Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.03.1902, Blaðsíða 3
43 I0- Baldur Sveinsson, Húsavík (25). Þorgrímur Kristjánsson, Rvtk. I2- Ingvar Sigurðsson, Rvík. T3. Karl Sæmundsen, Blönduósi. :4. Magnús Stephensen, Rvík. Magnús Magnússon, Rvík (75) tók ekki próf sakir veikinda. Guðmundur Guðfinnsson, Rvík (25) lauk ekki pröfi. Pétur Sigurðsson frá Hörgslandi á Síðu og Ólafur Óskar Lárusson, Rvík, tóku ekki próf sökum veikinda. 11 bekkur. 1. Árni Árnason, Skildinganesi (50). 2. Sigurður Jóhannesson Norðdal, Eyj- ólfsstöðum í Vatnsdal (50). 3. Guðjón Baldvinsson (bónda Þorvalds- sonar) Böggvisstöðum í Svarfaðardal, nýsveinn. 4. Konráð Konráðsson, Rvík. umsjónar- maður í bekknum. 5- Pétur Hafsteinn Péjursson (veitingam. Péturssonar) Sauðárkróki, br. 2. í III. b. nýsv. 6. Sigurður Lýðsson (bónda Guömunds- sonar) Arnarfirði. nýsv. 7. Guðmundur Kr. Guðmundsson, Rvík. 8. Páll Sigurðsson, Vatnagarði í Garði. 9. Guðmundur Jónasson, Hlíð á Vatns- nesi. 10. Pétur Jónsson, Rvík. 11. Björn Guðmundsson (bónda Björns- sonar) Böðvarshólum 1 Húnavatnssýslu. 12. Þorbjörn Þorvaldsson, Þorvaldseyri. 13. Vernharður Þorsteinsson, Nesií Höfða- hverfi. 14. Magnús Gíslason (bónda Högnasonar) Bóðum í Fáskrúðsfirði. nýsv. 15. Jón Sigurðsson, Kaldaðarnesi. 16. Björn Jósepsson, Hólum í Hjaltadal. 17. Jóhannes Johannessen. Rvík. 18. Þórður Oddgeirsson, Vestmannaeyjum. 19. Sigurður Einarsson, Vatnsenda íFIóa. 20. Guðbrandur Jónsson, Rvík. 21. Óskar Clausen, Rvík. 1. bekkur. 1. Alexander Jóhannesson (f sýslumanns Ólafssonar) br. nr. 3. í III. b. 2. Sigfús Marlus Jóhannsson (Johnsens) Vestmanneyjum. 3. Jón Jónasson (bónda Jónassonar) frá Víghólsstöðum í Dalas. umsjónarm. í bekknum. 4. Pétur Halldórsson (bankagjaldkera Jónssonar) í Rvík. 5- Sveinn Valdimar Sveinsson (Árnason- ar) Rvík. 6. Reinhold Richter (sonur Samúels verzl- unarstj. Richter) Stykkishólmi. 7- Sigfús Blöndal, Rvík. 8. Steindór Björnsson (alþingismanns Bjarnarsonar) frá Gröf í Mosfellssveit. 9. Ólafur Pétursson (bónda Sigurðssonar) frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. 10. Vilhelm Michael Ólason (f verzlunar- manns Ásmundssonar) frá ísafirði. Einar Indriðason (endurskoðanda Ein- arssonar) Rvík lauk ekki prófi sökum veikinda. / pessum bekk erti allir nýsveinar nema nr. 7. Fóðurj urtarannsóknir og styrkurinn til þeirra. Eptir Hermann yónasson. í 18. tbl. »Norðurlands« ræðst Stefán kennari Stefánsson á mig fyrir það, að eg andæfði á þingi bitlingi til hans. En lengi hefur »kennarinn« setið á, svo að eðlilegt Var, að eggin væru fúl í hreiðrinu. Af því að »kennarinn« hefur slitið orð ftiín út úr réttu sambandi, en sára fáir lesa þingtíðindin, er eg neyddur til að Þiðja hinn háttvirta ritstjóra »Þjóðólfs« að Þirta 1 sínu víðlesna blaði tölu mína, eins °g hún stendur orðrétt í Alþt. B. ^542 —-1546 d.: B. þm. Bf. (B. B.) var á þeirri skoðun, að styrkurinn til fóðurjurtarannsókna væri Þarflegur. Eg get eigi verið honum sammúla Urn það, og skal eg nú leitast við að gera 8‘ein fyrir ástæðunum fyrir því. ^r það í stystu máli að segja, að ef hef enga trú á, að rannsókn þessi geti haft vís- 'n<Ialega þýðjngU; það vantar öll skilyrði rir því. Eg varð hissa, þegar eg sá, að styrkvel.;ng þess; var samþykkt upphaflega, og enn meira undrandi var eg, þegar eg sá, að henni var haldið í fjárlagafrv. stjórnar- innar nú, þrátt fyrir það, þótt ekkert lægi fyr- ir um árangur rannsóknanna. Eg verð að segja það, að opt hefur þjóðin verið óánægð með fjárveitingar alþingis, en ekki hef eg heyrt öllu ver n’ælast fyrir nokkurri annari fjárveitingu en þessari hjá henni. Það sem eg hefi á móti fjárveitingunni er I það, að rannsókn sú, sem hér ræðir um, hlýtur að vera ónóg og óáreiðanleg. Efhún ætti að hafa nokkura fullnægjandi vísinda- lega þýðingu, þá þyrftum vér að hafa í land- inu sjálfu vísindalega rannsóknarstöð, og hæfan mann til að standa fyrir rannsókninni, en slíkt mundi kosta þúsundir króna, jafn- vel tugi þúsunda. Það hefur áður verið reynt að safna hér jurtum og senda þær til út- landa til rannsókna, og það hefur sýnt sig, að sú rannsókn hafði lita þýðingu; analysis sú, sem þá fór fram, var hreint og beint til athlægis. Þetta stafar af því, að ekki er hægt að taka nema svo sára lítið af jurtun- um og frá svo fáum stöðum ; auk þess þorna jurtirnar upp og taka efnabreytingum frá því þær eru teknar til að senda þær út og þangað til rannsóknin getur farið fram, eða að minnsta kosti er mjög hætt við þessu. Þetta leiðir svo til þess, að ekki er hægt að finna ýms þýðingarmikil efni í jurtunum, sem upp- haflega voru í þeim. H. frams.m. (V. G.) tók það frarn í dag, að það væri svo þýðingarmikið, að rann- saka jurtir hér á landi, af því að þær mundu vera svo ólíkar jurtum annarstaðar, og bar hann Feilberg fyrir sig í þessu. Þetta er engin ný kenning, Þetta veit hver athugull bóndi; hann hefur tekið eptir því, að beri hann eitt ár vel á útjaðar ( túni sínu, þá spretta þar kraptmeiri jurtir, en ef hann er látinn áburðarlaus. Það vaxa þar ekki nýj- ar jurtir, en lífskilyrði jurtanna hafa breytzt. Vér vitum það, að á sumum stöðum hér á landi eru sömu jurtirnar miklu kjarnbetri en á öðrum stöðum, skal eg nefna til þess Múla- sýslu, Þingeyjarsýslu og Vestfjörðu. En vér þurfum ekki svo langt að fara; vér þurfum ekki annað en athuga jurtirnar, innan túns og utan, til að finna þennan mismun, þótt um sömu jurtina sé að ræða. Afþessuleið- ir það, að ætti rannsóknin að hafa víðtæka, vísindalega þýðmgu, þá þyrfti að safna miklu af jurtum vfðsvegar urn land, og það er ekki nóg, að þessi söfnun fari fram eitt sumar, heldur þarf hún að ná yfir fleiri sumur, því að mismunandi veðurlag, meiri eða minni væta, meira eða minna ljós hefur áhrif á samsetning jurtanna. Það þarf því sumar eptir sumar að halda áfrarn rannsóknunum, og þær að ná yfir land allt; annars verða þær kák. En til þessa þarf að sjálfsögðu stórfé. Vér vitum það, að flestar þjóðir hafa um mörg ár rannsakað jurtir hjá sér, og að hægt er að fá analysistöflur yfir jurt- ir, sem vaxið hafa í ýmiskonar jörð, bæði frá norðanverðum Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Síberíu og úr Alpafjöllum, yfir höfuð frá fjölda staða, þar sem svipað hagar til og hér á landi; og þótt það sé satt, sem h. frams.m. (V. G.) sagði, að sama jurtin sé mismunandi eptir því, hvar hún vex, þá mun óhætt að fullyrða, að söfnum vér vandlega skýrslum um jurtarannsóknir í öðrum iöndum, þar sem líkt stendur á og hjá oss, þá munum vér fá út úr þeim fullt eins áreiðanlegan fróð- leik um samsetning fóðurjurta vorra, eins og vér getum vænzt að fá af rannsóknum þeirn, sem nú er verið að styrkja af landsfé. Þeg- ar eg nú lít á þessar rannsóknir, þá eru fyrst og fremst engar skýrslur komnar um árang- ur þeirra; en heyrt hef eg, að jurtirnar, sem til rannsókna voru sendar, hafi flestar verið úr Eyjafirði og Skagafirði, sem hvorutveggja eru megringssveiti'r, og verður því fremur lítið á þessu að byggja, þótt nú rannsóknin heppnist vel 1 sjálfu sér. Eg þykist vita það með vissu, að það hafi að eins verið lítið af jurturn, sem út var sent til rannsókna og sannorðir menn úr Skagafirði hafa skýrt mér frá því, að rannsóknir þar mundu öllu rneir hafa gengið út á það, að grennslast ept- ir> atkvæðum manna fyrir kjörfund, en hitt, að safna jurtum til rannsóknar. Ef vér vilj- um halda áfram að veita styrk til jurtarann- sókna, þá sýnist mér um tvennt að gera, ann- aðhvort að veita Helga Jónssyni hann, eða þá Stefáni Stefáns§yni, þó ekki til fóðurjurta- rannsókna, eins og nú, heldur til að rann- saka, hvaða jurtir vaxa hér á landi. Ef Helgi Jónsson fær ekki styrk — og eg verð að játa, að margt liggi okkur nær en að veita honum hann — þá er rangt, að þessi styrkur standi. Ef vér nú athugum, hvort praktiskt gagn rnuni geta orðið að styrk þessum, þá teleg það ekki líklegt, þegar litið er á ástand vort og fátækt landsins. Vér vitum, að fóður- jurtir eru mismunandi á ýmsum stöðum, en þóttvérvitum þetta, eigum véreinatt ekki kost á að breyta lífsskilyrðum þeirra; vér vitum, að taða er mjög misjöfn, og að opt þarf ekki ann- að til að bæta hana, en lokræsa túnið eða bera betur á það; þá fara að spretta þar hagkvæmar jurtir. Þó neita eg því ekki, að glögg þekking á samsetning fóðurjurtanna hafi að vísu verulega þýðingu, einkum sé um stórar túnasléttur að ræða, þar sem gras- fræi er sáð, Vér vitum, að í mýrum er lé- legt gras, en það eitt gagnar ekki, að gróð- ursetja þar plöntur af góðum tegundum; það þarf að ræsa mýrina fram, og undirbúa jarð- veginn, sao að hinar nýju plöntur geti þrif. izt í honum. Sá, sem ætlar að taka að sér rannsóknir fóðurjurta, þarf að hafa til þess mikla undirbúningsmenntun; hann þarf að hafa hirt skepnur vetur og sumar, hann þarf að hafa tekið vandlega eptir, hvernig hinar ýmsu fóðurtegundir og beitijurtir reynast bú- peningi vorum, hvað bezt gefist kindum, hrossum og kúm, hver áhrif heyverkun hafi á notagildi heysins o. s. frv. Þessi bitlingsþegi, sem hér ræðir um, fór ungur í latínuskólann og þaðan bemt á háskólann, síðan varð hann kennari við Möðruvallaskólann. Hann hefur því ekki átt kost á þeirri praktisku undirbúningsmenntun, sem nauðsynleg er til að geta leyst starf þetta af hendi, hann hef- ur ekkieinungis þá „teoretisku11 þekkingu, sem til þess útheimtist. Eg neita því ekki, að hann sé vel að sér í systematiskri grasfræði, en á fóðurjurta- og beitijurtarækt hefur hann ekki meiri þekkingu en hver annar. Það er því jafneinkennilegt, að hann skyldi fara fram á, að sér yrði veittur styrkur þessi, og hitt, að hann fékk hann. Það eru komnar tvær br.till. viðvlkjandi fjárveiting þessari; önnur fer fram á, að styrkurinn sé lækkáður úr rooo kr. í 500 kr„ en hin fer fram á það, að liðurinn sé með öllu felldur burtu. Eg veit ekki, hvort síðari tillagan er fullrétt, því eitthvað hefur þó verið sent af jurtum á „kemiskt labora- tóríum", og það mun þó réttast, úr því sem komið er, að fá rannsókn þeirra Iokið þar, og þær sendar heim, en til þess þarf nokk- urt fé (Stefán Stefánsson: Það er fyrir hendi nóg fé til þess). Þá er eg ekki með brt. í þá átt, að 500 kr. séu látnar standa; en eg vil mælast til þess, að styrkþeginn skrifi eptir analysistöflunum, og auglýsi þær t. d. í hinu opinbera auglýsingablaði, svo að kostur gefist á, að sjá árangurinn af rann- sóknarstarfinu, ef ske kynni, að það opnaði augun á þjóð og þingi fyrir gagnsleysi þeirra. í sambandi við þetta vil eg geta þess, að nú eru um 20 ár síðan eg byrjaði að stunda búfræðisnám, og þótt eg hafi aldr- ei notið neins opinbers styrks til þess, og eigi haft ástæðu til að verja »mörgum þúsundum króna úr eigin vasa« eins og »kennarinn«! þá hef eg þó aflað mér fræðslu í þeirri grein, bæði hér á landi og erlendis, þótt eg hafi aðallega orðið að stunda nám mitt upp á eigin hönd. Stöðugt hef eg lagt mesta áherzlu á kvik- fjárræktarfræði og fóðurjurtafræði. Mun mér óhætt að fullyrða, að eg hafi vel kynnt mér flestar helztu bækur í þeitn greinum, er út hafa komið á Norðurlönd- um á síðasta mannsaldri. Þegar eg 1887 skrifaði ritgerð mína »Um fóðrun búpen- ings«, byrjaði eg jafnhliða að safna til ritgerðar um fóðurjurtir. Þá var eg svo óþroskaður, að eg áleit, að eg gæti skrif- að'ritgerðum það efni, og var mjög hrif- inn fyrir að senda jurtir út til rannsókna. En eptir því, sem eg fékkst meira við þetta efni, rak eg mig á nýja og nýja erfiðleika. Eg sá, að til margra ára þyrfti að rann- saka jurtir um land allt, og enn fremur rannsaka þær eptir mismunandi vaxt- arstigi, hrakningi, geymslu og rnörgu fleiru, er sérstakt væri fyrir ísland, en til þess þyrfti stórfé. En þótt allt þetta fengist, þá væru notin lítil, neraa kvik- fjártegundimar væru einnig rannsakað- ar á vísindalegan hátt. Búpeningur hér : á landi er að mörgu léyti ólíkur erlend- t um, og óhætt er að segja, að útlendir 1 fræðimenn f kvikfjárrækt myndu t. a. m. ' eigi trúa því, að hestar hér á landi gætu ( lifað á því fóðri, sem þeir verða opt að 1 lifa á. Einnig væri afarnauðsynlegt að t rannsaka, hvórt skepnur f hinum ýmsu 1/3 y._að minnsta kosti J vJClI I llCti joo ára gainlar— ♦ 1 enskar og þýzkar X X — B Æ K U R = ♦ ♦ koparstungur með stimpluðu ártali ♦ ♦ og sérstaklega útlendar (ekki íslenzk- ♦ X ar) gamlar B I B L í U R " ♦ kanpir ♦ Chr. Sehierbeck X prakt. læknir. X Reykjavík. ♦ $♦♦❖♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦• héruðum landsins, þyrftu eigi talsvert mis- munandi fóður, þótt jafnt væri að gæð- um. Góðir og athugulir fjármenn veita því opt eptirtekt, að sumar skepnur af sömu tegund þurfa fyrir hvert pund eig- in þyngdar, T/4—r/2 meira af hinni sömu fóðurtegund, en aðrar. Þetta getur byggzt á mismunandi meltingarfærum, mismun- andi krapteyðslu við sömu hreyfingar, mis- munandi legu fitunnar á skrokknum og mörgu fleiru, sem þarf að rannsaka jafn- hliða fóðrinu, ef það á að verða að til- ætluðu gagni. Þessi rannsókn viðurkenni eg, að sé mjög nauðsynleg 1 landinu sjálfu, en til þess vantar fé og menn, sem stendur. En fyrir kák-rannsóknir, eins og hér er um að ræða, er þjóðin engu nær. Margra ára söfnún til ofannefndrar rit- gerðar um fóðurjurtir, og í 8 ár að fást við kennslu f kvikfjárrækt og fóðurjurta- fræði, hefur fært mér heim sanninn um það, að mörg skilyrði vöntuðu til þess að eg gæti fullsamið nefnda ritgerð, og það hefur einnig sannfært mig um, að eghafi sízt oftalað, þegar eg mælti á móti styrkn- um til fóðurjurtarannsóknanna. Og eg veit, að ef »kennarinn« hefði haft ljósa og víð- tæka þekkingu í þessu efni, þá hefði hann aldrei beiðst styrksins; því eigi vil eg væna hann þess, að hann hafi meira hugs- að um að fá peningana, en um þau not, er þjóðin hefði af rannsóknarstarfinu. Þingeyrum á þorraþræl 1902. Um Pál Briem amtmann og væntanlegt framboð hans skrifar merkur bóndi í Húnavatnssýslu með- al annars 20. f. m. ---»Það er auðséð, að maðurinn er altekinn af þingmennskuhug eða »ráðgjafa»feber«. Það er annars nokk- uð svæsið kapp, sem P. Br. leggur á að trana sér nú frarn í pólitlkinni eptir að hafa horft þegjandi á deiluna og aggið síðan 1895 og ekki hreyft hönd né fingur til að gagna þessu máli fyr en nú, að það er komið í bezta horf án hans tilstillis. Það lítur út fyrir, að hann sé einn af þeim sein hneigðari eru fyrir að uppskera, en að plægja og sá. Það er aldrei við- kunnanlegt að »spekúlera« í því að njóta ávaxtanna af erfiði annara. Eg hef nú reyndar ávallt haft fremur lítið álit á P. Br., þótt hann fljótfær og drottnunargjam m. m. og mætti nefna þess mörg dæmi. En þó hefur hann aldrei »bugtað sig og beygt« eins greinilega og nú til að þókn- ast öllum. Enn hef eg þá von, að hann kornist ekki hér að, þótt mikið kapp sé á það lagt. T. d. er öll kaupmannastétt- in mjög »spennt« fyrir honum, og nú er sýslumaðnr víst algerlega búinn að »er- klæra« sig hans mann, og hélt eg lengi vel, að hann mundi kynoka sér við því, þótt hann langaði til þess. En reyndar var ekki við öðru að búast en þessu — Árnessýslu (Laugardal) 7. marz.: Tíðin hefur yfirleitt verið góð, það sem af er vetrinum. Auðvitað voru (jöktverð harð- indi frá því 6 vikur af vetri og fram að þorrakomu, en síðan ómunaleg t(ð, bæði frost- og snjólítið. Förgun á skepnum rnjög lítil yfirleitt; heybirgðir því almennt í bezta lagi. Seint í febrúar héldu hreppsbúar búnaðar- félagsfund, og var á þeim fundi heitið verð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.