tæplega þrítugur á Kópsvatni í Ytrihrepp fyrír rúmum 20 árum, eptir langa og einkennilega legu. Eptir hann er kvæðið „Jurtin fölnaða", sem prentað var í Þjóð- ólfi í tíð séra Matthíasar, er lauk lofi á það í blað- inu (sbr. Þjóðólf 18. okt. 1877). Guðmundur heit. var og yelgáfaður maður og vel að sér ger, hafði lært á Möðruvallaskólanum. Hann var kvæntur Ragnhildi Magnúsdóttur frá Miðhúsum í Biskups- tungum Halldórssonar og áttu þau 1 barn. Tíðarfar hefur verið allumhleypingasamt það sem af er árinu og snjókoma allmikil til sveita en frost að kalla engin. Taugaveiki hefur verið að stinga sér mjög alvarlega niður hér og hvar hér syðra, einkum í Árn- essýslu. I Ölfusinu hefur hún gert vart við sig á ýmsum bæjum síðan í fyrra og þykast menn geta rakið slóð hennar bæ frá bæ utan frá Þorlákshöfn. Meðal annars hefur hennar orðið vart á bæjunum Grímslæk, Riftúni, Núpum og Saurbæ, og nú fyrir skömmu á Kröggólfsstöðum. Er þar nýdáinn úr henni annar bóndinn þar (Ingimundur Jónsson). Hefur héraðslæknirinn nú fyrirskipað samgöngu- bann. Á einum bæ í Biskupstungum (Drumbodds- stöðum) lá allt heimilisfólkið (7 manns) í taugaveiki, er síðast fréttist, og einn maður dáinn þar, en veik- in kominn á heimili hins ábúandans, því að þar er tvíbýli. Á 2 öðrum bæjum þar í Tungunum liöfðu rnenn og sýkzt, og héldu menn, að það væri tauga- veiki, eptir því sem skrifað er þaðan að austan 14. þ. m. í Stafholti hjá séra Jóhanni Þorsteinssyni hefur gengið þung taugaveiki, og tínt upp flestallt heimilisfólkið, og. systurdóttir frúarinnar nýdáin þar, eins og getið er um hér fyr í blaðinu. Það er opt- ast svo, þegar þessi voðaveiki kemst á eitthvert heimili, að hún gerir ekki endasleppt. Bumbuit í meira lagi hefur ísafold orðið af Þjóðólfi síðast, því að hún hefur fengið óráð, og er farin að tala við sjálfa sig um „fína rúsínu(!!)“, er nytsemdarstofnunin(H) Þjóðólfur hafi sent ritstj. ísa- foldar (B. J.) frá sýslumanni vestra. Það lítur út fyrir að þeim „gamla" hafi þótt rúsínan eitthvað und- arlega beisk á bragðið. Saroi herra er og að fár- ast mjög um það, að verðlaunahneyksli Goodtempl- aranna, er Isafold álpaðist til að birta, hefur fengið maklega viðurkenningu í Þjóðólfi. Og þó var höf- undur þess (Guðm. Björnsson héraðslæknir) alls ekkl víttur fyrir það, öðruvísi en mjög hógværlega. f greininni eru engin skammaryrði um hann. Þá sv£ð- ur ísafold það sárt, að þess skuli hafa verið getið, að bæjarfógetinn og Einar Finnsson vegfræðingur séu Oddfellóar, sjálfsagt af því, að Björn Jónsson er það líka, og vill nú líklega síður kannast við Einar sem „bróður“ sinn. Afvenjulegri hlutdrægni hefur ísaf. heldur elcki enn sem komið er minnzt á þetta mál „bróður“ síns, er þó snertir mjög allan almenning og hag landssjóðs. Það situr annars illa á ísafold að fárast um réttmætar aðfinningar og skýringar ann- ara blaða, þá er hún sjálf flytur 7x/2 — segi og skrifa sjö og hálfan-dálk af ástœðidausum skömm- um, eins og hún gerði síðast, og þar á meðal var nær helmingi þess rúms — eða tæpum þremur dálk- um — varið til að svala persónulegri heipt gegn. rektor með allmiklum ókvæðisorðum, er blaðinu hafa orðið til stórskammar. Og svo þykist „þetta" vera fyrirmynd(!) þetta veslings tvíhöfðaða stjórnarklíku- málgagn, sem alltaf er að verða meiri og meiri ó- skapnaðarmynd, eptir því sem aldurinn færist yfir það. Það er naumast unnt að lesa svo nokkurt númer af þessu nytsemdarmálgagni, að manni detti ekki í hug máltækið: „Framur er ósóminn". í haust var mér dregið svart gimburlamb með mínu marki: Blaðstýft a. st.fjöð. fr. h. st.fjöðr. a. v., sem eg á ekki. Réttur eigandi getur vitjað þess til mín og samið við mig um markið. Stokkalæk s/i 1900. Pétur Jónsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.