Þjóðólfur - 20.02.1903, Síða 1

Þjóðólfur - 20.02.1903, Síða 1
55. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. febrúar 1903. M 8. Mu&éa,di Jf(aAýaAé/rv Ræktun landsins Eptir Jón Jónntansson. V. , (Síðasti kafli). Sú skoðun virðist, sem betur fer, vera farin að ryðja sér talsvert til rúms, að viðleitni vor eigi sem mest að stefna að því að búa að mestu eða öllu á ræktuðu landi. Það kemur meir og meir í ljós, að heyskapurinn á óræktuðum, rýrum útengj- um borgar sig illa með svo dýrum vinnu- krapti, sem vér nú verðum að nota, og reynslan er þannig farin að færa mönn- um heim sanninn um það, að vér eigum að kappkosta að koma því ræktaða landi, sem vér þegar höfum, í sem bezta rækt, og svo jafnframt reyna að auka ræktaða landið sem mest, með það markmið fyr- ir augum að þurfa ekki að lokum að nota annað land til heyskapar en tún og vatns- veitingaengi, en geta haft allan óræktað- an úthaga eingöngu fyrir beitarlönd. Svo gagngerð breyting frá því, sem nú á sér stað hlýtur að vísa að eiga afarlangtíland, en því fyr, sem lagt er út á þessa braut, því fyr verður líka takmarkinu náð, og sá sem á langa leið fyrir höndum verður að leggja af stað í tíma. Að oss miði greiðar áfram með því að breyta til og taka upp sáningaraðferðina í stað þak- sléttunar efast eg ekki um, en sú aðferð þarf, eins og eg hef áður tekið fram, fyrst af hálfu hins opinbera að leggjast undir dóm reynslunnar, áður en það getur kom- ið til greina að almenningur geti notað hana. Eg hef margsinnis áður tekið fram þá kosti, sem mér virðist sú aðferð hafa framyfir þá gömlu og skal ekki endur- taka það hér að þessu sinni, en eg skal taka það fram, að þó að sléttun með tyrfingu hafi hjá einum og öðrum getað borgað sig vel, þá er þar með ekki sann- að, að sáningaraðferðin gæti ekki borgað sig enn betur. Eg hef aldrei sagt, að túnasléttur með gömlu aðferðinni yæri einskis virði. Þær geta vel borgað sig eingöngu með vinnusparnaði við heyskap og ávinnslu, og við það að slétturnar hafa betur not af áburðinum en þýfið, en hins vegar hef eg haldið fram, að þessi aðferð bætti lítið jarðveginn að öðru leyti, og hefði í för með sér mikla áburðareyðslu og ýmsa fleiri galla, sem ekki koma til greina með hinni nýju aðferð. Hvað viðvíkur uppástungum mínum um ræktun á íslenzku grasfræi skal eg taka það fram, að það er líklegt að þó (sem eg tel sjálfsagt) tilraunir með það komist á verður það í fyrstu allmiklum erviðleik um bundið og allkostnaðarsamt, og gæti því t fyrstu orðið alldýrt, en þar sem til- raunirnar væru studdar af því opinbera ætti þó að mega selja fræið ódýrara en ella, því eg geri ekki ráð fyrir, að þingið veitti fé til þess, sem gróðafyrirtækis beinlínis, og eg hygg hinsvegar, að ekki mundi líða svo ýkjamörg ár þangað til fá mætti talsverðar birgðir af innlendu fræi. Eg hef áður haldið þvf fram, að vér gætum fengið gras af útlendu fræi, ef rétt væri að öllu farið og eg álít því sjálfsagt að það yrði ýtarlega reynt þar sem áðurnefndar grasræktartilraunir væru gerðar, ogef sú reynsla,sem þar með feng- ist sýndi að það gæti heppnazt væri ekk- ert þvf til fyrirstöðu að nota það fyrst um sinn á meðan ræktun á innlendu fræi er að komast í lag. Allar slíkar tilraun- ir taka langan tíma, þvt samanburð á margra ára reynslu þarf til þess, að fá áreiðanleg úrslit. Eg tek þetta fram hér því til sönnunar, hve nauðsynlegt er að byrja einmitt sem allra fyrst á slíkum til- raunum, því hafi, sem eg verð að álíta— fastheldni við gamlan vana, og blind ó- beit á nýbreytni bakað oss stórtjón að því er jarðræktina snertir, þá er það aug- ljóst, að nauðsynlegt er að byrja sem fyrst að búa sig undir að geta brotið þessa hlekki gamals vana. En enda þótt bíða þurfi nokkur ár ept- ir fullnægjandi reynslu fyrir því, hvort ták- ast má að fá grasrækt með sáningu, svo bændur þessvegna ekki geti byrjað á að brjóta upp land án ofanristu, má óhætt fullyrða, að það er áhættulaust fyrir þá, sem hafa afurðalitla myldna óræktarmóa í kringum tún sín, að láta plægja þá upp með grasrótinni, og nota svo þau svæði fyrst fyrir hafra, 0g slðan fyrir fóðurrófur (»Turnips«) um nokkur ár eða fyrir þetta tvent á víxl, þvl það er ekki rninnsti efi á, að þetta hvorttveggja getur þrifizt vtð- ast hér á landi og gefið góðan arð, ef rétt er að farið; ef menn vildu svo slðar láta þessa bletti grasgróa myndi það mega vel takast án sáningar, ef vel er borið á af hentugum áburði, og ennfremur ef bor- ið er 1 það heysalli og annar heyúrgang- ur. Þetta mætti reyna meðan verið er að blða eptir betra. Ræktun á rófum til fóð- urs myndi hafa afarmikla þýðingu, ef allt væri í lagi, sumir munu ef til vill óttast það að sumarhirðing, einkum uppræting á arfa og öðru illgresi verði svo kostnað- söm, að það verði þessvegna frágangssök að fást við það. En eg hygg að svo þurfi ekki að vera. Fyrst og fremst af því að hægt er að fá hentug en tiltölulega ó- dýr verkfæri til þeirrar vinnu bæði fyrir hest og handafl, sem flýta vinnunni svo mikið, að hún verður ekki tilfinnanleg, og svo hinsvegar er ekki hætt við mjög mikl- um arfa (sem hér er helzta illgresið) í ný- brotnu landi. Allir þeirbændur, sero hafa hentugt land til slíkrar ræktunar, ættu, ef þeir ættu kost á að fá þetta land plægt, hiklaust að byrja á að rækta rófur til fóð- urs, reynslan mun sýna, að það borgar sig; þó ber þess að gæta að áhrif rófnanna til þess að auka mjólk koma ekki veru- lega í ljós, nema mikið sé gefið af þeim. Þetta tvennt er áhættulaust fyrir menn að reyna, og vonandi er að eitthvað verði bráðlega gert f þá átt að reyna að fá á- reiðanlega reynslu, að því er grasrækt með sáningu snertir. Og það er örugg von mín, áð sú reynsla sýni að vér eigum að breyta til, eigum að taka upp sáningar- aðferðina, og þegar hún nær útbreiðslu hætti land vort smátt og smátt að vera nær því óræktaður hólmi. — Það er sorg- legt en satt að enn þann dag í dag má með réttu heimfæra um jarðræktarástand vort þetta, sem sagt var fyrir meir en ioo árum síðan: »Liggja síðan ósánar ekrur mfnar fyllir megin lands mosaþýfi þykist gildur sá, er getur fóðrað hálfu belju á hundraðs landi«. Amtmaðurinn í ,NorðurI.‘ Það er undarlegt, að fáir skuli hafa orðið til þess, að athuga ritsmíðar Páls Briem’s. Þær eru þó að mörgu leyti athugaverðar, ekki sízt hin síðustu misseri, og einkum þó margt það, sem hann hefur ritað um stjórnarbar- áttuna í »Norðurlandi«, síðan það blað varð til. — Hér virðist maðurinn hafa færst úr eðlilegum ritham, síðan hann blandaði blóði sínu við valtýsku pre- látana, og stóð þó fulltæpt áður. í 13. bl. »Norðurl.« 20. f. m., flóir þó fyrst rækilega út úr nóanum amt- mannsins. Sú grein nefnist »Póli- tisk stigamennska eða drengileg bar- átta«, og er full af ýmislegum lok- leysum, hugsanvillum og fjarstæðum. Auk þessa eru sumar þær kenningar, sem hún flytur, í fullu ósamræmi við það, sem höf. hefur sjálfur »kennt« áð- ur og lagt mikla áherzlu á. Textinn er friðarguðspjall þeirra Akureyringa nú í haust, en útlegging- in eínhver hin æsilegasta pólitisk grein, sem sést hefur í vetur. Hann veitist sérstaklega að nafn- lausum greinarhöfundum ; telur þá póli- tiska stigamenn, og segir þá »ekki eiga hæli lengur í heiðvirðurn blöðum í útlöndum*. Eg er hissa á því, hvað amtmað- urinn fer æsilegum orðum um þetta. Hann veit þó líklega, að ekki er sama hvernig á stendur, þegar menn skrifa nafnlaust, og ennfremur það, að opt getur verið mjög heppilegt, að menn viti ekki um höfunda að ýmsum grein- um; amtmaðurinn mun ekki neita því, að líta eigi á málefni en ekki menn. Þegar því meta skal til sanns gildi þess, sem skrifað er, þá er miklu meiri trygging fyrir því, að almenn- ingur dæmi óhlutdrægt, þegar hann þekkir ekki höfundana, og persónuleg óvild eða velvild kemst ekki að. — Opt er það og, að menn geta bakað sér óvild og ofsóknir með því að vekja máls á ýmsu því, sem opinberlega þarf þó að hreyfa, og þá er með öllu rétt, að menn dylji nafn sitt, enda eru ritstjórar blaðanna ávallt til ábyrgð- ar, ef um slíkt er að ræða. Páll Briem hefur sjálfur haldið því fram, að kosningar ættu að vera leynilegar, svo að menn gætu verið óháðir með at- kvæði sín og verði ekki fyrir ofsókn- um. Hér virðist mér ekki sem bezt samræmi f skoðunum amtmannsins. Hvað virðist öðrum? En að amtmað- ur skuli dirfast að bera það á borft fyrir lesendur »Norðurlands«, að nafn- leysingjarnir eigi ekki lengur hæli í heiðvirðum blöðum útlendum. Væri þetta satt, þá væri víst ekkert heið- virt blað- til, t. d. í Khöfn; eg hef séð flest blöð þaðan, og þau flytja óll nafnlausar greinar, og þær margar. Annað mál er það, að sumir setja stundum undir blaðagreinar nófns sem þeir eiga ekkert með að nota, einung- is til blekkingar. Það er rangt, og getur orðið sérstaklega skaðlegt, þeg- ar ræða er um málefni, sem einhverja sérþekking þarf til þess að geta krufið til mergjar, eða með öðrum orðum er ekki almennings meðfæri um að dæma, því þa reiða menn sig á ltófundana, svo framarlega sem allt er með felldu. Þegar t. d. maður, sem ekki hefur lög- fræðiþekking fremur en sauður semur lögfræðislega ritgerð, og setur „Corpus juris“ undir hana, þá er það öldungis eins rangt, eins og ef maður seldi blóðmarinn tröllafisk frá Garðarsfélag- inu, en setti »Bildahlsk klipfisk« með stórum stöfum á umbúðirnar. Slik dœmi hefði amtmaður átt að vita, en hella ekki reiði sinni jafnt yfir réttláta og rangláta. Annars hafa öll íslenzk blöð flutt nafnlausar greinar, og flytja enn í dag. Málgagnamtmannsins sjálfs, »Norðurl.« hefur t. d. flutt nafnlausan ósanninda- þvætting, bæði um mig og aðra, og hefði amtmaður átt að hafa hreint fyr- ir sínuni dyrum, áður en hann tæki að sletta til annara fyrir þetta. Raun- ar sýnist mér, að amtmanni ætti að þykja vænt um þá, sem rita nafnlaust, þvi sjálfsagt hefur honum verið ærin svölun í því, að uppnefna þá með hinu smánandi nafni: »stigamenn«, en það mundi hann ekki þora að gera ákveðnum mönnum, þótt hann langaði til. Annars á það ekki illa við, að amtmaður beri menn brigslum og upp- nefnum í þessari »drengilegu« friðar- grein, þegar hann er nýbúinn að tala um, hve ósæmilegt sé af pólitisku flokkunum að uppnefna hvor annan. »Sjáið manninn«, sem er hafinn yfir flokkana. Það er stundum hægra að kenna heilræðin er. halda þau. Eg man nú reyndar ekki eptir sérlega smánandi uppnefnum, sem flokkarnir hafa nefnt hvor annan nýlega, nema ef telja skyldi það, að »Þjóðviljinn« er nú fyrir skömmu tekinn að kalla heimastjórnarflokkinn » Estrupsliðið «. Raunar er þetta nafn svo flónslegt, að það tekur engu tali, en tilgangurinn er auðsær og mjög »friðsamlegur(l)«, að kenna andstæðinga sína við þann mann, sem verst er þokkaður af öll- um frjálslyndum mönnum í sínu landi, og sem landar hans kalla almennt »Grundlovsbryderen«, svo virðulegt nafn, sem það er. — En gott er það, að af þessu má vel sjá, hver hugur fylgir því máli »Þjóðv.«, að hann »telji sér Ijúft verk og vandalítið«, að verða við áskorun Akureyrarfundarins, svo amt- maður varð fullfljótur til þess að hrósa

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.