Þjóðólfur - 07.02.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.02.1902, Blaðsíða 3
23 almennri menntun töluverthærra.ogsum- staðar jafnvel miklu hærra en fólk á sama st'gi mannfélagsinsí öðrum löndum. Virð- ist þetta ofhermt. einkum hvað síðasta atriðið sncrtir. En höf. slær víða ann- arstaðar í fyrirlestrunum svo marga var- nagla við þessum umraæliim sínum, að oss virðistfjarri sanni, að höf. geri mjög mikinn skaða með þesskonar dómum', ems og mikill áhugamaður um mennta^ mál hefur nýlega komizt að orði. Það virðist og ofmælt, að höf. kemst þann- 'g að orði á 29. bls.: ,Hvernig fólkinu iiðnr í hverju héraði er alls ekki komið nndir landslagi, jarðvegi eða loptslagi, en eingöngu undir dugnaði og hagsýni þeirra, er þar búa‘. Virðist það og koma dálítið í bága v\§ staðhæfing höf. a 48. bls. ,Hörð náttúra hefur alstað- ar skapað þrekmiklar þjóðir1. En þrek- nuklu þjóðirnar eiga optast nær við raestu hagsæld og velgengni að búa. Auk þess sýnir reynslan oss, að lands- ^ag. jarðvegur og loptslag hefur bæði t>einlinis og óbeinlínis haft mikil áhrif a og viðgang ýmissa þjóða. Þarf ehki annað en að skírskota til Egypta °g Forngrikkja ,Én þessir agnúar, sem vér höfum bent á, rýra ekkert mæti fyr- irlestranna í heild sinni. Þeir bera með ser, að þeir eru sprottnir af djúpri og einlægri ættjarðarást og ræktarsemi við 'and og lýð. Þeir sýna oss jafnframt, að höf. er manna fróðastur á sögu vora °g landshætti, eins og hann hefur áður sýnt í Landfræðissögunni, og Ioks bera þeir vott um göfugan og drengilegan ^ngsunarhatt, er vill glæða það og hlúa að því, sem er gott og þjóðlegt í fbsturlandi voru. Þorleiftir H. Bjarvason. Árnessýslu 1. febrúar. Það sem af vetrinum er, má heita frem- x,r gott og hagstætt, þó rokasamt í meira fagi t. d. á þrettánda dag jóla fuku járn- Þök af nokkrum húsum, helzt heyhlöðum, °K 3 skip fuku við sjávarstðuna. Veður það var eitthvert hið harðasta, sem hér hefur komið lengi, enda jafnhart lengi bags. — í kælunum um daginn varð frost- ið þetta 12—16 gr. á R., og létti því með ofsaleysingu og hlóp geysivöxtur í allar ^r og læki. Ölfusá óx mjög síðustu daga hlákunnar, enda flóði hún með jakaburði UPP á lönd þau, sem liggja að hið neðra, einkum þó hjá Kotferju; þaðan ekki vel frétt um afleiðingar hlaupsins; þannig nmn áin hafa verið ófær fjalls og fjöru milli, um fullan vikutíma nema á brúnni; 1 svona tilfellum sem optar sést hverjar gersemar brýrnar eru. Pólitík er hér ekki höfð í hámælum al- mennt, en þó mun sannleikurinn sá, að varla komi svo 5 6 menn saman, að ekki sé eitthvað minnst á þingið, kosningar næst, hverja eigi nú að kjósa, og þó ekki hvað minnst á, hvernig „stjórnarsvarið" muni nú verðaPo. fl,— Eg verð nú að segja dálítið öðruvísi trá, ef fara skal eptir al- mannarómi. en blessaður fréttaritarinn í „Fjallk." í haust; hann sagði nefnilega, að allir hér (sýslubúar), væru vel ánægðir með meðferð stjórnarskrármálsins á þingi 1 sumar o.fl., segir náunginn; þessi ánægja bréfrit. er mjög óvíða, jú, ef til vill hjá þessmn fáu valtýsku hræðum, sem eptir kunna að vera, og er þeim þá víst ekki ofgott, að hugga sig við það. — Við vonum, að stjórnarsvarið verði ekki valtýskt, fari lengra en efri deild vildi fara í sumar, og fari svo, að það verði rýmra, þó ekki kannske fáist það allra íyllsta, mun hugtir manna sameinast um það, og haga kosningum í vor eptir því. Svo er að sjá á 5 manna bréfinu, að þeir vilji annað- hvort það minnsta, eða það mesta, ekkert þar í millum; verður stjórnarsvarið því að verða gott, ef Björn og Skúli fást í félag með okkur; annars er lítið gert úr því skrifi hér yfirleitt, og ekki teljum við það hóti betra, þó Björn Kristjánsson flæktist undir það; hanfi ólst upp hér í sýslu, og þótti þá góðiír drengur, og naut þess og hjá Árnesingum með verzlun o. fl. Nú lít- ur helzt út fyrir, að bæjarlífið í Vík hafi glapið honum sýn. — Talið er ltklegt, að flokkur sá, sem heima- stjórninni er hlynntur, og sá er nú fjöl- mennur, hugsi tíl að kjósa þá eina næst á þing, sem fastir eru í stefnunni, og ékki þykja líklegir til að hafa í frammi óákvéðn- ar yfirlýsingar, eins og við bar hér fyrir stuttu. — Skrafað er, að Pétur kennari hafi mikið fylgi þar neðra. Nýr frambjóðandi kvað vera kominn til sögunnar, vel þokk- aður bóndi, en óvíst er um, að bóndi þessi bjóði sig fram á móti Pétri kennara. — I nágrannasýslu okkar • Rangárvalla- sýslu, er að heyra nokkur veðrabrigði, og kvað þau ganga í þá átt, að skipta um þingmenn, en hvort úr því verður al- vara, er ekki neitt víst enn, þó áreiðan- legt talið með annan. — Verzlunarhorfur þykja fremur ískyggi- legar, og út af því mun það veia, að pönt- unarfél. Stokkseyrar hefur nú fært út pönt- un sfna, og búizt við mikilli umsetningu í vor; Zöllner tilbeðinn, og hann kvað hafa bænheyrt fulltrúana. Sumum af forkólfum félagsins sýndist óráðlegt,að eiga við hann í vor, og sendu út mann í því skyni, að kaupa inn vörur, sem hann og gerði, en endirinn varð sá, að allt varð dýrara en áður fyrir það. Var rétt að því komið, að fé- lagið færi í sundrungu. Nú sjá hinir sömu Zöllner duglegastan, ráðvandastan og ódýr- astan, og þetta hreit hjólið á stað sem fyr. Nóbels-verðlaunin. Verðlaunum úr Nóbelssjóðnum var út- hlutað eins og til stóð 10. des. með mik- illi viðhöfn, svo sem þeirri athöln sómdi. — Nefndin í Stokkhólmi, sem útbýta skyldi verðlaunum til fjögurra vísinda- og lista- manna, kr. 150,732,23 til hvers, hafði kom- ið sér saman um að sæma verðlaununum þá er hér segir: 1. Wilhelm Konrad Röntgen, prófessor í eðlisfræði við háskólann í Múnc- hen á Þýzkalandi fyrir uppfundningu X- geislanna, er fyrst varð kunn 189.6 og síðan hefur haft allmikla þýðingu 1 ýms- um efnum. Röntgen er nú 56 ára að aldri. 2. Jakobus Hendrikus van’t Hoff, sem er fæddur í Hollandi fyrir49 árum og nú er prófessor í efnafræði við háskólann í Berlín. Hann.er talinn upp- hafsmaður hinnar svo kölluðu sStereo- kemi« . 3. Emil AdolfBehring, prófessor og forstöðumann heilbrigðisstofnunarinnar í Marburg á Þýzkalandi. Áður var hann aðstoðarmaður hins nafntogaða vísinda- manns Robert Koch’s og fann þá hið svo nefnda »Difteriserum«, sem síðan hefur verið svo mikilsvert fyrir læknis- fræðina. Hann er nú 47 ára og flugrfk- ur maður undir. 4. René Francois Armand Sully- Prudhomme, sem af ýmsum er talinn einna fremstur franskra skálda, þeirra er nú eru uppi. Hann er rúmlega sextugur og er meðlimur franska Akademíisins. — Þrfr hinir fyrst nefndu voru viðstaddir í Stokk- hólmi við útbýtingu, en sá síðastnefndi var þá lasinn og gat því eigi komið. Friðarstarfs-verðlaununum átti stórþingi Norðmanna ráð á að útbýta, og úrskurðaði, að þeim skyldi útbýta rnilli þeirra prófessors Frédéric Passy f Parfs, sem um lang- an tíma hefur barizt fyrir alþjóðafriðun og úrskurðum gerðardóma. Hann er nú um áttrætt og var hann þingnraður frá 1881 —89. Hinn hluttakinn er hinn nafnkunni svissneski læknir Henri Dunant, sem er 73 ára gamall. Hann á heiðurinn af því að hafa stofnað hjúkrunarfélagið »rauði krossinn« og yfirleitt hefur látið sér mjög annt um það, að létta böli þeirra, er sár- ast verða leiknir í orustum. Hann hefur lengst af átt við bág kjör að búa, og svo er hann sagður skuldugur, að haldið er að verðlaunin mundu eigi hrökkva fyrir skuldum, ef skuldheimtumennirnir hefðu nokkurn rétt til þeirra. Erfitt er að gera svo öllum líki ogþað tókst verðlaunanefndinni í Stokkhólmi ekki heldur. — Brátt reis upp megnasta óánægja meðal ýmsra rithöfunda og lærðra manna í Svíþjóð út af því,1 áð Sully-Prudhomme skyldi tekinn fram yfir Leo Tolstoj. Varð það úr, að nokkrir Svíar rituðu Tolstoj bréfi þar sem þeir létu í ljðsi óánægju sína með úrskurð nefndarinnar og um leið aðdáun sína fyrir ritum hans. I bréfinu komast þeir meðal annars þannig að orði: »Vér þykjumst sannfærðir um það, að stofnun sú, er úthlutaði verðlaununum, er hvorki í samræmi við álit almennings né þorra þeirra listamanna, sem nú eru uppi«. — Meðal rithöfunda þeirra, er und- ir bréfið skrifuðu má t. d. nefna: A. Strindberg, O. Levertin, V. v. Heidenstam, G. af Gejerstam og S. Lagerlöf. Um það hefur verið rætt og ritað eigi alllítið, hversu þeir, er verðlaunin hlutu, nnini verja þeim. Flestir munu verja þeim að mestu til nytsamra fyrirtækja, eða öðr- uin til styrktar og um Sully-Prudhomme er það sagt, að hann ætli sjálfum sér eigi svo mikið sem renturnar af verðlaunapen- ingunum, heldur ætli hann að stofna af þeim sjóð til styrktar ungum skáldum, er virðast öðrum fremri. Eptir dauða hans á »Académie de Goncourt« að ráða yfir sjóði þessum. island i Vinarborg. I »Neue freie Presse« helzta blaði Vín- arborgar erminnst á skemmtikvöldeitt, er þar var haldið rétt fyrir jóhn í kvennfé- lagi einu (sVerein fúr erweiterte Frauen- bildung«). — Þar var efnið að kynna Vin- arkvennum líf kvenna á Islandi að fornu og nýju og að lyktum að sýna það i lif- andi mynd, þar sem svo vel vildi til að því mátti við koma. Fyrst hélt dr. Hans Krticzka friherra von Jaden, fróðlegan fyrirlestur um áðurgreint efni, sumpart byggðan á hinu agæta riti Poesfions »Islándische Dichter der Neuzeit«, sum- part á eigin þekkingu og viðkynningu, með því að hann hefur ferðazt hér á landi og kvænzt islenzkri konu (Ástu dóttur P. Péturssonar bæjargjaldkera). Hann las og upp nokkur isl. kvæði úr hinni snildar- legu þýðingu Poéstion’s. Að endingu leiddi hann fram konu sína og fylgdi henni upp á lestrarpallinn og þótti þa Vínar- dörnum gefa á að lfta. Það var eigi að eins hinn dýrðlegi íslenzki kvennbúning- ur, sem þær undruðust og dáðu fyrir feg- urðar sakir, heldur konan sjálf, sem eins og vér þekkjum, ei hin fríðasta sýnum, þótti þetta sem vitrun úr álfheimum. Frú- öllum mikið um, þótti svipa til æfintýris og gleymdu því að það, sem hin fríða kona bar fram, var á heims-ókunnu tungumáli, sem áheyrendum var með öllu óskiljanlegt. Hve hjartans innilegum tillinningum þessi útlenda tunga getur lýst, það sanna bezt kvæðin, sem á þessu kvöldi voru flutt, tekin rétt af handahófi úr hinum auðuga fjársjóði íslenzks skáldskapar, kvæði, sein í þýðingum Poestions hafa engu glatað af frumleika sínum og eldhita. Að endingu sön« flokkur frá söngskóla Kaisers með blönduðum röddum þjóðhátfðarsöng M. Jochumssonar með lagi eptir hinn ágæta komponista S. Sveinbjörnsson og var svo klykkt út með þessu sýnishorni af fagur- listaiðkun meðal Islendinga. S. Leiðrétting. „ísafold" flytur 9. þ. m. grein, sem hún kaliar: „Sögulegur þurfamannaflutningur". Yrkisefnið er lögflutningur á þurfafólki héð- an úr sýslu austur f Vestur-Skaptafellssýslu. Höfundur greinarinnar útmálar það fyrst með hjartnæmum orðum, hve slfkur flutn- ingur megi og eigi nú, er strandferðaskipin fari landshornanna á milli, að vera mannúð- legri og betri í alla staði en fyr, er flytja varð allt yfir land. S\ o segir hann „söguna" af flutningnum héðan, fólkið hafi átt heima nálægt Olafsvík og átt að flytjast austur í Hvammshrepp. Hér endar sagan og byrjar skáldskapur- inn. Höf. segir „gufuskipaferðir nógar milli Olafsvíkur og Víkur fram undir haust". Hann segir, að viðurkenning framfærslu- hreppsins fyrir sveitfesti þurfafólksins hafi komið snemma sumars, það hafi þannig ver- ið mér að kenna, að fólkið hafi „ekki (verið) látið fara á stað fyr en einmitt eptiraðferð- ir til Víkur eru hættar". — Hann finnur enn fremur að því, að fólkið hafi ekkert rúm haft á skipinu úr Stykkishólmi til Reykja- víkur og því, að það hafi ekki haft annað nesti en mjólk, vatn og brauð fyrir 2T/2 kr., þennan aðbúnað hafi fólkið orðið að hafa nálega 2 sólarhringa, er það hafi verið á skipinu. Nú færi eg „sögulega" flutninginn úr skáldlega búningnum f sannan, sögulegan búning, og þá lítur hann svona út. Ferðirnar milli Ólafsvíkur og Víkur eru hvorki nógar né ónógar. Það eru engar beinar ferðir þar á milli. Að vísu komu „Hólar" þrisvar til Vfkur, sem sé it. júní, 10. júlí og 8. ágúst, og „Skálholt" fór 5 sinnum til Reykjavíkur frá Ólafsvík, en að eins 2 af þeim ferðum, sem. sé 4. júní og 13. júlí ferðina', hefði sá maður getað notað, er fara hefði viljað til Víkur, og hefði hann þá orðið að bíða.fullar .3 vikur í Reykjavík eptir Hólum í seinni ferðinni.. En þetta fólk var allsendis ómögulegt að senda sjóveg alla leið til Víkur af því, að viðurkenning hreppsnefndarinnar f Hvamms- hreppi, sem er dags. 23. júní, kom hingað á skrifstofuna ekki fyr en 24. júlí, og frá þeim tíma féll engin sjó.vegsferð, hvorki úr Stykkishólmi né Ólafsvík, til Reykjávíkur fyr en með „Skálholti" 20. ágúst, en þá voru Hólar farnir úr Reykjavfk áleiðis til Víkur fyrir 13 dögum. Það stóð því ékki á vega- bréfinu. Það var gefið út 2. septbr. eða 2 dögum eptir að eg kom af alþingi. Eptir því átti fólkið að fara með Skálholti til Reykjavíkur 17. septbr. En .þá hafði ekkr verið unnt að fá svefnrúm á skipinu, og varð þvf ekki úr flutningnum. Síðan gaf eg út nýtt vegabréf 26. septbr. -Eptir því skyldi fólkið fara úr Ólafsvfk með Skálholti til Stykkishólms 27. septbr., og úr Stykkis- hólrni til Reykjavfkur með „Ceres" 1. oktbr. Eg ráðstafaði fólkinu ekki lengra en til Reykjavíkur. Þaðan var bæjarfógetinn beð- inn að senda það, þegar honum sýndist og á þann hátt, sem honum sýndist, Eg hefði helzt ekki sent þetta fólk þurfa- mannaflutningi og sízt nú undir veturinn. Eg hef aldrei verið vinur þurfamannaflutn- inga. En hreppsnefndin í framfærsluhreppi þtirfafólksins og þó einkum hreppsnefndin f dvalarhreppnum. eða öllu helduroddviti henn- ar, séra Helgi Árnason, lagði fullt, að eg ekki segi blindfullt, kapp á, að fólkið væri flutt. Hann heimtaði það flutt hvað eptir annað, og bað amtmann aö skerast í málið, er eg, lögum samkvæmt, færðist undan að flytja það fyr en viðurkenning framfærslu- hreppsins kæmi fyrir sveitfesti þess. Þeg- ar flutningurinn með Skálholti 17. septbr. fiírst fyrir, vildi hann, samkvæmt bréfi hrepp- stjóra til mín, dags. 20. septbr., láta flytja fólkið landveg úr Ólafsvík til Stykkishólms og héðan aptur til Reykjavfkur með „Lauru" í oktbr., sem átti þó að horna alla Vest- firði, áður en hún kæmi til Reykjavíkur, en fyrir það setti eg blátt bann. Eg vildi, að að fólkið væri flutt hrakningalaust svo langt, sem vald mitt náði. Flutningurinn hefði líka farið framáhent- ugri tíma, ef málið hefði ekki tafizt fyrir austan. Eg bað sýslumanninn]ií Skaptafells- sýslu með bréfi dags. 20. apríl 1900, eða jafnskjótt og málið var borið undir mig, að útvega mér viðurkenningu framfærsluhrepps- ins fyrir sveitfesti fólksins. Það hefði því verið kappnógur tfmi til, að koma viður- kenningunni til mín svo snemma, að fólkið hefði orðið flutt sjóveg alla leið, en hrepps- nefndin dró þá málið á langinn með vífi- lengjum og undanbrögðum, þangað til amt- maður skipaði henni að segja af eða á um sveitfesti fólksins. Ekki veit eg, hvort fólkið hefur fengið rúm í „Ceres“ eða ekki, en til þess var þó ætlazt. Eg var á embættisferð suður < Hnappadalssýslu, þegar skipið fór hér um. Ekki skil eg heldur í því, að fólkið skuli

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.