Þjóðólfur - 07.02.1902, Side 4

Þjóðólfur - 07.02.1902, Side 4
24 hafa verið nálega 2 sólarhringa á skipinu. Skipið fór héðan beint til Reykjavíkur og er vant að vera 11 klukkustundir á leiðinni, fer héðan vanalega undir kveld og kemur með morgninum til Reykjavíkur. Svo hafði og verið nú. Fólkið hafði allt borðað mið- degisverð áður en það fór á skipsfjöl, en því voru þó fengnar 2 þriggjapelafiöskur af mjólk og 2*/* kr. í peningum. Það kaus heldur peninga, en tiltekinn mat til þess að það gæti keypt handa börnunum það, sem þau kynnu helzt að hafa lyst á. Sé eg því ekki betur, en fólkið hafi verið sæinilega vel nestað til nætur, enda var við því að búast, því að hreppstjóri og oddviti, er stóðu fyrir flutningnum, eru svo vandaðir menn, að „Isa- fold“ gæti batnað töluvert, ef hún tæki sér þá tii fyrirmyndar. Þessa leiðréttingu krefst eg, samkvæmt 11. gr. í tilsk. um prentfrelsi frá 9. maí 1855, að útgefandi Isafoldar taki upp f 1. eða 2. númer, er útkemur af blaðinu, eptir að við- tökunnar hefur verið krafizt. Stykkishólmi 29. oktbr. 1901. Lárns H. Itjnrnnson. * * Leiðrétting þessa hefur ritstj. ísafoldar þverskallazt við að taka í blað sitl þrátt fyr- ir skýlausa lagaskyldu. Hefur höf. því snú- ið sér til Þjóðólfs til að geta borið hönd fyr- ir höfuð sér. En greinin hefur orðið að bíða nokkuð lengi byrjar, sakir rúmleysis. Ritst. GufuskipIO ,,Nordjyliand“ aukaskip frá hinu sameinaða gtifuskipa- félagi kom hingað snemma I vikunni. Fór héðan aptur eptir stutta viðdvöl til HafnarQarðar og vestur í Stykkishólm og ætlaði þaðan til útlanda. — Það lagði af stað frá Höfn samtfmis »I,auru«, en hafði langa viðdvöl í Færeyjum. Um 600,000 krónur í peningum hefur ver/.lunin »F,dinborg« hér í bænum, borgað hér á landi næstl. ár, fyrir saltfisk, sundmaga, vinnulaun við útskipun fisksins o. fl., auk þeirrar at- vinnu, er verzlunin hefur veitt með þil- skipaútgerð sinni og fiskverkun við þá út- gerð. Forstöðumaður ver/.lunarinnar hér hr. Asgeir Sigurðsson er umboðsmaður fiskikaujKnanna á Spáni, svo að þar eru engir aðrir milliliðir. Rennur þvíenginn -ágóði í vasa eilendra milligöngumanna, og leiðir þar af, að fiskurinn getur verið kér í hærra verði en ella. Verzlunin »Edinborg« hefur fyrst allra verzlana hér grundvallað viðskipti sín á peningaborg- un og á miklar þakkir skilið fyrirþá fram- takssemi og þann dugnað, sem hún hefur sýnt í því, að efla bein peningaviðskipti í landinu, enda hefur hún blómgvazt ár frá ári. Mundi mörgum bregða við, ef þessi fiskkaup verzlunarinnar hættu, því að rúm hálf miljón króna í skildingum inn I land- ið á ári er allmikið fé, eptir vorurn mæli- kvarða. Samsöngur var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í gærkveldi af Brynjólfi Þorlákssyni söng- kennara, frk. Kr. Hallgrímsson, frk. Eliza- bet Steffensen og kand. med. Þórði Páls- syni. Þótti það hin besta skemmtun. Einkum þótti mikið varið í sólósöng Þórð- ar, enda er hann ágætur söngvari, eins og kunnugt er, að minnsta kosti fremstur söngmanna hér í bæ. Söng hann meðal annars 3 ný lög eptir Arna Thorsteins- son ljósmyndara (Valagilsá, Þess bera menn sár og Kirkjuhvoll), öll mjög snotur. Hin lögin: Dyvekes Sange II (eptir Heise) og »Die beiden Grenadiere« (eptir Reissiger) er Þórður söng einnig, tókust ágætlega. Meðal annars, er mjög vel þótti takast á samsöng þessum, var lag eptir Neupert (Resignation), er Br. Þorláksson lék á »harmonium« og samspil hans og frk. Kr. Hallgrímsson á lagi eptir Mendelsohn (»Ich wollt’ meine Liebe ergösse sich«). Frk. E. Steffensen söng nokkur lög »sóló« og klöppuðu margir ákaft fyrir henni. Slysfarlr. Sigurður Sigurðsson fráEfravelli í Bæjarhrepp í Flóa, og fyr bóndi þar, varð úti nóttina milli 20—21 jan. þ. á. Hann lagði seint á stað frá Stokkseyri ríðandi. en litlu eptir datt á bylur og myrkur. Maðurinn fannst á réttri leið örendur, en hesturinn kom heim til bæjar um nóttina, en varð þá ekki vart við hann. — Sig. sál. var mjög hniginn að aldri, og þótti mesti myndar bóndi á sinni tíð. Að morgni 31. jan. hvarf Bjarni Magnússon frá Ósgerði f Ölfusi af heimili sínti, snemma um morguninn. Hann fannst nokkru síðar um daginn ör- endur niður við túnfótinn. Talið er lík- legt, að hvarfi þessu hafi valdið veikindi á geðsmunum. Maður þessi var um þrít- ugt og þótti mannvænlegur. l»plr botnverplar teknlr. Fallbyssubáturinn »Guldborgsund« (kapt. Petersen), er hefur varðstöð við Færeyjar kom hingað öllum óvænt að kveldi 4. þ. m. með allgóðan feng — þrjú ensk botn- vörpuskip í eptirdragi, er hann hafði tek- ið við veiðar t landhelgi nálægt Garð- skaga. Hafði skipstj. á »Guldborgsund« fengið skipun frá stjórninni um, að skreppa hingað snöggvast til eptirlits, og var það vel ráðið, enda vöruðust botnverplarnir ekki þann grikk, áttu ekki von á »Heim- dalli« fyr en seint í rnarz, og uggðu því ekki að sér. Hefðu enn fleiri náðst, ef »Guldborgsund« hefði getað haft hemil á fleirum, en 3 í senn. Ekki mun enn til fulls útkljáð ttm sektir, með því að ekkert hefur orðið að gert fyrir hvassviðri þessa dagana. Sklpströnd. Svo tókst óhappalega til, að eitt þess- ara þriggja botnvörpuskipa »Princess Melt- on« frá Aberdeen rak í gærmorgun upp í klettana austantil við Klapparvör, velt- ist þar á hliðina og mölvaðist, en menn björguðust. Var það spánnýtt skip og hið vandaðasta. Um sama leyti rak giifu- skipið »Modesta« (saltskip til Fischers verzlunar nýkomið frá Skotlandi) upp í kletta við »batteríið« og skorðaðist þar á j réttum kili. Eru þegar komin göt á það. Vetrarharka er nú allmikil með frosti (io° C.) og harðviðri á norðan. Mjög hvass í gær. Sama veður í dag, en frost minna. „Fjallkonan síðasta er að breiða hinar óhreinu flfk- ur sínar yfir Valtý og framkomu hans á fundi í danska stúdentafélaginu 30. nóv. Þykir henni það óhæfa mikil, er Þjóðólf- ur minnist á, að doktorinn hafi farið ó- tilhlýðilegum orðum um stjórnartilboðið — ráðherrabúsetu hér —, sem ekki hafi komið fram fyr en 10. ,jan. Það er satt, að konungsboðskapurinn birtist ekki fyr en þá. En það skiptir engu í þessu sam- bandi, þvf að Valtýr ræðst með svo svæsn- um orðum á ráðherra-búsetunahér — einmitt höfuðatriðið í konungs- boðskapnum,—að þar hefur mað- ur einmitt svart á hvítu sönnun fyrir því, hversu boðskapurinn hefur orðið honum geðfelldur. Valtýr segist halda þvf föstu.að ráð- gjafinn eigi að vera búsettur í Danmörktt en ekki hér, og kveðst skuli sjá um, að aldrei verði ráðgjafinn búsettur á íslandi, »að minnsta kosti get eg og mínir menn hindrað, að það verði samþykkt reglulega«, sagði hann. Er þetta ekki nokkumvegin greinileg yfirlýsing frá mannsins hálfu um af stöðu hans gagnvart þeim konungsboðskap, er síðar birtist. Hvað villFjallk. hafa það skýrara? Hún ætti að sjá svo sóma sinn, að lofa Isafold að moka flórinn hjá Val- tý, því hún hefur einkaleyfi til þess starfs, svo að Fjallk. ætti ekki að vera að gefa sig í þau fjósaverk, sjálfri sér til minnk- unar og engum til gagns, ekki einu sinni Valtý sjálfum og flokki hans, er ekki mun meta svo mikils feita letrið í »Fjallkon- unni«. Það er heldur ekki einhlítt tilað leyna megurðinni. Veðuráttufar í Rvík í janúar 1902. Medalhiti á hádegi. -j- 2.5 C.(ffyrra-j-i.2) —„— „ nóttu . -j- 4.6 „ (ífyrra-7-i.i) Mesturhiti „ hádegi . + 8 „ (h. 31.). —„— kuldi,, —■ . + 12 „ (h. 26., 28.), Mestur hiti „ nóttu . + 8 „ (aðfn.h.31.) —„—kuldi „ „ . -+-16 „ (aðfn.h. 28.) Fyrstu daga mánaðarins var norðanátt, gekk svo til norðurs, hægur með miklu frosti frá 9. til 14., er hann gekk til sunn- anáttar og svo til útsuðurs með éljum og var ofsaveður h. 22., hefur sfðan verið við austan- sunnanátt með regni, svo hér er nú alauð jörð. J- Jónassen. Út af fyrirspurnum um, hvers vegna Kínalífselixir Walde- mars Petersens sé ekki nú seldur hærra verði en fyr, síðan tollhækkunin kom, skal þess getið, eptir upplýsingum frá hr. Pet- ersen sjálfum, að ástæðan fyrir þvi, að elixírinn er nú seldur jafnódýrt sem fyr, er eingöngu sú, að nægar birgðir voru send- ar til Fáskrúðsfjarðar, á ð u r en lög tim toll á elixírnum gengu í gildi. Gæði lyfsins og styrkleiki er því að öllu hið sama sem fyr. OfnrÖP úr potti nýkomin í verziun sturlu Jónssonar. w w » z M « o j- r * 5Í œ 1 > U „ M- SS » B I X e 9 0 >1 ta o- » w H H C w .GODTHAAB' Allflestir sem auglýsa segja: „Odýrast og bezt hjá mér“. En ,GODTHAAB‘ segir : „Reyyis Lan er ólýgnust". Hún hefur til þessa verið þekkt að því, að flytja að eins ágætar vörur, og um leið ódýrar. — rauplaust! Þeim orð- stír vill hún reyna að halda framvegis — ► Reynið og þér munuð sanna 4 Nú tueð s/s „NORÐJYLLAND" hefur hún fengið mjög mik- ið af allskonar vörum t. d. Kornvörur — Nýlendu— vörur — Epli — Appeisínur mjög sætar og góðar — — Allt sem að báta- og þilskipaútveg lýtur. — Kexið fræga — Margarinið „STJARNAN", sem tek- ur öllu smjörlíki fram, bæði að gæðum og verði. Goutaosturinn góði og ódýri. Þakjárn allar stœrðir, slétt og rifflað. Allflest sem með þarf til bygginga. —Nordens kobberstof— Kartöflur danskar — mjög góðar — Bómullar-segldúkur margar sortir. — Galv. Vatnsfötur o. fl. o. fl. —* Allt selzt að vanda mjög ódýrt^- o c !Ö jfl <s x c bc o bo o tf o‘° ■O. I z ~ < I O -J m o g ui ■£■ C/3 -o : uT <o £ o X UB •o c I- © -3 z Eptirtektaverðan fyrirlestur. ..Skilað erindum" heldur Halldór Helgason í leikhúsi W. Ó. Breiðfjörðs á laugardagskveldið kl. 8. Flutt verða nokkur kvœði. lnngangseyrir 25 aurar. Bflæti fást við innganginn. Nýbók. Skákdæmi og Tafllok. II. hepti Kom nú með I.aura. Verð 50 aurar. Fæst hjá Sigfúsi Eymundssyni bóksala og Pétri Zóphóníassyni Lækjargötu 6. Jörðin .Eyvík* í Grímsnesi fæst tilábúðarf fardögum 1902, öll eða sundur- skipt. Jörðin framfærir vel 3—4 hundruð fjár, og 20—30 stórgripi; tún að mestu slétt og umgirt, mótak í túnjaðri; hellutak gott, silungsveiði. Afskorið pláss fyrir strokfénað, vel lagað til vatnsaveitu. Tvær stórar heyhlöður fylgja jörðinni auk ann- ara húsa. Semja má við Jóhannes Eitiarsson Ormsstöðum. Klæðaverksmiðja i Danmörku. óskar að fá duglegan umboðsmann á íslandi til að taka á nióti ull til vefu- 0 aðar. — Beztu vörur, fljót skil. — Menn sendi blaði þessu skriflegar upplýsing- ar, með merki: „klæðaverksmiðja“, um meðmæli og kröfur um þóknun fyrir að taka þetta starf að sér. Nýprentuð eru ; SKÓLALJ Ó Ð Kvæðasafn handa unglingum til að lesa og nema. Valið hefur og búið til prentunar: Þórhallur Bjarnarson. Kostar í bandi kr. 1,00. Aðal-útsala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Fæst einnig hjá öðrum bóksölum í Reykjavík. V o 11 o r ð . Lengur en heilt ár hef eg þjáðst af kvalafullrióhægðfyrirbrjóstinu ogtauga- veiklun og á þessum tíma hef eg stöð- ugt neytt margra læknislyfja, án þess að öðlazt nokkurn bata; þessvegna fór eg að reyna Kína-lffs-elixír hr. Valde- mars Petersens; hcf eg nú neytt úr hálfri annari flösku af honum, og finn þegar mikinn létti, er eg áeingöngú elixírnum að þakka. Guðbjörg Jónsdóttir. Arnarholti á íslandi. KÍN A-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi. án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðið er öldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. flaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lffs-elixfr, eru kaupendur beðnir V.P. að líta \ el eptir því, að standi á fiösk- unutn I grænti lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas I hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson, cand. theol. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.