Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.10.1902, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 10.10.1902, Qupperneq 2
IÖ2 asta mögulegir, heldur sjálfsagðir. Alstað- ar par sem hægt er að sýna það, að vinna borgi sig vel, og nóg sé til af henni, þangað vilja allir komast. Þessir tímar eru tímar p'eninganna, er maðurinn verð- ur nauðugur viljugur að vinna fyrir þeim, þvl undirstaða mannkynsins eru peningar en ekki guðinn Jehóva. Þegar búið er að ljúka upp fjárhirzlum Islands, þá fýsir marg- an þangað að koma. — Eg trúi því af öllu hjarta að Island eigi fagra og glæsilega framtíð í komandi tíð,þóauðæfi þessliggi ónotuð nú. »Tímarnir breytast og menn- irnir með«. * * * Höf. greinar þessarar er allungur mað- nr, útskrifaður af Möðruvallaskólanum, en hefur dvalið nokkur ár í Ameríku og á nú heima í Winnipeg. Grein þessi hefur áð- ur birzt í »Heimskringlu« í marzmánuði síðastl., en höf. hefur sent hana Þjóðólfi, og mælzt til, að hann flytti hana. Jafn- vel þótt vér séum ekki að öllu leyti sam- dóma höf. í sumum atriðum, virtist oss svo margt gott, svo margt vel sagt í grein- inni, að hún ætti skilið að vera birt al- menningi hér á landi, einkum til þess að sýna, að menn, sem hafa kynnst öðrum löndum, eru ekki allir þeirrar skoðunar, að Island sé versta land undir sólunni eða þoli engan samjöfnuð við önnur lönd, sem talin eru sæmilega góð. Það er einmitt eptirtektavert, að það er eins og menn þurfi að vera erlendis um hríð til að göta metið rétt ættjörðina og kosti hennar. Þá fara menn að bera saman, hversu afarlít- ið hér er gert landinu til bóta í saman- burði við það sem gert er víðast hvar ann- arsstaðar í öllum siðuðum löndum, ogþá er eðlilegt, að menn fi'nni til þess, að hér gæti verið allt öðruvísi umhorfs, ef betur væri á haldið, og að fátækt þjóðarinnar sé ekki landinu að kenna. Það getur vel verið, að einhverjir hneyksl- ist á bjartsýni höfundarins, einkum að því er námagröpt hér á landi snertir, og kalli ummæli höf.um það byggð á hégilju-oftrú. Það eru jafnan handhægustu vopnin gegn hverri nýung, sem hreyft er, og ekki hef- ur fengið, ef svo má kalla, löghelgaðan óð- alsrétt í meðvitund manna, sem réttmæt hugmynd. En meðan Island er svo lítt rannsakað, sem það er, í rauninni alveg órannsakað, af námafróðum mönnum, þá er hyggilegra fyrir þá, er enga sérfræði- þekkingu hafa í þessum efnum, að full- yrða ekki, að hér geti enginn námagröpt- ur átt sér stað, hér geti aldrei borgað sig að vinna neitt úr steinaríkinu. Slíkir sleggjudómar eru að eins óviturra manna, enda þótt vér efumst um, að staðhæfing greinarhöf. um gullgildi steinanna úr Drápu- hlíðarfjalli sé rétt. En þótt sío væri ekki og það reyndist ekki svara kostnaði að vinna hér gull, þá er ekki með því sann- að, að annar námagröptur gæti ekki borg- að sig. Auk þess skiptir oss ekki svo miklu, hvort gull er hér til í litlum eða ríkuleg- um mæli, því að vér eigum aðrar gull- námur, sem vér höfum reynt, að geta bor- ið oss mikinn arð, en það er sjórinn við strendur Iandsins og ræktaða graslendið í landinu. Það eru nú sem stendur gull- námurnar okkar og þær ættum vér að hag- nýta oss sem bezt. Um kol, kalk, brennistein, postulín o. m. fl., sem hér mætti vinna með góðum árangri, ef hyggilega Væri að farið, ætlum vér ekki að tala. Framtíðin opnareflaust þær auðsuppsprettur o. fl., sem til eru hér á landi. Ekki erum vér fyllilega samdóma höf. um óvild þá, er hann gerir svo mikið úr, að sé meðal Austur- og Vestur-íslendinga. Sé hún nokkur, sem vér efumst um. þá er það vestanprestunum að kenua, einkum séra Jóni Bjarnasyni, sem aldrei hefur sett sig úr færi að niðra ættjörð sinni á allan hátt, og ekki getað stillt sig um að flétta inn í prédikanir sínar á stólnum og í kirkjuþings- fyrirlestra skammaklausur og rógmæli um þá menn hér heima, er hafa dirfzt að anda eitthvað á móti vestheimsku leigutólun- um, flökkuagentunum. Sérstaklega hef- ur presti þessum þótt ritstjóri Þjóðólfs lítt mjúkur í garð þessara ástkæru sauða hans og sendla að vestan, og kvað því við og við vera að minnast ritstjórans 1 bænum sínum, bæði í Sameiningunni, Aldamótum og víðar. En það er naumast, að rit þessi sjáist nokkursstaðar hér á landi. Það vill enginn hér líta við þeim. Það hjálpar lít- ið, þótt.dr. Valtýr sé að láta Eimreiðar- horgrindina sína, sem er að dragast upp úr vesöld og vanþrifum, lepja upp eitthvert dómadagsrugl og lokleysu úr einhverjum »þrándarfyrirlestri« séra Jóns, um kín- verska múrgarðautan um Island o. fí. jafn spaklegt. Séra J. B. hefur lengi staðið á þeim gatnamótum, er liggja milli þess að vera fullkomlega »tilreiknanlegur« eða ekki, að því er mörgum hefur virzt. — Þessari athugasemd er skotið hér inn til að sýna, að eigi nokkur óvild sér stað meðal Austur-íslendinga gagnvart löndum þeirra, sem vestur eru fluttir, þá er það eingöngu starfsemi og ritgerðum séra Jóns Bjarnasonar að kenna og atferli þeirrar klíku, er hann héfur myndað, kirkju- félagsklíkunnar- og Lögbergs, er bera flökku- agentana á höndum sér. Það er því gleðilegt, að til eru þeir menn vestanhafs, sem ekki hafa látið blindast af hinu rótgróna Islandshatri séra J. B. og klíku hans, menn, sem bera framtíð Islands fyrir brjósti, og láta sér annt um framfarir þess. Grein hr. K. Á. Bene- diktssonar er ljós vottur þess, að ræktar- semin til ættjarðarinnar er lifandi í brjóst- um margra, er vestur hafa flutt. Að efla trúna á landið og tala kjark f fólkið er aldrei gert of rækilega. Og þeir sem gera það eiga þakkir skilið, ekki síður, þótt þeir eigi ekki heima í landinu sjálfu. Ritstj. Misprentað var í grein þessari í síðasta blaði á einum stað : „silfurnámur" fyrir „'silf- urbergsnámur“, eins og sézt á sambandinu. í slands-1 j óð. Vakna þú ástkæra Isalandsdrótt, sem elskar enn landið þitt forna, reyndu að nýu með þreki og þrótt, við þrælkun og ófrelsi að sporna, ver þig gegn öllum, sem vilja þig þjá, sá verður að stríða, er sigri vill ná. Burtu með tvídrægni, bindið það heit, sem bræður 1 eining að vinna, fús sértu norræna frjálsborna sveit, að frelsi og þjóðræði að hlynna. Slít ei það skyldunnar blóðtengda band, sem bindur og sameinar þjóð vora og land. Fagnandi sjáum vér frelsisins sól, hún fjöllin vor snæþöktu roðar, burt er það ský, sem að birtuna fól, betri tlð röðullinn boðar-, liðin er þrældómsins niðdimma nótt, sem nísti með helkulda dáð vora og þrótt. Að svíkja þig móðir, það svívirðing er, sem synir vér eigum að breyta, vor helgasta skylda er að hlynna að þér af hjarta því viljum vér heita; það ómar sem bergmál frá brjósti hvers manns, sem berst fyrir rétti vors fátæka lands. Hvert orð þeirra og verk, sem af einlæg- um hug, ástunda landið að styðja, ávaxtast margfallt með drengskap og dug, deyfðin úr vegi má ryðja. Vér lifum í von um, að liðinni þraut, leidd verði þjóðin á famfara braut. B. J. Sannleiksástin í „Norðurlandi“. Rögburðarútsæði Valtýinga. Flokkur sá á þingi, sem dansað hefur eptir pípu Valtýí, þótt honum þyki hálf- gerð minnkun að kannast við það, hefur sfðan þingi sleit, verið sjúkur af áhyggj- um og veikur af grernju yfir því, að hon- um lókst ekki að bera heimastjórnarflokk- inn ofurliða á þinginu, og rær nú þess- vegna að því öllum árum að niðra þeim flokki á allar lundir og færa allar gerðir hans til versta vegar fyrir þjóðinni. En þeir eiga dálítið erfitt aðstöðu með það t. d. í stjórnarskrármálinu, með því að hin svokallaða flokkstjórn þeirra Valtýing- anna hafði lýst því yfir, að flokkurinn mundi skilyrðislaust ganga að búsetufrum- varpi stjórnarinnar, en hinir væru alráðn- ir í, að ónýta málið, ef þeir yrðu í meiri hluta á þingi. En nú þá er svo fór, að heimastjórnarmenn réðu forlögum frum- varpsins og ónýttu það ekki, þá virðast hinir vera gramir yfir því, að það var ekki gert, að málinu var ekki tefltí voða. Oðruvlsi verða ekki skilin ónot þau og svigurmæli, sem ritstjóranefna »Norður- lands« kvað vera að læða úr sér afveik- um mætti, eins og sést af »ísafold«, er tínir upp gómsætustu spörðin eptir Einar núna fyrir stuttu, þar á meðal þau vís- vitandi ósannindi, að ritstjóri Þjóð- ólfs hafi átt að segja, að Einar Benedikts- son hafi verið keyptur af Valtýingum til að gera uppþotið hér í bænum út af rík- isráðinu ix. ágúst. Og svo vælir Mr. Hjör- leifsson mikið um það á sína vísu, hversu ósæmilegt slíkt sé, skiptir sér alls ekkert af því, þótt hann segi þar ósatt gegn betri vitund, af því að hann þurfti nú þarna á því að halda til að svala sér á vini sínum, ritstjóra Þjóðólfs. Ekki er að efast um sannleiksástina og samvizkusama blaðamennsku hjá þessum norðlenzka und- irtylluritstjóra, sem aldrei hefur haft sannfæringu fyrir sinn eigin reikning, í allri sinni blaðamennskutíð hingað til og hefur það sjálfsagt aldrei úr þessu. Þjóð- ólfur hefur aldrei vikið að því, að E. B. hafi verið keyptur af Valtýingum, held- ur gat þess að eins, að hann hefði virzt þiggja fúslega það liðsinni, er Valtýingar sumir (t. d. Jón Jensson og Valtýr) veittu honum á fundinumn. ágúst, og að hann hefði átt að fara varlegar í því að nota þann stuðning, því að það gæti þá verið litið svo á af sumum, að hann stæði í einhverju sambandi við þá, og það spillti fyrir málstað hans. ‘En hvað aðrir hafa sagt um þetta efni leynt eða Ijóst, kemur Þjóðólfi ekki minnstu vitund við, og hann vísar algerlega frá sér öllum óhróðursá- burði Norðurlandsritstjórans, sem virðist vera svo undurhreykinn af því, að hús- bændur hans og eigendur blaðsins hafa verið svo ósfnkir, að ætla að lofa honum ^að fá meira pláss til að peðra úr sér út um landið meiri lokleysum, meira þvogli, meiri graut og meiri rangfærslum um menn og málefni, en hingað til. En hvað aumingja mennirnir getaverið skammsýn- ir, að halda að slík vella, þótt margföld- uð sé, muni hjálpa valtýskunni þeirra á fætur aptur. En það halda þeir líklega. Af því að vér vitum, að mr. E. H. segir aldrei neitt nýtt, aldrei sem ekki hefur verið margsagt áður, og aldrei neitt nýtt 1 þeirri merkingu, sem nýtilegt er, þá höf- um vér sjaldnast talið ómaksins vert að kynnast því, sem maðurinn hefur ritað í »Norðurlandi«, en vér efumst ekki um, að Isafold hafi orð mannsins rétt eptir, því að hún hefur sýnt það, að hún er dável læs á allan þann róg og öll þau svigur- mæli, sem jábræður hennar flytja um heima- stjórnarflokkinn, og sleikir það allt upp með hinni mestu ánægju, í hvaða forar- polli, sem hún verður vör við það. Afstöðu vora gagnvart búsetufrv. stjórn- arinnar í sumar og ríkisráðssetunni þurf- um vér ekki að verja gagnvart svigurmæl- um og ósannindum E. H., þvíaðvérmet- um orð hans einskis. Vér höfum bæði á þingi (við 2. umr. málsins) og síðar f Þjóð- ólfi i2. f. m. gert svo rækilega greijÉft- ir henni, að þeir sem kynna sér fljótt sjá, hversu Norðurlandsritstj. vel að vígi eða hitt þó heldur\peð fjar- stæður sínar og staðhæfingar, gegn betri vitund um shranalega afneitun eins og maðurinn ætti lífið að leysa«, eins og hann kemst að orði í sambandi við ríkis- ráðssetuákvæðið og afskipti vor af því. Oss kemur ekki til hugar, að gera öðr- um eins manni eins og E. H. það til þægð- ar, að taka upp gagnvart h o n u m það sem vér höfum áður sagt um það efni, bæði á þingi og í Þjóðólfi. En það er skiljanlegt af hverju gremjan svellur í Valtýingum og brýst út þarna hjá Einari. Það er svo sem ekki af því, að þeir telji rétti vorum neitt hallað með þessu ákvæði í frumvarpinu. Síður en svo, því að þeir hafa ávallt talið það þýð- ingarlaust atriði, en hitt gremst þeim, að þeir heimastjórnarmenn. sem lögðu áherzlu á þetta atriði fyrir 5 árum, þá er valtýsk- an ætlaði allt að kæfa og sjálfstjórn vor átti að fara í hundana, skyldu ekki n ú, þá er innlend stjórn var í boði, bregða þessu sama sverði til að ónýta það, sem unnizt hafði í margra ára baráttu, og greiða með því valtýskunni braut. Þessvegna er illskan svo mikil, einkum við þá, er þeir gerðu sér vonir um, að mundu gera þeim þennan greiða. Þá mundu þeir hafa gert sig gleiða, mundu hafa galað hátt til þjóðarinnar um »fleyga« og banaráð við ágæta stjórnarbót, út af »bumbugi« eintt og heimsku. En nú geta þeir ekkert ann- að, en svalað gremju sinni yfir vonbrigð- unum persónulega á einstökum mönnum,. er gerðu þeim þann grikk, að dæma val- týskuna þeirra — Hafnarstjórnina sælu —- til eilífs dauða með því að fallast á stjórn- artilboðið, þrátt fyrir agnúann, sem ekki var unnt að laga, nema með því að svipta þjóðina því tækifæri, er hún nú hafði til að fá innlenda stjórn í landinu sjálfu. Nú er ekkert annað fangaráð eptir fyrir Valtýinga, en að sá ófriðartundri út á meðal landsmanna, reyna að kljúfa heima- stjórnarflokkinn með því að spana hann út í deilur innbyrðis um þetta ríkisráðs- setuákvæði, sem einmitt hefur fyrri verið lögð áherzla á af þeim flokki, en ekki hin- um. Og svo ætla Valtýingar sér, að sitja hjá og horfa á, bera eld að kolunum og skemmta sér við það, er einhverjir fara að klofna frá úr hinum, því að í því einu er sigurvon Valtýinga við næstu kosningar nú fólgin, ef takast mætti að deila meiri hlutanum frá síðasta þingi í tvo flokka. Þessvegna þurfa heimastjórn- armenn sannarlega að vera á verði, svo að ^fessi iðja hinna beri engan árangur, því að það sannaðist, að það mundi verða málinu til mikils ófarnaðar. Þessvegna verða allir sannir og einlægir heimastjórn- armenn að athuga vel, hvað hér er í húfi, ekki láta stjórnast af augnablikstilfinning- um einúm eða undirróðri einstakra manna utanflokks eða innan, er annaðhvort skort- ir pólitiska reynslu eða hyggindi til að sjá, hvað landinu í raun og veru er til framfara, og hverju sé sleppt, ef nú er ekki tekið því sem í boði er. Að lokum skal þess getið, að Þjóðólf- ur ætlaði sér ekki að hefja neinar ýfingar í stjórnmálum að sinni, því að svo var að sjá um stund, sem »ísafold« ætlaði að fara að haga sér »skikkanlega« og sið- samlega, ræða mest um búnaðarmál o. fl. En hún stóðst ekki lengi mátið, kindin, því að auk þess að fara að lepja upp ó- sannindaþvætting og óhróður úr »Norður- landi«, sem lítil nauðsyn virtist vera á, þá flytur hún í sama blaðinu ritstjórnar- grein fulla af rógi og ósannindum um heimastjórnarflokkinn út af leynilegu kosningunum, ætlar að hafa vaðið fyrir neð- an sig, að kenna þeim flokk um það, ef lögin skyldu ekki verða staðfest af kon- ungi (II), og er þetta auðvitað ritað í þeim tilgangi, að æsa þjóðina gegn þessum flokki til vonar og vara, ef svo skyldi fara, að lögin öðluðust ekki staðfestingu, vegna einhvers galla, er heimastjórnarmenn hafi átt að vita um, en ekki viljað segja(I), en sem hinir — þessir glöggskyggnu og skarp- vitru menn, — hafi ekki séð, mennirnir, sem þó sömdu frv. upphaflega og fluttu það inn á þing(!l). Hversu viturlegt þetta sé, eða á hversu mikluviti byggt, verður vikið að Itóðar. En þetta er dálítið sýnishorn af pví, hversu rætin blaðamennska Valtýinga er orðin (að Þjóðviljanum ógleymdum, sem nú er áð hvessa sig sem allra hæst), og hversu menn verða að gjalda varhuga við sllku rógburðar-útsæði, sem þar er verið að strá út um landið. Þjóðólfur getur ekki látið slíkt óátalið, og neyð- ist því til að aga »Foldina« enn um sinn að einhverju leyti, úr þvf að hún gat ekki setið á strák sínum lengur en tæpan 3 vikna tíma. Þjóðólfur hefði fátið hana hlutlausa, hefði hún kunnað að halda sér saman.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.