Þjóðólfur - 09.03.1900, Page 1

Þjóðólfur - 09.03.1900, Page 1
ÞJÓÐÓLFU 52. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. marz 1900. Nr. 11. im~ thule ~m. er útbreiddasta lífsábyrgðarfélag á Norðurlöndum. Lág iðgjöld, hár bonus, enginn aukakostnaður, þýðingarmikil hlunnindi fyrir sjúklinga. THULE er stjórnað undir yfirumsjón sænsku ríkisstjórnar- innar. Upplýsingar um THULE fást ókeypis hjá umboðsmönnum félagsins og aðalumboðs- manninum. BERNHARÐ LAXDAL. Patreksfirði. mzmmmmmmmmmmmmmmmi Hvað vilja stjórnarliðarnir ? Með því að valtýsku Hafnarstjórnarmennirn- ir og og málgögn þeirra vinna stöðugt að því leynt og ljóst að glepja þjóðinni sýn ístærstu vel- ferðarmálum hennar, þá virðist eiga vel við, að hún fái að sjá í stuttu yfirliti, hvað það er, sem þessir piltar, er kalla sjálfa sig framfara- og frels- ispostula, vilja smeygja inn á þjóðina, og hversu þokkalegt verk þeir eru að vinna, annaðhvort af heimskulegu ofurkappi og þráa, eða öðru verra, sem vér viljum ekki beinlínis kalla þrælmennsku, en eitthvað stappar það nærri því. Það er bæði 1 stjórnmálum, fjárhagsmálum og samgöngumál- um, sem valtýsku stjórnarliðarnir hafa bundizt samtökum, til að lemja áfram með oddi og egg þessi áhugamál þeirra, sem þeir hafa öll sett í náið samband við Danmörku og dönsku stjórn- ina. Og það sýnir einmitt ótvíræðlega, aðhverju allur þessi gauragangur stefnir, hvað er aðalmark og mið hans, aðalkjarninn í öllum þessurn val- týska ófagnaði. Mergurinn málsins er nfl. sá, að gera Island á allan hátt sem mest háð Dan- mörku, ekki að eins í stjórnlegu tilliti, heldur einnig í peningamálum Og samgöngumálum, með ■öðrum orðum: nema burtu, eptir því sem unnt er, hið litla sjálfstæði, sem vér nú njótum, svo að vér verðum eptirleiðis algerlega bundnir á er- lendan klafa. Þess vegna geta þessir valtýsku stjórnarliðar, sem að þessu vinna að réttu lagi Lallast danskir Islendingar, þótt þeir þyk- ist vera hinir sönnu ættjarðarvinir, sönnu fram- faramenn. Það er svo auðvelt að fletta af þeim Lápunni, því að skammsýni þeirra ein eða mis- .skilningur getur ekki afsakað atferli þeirra eða hul- ið hina aumkvunarlegu nekt þeirra. frammi fyr- ir dómstóli þjóðarinnar. Vér skulum sjá, hvern- ig þeir líta út, þá er rétthverfunni á þeim ersnú- Ið að fólkinu. Þeir hafa sjálfir nógu lengi sýnt ranghverfuna, með því að snúa flíkunum sínum tifngt að þjóðinni, og telja henni trúum, að það Vaari rétta hliðin. En rétthverfan er svona: i. í stjórnmálum vilja þeirláta þjóðina ^rfa alveg aptur á bak, burt af þeim réttarfars- gnindvelli, er hún hingað til hefur staðiðágagn- vart dönsku stjórninni, þeir vilja láta þjóðina við- tU'kenna og löghelga hina ólöglegu meðferð mála vorra í ríkisráðinu danska, og flytja yfirstjórn ís- lenzkra mála enn meir út úr landinu, þ. e. stofn- setja Hafnarstjórn í stað heimastjórnar, alinn- lendiar stjórnar, er íslenzka þjóðin hingað til hef- Ur verið að berjast fyrir, að vísu af veikum mætti °g með lítilli alvöru eða staðfestu, en þó nokk- tirnveginn einhuga til 1897. Og til að kóróna Þessa »innlimun«, vilja stjórnarliðarnir tara 1 auð- virðilegustu hrossakaup við stjórninaá þann hátt, að kaupa af þeim ráðgjafa, búsettan í Höfn, er á að koma hingað á þing 2 mánaða tíma annað- hvert ár, eins og þegar kría sezt á stein, og í staðinn fyrir þennan kjörgrip, á svo að gera dönsku stjórninni þann greiða(!) að kippa burt einni grein úr stjórnarskrá vorri, einni ólukkans prentvillu(!l) er kvað hafa slæðst inn í hana af vangá, en sú grein (61. gr.) heimilar oss einmitt mikilvæg réttindi, er stjórninni þykir leiðinlegt, að skuli standa þarna. Þess eru víst hvergi dæmi í víðri veröld, að svo pólitiskir skynskiptingar hafi verið 1 nokkru landi, að þeirhafi viljað selja stjórninni sinni mikilsverðar greinar úr gildandi stjórnarskrá landsins þeirra, gegn lítilsháttar upp- bót hins vegar, bundinniþeim skilyiðum að öðru leyti, er gerðu hana eina út af fyrir sig óaðgengi- lega og hafandi í för með sér verulega uppgjöf á landsréttindunum og allri fyrri sjálfstjórnarbaráttu landsins. Það mega sannarlega vera harla van- vita menn eða miður þjóðhollir, sem vilja sinna slíkri málaleitun, og vísa henni ekki trá sér með fyrirlitningu. En yfir þessu hafa þó valtýsku stjórn- arliðarnir íslenzku ginið svona áfergislega, sem raun er á orðin. 2. í fj á rh a gsm á lum vilja þessir sömu herrar gera oss útlendu (dönsku) auðvaldi háða í peningamálum, með þvl að selja Dönum í hend- ur um 100 ára tímabil seðlaútgáfurétt landssjóðs, svo að danskir Gyðingar geti stofnað hér (að nafninu til) miljónabanka, er stjórnað sé algerlega í Kaupmannahöfn, og hafi þar eða annarsstaðar í útlöndum aðalfjármagn sitt í veltu. Og svo á jafnframt að leggja niður þá bankastofnun, er landið sjálft á, og lofa erlenda auðvaldinu að fá meiri hluta landssjóðs og landssjóðsteknanna til umráða, svo að öll penmgamál vor, allur fjár- hagur landsins verði á valdi þessarar erlendu stofnunar og undir hennar verndarvæng, svo að allt geti orðið í hinni elskulegustu eintngu við Dani, og íslenzkir lántakendur sætt þeim vildarkjörum(!) að fá lán úr þeim »stóra«, sameiginlega banka gegn 7—8%(1) vöxtum, eins og tíðkast i bönkum ytra. Þá verður gott að lifa, því að sá »stóri« stjórnar landinu, stjórnar fjármálum vorurn, verzl- un vorri, stjórnar þinginu og þar af leiðandi lög- gjöf vorri. Hann þarf víst ekki að hreyfa marga fingurna til þess að stinga hinum miklu þing- görpum vorum 1 vasa sinn. Þá höfum vér fyrst varpað öllum áhyggjum vorttm rækilega upp á danskinn. Það er alveg óþarft að vera að þrefa um nokkra stjórnarbót úr því. Sú barátta hverf- ur alveg af sjálfu sér, þá er vér sjálfir erum með húð og hári horfnir ttndir fjárforræði Dana í pen- ingamálum, orðnir ómyndugir fáráðlingar. En að þessu marki keppa valtýsku fjármálavitringarnir. 3. í samgöngumálunum tekur ekki betra við hjá þessunt vitringum, Þar leggja þeir smiðs- höggið á allt þetta heimskulega atferli, þá er þeir eru að streitast við að fá annari eins fjarstæðu framgengt eins ogþeirri, að láta einar 70,000 sálir leggja á sinn kostnað fréttaþráð yfir annað eins flæmi eins og þvert og endilangt Island og halda honum við. Og- til þess að flelta menn til að gína yfir þessu, er beitt svívirðilegasta brálli eða hrossakaupum, ef svo mætti segja, sannarlega fá- heyrðum hrekk gagnvart fávísum íslenzkum al- rnúga, sem hyggur að 300,000 kr. séu gríðar- mikið fé til að leggja landþráðinn, en sannleik- urinn er, að fé þetta er svo gott sem einskisvirði, eins og krækiber í ámu í samanburði við allan þann feikilega kostnað, er af þessu fyrirtæki mundi leiða. Hrekkurinn er fólginn í því, að ís- lendingum eru boðnar þessar hundsbætur eða mútuskildingur, ef svo mætti segja, til þess að þeir lofi dönsku stjórninni að leggja sæþráðinn frá útlöndum til þess staðar á landinu, er verst gegnir fyrir landsmenn, en útiloka höfuðstað lands- ins, er mest mundi nota þráðinn, úr sambandi við útlönd, nema með því einu móti, að lands- menn séu kúgaðir að leggja á sig þá byrði, er engan reikningsmann þarf til að sýna fram á, að þeir geti ekki risið undir. Og út í þessa vit- leysu á að teyma þjóðina, einmitt um það leyti, sem líkur eru fyrir að fréttaþráður hefði verið lagður til landsins, oss að kostnaðarlausu eða kostnaðarlitlu, og sjálfsagt þá yfir land að ein- hverju leyti jafnframt. Verði þessari fjarstæðu— fréttaþráð á vorn kostnað um allt land — fram- gengt á þann hátt, sem Valtýr og málgögn hans eru að spreyta sig á, verður annaðtveggja, að þráðurinn grotnar niður ónotaður, ef landssjóður nokkurntíma kreistist við að leggja hann, eða hann fer með landið á höfuðið, eða sama sem, ef hann gleypir mestallar tekjur þess, þrátt fyrir auknar og nýjar álögur, svo að ekkert verður ept- til annara nauðsynlegra fyrirtækja, en arðurinn af 1 an dþræ ði num bæði beinn og óbeinn ann- ars vegar harla tvísýnn, eða að minnsta kosti nauðalítill í samanburði við kostnaðinn. Það er ekki nóg að hrópa upp og taka munninn fullan um þá óhæfu, að andmæla nokkurn skapaðan hlut fréttaþræði yfir landið, því að það má sann- arlega kaupa hann of dýrt, svo dýrt, að hann verði hið stærsta axarskapt, sem gert hefur verið hér á landi. Það er ekki nóg að hafa hann að eins til skemmtunar eða af tómum mannalátum, til að vera eins og aðrir, eins og stórþjóðirnar. Það eru svo mörg þægindi, sem þær geta veitt sér, svo mörg stórvirki, sem þ æ r geta kostað, að vér getum ekki hermt eptir þeim 1 því öllu. Það væri gott að fá fréttaþráð frá útlöndum t. d. til einhvers hentugs staðar hér á landi t. d. í grennd við Reykjavík, og hvernig sem Þorsteinn Fljótshlíðarskáld rótar upp moldarhnausunum i »Bjarka«, þá getur hann aldrei sannað það með einu orði af viti, að landþráðurinn sé eins nauð- synlegur, eins og sá þráður, er þannig lægi til landsins. Það er ef til vill skiljanlegt þröngsýni hjá Þ., sem trollaraþjóni og blaðstjóranefnu á Seyðisfirði, að hann vilji sparka höfuðstað lands- ins burtu, og sjái ekkert út fyrir Austfirði, sjái ekki, hvar þráðurinn geti komið að mestum not- um og borgi sig bezt, án þess að kyrkja öll önnur fyrirtæki vor. En »ísafold« hefur enga sjáanlega ástæðu til að að styðja þessa vitleysu, svona lagaða, nemaþetta steinblinda trúnaðartraust á Valtý og öllum gerðum hans, og svo hitt, að vera jafnan þeim megin sem ver gegnir og óskyn- samlegt er. Þjóðólfur mun síðar áður en lýkur, taka betur í hnakkann á þessu valtýska fréttaþráðarflani, sem stórvoði stendur af fyrir landið. Þjóðin verður að hugsa málið, má ekki hlaupa eptir tilfinning- um einum, eða villuprédikunum valtýsku mál- gagnanna, hversu hátt sem þau hrópa. En vilji rnenn endilega leggja allt annað á hylluna fyrir þessu eina, láta landbúnaðinn t. d. vera í sama kaldakolinu sem fyr, flýta fyrir Ameríku-flutn- ingunum og auðn sveitanna, með því að gangast undir þetta eina ok — fréttaþráðarlagning um allt landið og viðhald hans — þá er ekkert urn það

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.