Þjóðólfur - 28.06.1901, Side 3

Þjóðólfur - 28.06.1901, Side 3
127 við verzlun með slíkar vörur; (Viðb. S.): land- læknir úrskurði um ágreiningsmál. 7. Að landsjóðstyrkur til s/s i’Reykjavík't hald- ist, (S.): Báturinn komi 3 ferðir á sumri inn að Saurbæ. 8. Að veitt sé fé til að halda áfram vega- gerðinni frá Akranesi upp eptir héraðinu og Laxá brúuð. (S). 9. Að veitt sé fé til brúar d Grímsd á aðal- póstleið (hjá Fossatúni) (M.). « 10. Óskað bóta á veginum yfir Uxahryggi (milli Borgarfj. og Arness.) (M). 11. Að búnaðarfélaga-styrkurinn sé aukinn (eða haldist) og fjölgað jarðabótategundum, er veiting hans miðist við. 12. Að kynbótatilraunir og fénaðarsýningar sé viðurkenndar og styrktar með fjárframlagi. 13. Að fátækralöggjöfin sé endurskoðuð (sbr. 2 tölul.). 14. Að reynt verði að bæta úr þeningaþ'örf landsmanna með því að efla landsbankann, útvega peningalán erlendis eða koma á fót anjiari inn- lendri peningastofnun. 15. Fundurinn er samþykkur yfirlýstri skoð- un þingmannsins í stjórnarskrdrmdlinu, og felur honum að fylgja sömu stefnu í því máli á þinginu. 16. Að verðlagskrdr sé afnumdar, meðalalin lögákveðin. Rétt og samhljóða frumriti. Bj'órn Bjarnarson. Stjórnina ekki inn í landið er nú orðið greinilegt markmið meginþorra Val- týsliða í Reykjavík. Þeir létu það greinilega í ljósi á þingmálafundinum, með því að greiða at- kvæði á móti tillögu, sem eingöngu var bundin við það, að færa æzta vald sérmála vorra inn í landið t. d. þannig að skipaður yrði innlendur ráðgjafi, búsettur í Rvík. Þeim var bent á, að mestu líkur væru til, að vinstrimannaráðaneyti kæmist að í Danmörku að 2 árum liðnum og að þeir, sem Ifklegir væru í þetta nýja ráðaneyti, hefðu látið það 1 ljósi, að það væri ekki fjarri sanni, að innlendur ráðgjafi mundi fást, ef Islendingar væru samhuga Um að krefjast þess. Það var bent á það á fundinum, hvort stjórnarskrármálið væri ekki þess vert, að bíða mætti og vita fyrir víst, hvort ekki væri meira fáanlegt en veslings valtýski ráðgjafinn. Æi, nei! Ómögulega reyna að f á m e i r a en það allra minnsta! Flýta sér að gleypa þennan litla bita, sem gæti orðið eitran fyrir allri nnlendri stjórn í framtíðinni, ef honum yrði rennt niður af þingi og þjóð. — Raunar sagði Einar Hjörleifsson á þingmála- fundinum, að það væri skoðun sln, að líklegri væru vinstrimenn í Danm. til að láta okkur njóta sannmælis en hægrimenn, og það væri til mikils meira að vona af vinstrimönnum en hægri mönnum. — S a m t mátti ekki bíða og vita, hvað langt við getum komizt, hvað mikið er hægt að fá. — Það er óumræðilega raunaleg samkvæmni þetta! En lltillætið hugðnæmt! Hvers vegna vilja mennirnir ekki innlenda stjórn ? Hvers vegna vilja þeir ekki freista að fá vitneskju um á 2 ára fresti, hvort innlendur ráð- gjafi fengist ekki? Af þvl að þeir vilja halda dauðahaldi í stjórn úti í Kaupmannahöfn og ráðgjafann í ríkisráðinu. Það er eins ogEimreiðargrein- in alræmda sé farin að verka. Valtýr lofaði því í ísafold 6/5 '99, að hann ætlaði að reyna aðsann- færa flokksmenn sína og aðra um það, að hún væri rétt, að ísl. hefðu í rauninni ekki rétt til neins, nema þessa valtýska ráðgjafa í ríkisráðinu og búsetu 1 Kaupmannahöfn, því að þar verði æzta stjórn sérmálanna að vera. »Og það vona eg, að mér takist, áður en lýkur«, sagði Valtýr í- »ísa- fold«. Ætli honum hafi tekizt þaðí höfuðstaðn- uni. Einar og Jón og Björn — auðvitað fyrstir til að gleypa, — og taka skarið af — h a f n a sem óhafandi óhæfu að færa stjórnina inn í landið — greiða beinlínis atkvæði ásamt ýms- um af flokksmönnum sínum á móti þeirri tillögu. Fer ekki að vandast málið! Fer ekki að verða nokkuð ljós tilgangurinn með valtýskunni — að koma í veg fyrir innlenda stjórn. Þar komu þeir illa upp um sig frelsiskemp- urnar, Einar — Jón og Björn. — En til eru menn samtúrþeirra flokki, sem hafa einlægan vilja á að fá innlendan ráð- gjafa eða færa stjórnina inn í landið, og þeir góðu og göfugu menn munu ásamt heimastjórn- mönnum færa það mál heim til sigurs. Geirrauður. Eitt sýnishornið enn af aðferðum Valtýinga. Eins og lög gera ráð fyrir, var þingmálafundur fyrir Rangárvallasýslu boðaður af þingmönnum sýsl- unnar að Stórólfshvoli 15. þ. m. En í þingmála- fundarboði þessu stóð það ákvæði tekið af þingmönn- unum sjálfum, að hver hreppur skyldi kjósa vissa tölu manna, frá 3—5 eptir búendafjölda, til þess að mæta á fundi þessum og skyldu þeir menn einir hafa atkvæðisrétt áfundinum. En jafnframt þessu ákvæði var þó und antekningarlaust skorað á alla kjósendur eða atkvæðisbæra menn kjördæmisins að mæta á fundi þessum, með því að mörg alvarleg og þýðingar- mikil mál lægju fyrir honum. Reið svo sýslumaður með þingmálafundarboð þetta í vasanum hreppa á milli og sá um kosningu manna þessara á mann- talsþingunum. I fyrstunni gekk svo allt vel og mót- mælalaust, því þeir hrepparnir, sem Valtýingar eiga mestan styrkinn í, voru fyrst heimsóttir. Hin til- tekna tala manna var kosin, ýmist þannig, að ein- hver Valtýingur byrjaði á kosningunni, stakk upp á þeim öllum eða að eins einum, og hann svo aptur öðrum, og svo koll af kolli, sem vitanlega kom í sama stað niður. En þegar kom á manntalsþing vort Fljótshlíðinga, voru mótmæli borin fram gegn þessu fundarboði, eða réttara sagt gegn því ákvæði, sem þingmennirnir höfðu í það sett. Þótti bæði á- kvæðið vera ófrjálslegt, og fundarboðið í sjálfu sér sundurþykkt; ákvæðið ófrjálslegt að því leyti að allir atkvæðisbærir menn, sem á fhndinn kæmu, fengu ekki að halda atkvæðisrétti sínum óskertum, og sjálfu sér sundurþykkt fundarboðið, þar sem skorað væri þó á alla undantekningarlaust að mæta á fundinum. Það var og sýnt fram á það, að erfitt mundi verða fyrir hvern einstakan kjósanda að finna 3 eða 5 menn í hreppnum, sem hann gæti treyst til þess að bera fram atkvæði samhljóða skoðun hans á öllum hin- um mörgu áhugamálum fundarins. Því þótt þeir væru sömu skoðunar í einu máli, gætu þeir verið gagnstæðrar skoðunar í öðrum áhugamálum. En þingmálafundir væru haldnir til þess að heyra og sjá vilja sem flestra kjósenda kjördæmisins í hinum ýmsu málum, sem fyrir lægju en ekki í einu einstöku máli. En sýslumaður vildi engin mótmæli heyra kvað þau lýsa uppreist og óvirðingu við þingmenn- ina, og þar að auki kæmu þau of seint, og hélt hann því fram eins og síðar, þótt honum væri bent á, og honum hlyti að skiljast það, að mótmæli gegn fyrir- komulagi fundarins gætu ekki komið fram fyr en hið hugsaða fyrirkomulag væri orðið kjósendum kunn- ugt. En þrátt fyrir það, þótt sýslumaður reyndi til með mörgum orðum að fá hreppsbúa til þess að kjósa hina tilteknu menn, varð það þó ekki úr, held- ur var það samþykkt af öllum þorra hreppsbúa, aö senda enga sérstaka menn á fundinn, heldur skyldi hver sá, er fyndi hjá sér köllun eða löngun, fara og greiða sjálfur atkvæði um málin, eptir því sem hon- um fyndist réttast og bezt við eigandi. Lík mótmæli og þessi gegn ákvæði þingmanna í fundarboðinu voru víðar í hreppununi upp borin, þótt þeim væri lítill gaumur gefinn, sérstaklega þó á manntalsþingi Vestur-Eyfellinga, enda þótt þeir fyrir einhverja ó- skiljanlega tilhliðrunarsemi bentu að lokum á 8—10 menn, er líklegir væru til þess að sækja fundinn. Og af þessum 8—10 voru svo 5 skrifaðir af sýslumanni eða ritara hans, sem kosnir af hreppsbúum, þótt ekki mætti svo nema 1 af þeim á fundinum. Þegar svo á fundinn kom, kröfðumst vér Fljóts- hlfðingar, þess að vér fengjum að halda atkvæðis- rétti vorum óskertum. En það var strax augsýni- lega þingmönnunum mjög mótstæðilegt, og annar þeirra beiddist þess, að vér Fljótshlfðingar, sem þar vorum saman komnir vildum, til þess að ónýta ekki fundinn — eins og hann að orði komst — kjósa einhverja 5 af þeim, sem þar voru staddir, til þess að eiga sæti og atkvæði á fundinum, en senda hina heim aptur. En þegar vér neituðum að verða við þeirri bæn eða áskorun, bæði af því, að vér þótt- umst allir eiga jafnan atkvæðisrétt, og líka af þvf, að vér hefðum ekkert umboð þeirra hreppsbúa, er ekki voru viðstaddir til að kjósa slfka menn, þá bar fundarstjóri, sá sem hinir kosnu menn höfðu kosið, það upp fyrir þá, hvort vér skyldum hafa atkvæðis- rétt eða ekki. Og var það, eins og vænta mátti, af þeim, sem flestir voru Valtýingar og kosnir fyrir gerræðisfulla tilhögun Valtýinga, samþykkt að vér skyldum sviptir vorurn atkvæðisrétti. Og þegar svo fundarstjóri eptir að hafa nauðugur viljugur með upp- lestri fundarboðsins lýst því yfir, að á oss sem aðra hefði alvarlega verið skorað að mæta, kvað samt sem áður upp þann úrskurð eða dóm, að atkvæði vor yrðu ekki bókuð, þá sáum vér þann kost beztan að kveðja bæði kong og frú og ganga burt af fundi þessum. En hið einkennilegasta af öllu var þó það, að samferða oss Fljótshlíðingum burt af fundinum var einn af liinum kosnu mönnum hreppanna, einn af fulltrúunum úr Rangárvallahreppi, ekki af því að hann sjálfur vildi svo vera láta, heldur af því að honum var sem oss, vikið burt af fundinum, eða neitað um atkvæði þar, þótt hann væri fullkomlega atkvæðisbær maður. Og var engin sýnileg ástæða til þess önnur en sú, að hann hefur ekki viljað fylla flokk Valtýinga. Hafði hann, eins og einn fulltrúinn úr Rangárvallahreppi vitnaði, verið kosinn á mann- talsþingi hreppsins sem varamaður til þess að mæta á fundi þessum. En þegar Valtýingar í nreppnum sáu, að vegna forfalla eins fulltrúans þurfti á vara- manni að halda, fóru þeir að athuga, að maðurþessi, er kosinn hafði verið, var ekki af þeirra sauðahúsi, og komu sér svo saman um, að senda annan dygg- ari flokksbróður; og var honum svo veitt náðarsam- leg inntaka á fundinum, en hinum fyr kosna vísað á burt. Þessar aðferðir Valtýinga fundi þessum viðvíkj- andi eru að vísu ekki einstakar í sinni röð, heldur kippir þeim allmikið í kynið til ýmsra annara að- ferða, sem þeir herrar hafa beitt máli sínu til stuðn- ings. En illa finnst það viðeigandi og stappa nærri að gabba kjósendurna að skora á þá að sækja fund- inn, en meina þeim þó að greiða atkvæði á fund- inum, og gerræðisfullt sýnist það vera í meira lagi að taka sér vald til þess, að svipta atkvæðisbæra menn atkvæðisrétti þeirra, að eg ekki tali um að vfsa burt frá atkvæðagreiðslu manni kosnum eptir þeirra eigin fyrirmælum, eingöngu, að því er virðist, af þvf að hann fyllir ekki þeirra flokk. Og sannarlega má það heita fróðlegt að fá að vita, hversu mikla þýð- ingu þing og þjóð getur álitið, að slíkur fundur, sem þannig er undirkominn geti haft í þeim efnum, að sýna vilja kjördæmisins í þeim málum, sem það og Iandið í heildinni varðar. Breiðabólstað á Bótólfsmessu (17. júní) 1901. Eggert Pálsson Gjöf til Eyfellinga Eptir því sem skýrt er frá í Berlingatíðindum 10. þ. m. hefur krónprinsinn danski veitt stjóm styrktarsjóðs þess, sem við hann er kenndur leyfi til að gefa joo któnur af eign sjóðsins til hjálp- ar þeim heimilum, er mestan hnekki biðu við manntjónið mikla við Vestmanneyjar 16. f. m., og er landshöfðinganum íalið aðgeranánari ráð- stafanir um, hvernig upphæð þessari skuli varið. Lýsir gjöf þessi bæði göfuglyndi og hugulsemi hins væntanlega konungs vors. Þess má geta, að í Rangárvallasýslu hefur verið efnt til samskota handa Austur-Eyfellingum, og hefur þegar safnazt allmikil upphæð. Hefur Þjóðólfur sérstaklega verið beðinn um að geta þess, að sýslumaður (Magnús Torfason) hafi gef- ið 50 kr., Gunnar Ólafsson verzlunarstjóri í Vík 40 krónur, og Ólafur héraðslæknir Guðmundsson á Stórólfshvoli og frú hans hafi þegar tekið eitt barn af bágstaddasta heimilinu.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.