Þjóðólfur - 16.05.1902, Síða 2

Þjóðólfur - 16.05.1902, Síða 2
78 tvískipt, að kosið væri til efri deildar á annan hátt en til hinnar og þá helzt með þreföldum kosningum, þannig, að amtsráðin veldi alla mennina, en enginn væri konungkjörinn og kjörtíminn í þeirri deild þrefallt lengri en í neðri deild. Það er trúlegast, að þetta fyrir- komulag yrði mjög þarflegt, einkum nú, þegar auðséð er, að algert þingræði getur komizt á, því að þá er þörf á meira stöðugleika f þinginu. Með vax- andi valdi þjóðarinnar, sem enda á í fullu þjóðræði, eykst vandi og ábyrgð kjósendanna stórum, en vandi þingsins vex einnig í sama mæli, og því er ugg- laust betra, að hafa dálítið íhaldsvald í efri deildinni, enda er þetta samkvæmt dæmum annara þjóða. Það þarf vel að vanda, sem lengi skal standa, má hér segja. Og nú verða líklega lögin um leynikosningarnar samþykktar á næsta þingi, og ætti þá um ieið, að athuga vel, hversu skipun efri deildar sé heppilegast háttað. 8. grein á þsk. 39 og 6. gr. á þsk. 218 um kosningarréttinn eru samhljóða í báðum frv. Það er góð réttarbót, en nær heldur skammt í því efni, að kosningarréttur sumra manna, er bund- inn við 4 kr. útsvar í staðinn fyrir, að menn gjaldi eitt hvað til allra stétta, eins og sagt er um bændurna. p. grein í frv. á þsk. 39 er eigi til í frv. á þsk. 218. Breytingin, sem hún gerir ráð fyrir, frá því sem nú eru lög, er það að menn geta orðið þingmenn 25 ára. Einnig það er réttarbót. En þessi breyting og eir.s hin í greininni' næst á undan eru fremur í áttina til að skapa nauðsyn á, að breytaeitthvað skipun efri deildar, svo meiri stöðug- leiki verði í henni heldur en nú getur verið. 10. grein á þsk. 39. er heldur eigi á þsk. 218. Þetta er stórmerkileg grein, sem ræðir um fridhelgi alþingis. Hana ætti því endilega að samþykkja. 11. grein í frv. á þsk. 39 og 7. gr. í frv. á þsk, 218 eru alveg eins. Það er gott að geta með einföldum lögum breytt til urn það, hvaða dag og hversu opt alþingið kemur saman. 12. grein á þsk. 39 og 8. gr. á þsk. 218 eru líkar að gæðum og ræða um fjárlögín. Ókosturinn í báðum frv. er þar sá, að konungurinn einn en eigi þingið fær að ráða hversu há útgjöld- in séu til æztu stjórnar landsins; en á meðan slíkt er í lögum, höfum vér eigi full fjarráð. Þessu þarf endilega að breyta hið fyrsta að hægt er. ij. grein á þsk. 39 og 9. gr. á þsk. 218 eru samhljóða. Greinin ræðir um sameinaða þingið og er góð umbót frá því sem nú er. 14. grein á þsk. 39 og IO. gr. á þsk. 218 um þingsetu ráðherrans mega einn- ig heita samhljóða. 15. grein í frv. á þsk. 39 og II. gr. í frv. á þsk. 218 eru samhljóða og innleiða þá réttarbót, að eigi þarf nema helming deildarmanna til að gera á- lyktun, en nú eru það tveir þriðju. 16. grein á þsk. 39 er eigi til á þsk. 218. Hún er um heimildina að vísa málinu til ráðherrans og er lítil breyt- ing frá því, sem nú er. 17. grein á þsk. 39 er heldur eigi áþsk. 218. Greinin er um opinbera og leynilega þingfundi, og er lítil breyt- ing. 18. grein í þsk. 39. er eigi til á þsk 218. Hún er þýðingarlítil og ræðir að eins um, hvenær þessar ráðgerðu breytingar nái gildi. icj. grein í frv. á þsk. 39 og 12. gr. í frv. á þsk. 218 eru síðustu greinarn- ar og mega heita samhljóða, en það er að eins stundarákvörðun um dóms- vald hæstaréttar yfir ráðherranum. Hennar ætti eigi að þurfa, því lögin um ráðgjafaábyrgð og landsdóm ættu að geta komið út samhliða nýju stjórn- arskránni. Af þessum samanburði má nú sjá, að 10 m. frv. hefur fjöldamarga ogstóra kosti fram yfir hitt, en þar á móti hef- ur vaitýska frv. eigi einn einasta kost, sem eigi sé { IO m. frv. Þetta frv. á þsk. 39 ætti því beinlínis að leggja til grundvallar við breytingarnar, en líta eigi við því á þsk. 218. Sumar breyt- ingarnar bera þess vott, að skemmra hefur verið farið en æskilegt væri, liklega af tómri málamiðlun og til- raunum til samkomulags milli flokk- annn, en nú ætti að mega fara nokk- uð lengra í umbótunum, og ef til vill taka fleiri breytingar með. Það er mjög sennilegt, að Valtýssinnar haldi sínu ófullkomna frv. fram, sem undir- stöðu breytinganna á aukaþingi í sum- ar, þar sem hinn flokkurinn mun vafa- laust byggja á sínu góða frv. Varizt því allir sannir frelsisvinir, að kjósa nokkurn Valtýing í vor, það að velja þá, getur leitt til þeirrar ógæfu, er þjóðin seint eða aldrei bíði bætur á, það er því háalvarlegur tími nú. Von- andi er, að vér Islendingar náum nú voru lengi þráða frelsi, og það er und- ir oss sjálfum komið, að hljóta það. Guð gefi góða malstaðnum sigur. Kvennabrekku í apríl 1902. Jóhannes L. L. Jóhannsson. III meðferð á Ameríkuförum. I danska blaðinu »Politiken« 21. f. m., hafa 74 Ameríukfarar frá Skandinavíu kvart- að yfir ótilhlýðilegri aðbúð á allan hátt, er þeir hafi orðið að sæta á skipi Beaver- línunnar frá Liverpool til Ameríku. Hafa þeir mælzt til, að kæra þeirra yrði birt í blöðum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, til þess að vara almenning við þessu enska útflutningafélagi, Beaverlín- unni, sem kunnugt er einnig hér á landi og lítt að góðu, og kvað einn leyniagent frá þessu félagi, Sveinn að nafni Brynjólfs- son, gamall félagi Sigurðar Kristófersson- ar, vera að flækjast hér um land og fá menn til þess að »forskrifa« sig vestur með þessari »línu«. Er því ekki úr vegi, að íslendingar fái að heyra ágrip af vitn- isburði þessara 74 vesturfara um aðbúnað þeirra hjá þessu mannaveiðafélagi. Þeir byrja á því, að þeir hafi verið fluttir á fjárskipi frá Esbjærg til Englands, samanþjappaðir í óhreinum klefum eins og síld í tunnum, svo hafi þeir orðið að bíða 8 daga í Liverpool, þótt þeim hefði verið lofað, að þar skyldi engin dvöl verða. En verst af öllu var þó sjóferðin frá Liverpool til Ameríku með skipi Beaverlínunnar »Lake Superior«, sem haft er til að flytja naut frá Kanada til Eng- larids, en notað hina leiðina til baka til fólksflutninga, sem það sé alls ekki lagað fyrir. Utflytjendurnir segja, að loptið á skipinu hafi verið nálega óþolandi, matur- inn óætur, kjötið grútúldið, jarðeplin frosin eða skemmd, smjörið súrt og rammt, súp- an og kaffið eins og þvottaskolp, skip- verjar æðri og lægri mjög ókurteisir og ósvífnir, einkum læknirinn, er ekki hefði sinnt þeim, er spurðu hann ráða. 011 björgunarfæri hefðu verið í versta lagi, einn, maður hafi farið útbyrðis, en bátarnir hafi verið í svo mikilli óreiðu, að enginn þeirra hafi náðst niður, og maðurinn hafi ekki sést síðan. Segja þeir loks, að ef skipinu hlekkist eitthvað á, þá séu bátarnir ekki nógu margir til að bjarga helmingi far- þeganna. Þessa kvörtun rita þeir á skip- inu á leiðinni vestur 28. marz þ. á., og segjast gera það til að vara landa sína í Skandinavíu við þessari Beaverlínu. Svipaðar kærur og þessi hafa opt heyrzt frá íslenzkum vesturförum, einkum þeim, sem farið hafa með þessari línu. En fólk er jafnhamslaust eptir sem áður til að »forskrifa« sig og trúa lygagyllingum leigðra agentsnápa vestan frá Ameriku, sem ættu að vera óalandi og óferjandi á landi hér, og handsamaðir af yfirvöldunum sem flakkarar, og sendir vestur á sinn hrepp á kostnað þeirra, er þá sendu. Það má lifa á íslandi enn. 1. marz þ. á. lézt hér í Stykkishólmi auðugasti og einhvernýtasti maðurinn hér 1 sýslunni, Bjarni skipstj. Jóhannsson. Hann var sonur séra Jóhanns Bjarnason- ar, sem um nokkur ár var aðstoðarprest- ur að Helgafelli, og fæddur2Ó.maí 1855. Hann dó barnlaus og var þó tvlkvæntur, 1 seinna skiptið Önnu Maríu Sigurðardótt- ur, ættaðri héðan úr Stykkishólmi. Hann hafði verið skipstjóri fram undir 20 ár og átt heima hér í Stykkishólmi 28 ár. Bjarni heitinn var svo mikill fjörmaður, að hann átti bágt með að sitja kyr eða standa, enda vann hann hvert verk fljótar og öðruvísi en almenningur. Hann var sjómaðnr með afbrigðum, áræðinn en þó aðgætinn,ogbar skipherranafnið með meira rétti en flestir aðrir, enda mun manninum hafa verið sýnna um að láta aðra hlýða sér én að hlýða öðrum. Hann var óhlífn- ari á brjóst mönnum en bak, og örari í lund en á fé, enda var hann lítt mennt- aður og hafði ekki tekið við arfi eða gjöfum. Hann lét eptir sig nokkuð á 6. tug þús., en gaf sinn hluta úr því allan »styrktar- sjóði ekkna sjódrukknaðra« í Stykkishólmi 2500 kr., hinum fyrirhugaða vita á Ell- iðaey 1000 kr. og afganginn, líklega um 15000 kr., til framfara Stykkishólmi. »Nú get eg dáið rólegur«, sagði Bjarni heitinn, er hann hafði ráðið af að gefa gjöfina við mann, er verið hafði í ráðum með honum, og skrifaði svo undir arfleiðslu- skrána í rúminu. »Ætli sé ekki bezt að láta mig sigla útí Bjarnarhöfn«, sagði hann, er hann var spurður um, hvar hann vildi liggja. Svo sigldi hann í bezta byr þang- að út eptir, og Stykkishólmsbúar breiddu þar ofan á hann 12. marz. L. H. Árnessýslu 6. maí. Það er vonandi, að allir Arnesingar muni eptir því, að kosningar til alþingis j eiga fram að fara fyrir þetta kjördæmi að Selfossi 2. júní; þess er óskandi, að kjós- endur athugi nú vel þennan stutta,‘tíma sem eptir er, hvern þeir hugsi sér að kjósa, að þeir ráði það fast með sjálfum sér og láti ekki ýmsa sendla snúa sannfæringu sinni. —Menn hér í Arnessýslu og víðar ættu að athuga vel stjórnarskrármálið, og þá ekki síður bankamálið, að gefa ekki þeim mönnum atkvæði sitt, sem vilja slengja þessari einu peningastofnun landsins í hendur útlendum okrurum. Það er sorg- legt, að nokkur islenzkur maður skuli vera svo ræktarlaus við ættjörð sína, að fylgja því Gyðingafrumvarpi, því bágt er að gizka á allar þær króka- leiðir, sem Warburg eða hans kumpánar leggja fyrir táfróða alþýðu, ef sú óham- ingjualda ætti yfir ísland að ríða, að þeir yrðu einvaldsdrottnunarherrar hér á eyj- unni okkar með peningastofnun sína. Eins og kunnugt er. bjóða sig fram í Arnessýslu þessi þingmannaefni: Hannes Þorsteinsson ritstj., Pétur kennari Guð- mundsson á Eyrarbakka, séra Ólafur Ólafs- son í Arnarbæli og Eggert bóndi Bene- diktsson í Laugardælum. Tveir þeir síð- asttöldu eru stóra bankanum meðmæltir, og óhætt að segja, að þeir yrðu einir hans sterkustu meðhaldsmenn, ef það óhapp kæmi fyrir, að þeir báðir í senn ættu sæti á þingi, en sjálfsagt er þeim ekki alllítið áhugamál, að komast í þingsessinn, þvl kunnugur skaut því að mér um daginn, að betra væri fyrir Eggert í Laugardæl- um að hafa vel járnað um þessar mund- ir, og eru það víst engin ósannindi, því fá uppboð kvað vera svo haldin í neð- anverðri Árnessýslu, að hann sé þar ekki, þó hann auðvitað hafi ekki annað erindi, en að »agitera« fyrir sjálfan sig; en mjög er það leiðinlegt fyrir þingmennsku-kandí- datana, að ganga að hverjum kjósanda, kalla hann á eintal ogbiðja hann að kjósa sig. Pétur Guðmundsson á Eyrarbakka hélt fyrirlestur fyrir skömmu í Þorlákshöfn. Lýsti hann því yfir, að hann gæfi kost á sér'við næstu kosningar; var almenntgerð- ur góður rómur að máli hans Og eng- ir mótmæltu skoðunum hans í minnsta máta, bauð hann þó hverjum sem vildi, að gera athugasemd við það, sem hann hefði sagt, en enginn stóð upp úr sæti sínu, hafa eflaust ekki treyst sér, þegar foringinn séra Ólafur í Arnarbæli var ekki viðstaddur, því ekki var hann á þessum fundi, og vonuðust þó sumir eptir, að hann mundi láta sjá sig þar. — Margir, sem á fundi þessum voru, kváðust mundu gefa Pétri atkvæði sitt fyrir bragðið, sem þeir annars mundu ekki hafa gert, og það meira að segja bændur úr Biskupstungum, þrátt fyrir það, þótt séra Magnús mundi vilja láta þá ganga undir merki séra Ól- afs og Eggerts í Laugardælum. Sumir munu ef til vill halda, að Ölfus- ingar séu með séra Ólafi, þar sem hann er sálusorgari þeirra, en það ferbetur, að margir og það betri mennirnir í þeirri sveit, eru sannfæringarbetri og sjálfstæð- ari en það, að þeir einmitt gefi séra Ólafi atkvæði sitt, þótt hann sé presturinn þeirra. Það væri skrftin hlýðni og undir eins hlægilegt af sóknarbörnunum, ef þau ekki að eins kysu prestinn, heldur jafnframt annan með hontim, er hann vildi láta kjósa, þrátt fyrir það, þótt kjósendurnir hefðu minna álit á því þingmannsefni en öðru, er prestur vildi ekki láta kjósa. Það verð- ur ekki varið, að sumir Ölfusingar eru mjög veikir fyrir, því einn sagði við mig um daginn: »að það væri nú hálfíeiðin- legt fyrir sig að kjósa ekki karlinn hann Ólaf, þar eð hann væri presturinn sinn, og svo hefði eitt þingmannsefnið sagt við sig, að stóri bankinn mundi komast á, og þá gæti hver sem vildi fengið nóga pen- inga, svo að segja afborgunar- og vaxta- laust«. — Svona meðulum er nú beitt við kosningaundirbúninginn; auðvitað hrífa þau ekki, eða ættu ekki að hrífa, nema þá á því trúgjarnari menn. Því skal ekki neitað, að vart munu Ölf- usingar hafa átt eða munu fá betri prest en séra Ólaf, en það er sitt hvað, að vera góður, þægilegur og skyldurækinn prestur — eða nýtur þingmaður. Séra Ólafur hef- ur fylgt Valtýs-klíkunni; þó að hann tal- aði ekki eitt orð í stj.skrármálinu á síðasta þingi, þá flæktist þó atkvæði hans með meiri hlutanum, oghann er trúr og dyggur fylgismaður Warburgsbankans, og bændur ættu að muna eptir prestafrumvarpinu; það er nýr peningaskattur. Hvað snertir fyrverandi þingm. Árnes- inga H. Þ., þá skal lítið um hann sagt, því hann mælir bezt með sér sjálfur, ef menn vilja hafa svo mikið fyrir og líta í þingtíðindin; hann hefur vtst ekki svikizt undan neinu því, sem hann lofaði kjós- endum sínum í fyrra, vildi spara fé þings- ins, sem framast var unnt, vildi ekki láta veita ýmsa óþarfa bitlinga t. d. skálda- laun og fleira, en vildi þó veiia einu af skáldunum okkar 1000 kr. heiðursgjöf £ eitt skipti fyrir öll, í staðinn fyrir 800 kr. á ári. Hann átti og mikinn þátt í því, að skipuð var milliþinganefnd til að í- huga fátækralöggjöfina, kom í veg fyrir, að lögreglustjórar fengju helmingi hærra innheimtugjald en nú af nýju tollunum, hindraði ýmsar hneykslanlegar fjárveiting- ar t. d. styrk til skotfélags Eskifjarð- ar, styrk til Jóns Þórarinssonar o. fl. Þetta og margt fleira sjáum vér af þingtíðindunum. — Mótstöðuflokki hans þótti mikið til hans koma í þeim málum, sem hann tók þátt í umræðum um. Það væri því óskandi, að Árnesingum auðn- aðist að hafa hann sem lengst á þingi; það er engin ástæða fyrir þá að hafna honum, heldur ættu þeir að kjósa hanní einu hljóði, ásamt Pétri kennara Guð- mundssyni á Eyrarb., hann er maður vel greindur, fastur fyrir 1 skoðunum slnum

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.