Þjóðólfur - 15.08.1902, Side 2

Þjóðólfur - 15.08.1902, Side 2
130 inum, svo hróðugur var hann. Hann var að bögglast við að kreista úr sér ónotum til útgefanda þessa blaðs í hefndarskyni fyrir meinlausa útfarar- minningu, ónotum, sem við engin rök áttu að styðjast, þar sem það t. d. var gert að höfuðsök, að útg. hefði á þingi kallað stjórnarbótarmálið — ráðherra- búsetuna,— stærsta velferðarmál þjóðar- innar. En það er auðvitað hið hrap- arlegasta rangnefni í augum þeirra manna, er ekkert vilja nema ,Hitt frnmvarpið'. Það glappaðist nfl. út úr yfirdóm- aranum, svona öldungis óvart(!), að það hefði legid „annað frumvarp" fyr- ir þinginu nú, þ. e. valtýska frv. frá í fyrra, og það hefði verið nœr að taka því. Kölluðu þá inargir áheyr- endurnir: „Heyr, þarna sprakk blaðr- an". En yfirdómarinn roðnaði, sá, að hann haíði talað af sér, mátti ekki þarna minnast á það, sem mest-öllum hvininum olli. £n þetta varð nú ekki aptur tekið. Og til þess að hjálpa manninum, steig dr. Valtýr sjálfur síð- ar í ræðustólinn, og fór meðal annars að bera það af ráðgjafanum, að hann hefðibeittþingið nokkurri „ósvífni“,eins og áður er minnzt á. Og sjálfur höfð- inginn gat þá ekki stillt sig um, að minnast á þetta „annað frumvarþ“ (frumvarpið hans), er væri svo miklu heppilegra, en ráðherrafrumfrv., af því að í sínu frumvarpi væri ekki beint tekið fram, að ráðherrann skyldi sitja í ríkisráðinu. Enn eins og honum var bent á síðar, er ekki harla mikill munur á því,hvortákvæðið er samþ.í sjálfufrv., eða það er samþ. með þeirri vissu, að ráðgjafinn situr hvort sem er í ríkis- ráðinu. Þar verður æði mjótt á mun- unum. Óg á því flaki, þeim mismun, getur hvorki Valtýr og kumpánar hans, Jón Jensson og fl. lengi fleytt sér. Hefði það hins vegar verið tekið fram í valtýska frumvarpinu, að ráðherrann skyldi ekki sitja í ríkisráðinu, þá hefði V. getað veifað því gagnvart hinu. — Bæði dr. Valtýr og Jón Jenssson komu því óþægilega upp um sig á þessum fundi, gátu ekki staðizt að þegja yfir því, er ríkast var inni fyr- ir, blessað Hafnarstjórnarfrumvarpið þeirra frá 1901, sem þingið hefur nú ekki litið við. En engir aðrir fundar- menn, en þeir yfirdómarinn og dr. Val- týr höfðu þrek í sér til að veifa þessu frv. framan í fundinn. Þá þrekraun sýndu þeir einir. Og svo voru leigðir menn að sjálfsögðu til að klappa lof í lófa að hinni djúpsæju Speki(!) ræðu- manna. Auk málshefjanda og fundarboðanda (E. Benediktssonar) töluðu ennfremur þeir W. Ó Breiðfjörð og Kr. Ó. Þor- grímsson í hans anda. Dr. Jón Þor- kellsson yngri tók í sama strenginn og var allharðorður um atferli ráðgjafans, en Lárus Bjarnason og Tr. Gunnars- son héldu svörum uppi fyrir þinginu og aðferð þess, er þeir eptir atvikum kváðu hárrétta. Guðiaugur Guðmunds- son talaði einnig í sömu átt, en dálít- ið „beggja blands". Jón Ólafsson tal- aði einkar liðlega og ofsalaust, eins og honum er lagið á fundum, og sýndi fram á, hve ástæðulítið uppþot þetta, allur þessi stormur væri Hrakti hann einkum glamuryrði Jóns yfirdómara, og sagði, að þetta væri hreinasta Kosnintja-ayn — eða „kosningaflesk", eins og hann kallaði það, og var að því gerður góð- ur rómur, enda var þá áliðið fundar- tímans og menn farnir að skilja, hvar fiskur lá undir steini með allt þetta fundarhald. Gengið var síðast til atkvæða um á- skorun (frá E. B.) til efri deildar, að kippa orðunum „í ríkisráðinu" út úr 2. gr. frumv., og gekk hrumult að telja saman atkvæðin. Urðu loks 30— 40 atkv. með þessari áskorun, en um 20 á móti. Húsið var troðfullt af kjós- endum o. fl., svo að að eins örfáir menn hafa greitt atkv, talið auðvitað þýðingarlaust að skipta sér nokkuð af þessu með eða móti. Og samt var þó rækilega safnað liði áður. Hvaðan fylgið sé. Það var á fundinum auðsjáanlega nokkuð skipt úr hvorum flokknum at- kvæði voru greidd með áskorun þess- ari; þó voru þeir miklu fleiri, er atkvæði greiddu með úr Valtýingaflokknum. En þess skal getið, að margir hinna gætnari manna úr þeim flokki munu alls ekki hlynntir þessu tiltæki, og þykir það ísjárvert. Hinir fáu menn úr heimastjórnarflokknum, er virtust vera þessu fylgjandi, hafa auðvitað ekki gert sér ljósa grein fyrir um hvað hér var að tefla, og í hverjum tilgangi þessu var hleypt af stokkunum, ekki athugað, að það væri af valtýskum rótum runnið til að spilla og eyða framgangi heimastjórnarfrumvarpsins á þingi, ekki vitað, að það væri hættu- leg tilraun til að sundra heimastjórn- arflokknum og tvístra kröptunum hin- um til sigurs. Hefðu þeir athugað það, mundu þeir haía hugsað sig tvis- var um, áður en þeir hefðu rétt hjálp- arhönd til slíks óhappaverks. Mikill ábyrgðarhluti. Vér ímyndum ossþví, að allir sann- ir og einlægir flokksmenn vorir, kom- ist við nánari athugun að þeirri nið- urstöðu, hversu óhappalegt það sé að sundra nú samheldninni, og láta hina hlakka yfir því, að þarna hafi þeir get- að brotið skarð í hina öflugu fylkingu heimastjórnarmanna. Ef það tækist væri það ekki að eins þjóðarminnkun heldur þjóðarógæfa, er vér biðum ef til vill seint eða aldrei bætur. Hver, sem nú blæs eldi að þeim kolum að varpa þjóðinni inn í nýja vonleysis- baráttu, veit ekki, hvað hann gerir, veit ekki, hversu þunga ábyrgð hann tekur sér á herðar, og hversu mikið ógagn hann getur unnið þjóð sinni. Afstaða þjöðarinnar er í raun réttri naumast vandséð í þessu máli, því að athugi hún það rétt með festu og stillingu, þá hlýtur hún að sjá, að spurningin um setu ráðherrans í ríkisráðinu eða ekki er málefni, sem ekki stendur í voru valdi að leysa á þann hátt, er vér teldum æskilegastan. Vér getum aldrei feng- ið ráðherra vorn út úr ríkisráðinu gegn eindregnum vilja dönsku stjórn- arinnar. Um það tjáir oss ekki að deila við dómarann Ráðherrann verð- ur þar, hvort sem vér viljum eða ekki, situr þar eins og hann hefur setið, hvað sem vér segjum, allt þangað til að Danir fást til að veita oss fullkomna heimastjórn, landstjórafyrirkomulagið. En hve nær sá dagur rennur upp veit enginn. En það er enginn efi á því, að með því fyrirkomulagi, sem vér eigum nú kost á með ráðherrabúset- unni, stöndum vér miklu nær því tak- marki, að fá algerðá heimastjórn, og fellur þá allt ríkisráðssetuþref um koll af sjálfu sér. Þjóðin, sem nú er orðin langþreytt á löngum og hörðum stjórnarbótar- deilum, mun kunna þinginu mikla þökk fyrir, að úrslit málsins verða þau, sem nú má ganga að vísu um, þau úrslit, sem fullnaðarákvæði verður tekið um næsta ár, svo framarlega sem þjóðin lætur þetta undarlega uppþot örfárra manna, eins og vind um eyrun þjóta, eins og hún hlýtur að gera, og mun gera. Sá, sem hefur verið pottur og panna í því, að varpa nú þessu ófrið- artundri meðal þjóðarinnar, hvort sem þar hafa verið margir eða fáir í ráð- um, hann getur ekki vænzt fylgis þjóð- arinnar, getur alls enga von gert sér um það, því að alþýðan íslenzka er ekki svo skyni skroppin, að hún sjái ekki, að hverju marki þetta á að miða: annaðhvort að fallast í faðm valtýsk- unnar, eða una því stjórnarástandi, sem nú er. Hvorugt mun öllum þorra manna þykja æskilegt, hversu ákaflega sem að því verður unnið að blekkja þjóðina með glamri, stóryrðum og föð- urlandsástar látalátum. A fundi, sem nokkrir stúdentar köll- uðu saman í fyrra kveld í Iðnaðarmanna- húsinu fyrir tilstilli Einars Benediktsson- ar, varð harla lítið úr málinu og fékk E. B. lítinn stuðning, en öflug mót- mæli, einkum frá Halldóri Jónssyni bankagjaldkera. Einn af valtýsku þing- hetjunum í fyrra, Magnús Torfason sýslumaður, sem hér er nú staddur í bænum, hafði verið fenginn til að hefja umræðurnar, en lítill rómur kvað hafa verið gerður að máli hans. Varð fundur þessi því Valtýingum að óliði einu, og ver farið en heima setið. Engin ályktun var gerð, og gengu menn burt af fundi, meðan E. B. var að tala, og sleit hann þá samkomunni. Mál þetta hefur verið skýrt hér svo ítarlega til þess, að almenningur fengi sem fyrst að vita, hvað hér er á seyði, svo að menn gætu betur var- azt áhlaupið, er það dynur yfir og væru ekki öldungis óviðbúnir. Það er enginn vafi á því, er menn hafa átt- að sig á málinu, að þeir munu verða fáir, er leggja sig í líma til að spilla og eyða stjórnarbótarmáli voru, og ó- nýta gerðir þessa alþingis í því. Stjórnarskrármálið var afgreitt frá neðri deild 8. þ. m. með öllum atkvæðum deildarmanna, að viðhöfðu nafnakalli. Umræður um mál- ið urðu svo að segja engar við síð- ustu umræðu þess þar. Að eins skýrði Sighvatur Árnason með fám orðum frá afstöðu sinni í málinu og gat þess, að hann gæfi því atkvæði sitt, enda þótt hann væri óánægður yfir innskots- greininni um setu ráðherrans í ríkisráð- inu, eins og fleiri heimastjórnarmenn hefðu lýst yfir. Málið var til 1. umr. í efrideild i2. þ. m. og talaði þá enginn nema Krist- ján Jónsson, er lagði eins og vænta mátti mesta áherzlu á, að öll ákvæði valtýska frv. í fyrra, væru tekin upp í þetta frv., en ráðherrabúsetunni að eins viðbætt, og var harla lítið á ræðu hans að græða. Nefnd var því næst kosin í málið með hlutfallskosningu, og voru kosnir Guttormur Vigfússon, Guðjón Guðlaugsson, Júlíus Havsteen, Kristján Jónsson og Skúli Thoroddsen. Er nú birt álit nefndarinnar, ogerþað lítt merkt, en með eindregnum val- týskum blæ, enda var Kr. J. skrifari nefndarinnar og Júlíus Havsteen skrif- aði undir það fyrirvaraláust, en Guð- jón og Guttormur þó með fyrirvara, munu ekki hafa viljað, eða treyst sér til að kljúfa nefndina út af röksemda- leiðslu Kr. J. í ástæðunum, þótt þeir reyndar hefðu átt aðgera það. En allir nefndarmenn voru á einu máli um það, að ekkert tillit ætti að taka til áskor- unarinnar frá hinum svokallaða borg- arafundi II. þ. m., sem getið er um hér áður í blaðinu. Hefðu Valtýingar verið nú í meiri hluta í efri deild, og treyst sér til að fá samþykkt Hafnar- stjórnarfrumvarp síðasta þings, þá er lítill vafi á því, að þeir hefðu tekið áskorunina til greina, og þótzt fá þar afsökun til að greiða atkvæði gegn frumvarpi stjórnarinnar. Reykjavík eptir 25 ár. Framtíðarhugleiðingar. Þá er menn lesa gömlu ferðasögurn- ar eptir Baumgartner, Kahle o. fl. eiga menn bágt með að skilja í, hve ein- falt og óbrotið lífið hefur verið hér í borginni. Nú eru nálega 20,000 íbúar í Reykja- vík, þó hún hafi því nær ekkert vax- ið síðastliðin 5 ár, með því að fólk- straumurinn utan af landinu er nú hætt- ur, sem betur fer. í einstöku héruð- um voru margar jarðir farnar að leggj- ast í eyði, en nú hefur orðið breyting á þessu til batnaðar og flestar jarðir verið byggðar á ný. Fögur og örugg höfn er nú við austurhluta hins viðáttumikla bæjar. Holdsveikraspítalinn, er áður var, gerði kaupmaður nokkur að vöruhúsi, eptir að veiki þessi var alveg útdauð. Hið nýja hótel „Rauðará" gnæfir nú yfir bæinn á stað þeim, er þjóðminningar- hátíð fyrst var haldin hér. Einnig er hótel „Geysir" í Bankastræti orðlagt fyrir hina góðu frönsku matargerð. Ofan á gamla hótel „Island" hefur verið bætt einu lopti, og nýi turninn, sem í eru 2 herbergi fyrir stjörnufræð- inga og veðurfræðinga, gnæfir við him- inn, svo að hótelið er nú allásjálegt. Litla hótel „Reykjavík" hefur að vísu yngzt upp, en er þó ekki sérlega fjöl- sótt, vegna þess hvað það er afskekkt, þótt rafmagnssporbraut liggi nú aust- an frá hótel „Rauðará" yfir Austur- stræti og út í Vesturgötu, sem tölu- vert er búið að breikka, en önnur braut liggur umhverfis tjörnina, sem umkringd er af fögrum sumarbýlum. Meðal nýjustu húsa má telja lands- bókasafnshúsið við Austurvöll, gagn- vart lyfjabúðinni. í þessu húsi er einnig geymt listasafnið, sem fyrir ör- læti manna sífellt fer vaxandi, og nátt- úrugripasafnið, sem einnig hefur mikið aukizt. Bæði söfnin eru daglega op- in kl. 10—2 f. li. og sótt af fjölda manna. (Aðgangur 25 aura á rúm- helgum dögum, á sunnudögum ókeyp- is; skrá á þrem málum 20 aura). Enn- fremur má nefna háskólann rétt hjá Spítalanum. Við hverja hinna 4 deilda hans starfa 3—4 dugandi prófessórar. Tala nemenda er venjulega 110—130. Danmörk styður háskólann með sömu námstyrksveitingu, sem stúdentar urðu áður aðnjótandi á „Garði" í Kaupmanna- höfn. Latínuskólinn er einnig fluttur í nýtt hús við tjörnina. í gamla skólahúsinu hefur verið settur á stofn „Vefnaðar- skóli landsins", þar sem tilbúnir eru hinir fornu smekklegu dúkar, ábreið- ur og kniplingar. í gamla skólasafns- húsinu er stofnaður prívatskóli fyrir teiknara og málara; hann sækja sífellt 15—20 karlar og konur og árlega er þar haldin dálítil sýning. Einnig er hér góður músíkskóli, fransk-þýzkur samtalsklúbbur og sjónleikafélag, sem heldur uppi reglulegum sjónleikum. Viðskiptalífið hefur einnig orðið fjör- ugra vegna þess, að vöruútflutningur

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.