Þjóðólfur - 08.08.1902, Page 3

Þjóðólfur - 08.08.1902, Page 3
127 sínum, sem hafa legið ónotaðir í margar aldir. Hún vaknar til meðvitundar um gildi sitt. Og þegar hún lítur til baka, sér hún fyrir sér fortfð svo glæsilega, að bjarm- ann af henni leggur langt yfir það myrkr- anna djúp, sem grúfði yfir lífi hennar lengst af fráþví að þjóðveldinu lauk, og hún finnur hjá sér mál — afskræmt að vísu af margra alda tómlæti og hirðuleysi — en í eðli sínu svo ríkt og hljómfagurt og dillandi, að hún á ekki enn þær hugsanir eða tilfinningar til í eigu sinni, sem það nær ekki út yfir. I stuttu máli: Hún finnur að hún þarf ekki að byggja framtíð sína í lausu lopti — hún getur byggt hana d púsund dra gamalli menningu. — Eg býst við, að þér sjáið nú hvert eg stefni. Þetta stutta yfirlit á að nægja til að sýna það, að í hvert skipti, sem þjóðernis- tilfinningin hefur blossað upp, hefur hún um leið blásið nýiu lffi og nýju fjöri f þjóðina, og í hvert skifti, sem hún hefur dofnað, hef- ur líka kjarkurinn og framkvæmdaþrekið þorrið. Ijfskj'ór pjóðarinnar hafa stadid og standa enn í órjiífanlegu sambandi vid fjódernistilfinninguna. Og sem betur fer, hefur hún aldrei með öllu dáið út, þótt það hafi stundum legið við. Einmitt um sama leyti sem þjóðin er að ofurselja frelsi sitt og sjálfstæði, hefur hún þó svo mikla tilfinn- ingu fyrir sjálfri sér, að hún lætur sér um- hugað um, að geyma hjá sér í sögum og ljóðum endurminninguna um forna frægð og manndáð. Og mitt í allri eymdinni og ves- öldinni á 16., 17. og 18. öld, lifir stöðugt einhver neisti af henni innst f hjarta þjóðar- innar, eins og helgur fórnareldur sem aldrei slokknar. Nei, hefði þjóðernistilfinningin nokkurn tíma dáið út, þá stæðum við ekki hér í dag — stolt af okkar fslenzka þjóð- erni og okkar fornu og fögru tungu, sem við elskum svo heitt og — misbjóðum svo oft. Það er þjóðernistilfinningin, sem hefur haldið við lífskrapti þjóðarinnar. — Já, meira að segja, hún er sjdlf okkar Iífskraptur. Henni er það að þalcka, að Islendingar hafa nú í rúm 500 ár getað staðið á móti sterk- um og stöðugum áhrifum frá útlendri þjóð — okkur miklu framar f menningu — án þess að glata sínu þjóðareðli. Og pað er eldraun, sem fáar þjóðir hafa staðizt til til lengdar. Og hvað er þá þessi þjóðernistilfinning? Þjóðernistilfinningin er í raun og veru ekk- ert annað en ræktarsemi — ræktarsemi við fornar og nýjar endurminningar. Þess vegna köllum við hana líka öðru nafni pjóðrœkni. Þar sem þjóðræknin er á háu stigi, er hún sterkust og göfugust af öllum tilfinningum. Og svo sterk og djúp er þessi tilfinning af því, að hún er ekki eingöngu fædd af reynslu þeirrar kynslóðar, sem lifir í þann og þann svipinn, — því síður af reynslu nokkurs ein- staks manns — heldur af reynslu margra framliðinna kynslóða. Þegar við tölum um þjóð, þá skoðum við hana ekki eins og laus- legt samansafn af einstaklingum, heldur eins og sjálfstæða heild, þar sem allar lífshreyí- ingar eiga rót sína að rekja til sameiginlegra lífskjara, sameiginlegra og arftekinna endur- minninga, sameiginlegra vona og sorga, sam- eiginlegra þráa og sameiginlegra hugsjóna. Og sú lífsuppspretta, sem þjóðernistilfinning- in nærist af, er saga pjúðarittnar. Ein af fjallaþjóðunum í Asíu, sem lengst varði sjálfstæði sitt f fornöld á móti ásælni og yf- irgangi Persa, gerði konungi þeirra orð um, að hún ætlaði ekki að veita honum viðnám, fyr en hann væri kominn alla leið að gröf- um forfeðranna; þær kvaðst hún ætla að verja fram f rauðan dauðann. Grafir for- feðranna! — Það eru einmitt þær, sem þjóð- irnar eru að verja, þegar þær verja frelsi sitt og sjálfstæði. Við grafir forfeðranna eru tengdar þjóðanna dýrustu endurminningar. Þess vegna er það aðal-lífsskilyrðið fyrir hverja þjóð, hvort sem hún er stór eða smá, að varðveita óslitið sambandið við fortíðina. Endurminningin um fortfðina er lífsakkeri þjóðanna. Við það akkeri geta þær óhultar riðið af hvern aftakastorm; en höggvi þær á festarnar, þá er allt í veði. Sú þjóð, sem ekki leggur rækt við sína fortíð, verðskuld- ar ekki og getur heldur aldrei gert sér von um glæsilega framtíð. Þeir ment) eru til, sem glotta og hrista höfuðið, þegar minnst er á þjóðernistilfinn- ingu. Þeim finnst það hálfbroslegt, að ein- ar 90 þúsund sálir, sem mega heita ger- sneyddar flestum þessa heims gæðum, skuli vera að burðast með hugmyndir eins og „þjóðerni" og „þjóðernistilfinningu". Þeir álíta sjálfsagt, að það séu ekki aðrar en stór- þjóðirnar, sem hafi efni á því. Og ekki nóg með það, — þeim finnst þessi sjálfstæða þjóðernishugmynd meira að segja skaðleg. Þeim finnst það fjarri öllum sanni að vera nokkuð að binda sig við fornar þjóðarvenj- ur, og einskorða hugmyndir sínar og vonir við tungu, sem enginn kann deili á, nema þessar einu 90 þúsundir. Þeir vilja láta okkur kasta okkur skilyrðislaust út í hringiðu mannlífsins, lcæra okkur kollótta um okkar þjóðerni og okkar tungu, bara reyna að hafa sem mest af þessa heims gæðum upp úr krapsinu! Fyrirgefið þeim, því þeir vita ekki hvað þeir segja. Við getum eins vel hugsað okkur að láta flá af okkur skinnið lifandi, eins og að kasta af okkur þjóðernis- hjúpnum. Það getur enginn af okkur lifað eða hugsað sér að lifa, án þess að heyra til sérstöku þjóðerni. Sá maður, sem ekki gerir það, sem er allra sveita kvikindi, hann er sama sem núll — eða minna en núll. Utan þjóðernisbandanna getur ekki verið um neitt líf að ræða í þess orðs beztu merk- ingu, og hver sá maður, sem vill láta eitt- hvað gott af sér leiða í veröldinni, hann verður að heyra til einhverju sérstöku þjóð- erni, verður að lifa og nærast eins og kvist- ur af þess rót. Ef þess gerðist þörf, þá væri hægt að færa ótal dæmi því til sönnunar, að þjóðernistilfinningin hefur verið uppspretta alls þess fegursta og bezta, sem mannkynið hefur fætt af sér í listum og vísindum, dáðum og framkvæmdum, frá upphafi vega sinna og fram á þennan dag. Og svo eg snúi mér nú sérstaklega að okkar íslenzku þjóð, þá erum við svo fá- tækir og fámennir, að við þurfum einmitt sérstaklega að gæta okkar til þess að hverfa ekki alveg eins og krækiber innan um alla þjóðaþvöguna. Okkar land er svo hrjóstr- ugt og einstæðingslegt, þar sem það hýmir hérna norður á hjara veraldar, frostfjötrum bundið lengst af árinu, að okkur veitir ekki af að hafa okkur alla við, ef við eigum að nokkru gagni að geta tekið þátt í mannlífsins eilífu framsóknarbaráttu. Þar verðum við að Ieggja fram okkar skerf, hvað mikill eða litill sem hann verður, úr því við erum að berjast við að heita menningarþjóð; en því fátæk- ara og hrjóstrugra sem landið er, þess meiri kröfur gerir það til ástar og ræktar hjá lands- ins börnum. Já, þér þarf að beita kröptun- um til að ryðja braut fyrir nýjum gróðri og nýjum vonum út um allt landið, og inni fyrir í hjörtum landsins barna. Við tölum um fátæktina hér á landi — en mitt f allri okkar fátækt erum við þó stór- auðugir. I okkar fortfð eigum við svo dýr- mætan fjársjóð, að jafnvel sumar af stór- þjóðunum mega öfunda okkur. Með slíkar fortíðarminningar er okkur engin vorkunn að tryggja okkur fagra framtíð, að svo miklu leyti, sem mannlegur kraptur fær áorkað. Við þurfum ekki annað en að leita þangað til að styrkja og stæla okkar þrek og krapta. Við þurfum ekki annað en að halda fast við það, sem bezt er af okkar upprunalegu, meðfæddu og arfteknu einkennum. En þar fyrir þurfum við ekki og megnum við ekki að missa sjónar á umheiminum. Við meg- um ekki útiloka okkur frá áhrifum utan að. Þær hugmyndir eða nýjungar, sem við finn- um beztar og nýtilegastar hjá öðrum þjóð- um, eigum við að taka upp og laga eptir okkar eðli og okkar hæfi, gera þær hold af okkar holdi og blóð af okkar blóði. En að- alskilyrðið fyrir okkur er að halda fast við okkar þjóðarminningar. Nútiðin verður að taka höndum saman við fortíðina til að skapa framtíðina, — það er lífsins eilífa lögmál. Á fortíðarpekkingu byggist framtíðarvon! Á fortiðarreynslu byggist framtiðarlíf ! Þar sem ræktarsemin lifir kynslóð fram af kyn- slóð, er eins og helgur vættur vaki yfir þjóð- inni.' En þessi vættur snýst upp í refsivætt með reiðinnar sverð í hendinni, þegar þjóð- rækninni er varpað fyrir borð, því þá hefur þjóðin svikið það innsta og bezta í eðli sínu. Látum oss óska og vona að það komi aldrei fyrir þessa þjóð! Að lokum vildi eg leyfa mér að mæla fram með nýrn trú við ykkur, — trú, sem þó eiginlega er gömul. Það er trúin d mdtt sinn og megin. Eg held að það sakaði ekki þótt við hefðum dálítið meira af þeirri trú. Eins og við öl! vitum, var hún talsvert al- geng hjá forfeðrum okkar, og eg fyrir mitt leyti er ekki í minnsta vafa um, að hún hef- ur átt allmikinn þátt í framkvæmdum þeirra og er í raun réttri sá töfrasproti, sem öll mannleg og viðráðanleg mótspyrna verður að víkja fyrir. Það er margföld reynsla fyrir því, að það táknar ætlð byltingu í lífi ein- staklingsins, þegar hann fer að trúa á sjálf- an sig. Þar er eins og allir vöðvar stælist, og nýtt fjör og nýtt þrek færist um hann allan. Hann ræðst hiklaust á það, sem hon- um áður fannst ókleyft — og hann yfirstíg- ur allar torfærur. Alveg eins er með þjóð- irnar. Það táknar byltingu í lífi þeirra, þeg- ar þær fara að pekkja sjálfa sig og trúa á sjálfa sig. Það táknar nýja framsóknarbar- áttu, þar sem allt hið nýtasta og bezta í þjóðareðlinu spennir vöðvana og fetar drjúg- um skrefum inn í framtíðina. Og trúnni á kraptinn og þrekið í sjálfum sér fylgir óhjá- kvæmilega vonin um framför og sigur, því trúin og vonin eru eins óaðskiljanlegir föru- nautar ein^ og dagur og nótt. I þeirri föstu trú og þeirri öruggu von, að okkar íslenzka þjóð, sem hefur haft þrek til að liða og pola í margar aldir, án þess að glata eðli sínu, hafi einnig í framtíðinni kjark til að stríða og sigra undir sínu eigin merki, vil eg biðja alla að taka undir með mér þegar eg segi: EJiist og blómgist okkar elskaða föðurland! Útlendar fréttir. Katipmannahöfn 25. júlí. Loks heftir marqttis Salisbury gert alvöru úr því að leggja niðurstjórnartaum- ana; ráðaneytisforseti í hans stað er orð- inn Arthur Balfour lávarður, er sat í ráðaneyti S.’s (first lord of treasury) og verið hefur oddviti stjórnarflokksins 1 neðri málstofunni. B. er systursonur S.’s og lærisveinn hans í pólitík; um nokkra póli- tiska stefnubreytingu er þannig ekki að ræða. Af ráðgjöfunum í ráðaneyti S.’s ætlar að eins einn, Hicks-Beach fjár- málaráðgjafi, að fara frá; allir hinir sitja kyrrir. Chamberlain, keppinautur B.’s um forsetatignina, hefur meira að segja lofað að styðja nýja forsetann. Salisbury, sem er viðurkenndur sem einn af mestu stjórnmálaskörungum Breta — jafnað við Gladstone — var löngu orðinn þreyttui á stjórnarstríðinu, enda er hann 72 ára gl. (f. 3/. 1830), og nú, er Afríku- stríðinu var lokið, greip hann tækifæri til að segja af sér. S. varð þingmaður í fyrsta skipti 1857, ráðgjafi (fyrir Indland) 1866 í ráðaneyti Disraeli’s, ráðaneytisforseti í fyrsta sinn 1885. — Balfour er rúmlega fimmtugur og kvað vera fjölhæfttr maður — margþvældur í pólitík, gefur sig í tóm- stundum við vísindaiðkunum (heimspeki) og íþróttum. Játvarður konungur er nú á bezta bata- vegi; krýningin á frarn að fara í næsta mánuði. 15. þ. m. var konungur orðinn svo hress, að hann var fluttur úr Buck- ingharn höllinni, þar sem hann lá, út á skip; læknarnir telja sjóloptið sérlega hollt fyrir hann. Er þó enn rúmfastur. 12. þ. m. steig Kitchener hershöfð- ingi fæti á land í Southampton og kom sama dag til Lundúna; var vitanlega tek- ið með mestu viðhöfn. I Southampton var hann þegar gerður að heiðursborgara og á járnbrautarstöðinni í Lundúnum veitti prinsinn af Wales honum viðtöku ásamt öðrum stórmennum. Seinna heimsótti hann konung á sóttarsænginni, er mjög hafði fagnað komu hans. Steijn, Oraníuforsetinn gamli, er nú á leið til Norðurálfu, kvað vera sjúkur og hafa litla batavon. Þeir L. Botha, Del- arey og de Wet og fleiri af foringjum Búa eru líka væntanlegir hingað norður. Með- al Búa kvað vera talsvert sundurlyndi og óánægja með friðarsamninginn. Þeir af Búum, er gengu á vald Breta, meðan á stríðinu stóð, eru illa séðir og jafnvel of- sóttir af þeim, er börðust til þrautar. Sem varalandstjóri í Transvaal er skip- aður Arthur Lawlez, áður landstjóri í Vestur-Astralíu, og þykir það benda til, að stjarna Milners, landstjóra (highCommis- sioner) í Transvaal og Oraníu, standi ekki svo hátt sem fyr. Tillögur M. um pólitisk mál þar syðra (f Kapnýlendú) hafa verið jafnvel Chamberlain ofsvæsnar. Samkvæmt lögum þeim, er samþykkt voru, meðan Waldeck-Rousseau sat að völdum um kirkjufélög (munka-og nunnu- reglur) á Frakklandi, hefur ráðaneytið Combes skipað svo fyrir, að öll þess- konar félög (um 2000), er eigi hafa feng- ið staðfesting stjórnarinnar, skuli upphafin. Ut af þessu hefur risið mesti gauragang- ur, sem enn þá stendur sem hæst. Með kirkjufélögunum falla skólar klerkalýðsins og þar með áhrif hans á æskulýðinn. Það er því sér í lagi þetta atriði — afnám munka- og nunnuskólanna, — sem deil- unum veldur. Ráðaneytið virðist óbifan- legt, en mótstaðan er hörð — róstur og rifrildi, — og mörg meiri háttar blöð halda með klerkum. Klukkuturninn á Markúsarkirkjunni 1 Venedig hrundi nýlega, var 98 metra hár, rústin 30 m. há. Ekkert manntjón, en allmargir höfðu meiðzt. Húsin um- hverfis sködduðust meira og minna. Óhappið kom ekki óvænt, því að stór og ískyggileg sprunga var á turninum. Itölum hefur fengizt mikið um þetta slys, því að Markúsarkirkjan og turninn var ein af merkilegustu byggingum þeirra. 6 milj. líra er gizkað á, að það muni kosta að reisa turninn aptur. it/2 milj. líra erþeg- ar fengið við samskot. Spenningur mikill milli Tyrklands og Montenegro. Hermenn þeirra við landamærin hafa rekizt á og beitt vopn- um. Það lítur út fyrir, að sökin liggi hjá Tyrkjúm. Voðalegt eldgos á Martinique aptur 9. þ. m. (frá kl. 71/* til miðnætur). Frétta- þráðurinn milli New-York og Martinique slitnaði. Nýtt gos — þó minna — tæpri viku síðar. Stöðugir jarðskjálptar á St. Vincent; mest virðist þó hafa kveðið að kippunum 17. þ. m.; mörg hús höfðu þá hrunið. Sunnudagskveldið 21. þ. m. rákust á tvö skip — »Primus« og »Hansa« — á Elbfljóti við Hamborg. »Primus«, sem hafði verið á skemmtisiglingu með nær 200 farþega sökk og fjöldi fólks drukkn- aði. Eptir seinustu fréttum halda menn að farizt hafi 112 manns ÝmÍSlegt. Waldeck-Rousseau hefur verið á skemmtiferð hér nyðra, ferð- aðist á lystiskipi kunningja síns, er ný- f arinn héðan frá Höfn. Carl Reisz, hinn nafnkunni læknis- fræðingur og háskólaprófessor til skamms tíma, er nýlega dáinn, rúmlega sjötugur (f. 1829). Minnisvarði yfir vinstrimanninn alþekkta C. Berg, er dó tyrir rúmum xo árum, var afhjúpaður 23. þ. m. á Bovbjerg við vesturströnd Jótlands. Rússakeisari hefur staðfest dóminn yfir landráðamanninum Grimm ofursta; hann fékk 12 ára nauðungarvinnu. Sem ráðaneytisforseti kvað Balfour eng- in laun fá, sem »first lord of treasury* þar á móti 5000 £. Þingmenn heimastjórnarflokksins leggja blómsveig á legstað Jóns Sigurðssonar. Þjóðminningardaginn, 2. ágúst kl. 9'/« f. h., gengu allir þjóðkjörnir þingmenn heimastjórnarflokksins, i7aðtölu, í skrúð-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.