Þjóðólfur


Þjóðólfur - 03.04.1903, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 03.04.1903, Qupperneq 2
54 eptir þeirra fyrri framkomu, en síður eptir því, sem þeir kunna að láta uppi, þegar þeir eru að afla sér kjósendafylgis til þess, að komast á þing. Þótt eg hafi talið bankamálið síðar, af þessum tveimur málum, þá er það samt eigi af þeim orsökum, að eg telji það sfður varhugavert, en hitt. Saga þess máls mun nú vera nokkuð kunn flestum mönnum, en eg ætla þó, að eigi sé óþarfi að ryfja hana upp í fám orðum, því menn eru ærið gleymnir á slfkt. Húnerístuttu máli sú, að á þingunum 1899 og 1901 var flokkur roanna — að miklu leyti sömu menn, er börðttst fyrir Hafnarráðgjafan- um — sem með framúrskarandi ákefð börðust fyrir því, að leggja landsbankann niður og veita aptur útlendum mönnum leyfi til, að stofna hér banka með einka- rétti til seðlaútgáfu í 30 (upphaflega 90) ár, og jafnvel vildu þeir í upphafi gefa þessu óskabarni sínu allar reitur lands- bankans í hendur fyrir ekki neitt. Flokk- ur þessi var í töluverðum meiri hluta 1901, og átti þá að ganga milli bols og höfuðs á Iandsbankanum. Þó varð honum í síð- ustu lög bjargað fyrir forgöngu landshöfð- ingja, svo að hann fékk að halda lífinu, en seðlaútgáfurétturinn var fenginn í hendur útlendingunum með einkarétti um áður- nefnt tímabil. Þegar eptir þing 1901 reis upp hér um bil alstaðar í landinu hin megnasta óánægja yfir þessum aðgerðum þingsins. Menn fóru — þó um seinan væri — að átta sig á því, að hér var búið að fleygja burtu til útlendra gróða- manna einum hinum dýrmætasta rétti þjóð- arinnar, endurgjaldslaust að kalla, og að mjög svo nærri hefði legið, að hin ein- asta teljandi peningastofnun ílandinu, hin einasta vörn þjóðarinnar gegn útlendu peningavaldi væri lögð niður og fengin í hendur útlendingunum, sem þá hefðu orðið einvaldir yfir peningamarkaði vors fátæka lands. Því var að vísu óspart haldið að mönnum, að þessir útlendingar væru Is- landsvinir, sem dauðlangaði til að verða velgerðamenn landsins, og sem því ein- göngu með hag þess fyrir augum, væru að brjótast í fyrirtæki þessu, en alls ekki af neinni hagnaðarvon fyrir sjálfa sig; og eins var því haldið fram, að Islendingar og landssjóður Islands ættu að verða hlut- hafar í bankanum með svo miklu fé, að Islendingar myndu ráða þar Iögum og lofum. Hn þótt íslenzkir kjósendur séu, sem vonlegt er, fáfróðir mjög í banka- og peningamálum, þá er svo mikið til hjá þeim af heilbrigðri skynsemi, ef þeir neyta hennar, að það er vonlaust verk, að reyna að telja þeim trú um slíka fjar- stæðu. Og þegar ýmsir þjóðhollir menn voru búnir að sýna fram á með óhrekj- andi rökum, að enginn hlutur hefði verið hægari, en að efla svo landsins eiginn banka, að hann gæti fyllilega nægt þörf- um þjóðarinnar, þá óx óá^ægjan því meir og óttinn við hlutabankann, svo að við kosningarnar vorið 1902 var það gert að aðalskilyrði við flest þingmannsefni, að þeir lofuðu hátíðlega að styðja af ítrustu kröptum landsbankann. Að þessu kvað svo rammt, að t. d. báðir þingmenn Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sem verið höfðu meðal svæsnustu forkólfa hlutabankans, urðu ekki einungis að lofa landsbankan- um eindregnu fylgi, heldur jafnvel lýsa því yfir, að það hefði ætíð verið einlæg- ur vilji þeirra, að styðja hann. Og hér ( sýslu urðu tvö þingmannseíni — sem reyndar eigi náðu kosningu — að gera svipaðar yfirlýsingar, og vissu menn þó um þá báða með vissu, að þeir höfðu verið eindregnir fylgismenn hlutabankans, annar á þingi en hinn utan þings. Menn vonuðu sem sé fastlega, bæði að hinum útlendu gróðamönnum myndi verðaóljúft, að stofna sinn banka, þegar landsbankinn ætti að verða við hlið honum, og eins vonuðu menn, að stjórnin, sem vel vissi um óánægju landsmanna, myndi ekki staðfesta lögin fyr en aukaþingið hefði fengið tækifæri til, að láta í ljósi álit sitt, sem auðvitað hefði orðið eindregið á móti hlutabankanum; og þá hugguðu menn sig við, að hægt væri að bæta úr glap- ræði þingsins 1901 og efla landsbankann eptir þörfum. Þetta fór nú samt allt á annan veg eins og menn vita. Bankalögin voru staðfest áður en aukaþingið kom saman, eptir að búið var að útvega yfirlýsing hinna út- lendu manna um, að þeir ætluðu að nota rétt þann, sem þeim var veittur. Þessi fregn kom eins og skúr úr heiðrikju, en hér við var ekkert hægt að gera. Meiri hluti þingsins 1901 hafði unnið það óhappa- verk, sem ekki var hægt að gera ógert, og hér eptir lá ekki annað fyrir, en að reyna að styðja af fremsta megni lands- bankann í baráttu þeirri, sem öllum hyggn- um er auðsætt, að hann verður að heyja fyrir tilveru sinni, þegar hann er búinn að fá öflugan og óhlífinn keppinaut, en á marga einbeitta mótstöðumenn meðal þeirra, er mest láta til sín taka um lands- mál, þótt þeir fari varfærnislega sem stendur, til þess að hrinda ekki kjósend- um frá sér. Þetta er nú í aðalatriðinu saga þessa máls, og þannig standa sakir enn. En að einu leyti virðist mér afarmikil breyting vera á orðin síðan í fyrra vor. Það virð- ist sem sé nú, sem hinn vakandi áhugi, sem þá var á þessu máli nálega hjá hverj- um manni, sé að að slokkna út. Það er eins og menn séu nú búnir að að taka á sig værðir með þeirri hugsun, að málið sé komið í viðunanlegt horf, þar eð Iands- bankinn sé úr allri hættu, og að nú sé ekkert annað að gera, en að láta báða bankana eiga sig; það geti jafnvel verið gott, að hafa tvo banka 1 landinn; þeir muni geta unnið í bróðerni landinu til gagns og báðir verið óhultir, því nóg verði handa þeim báðum að starfa. En að minni hyggju er það mjög fá- víslegt og hættulegt, að byggja á þessu sem fullvissu. Mér er því miður eigi fremur en öðrum gefið, að sjá langt fram í tímann, og þvl get eg eigi sagt fyrir, hverjar kringumstæður muni verða hér að svo og svo löngum tíma liðnum. En eg hika eigi við, að láta í ljósi þá skoðun mína, að nú sem stendur sé hér á landi ekki verksvið fyrir þessa tvo banka, þann- ig að þeir geti notað starfsfé sitt, ef þeir — eins og gera ætti ráð fyrir — vilja ekki fleygja þvl út í tvísýni og hættuleg gróðabrallsfyrirtæki, sem nóg getur orðið af, ef peningar fást til þeirra. Eg veit að vísu, að það er nokkuð útbreidd skoð- un hér á landi — enda hefur nú þessi síðari ár verið unnið kappsamlega að því, að troða henni inn í fáfróða menn, — að land vort vanti ekki annað, en nóga peninga til þess, að verða ríkt land, og því standi alveg á sama, hvernig pening- ar fást, ef þeir að eins fást inn í landið. Er þetta hin hættulegasta villukenning og ósamboðið hugsandi mönnum, að gleypa hana í sig umhugsunarlaust. Það er nú fyrst, að oss gagnar lítið, þótt hrúgað sé upp einhversstaðar í landinu svo og svo miklu af útlendum peningum, því það eitt út af fyrir sig gerir landið hvorki ríkara né fátækara. Vér verðum að geta fengið þessa peninga og tekið þá í vora þjónustu til arðsamra fyrirtækja; en því miður er allur þorri manna svo staddur, að hann hefur engin tæki til, að fá pen- inga hjá bönkum, þótt þeir séu nógir til, því þá vantar trygging og lánstraust. Og í annan stað eru peningar eigi annað en verkfæri, sem að vísu er hægt að vinna mikið með, ef menn kunna það, en sem samt sem áður, eins og hvert annað verk- færi, heimta vinnukrapt. Hvorki slétta peningar tún, hirða gripi né róa til fiskj- ar, eða spinna og vefa; það er manns- höndin ein, sem þetta getur gert. Og oss vantar mannshöndurnar til að vinna með peningunum, vantar þær svo mjög, að vér getum ekki einu sinni nú unnið með þeim peningum, sem vér höfum, nema kaupa vinnukrapt svo dýran, að atvinnuvegir vorir geta eigi borið kostn- aðinn. Sannleikurinn er, að oss vantar fyrst og fremst fóik til að yrkja upp landið, og fólk getum vér eigi keypt fyrir peninga, því önnur lönd bjóða því betri kjör, en vér gétum staðið oss við að bjóða. Já, jafn- vel voru eigin fólki getum vér eigi haldið 1 landinu, og það mun sannast, að hinar glæsilegu vonir, sem hugsunarlausir þvaðr- arár hafa vakið hjá fáfróðum mönnum um gullöld þá, sem hér eigi að renna upp, þegar hlutabankinn sé kominn með alla peningana, þær munu einmitt, þegar þær ekki rætast, verða til þess, að auka strauminn, sem nú liggur frá landinu. Eg álít því, að þessu athuguðu, að það sé mjög tvísýnt og jafnvel fremur ólíklegt, að [hinn fyrirhugaði hlutabanki reynist eins arðsamt fyrirtæki, eins og stofnend- ur hans og fylgismenn hafa gert sér von um, og eins og hluthafar hans munu heimta, til þess að hafa sæmilega vexti af fé sínu. Eg get jafnvel ekki betur séð, en að landsbankinn, sem hefur miklu ódýrra starfsfé, standi fullt svo vel að vígi, ef honum verður vel stjórnað og hann fær að vera óáreittur. Hann þarf, eins og menn vita, að eins að borga 1% til landssjóðs af seðlaforða sínum, og er það eigi nema helmingur á móti vöxtum þeim, er hlutabankinn þarf að greiða af pen- ingafúlgu sinni, sem hann þarf til að tryggja seðla sína, þótt þeir vextir séu að eins reiknaðir 4°/o. Það er því auðsætt, að með sömu útlánsvöxtum hlýtur lands- bankinn að hafa meiri gróða en hinn. Hlutabankinn verður því annaðhvort að gera: hækka útlánsvextina fram yfir lands- bankann, eða láta sér nægja minni ágóða. Hinu fyrra munu viðskiptamenn hanskunna illa, því allir vilja eðlilega fá sem ódýr- asta peninga; hinu síðara munu aptur hluthafar hans kunna illa, því þeir munu fyrst og fremst, eins og hluthöfum er títt, hugsa um að fá sæmilega vexti af fé sínu. Eg álít meira að segja mjög fjarri sanni það, sem eg hef séð haldið fram í blöðum þeim, sem mest mæla með þessum banka, að hluthafar hans muni verða ánægðir með 4% vexti. Þá vexti láta menn sér nú að eins nægja á móti öruggri trygging; en hlutabréf í bankafyrirtæki, allra helzt á óreyndu svæði, eins og Islandi, munu fráleitt verða álitin örugg trygging, og hluthafar munu því ekki verða ánægðir með minna en 5—6%. En sé nú þetta rétt, og korai það 1 ljós þegar hlutabankinn er tekinn til starfa, að hann með landsbankann fyrir keppi- naut, geti eigi grætt svo, að hann verði arðvænlegt fyrirtæki, þá mun þegar vakna sú spurning, hvor þeirra eigi að vikja sæfi fyrir hinum; og þá verður það, að landsbankanum verður hin mesta hætta búin, ef kjósendur í landinu eru eigi vel vakandi. Vér vitum það, aðáþingiigoi var meiri hluti, sem ekki hefði hikað við ef hann hefði getað, að leggja landsbank- ann niður, til þess að hlutabankinn hefði getað orðið einn um hituna. Og það var að eins sökum tímaleysis, að meiri hlutinn felldi eigi burtu aptur breyting þá, sem efri deild eptir tillögu landshöfðingja gerði í þá átt, að landsbankinn fengi að standa. Og í annan stað er það nú orðið opinbert leyndarmál, að forgöngumenn hlutabankans voru í fyrravetur orðnir al- veg afhuga því, að setja hann á laggirn- ar með þessum kjörum. Að þeir breyttu fyrirætlan sinni og gengust undir lögin eins og þau voru, var að eins vegna þess, að þeir fengu von, sem þeir reiddu sig á, um að landsbankinu myndi samt innan skamms verða lagður niður með nýjum löguro. Hvaðan þeim kom þessi von, ætla eg ekki að minnast á hér; það er einn af þessum dökku blettum í hinni póhtisku sögu vorri á síðari árum, sem bezt er að hreyfa sem minnst við, og er nóg að vita, að þetta átti sér stað. Þetta misheppnaðist nú samt á þinginu 1902, af því að kosningar féllu þááannanveg, en búizt hafði verið við; en það, sem sem ekki var hægt þá, það verður ef til vill nægt á næsta þingi eða síðar, ef kosningar misheppnast nú. Og eg verð að halda því eindregið fram, að ef dæma á eptir því, sem áður hefur fram komið í þessu máli — og eptir öðru er ekki hægt að dæma — þá er alveg réttmætt að fullyrða, að svo framarlega sem það skyldi koma í Ijós, að landsbankinn verði algerlega þröskuldur í vegi fyrir vexti og viðgangi hlutabankans, og svo framarlega sem fylgismenn hlutabankans þá hafa afl atkvæða á þingi voru, þá hefur landsbank- inn lifað sitt síðasta, því þeir munu þá eigi hika við, að lórna honum á altari þessa skurðgoðs síns, hlutabankans, eins og þeir ætluðu að gera 1901. Eg vona nú, að eg hafi leitt nokkurn veginn sennileg rök að þvf, að það sé eigi hyggilegt að treysta því að óreyndu, að vor eiginn banki, landsbankinn, sé úr allri hættu, þótt honum væri bjargað 1901 og þótt eigi væri fært að gera honum neitt tilræði 1902. Og eg vona einnig, að sá áhugi, sem í fyrra vaknaði á þessu máli, sé eigi svo slokknaður, að hann geti eigi vakizt upp aptur, ef mönnum verður hættan eins Ijós og þá. Eg ætla því að enda þessar línur með þessari alvarlegu áskorun til allra kjósenda í landinu: 1. Gefið engum þeim manni atkvæði yð- ar. við næstu kosningar, sefn eigi af- dráttar- og skilyrðislaust lofar því, að styðja af mætti allar tilraunir til ad tryggja sem bezt í öllum greinum rétt þingsins gagnvart stjórninni með lög- um og á hvern annan hátt, sem hægt er, og að vera ótrauður og einlægur stuðningsmaður landsbankans, hvenær, hvernig ogaf hverjum, sem tilraun verð- ur gerð til að hnekkja honum, ef sá maður á þá sæti á þingi. 2. Þótt þér fáið þessi loforð hjá öllum frambjóðendum á kjörfundi, þá kjósið samt öðrum fremur þá menn, ef þeir eru í kjöri, sem með sinni fyrri fram- komu, hvort heldur á þingi eða utan þings hafa sýnt, að þeim er þetta al- vara, en eigi að eins meðal til að afla sér kjósendafylgis. 3. Ef þér eruð svo heppnir, að hjá yður verði í kjöri þeir menn, sem þér vitið að óhætt er að treysta í þessum mál- um og öðrum, sem eru nauðsynjamál þjóðarinnar, þá fylgið þeim fast að kosningu og látið yður eigi draga það, þótt þér þurfið að Ieggja nokkuð á yð- ur til þess. Það er borgaraskylda yðar, og það er einnig vonandi, að það verði í síðasta skipti, sem íslenzkir kjósend- ur þurfa að leggja á sig Iöng ferðalög til þess, að neyta kosningarréttar síns. Vopnafirði 28. febrúar 1903. Ó. F. Davíðsson. Útlendar fréttir. --o-- Kanpinaniiahufii 16. marz. Rússland. Það hefur hvarvetna vakið allmiki athygli, að Nikulás keisari hef- ur gefið út boðskap um endurbætur í rfki sínu, og birt hann í stjórnarblaði einu f Pétursborg. Boðskapur þessi gefur heityrði um ný lög, sem veita eiga trúarbragðafrelsi og önnur, sem gera eiga ráðstafanir til að rétta við hag bænda. Ennfremur er þess getið, að menn, sem njóta almenns trausts, skuli' tilnefndir í héraði hverju til þess að láta uppi álit sitt um lagafyrirmæli þau, sem snertir bændurna. Rússnesku blöðin tóku boðskap þessum með miklum fögnuði, og kváðu hann hina mikilvægustu stjórnarráðstöfun síðan að bændaánauðin var afnumin, en helztu blöðin út um Evrópu hafa ekki gert mikið úr þessu og byggja ekki á því miklar framtíðarvonir fyrir Rússland. Það er víst heldur alls ekki tilgangurinn, að þetta eigi að verða byrjun til þjóðræð- is í Rússlandi, þó að svo sé ákveðið, að menn skuli koma saman á ráðstefn- um í héraði hverju til að ræða málin; stjórnin mun sjálf ætla sér að nefna menn til þess, en ekki láta kjósa þá af bændum. Samt má búast við, að eitthvað gott megi af þessum boðskap keisara hljótast. Á Balkanskaganum er ástandið á-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.