Þjóðólfur - 02.05.1902, Side 1

Þjóðólfur - 02.05.1902, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR. Viðaukablað J!S 9. Viðaukablað við Þjóðölf 2. maí 1902. Kosningarnar í vor. IV. í Borgarfjardarsýslu er hinn fyrv. þingmaður þeirra Borgfirðinga Björn búfr. í Gröf sagður viss að verða end- urkosinn, enda mundi það kjördæmi ekkert bæta sig á að skipta nú um þingmann. Er Björn einkar vel skyn- samur maður, og kom mjög liðlega fram á þingi síðast, svo að alls ekk- ert bar á neinum samvinnuóþýðleik eða sérstæði í skoðunum, er sumum þótti bóla á hjá honum 1893, þá er hann kom fyrst á þing, ungur og óreynd- ur. Af þingmönnum úr heimastjórn- arflokknum er hann einna fastastur fyr- ir og tryggastur sínum málstað, svo að óhætt má á honum byggja, enda hefur hann ekki hrakizt eins og strá fyrir vindi með stefnu sína, eins og sumir þeirra manna, er aldrei geta ann- að en borið kápuna á báðum öxlum, eptir því hvað vænlegast muni til sigurs í það og það skipti. Slíkir menn hafa ekkert erindi á þing, menn, sem ekki hafa þrek eða sjálf- stæði til að fylgja fram skoðunum sín- um, þrátt fyrir það þótt þeir kunni að lenda í minni hluta. En því mið- ur er mörgum svo farið, og eru þeir að voru áliti ekki nema hálfir menn, alstaðar hálfir, hvergi heilir og óskipt- ir, ávallt hálfvolgir en aldrei einlægir, ávallt grunsamir, aldrei tryggir flokks- menn, að minnsta kosti ekki í nauð- beit, og naumast heldur í blásandi byr beint á eptir. Að hafa þessa menn í flokki er því ekki ólíkt því að sigla með „lík í lestinni", ogþykir sjómönn- um það ekki heillavænleg sigling. Nú hefur heyzrt, að Þórhallur Bjarnarson lektor bjóði sig enn á ný fram í Borg- arfirði eptir alllanga umhugsun og efa- semdir. Mun hafa þótt óárennilegt að leggja þar aptur að gagnvart Birni og rennt því huganum til ýmsra annara kjördæma, en séð þar víðast „óvini sitja á fleti fyrir" og hætt því við. Jafnvel þótt hann sé Valtýingum and- stæður í bankamálinu og muni þar nokkurnveginn öruggur, verður hann að teljast til þess flokks í stjórnarskrár- málinu (sbr. 16 manna ávarpið frá 1897 og réttlætingu hans á afnámi 61. gr. á almennum fundi í Rvík ekki alls fyr- ir löngu), enda þótt hann síðar hafi lýst yfir óhugð sinni á aðferð Hafnar- stjórnarmanna á síðasta þingi. En hann var eins og menn vita, ekki heldur á því þingi, og því hæpið, að hann hefði tekið sig einn út úr, hefði hann verið þar, óvíst, að hann hefði orðið harð- ari af sér, en séra Sigurður Jensson reyndist. Þótt enginn neiti því, að séra Þórhalli sé margt vel gefið, þá virðist engin ástæða fyrir Borgfirðinga að taka hann nú fram yfirBjörn í þetta sinn. En að líkindum kemst séra Þ. einhverntíma síðar á þing, ef hann lif- ir lengi, og það er ekkert á móti því, þá er hinar pólitísku öldur eru lægðar. Þá er Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þar bjóða sig aptur fyrri þingmennirn- ir, þeir Þórður Thoroddsen héraðslæknir og Björn Kristjánsson kaupm. Þótt þeir eigi að heita sömu pólitísku skoð- unar, og að því leyti báðir jafn óá- litlegir sem þingmenn frá sjónarmiði heimastjórnarmanna, þá er þar þó mik- ill mannamunur, að því er þingmennsku- hæfileika snertir yfirleitt, því að Þ. Th. hefur þá í bezta lagi, en B. Kr. mjög laklega, og hefði aldrei átt að hreykja sér í þann sess, sem alls ekki er við hans hæfi og verður aldrei, hversu lengi sem Kjósar- og Gullbringusýslubúar gerast svo grannvitrir að tildra hon- um upp í hann. Þótt ekki væri annað en afskipti hans af bankamálinu og hinar skynsamlegu(l) skriptir hans um það, ætti það að vera nóg til að sann- færa alla meðal-skynuga kjósendur um, að sá maður hvorki á að skipa né getur skipað fulltrúasæti áþingi. Það sýnir Ijós- ast, hve kjósendur í sumum héruðum eru enn á lágu stigi í skilningi á hæfileik- um manna til þingsetu, að það er t. d. fullyrt, að B. Kr. muni hafa meira fylgi í kjördæminu en t. d. Þ. Thor- oddsen(l). Auðvitað er kjósendum í þessu kjördæmi nokkur vorkun, ef þeir hafa ekki um aðra en Valtýska kandí- data og stórabankamenn að velja. Meira að segja kvað Hafnarstjórnarmenn vera svo öruggir um kjördæmið, að þeir gætu látið hann Valtý sinn taka það „eins og að drekka", ef annarhvor hinna (einkum B. Kr,) yrði svo veg- lyndur að þoka fyrir honum. Er þetta heiður mikill fyrir Gullbringu- og Kjós- arsýslubúa og vottur um sjálfstæði. En samt sem áður er oss kunnugt um, að það eru fjöldamargir kjósendur í þessu kjördæmi, sem eru harðóánægðir með að hafa ekki um önnur en valtýsk þing- mannaefni að velja og væri því gust- uk fyrir einhvern heimastjórnarmann að freista, hvort þar fylgi nokkur hug- ur máli og bjóða sig fram, en þess er ekki að vænta, að neinn geri það, nema hann hafi örugga von um allmikið fylgi fyrirfram. Það hefur að vísu heyrzt, að Jón Þórarinsson Flensborgarrektor muni bjóða sig fram, en hann getur naumast talizt til heimastjórnarflokks- ins, enda þott heyrzt hafi, að hann sé „snúinn". En J. Þ. mun ekki vera hlynntur Warburgsbankanum, og er að því leyti skárri en B. Kr., er manna mest hefur lagt sig i líma, þótt af veik- um mætti sé, til að ryðja Warburgs- bankanum braut, en spilla fyrir lands- bankanum og níða hann niður á þann hátt, sem hannhefurgert og allir þekkja. í hverju öðru landi en íslandi mundi slíkt atferli hafa útilokað höfundinn frá þingsetu alla sína daga^ hversu góðum hæfileikum, sem maðurinn hefði verið gæddur að öðru leyti, Kjósendur í Gullbringu- og Kjósarsýslu ættu nú að sýna þá rögg af sér að hrista af sér valtýska okið og skora á einhvern mann úr heimastjórnarflokki, er þeir þekkja, til að gefa kost á sér til þingmennsku, svo að Gullbringu- og Kjósarsýsla verði ekki lengur einhver dökkvasti blettur- inn á landinu í heimastjórnarbaráttu þess, því að það er vansæmd fyrir kjör- dæmið. Um Reykjavík er óþarft að fara mörg- um orðum. Heimastjórnarmenn eru vongóðir um, að Tryggvi bankastjóri nái endurkosningu, og hinir eru sjálf- sagt vongóðir líka, að annarhvor Jón- anna komist að. Spyrjum að leiks- lokuin en ekki vopnaviðskiptum. Enn sem komið er mun óhætt að fullyrða, að horfurnar fyrir bankastjóra sé mikl- um mun betri en hinna, eins og eðli- legt er, því að Reykjavík hefur aldrei verið arinn valtýskunnar, þótt sumir svæsnustu fylgismenn hennar hafi átt og eigi enn hér heima, og allur þorri embættismannanna sé henni hlynntur. Malgagni Valtýinga hér hefur algerlega mistekizt að snúa Reykvíkingum til Valtýstrúar, hversu ákaflega sem það hefur barið bumbuna og blásið sig út, til að slá til hljóðs fyrir þessu nýja „evangelio": valtýskunni og Warburgs- bankanum. Það má heita sprungið á hvorutveggju, en til fulls ætti roðið að rifna í vor við kosninguna hér. Þá er Arnessýs/a, eitthvert mesta á- hyggjuefni Hafnarstjórnarflokksins, eins og lýsir sér í því, að séra Olafur í Arnarbæli hefur verið fenginn til að yfirgefa Austur-Skaptafellssýslu og af- henda hana ef til vill með því í hend- ur mótstöðuflokknum, en skipað í þess stað að skjóta geiri sínum þangað, er þörfin meiri fyrir sé, nfl. < Árnessýslu, er annars sé í veði og sjálfsagt her- fang heimastjórnarflokksins. En séra Ólafi er treyst bezt til að hrifsa hana aptur undir ok valtýskunnar að fullu, og Eggert bóndi i Laugardælum lát- inn fylgjast með presti til aðstoðar. Og sem hlýðinn flokksmaður, hefur séra Ólafur ekki látið segja sér það tvisvar, hvar hann ætti að skipa sér í fylkinguna. Hitt er eptir að vita, hvort Árnesingar verði svo hrifnir af honum, að þeir gleymi sjálfum sér, gleymi for- tið sinni, gleymi hver séra Ólafur er, hvar hann stendur og hvernig fram- koma hans var á síðasta þingi í aðal- malunum, sem nú verður valið eptir, stjórnarskrármálinu og bankamálinu, gleymi því hversu dyggur og fylgispak- ur hann hefur reynzt klíku þeirri, sem við Valtý er kennd m. fi., er hér skal sleppt. Sem prestur er séra Ólafur ef- laust á réttri hyllu, en við „pólitik" ætti hann sem minnst að fast. Það lætur honum ekki og getur hann ef- laust ekki að þvi gert; hæfileikar hans liggja ekki á því sviði. Eggert bóndi í Laugardælum kvað vera allötull bú- rnaður, en ekki er það einhlítt til þingmennsku. Ánnars ermaðurinn lítt þekktur. — Ur heimastjórnarflokkn- um verður í boði Pétur GuðmUndsson, kennari og oddviti á Eyrarbakka, greind- ur maður, óveill og einbeittur; hafði hann mikið fylgi við kosningarnar síð- ast, og hefur væntanlega mun meira nú. Jafnframt gefst kjósendum til kynna, að ábyrgðarmaður þessa blaðs býður sig fram til þingmennsku í Ár- nessýslu í vor, þykir ekki ástæða til að þoka að óreyndu fyrir áhlaupum Valtýinga, en treystir þvi, að Árnes- ingar láti nú ekki flekast af iortölum valtýskra skrumara eða hlaupasendla, hverju nafni sem nefnast. Vér trúum ekki öðru, en að kjósendur þar haldi uppi fornum heiðri kjördæmisins, og kjósi ekki þá menn, sem flækzt hafa í Val- týs- eða Warburgsneti. Að Árnesing- um mistókst í þessu síðast, að því er 2. þingmanninn snerti, var ekki þeim að kenna, heldur því, að allur þorri kjós- enda vissi ekki glöggt um afstöðu þess manns í stjórnarskrármálinu og banka- málinu. Og þótt „Islafold" ausi nú að vanda hrópyrðum og níði yfir heirna- stjórnarkandídatana í Árnessýslu, þá mun Þjóðólfur láta sér það í léttu rúmi liggja. Vér berurn svo gott traust til Árnesinga, að þeir láti ekki fólsku ísafoldar og fjandskap hennar við ábm. Þjóðólfs hafa áhrif á sig. Hún má því gjarnan halda áfram að „tóna“. í Rangárvallasýslu ætla menn, að heimastjórnarmönnum takist að hrinda burtu báðum fyrv. þingmönnum, sýslu- manninum og Þprði í Hala; að minnsta kosti er Þórður talinn viss að falla. En sýslumaður ætti ekki fremur að komast á þing, því að það mun mest hafa verið hohum að kenna, hversu Þórður bi'ást flokksmönnum sínum, og mun hann hafa fullkomlega séð síðar, hve hollráður sýslumaður hefur verið honurn, eða hitt þó heldur, og hverja sæmd hann hefur fengið af því, að ganga Hafnarstjórnarflokknum á vald. En sýslumaður Rangæinga hafði frem- ur litlar virðingar á þingi, þótti t. d. stirður mjög til allrar samvinnu m. fl. Hannætti því ekki að vera aðtroðasérinn á þing.valdsmaður sá.—Af hálfu heirna- stjórnarflokksins bjóða sig frarn i Rang- árþingi, séra Eggert Pálsson á Breiða- bólsstaó, sem er talinn hárviss að ná kosningu, og hinn gamli þingmaður þeirra Sighvatur dbrm. Árnason, sem líklega getur orðið sýslumanni skeinu- hættur, þótt gamall sé. En honum hefur að því er séð verður ekkert hnignað að líkáms- eða sálarkröptum síðustu ár, eða síðan 1899, hann var endurkosinn á þing. Rangæing- um hefur ekki verið og verður ekki vansæmd að Sighvati gamla á þingi. Hann er fastari fyrir og vissari flokks- maður en flestir aðrir. Það yrði Rangæ- ingum til mikillar sæmdar, ef þeim tækist nú, að skipta um báða þing- nxennina. Vonandi að svo fari. Um Vestmanneyjar þarf ekki að tala. Jón Magnússon landritari verð-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.