Þjóðólfur - 03.04.1903, Síða 3

Þjóðólfur - 03.04.1903, Síða 3
55 vallt heldur tvísýnt. Umbótakröfur Rússlands og Austurríkis hafa ekki fullnægt Makedóníubúum; smáskærur hafa orðið við og við milli Tyrkja og smáuppreisnarflokka, en það er ætlun flestra, að hjá muni naumast fara, að uppreisnin verði almenn með vorinu, og er þá ekki unnt að segja, hvern dilk hún gæti dregið eptir sig. Eng- land er ekki ánægt með kröfur Rúss- lands og Austurríkis og hefur áskilið sér rétt til að gera víðtækari kröfur, ef þær reyndust ófullnægjandi. Á Hollandi eru þvingunarlögin gegn verkamönnum, sem verkfall gera, enn í þinginu, og búast sósíalistar til að tefja fyrir þeim, svo sem þeim er unnt, en á því mun þó naumast nokkur vafi, að þau nái fram að ganga. Fundir hafa verið haldnir fjölmennir út um allt land til að mótmæla lögunum. England. Chamberlain er nú kominn heim aptur frá Suður-Afriku. Hann steig á land í Southampton í fyrra dag, og var honum tekið með miklum gleðilátum. Hefur orðstír hans aukizt við ferðalag þetta, hversu mik- ill árangur sem af því kann að verða. Vilhjálmur keisari hefur í hyggju, að heimsækja Kristján Danakonung í byrjun næsta manaðar. Blöðin hafa verið með allskonar ágizkanir um, hver muni vera hinn eiginlegi tilgangur með ferð þessari; hefur þess verið getið til, að hann ætlaði að afla elzta syni sín- um, sem er 21 árs, kvonfangs, hvað sem það er nú að marka. Krónprinsessunni á Saxiandi hafa verið gerðir þessir kostir af ættmönn- um hennar: hún skal fá bústað í höll einni í Bæheimi, hún skal fá barn það, sem hún gengur með, í hendur sax- nesku hirðinni, hún fær rétt til að nefnast aptur austurrísk prinsessa, og hún fær leyfi til að sjá börn sín tvis- var á ári. Það er ekki fullkunnugt, hvort hún hefur gengið að þessum kostum, en mest iikindi eru til þess, að það muni verða úr. Málfræðingurinn GastonParis er dauður, 63 ára að aldri. Hann var frægastur vísindamaður franskur í róm- anskri málfræði og bókmenntasögu. Landkönnunarferðir í Asíu. Hálendi Mið-Asíu, sem almennt er tal- ið vagga mannkynsins, er enn tiltölulega lítt kunnugt, einkum Tibet, sem er 30,000 ferh.mílur að stærð með 7—8 miljónum íbúa. Höfuðborgin er Lassa, aðsetur hins »heilaga« Dalai-Lama, æzta prests Budda- trúarmanna. Um lartgan aldur hefur engúm Evrópumanni tekizt að kom- ast þangað, því að sterkar gætur eru hafðar á öllum aðkomumönnum, og þeim bægt frá hinni »heilögu« borg með of- beldi, ef þeir vilja ekki snúa við viljugir. Eerðalag í þessu fjallalandi, er liggur 10— 15,000 fet yfir sjávarmál er ekki að eins erfitt og hættulegt vegna fjandskapar landsmanna gegn öllum útlendingum, held- ur einnig vegna loptslagsins, sem Evrópu- menn þola ekki. Erægastur allra land- könnunarmanna í Mið-Asíu á síðari árum er Svíinn Sveinn Hedin, sem flest íslenzku blöðin tóku af lífi i fyrra vetur, en nú er kominn heill á húfi heim til ^víþjóðar, og íerðast nú víðsvegar um Norðurálfu til að halda fyrirlestra um ferðir sínar. Á fyrri ferðum sínum 1894—95 missti hann allan farangur sinn og flestalla samferða- menn sína, og var sjálfur nær dauða kom- inn á eyðimörkinni Takla-Makan, en síð- ar (veturinn 1896—97) komst hann alla leið austur yfir eyðimörkina til Pekingog hélt þaðan um" Norður-Kína og Síberíu heim til Stokkhólms. 1899 lagði hann af stað og ferðaðist árið 1900 Um ókunn héruð l Norður-Tíbet, en í mal 1901 ásetti hann sér að kornast til höf- uðborgarinnar Lassa. En þótt hann væri í dularklæðum, sem mongólskur pílagrím- ur, þá þekktist hann samt, og er hann átti eptir eina dagleið til borgarinnar fékk hann ekki að komast lengra, og varð að snúa við. Hann var þá við 3. mann, en rétt á eptir ætlaði hann með öllu föru- neyti sínu að komast aðra leið til borg- arinnar. En þá kom herflokkur á móti honum og vísaði honum brott. Urðu þess- ir hermenn samferða honum 10 daga, til þess að vera vissir um, að hann sneri ekki aptur til Lassa. Á þessari ferð sinni í Tíbet missti Hedin nálega alla fylgdar- menn sína, áburðardýr og farangur. Hann segir sjálfur svo frá erfiðleikunum í þess- ari för : »Eg verð að geta þess, að jafnvel í dölunum vorum við hærra yfir sjávarmál en tindurinn á Mont-Blanc (hæsta tjalli í Evrópu). Það var mjög erfitt að draga andann, og 4 fylgdarmenn mínir dóu að eins af því, að þeir gátu ekki fengiðlopt í lungun. Þá er vér einu sinni komum í náttstað, sátu tveir þessara trúu fylgdar- manna stirðir og dauðir á úlföldum sín- um. Hinir dóu smátt og smátt, þannig, að fæturnir urðu fyrst tilfinningarlausir og svo allur llkaminn upp eptir. Þeir höfðu fulla meðvitund til hins síðasta, því að heilinn bilaði seinast. Þetta var hin versta og óttalegasta reynsla, sem eg hef orðið fyrir á ferðum mínum. Eg sjálfur sýktist ekki á líkan hátt, en mér var öld- ungis ómögulegt að ganga, og eg varð að sitja í hnakknum allan daginn. Jafn- vel það lítilræði, að hneppa frá sér yfir- höfninni hafði í för með sér sársauka og titring í hinu þreytta hjarta, sem satt að segja var að því komið að springa. Ves- lings skepnurnar tóku einnig mikið út. Eg missti 44 hesta af 45 og 30 úlfalda af 39. Mér varð það eitt til lffs, að eg frá morgni til kvelds, þangað til við nátt- uðum okkur, hreyfði mig ekki hót af hestbaki. Hefði eg gert það, mundi hjart- að í mér að líkindum hafa bilað, eins og hjá fylgdarmönnum mfnum. Á þessari þúsund mílna löngu ferð minni í Tíbet, höfðum við stöðugt nístandi kaldan storm í fangið. Þrátt fyrir allar þær þrautir, sem eg fyrrum varð að þola á sandflák- urn Takla-Makan eyðimerkurinnar, þá vildi eg miklu fremur verða tíu sinnum að sæta þeim enn á ný, heldur en að ferðast enn þá einu sinni þvert yfir Tí- bet«. Hinn vísindalegi árangur af þessum land- könnunarferðum Hedins í Mið-Asíu, er sagður mjög mikill, og kveðst hann muni þurfa 5 ár til að koma góðu skipulagi á allt það efni. Meðal annars fann hann í bæjarrústum nokkrum í óbyggðum all- mikið af þýðingarmiklum pergamentshand- ritum frá 3. öld eptir Krist. Brunar. Hinn 18. febr. brann baðstofa, búr og eldhús á Grunnavatni á Jökuldalsheiði. Hafði kviknað í baðstofuþekjunni út frá ofnpfpu. Nokkru af fötum varð bjargað úr baðstofunni og nokkrum munum og matvælum úr eldhúsinu. Húsin voru ný- byggð og tjónið því mikið. Bóndinn Jón Jónsson var ekki heima, er brunann barað. Húsbruni varð enn á Akureyri 26. febr., brann þar að mestu brauðgerðarhús, er Hoepfnersverzlun átti, en Axel Schiöth veitti forstöðu. Brunnuþaröll brauðgerð- aráhöldin og mikið af brauði. Vinnufólk- ið missti nær alla muni sfna, er þar voru, og var það óvátryggt. Forstöðumaðurinn missti og nær alla búslóð sína, en hún var í eldsvoðaábyrgð og svo húsið. Varðskipið „Hekla'1 kom hingað 29. f. m. Hafði lagt af stað frá Höfn um miðjan mánuðinn. „Vesta“ kom hingað 27. f. m., en hafði þá ekki komizt á Stykkishólm sakir ofviðurs, og gat ekki lokið sér af í Flatey, missti þar annað akkerið, og hélt svo beina leið það- an hingað. Fórdaginn eptir 28. 1. m. vest- ur á Stykkishólm og Flatey, og hreppti þá bezta veður, kom aptur 30. f. m. snemma morguns. Með henni komu frá Stykkis- hólmi: Lárus Bjarnason sýslumaður, séra Sig. Gunnarsson, Hjálmar Sigurðsson verzl- unarm., Magnús Þórarinsson kaupm., Torfi Tómasson verzlunarm., Björn Sveinsson bókbindari og frá Flatey séra Sigurður Jensson. Frá Isafirði kom: Guðm. Bergsson kennari o. fl. Veitt læknisembættl. Þingeyrarlæknishérað er 19. f. m. veitt af landshöfðingja settum lækni þar And- rési Fjeldsteð. Lausn frá prestsskap hefur séra Jósep Kr. Hjörleifsson á Breiðabólsstað á Skógarströnd fengið 18. f. m. sakir vanheilsu og með eptirlaunum. Lýðháskólinn. Eins og til stóð„ hefur skóli þessi starfað í 6 mánuði og gengið vonum fremur vel. Hafa rúmlega 20 manns, karlmenn og kvenn- menn notað skólann. Sumir að eins tekið þátt í fyrirlestrum, aðrir verið í öllum náms- greinum 4 tíma á dag. Til minningar þess, að fyrsta skólaári skólans var lokið, voru um 50 manns við- staddir. Veitti forstöðumaður skólans, Sig- urður Þórólfsson, öllum kaffi. Kennslusalurinn var skreyttur fánum, ræður haldnar, upplestur, söngur og musik. Skemmtu menn sér hið bezta. — Einn af þeim, sem hlýtt hafa á fyrirlestrana við skól- ann, Borgþór Jósepsson verzlunarm., talaði snjallt erindi til skólans og forstöðumanns- ins. Kvaðst hann mikið gagn hafa haft af stofnun þessari, vakið hjá sér sterka Iöngun til frekari upplýsinga í ýmsu og vonaði, að hann yrði ekki sá eini af nemendum skól- ans, sem bæri hlýjan hug til hans og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. Finn af peim sem boðnir voru. Látin er í Kaupm.höfn to. f. m. ekkjufrú Sig- ríður Bogadóttir, ekkja Péturs bisk- ups Péturssonar (-j- 1891) nær hálíníræð að aldri, íædd 22. ágúst 1818. Lifði hún lengst 7 systkina sinna, barna merkishjón- anna Boga Benediktssonar á Staðarfelli og Jarþrúðar Jónsdóttur. Af börnum hennar og Péturs biskups, er úr æsku komust voru: Bogi læknir í Rangárvallasýslu (f 1889), frú Elinborg Thorberg (ekkja Bergs Thorbergs landshöfðingja) búsett í Kaupm.- höfn og frú Þóra, kona dr. Þorvald- ar Thoroddsens prófessors. I húsum þeirra hjóna lifði frú Sigríður hin síðustu ár æfi sinnar. Hún var merk kona á margan hátt, skyldurækin, þrekmikil, stjórnsöm og forsjál. Mannalát og slysfarlr. I febr. drukknaði Þórður Jónasson fyrverandi hafnsögumaður á Eyjafirði. Hann átti heima í Saurbrúargerði í Laufássókn og ætla menn, að hann hafi farizt á leið heim til sín, í lónunum milli Ness og Höfða i Höfðahverfi. Var ófundinn, er síðast fréttist. Hann var kominn yfir áttrætt og mjög ern eptir aldri, enda vaskleikamað- ur á yngri árum. Nýdánir eru 2 merkir bændur í Keldu- hverfi: Indriði ísaksson í Keldunesr og Þórar inn Björnsson á Víkinga- vatni; ennfremur er látinn Jóhannes J ó n s s o n fyr bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, bróðir séra Magnúsar heit. í Laufási, hniginn að aldri, hafði búið 30 ár góðu búi á Hranastöðum. — Einnig er látin húsfrú Ragnheiður Einarsdótt- ir (verzlunartnanns Jafetssonar) kona Stef- áns Gíslasonar héraðslæknis á Ulfstöðum á Völlum og eitt barn þeirra hjóna. Hinn 3. f. m. andaðist á ‘Flókastöðum í Fljótshlíð V i g f ú s S i g u r ð s s 0 n (stúdents Jónssonar frá Varmahlíð), bróðir Páls sál. Sigurðssonar alþm. í Árkvörn og þeirra bræðra. „Vigfús sál. var greindarmaður hinn mesti, sem hann átti kyn til, og gefinn mjög fyrir allan fróðleik. En sakir hæg- lætis síns og friðsemis sneyddi hann sig hjá, að vastra nokkuð í opinberum eða annara málum. Hann var kvæntur Guðrúnu Arnbjarnardóttur, föðursystur Arnbjarnar vitavarðar og þeirra barna, góðkunnri og greindri konu, er enn lifir mann sinn. Þau hjón hjuggu allan sinn búskap á Flóka- stöðum og var heimili þeirra orðlagt sem eitt hið bezta og greiðviknasta, þótt víða væri leitað. Séinustu æfiár var Vigfús sál. blindur, eins og Páll bróðir hans varð, og höfðu þau hjón því látið af búskap fyrir nokkrum árum, en dvöldu ánægð og í á- stúð og einingu hjá dóttur sinni og tengda- syni, er nú búa á Flókastöðum". Gardínutau hvít og mislit mjög ódýr, mikið úr- val af hvítum léreftum, ódýr kjólatau, sirz, flauel og flanelette, tvisttau, fóð- urtau, herðasjöl, barnakjólar og kápur, prjónapeysur smáar ogstórar, rúmteppi, handklæði, kvennslipsi, „broderingar", silkitau o. m. fl. kom með „Lauru" í verzlun Sturlu Jónssonar. I Glasgow fást herbergi fyrir einhleypa og fam- ilíu til leigu; sömuleiðis stór salur með hliðarherbergjum. Helgi Jónsson. bankaassistent. Sultutau mjög ódyrt, komið aptur í verzlun. STURLU JÓNSSONAR. Gólfmottur fást í verzlun Sturlu Jónssonar. J.P.T. Bryde’s verzl u n ( Reykjavík hefur með síðustu ferð „Laura" fengið Mustad’s margarine, sern er ætíð álitið hið bezta smjörlíki, sem fæst hér á landi. Waterproofkápur nýkomnar í verzlun STURLU JÓNSSONAR. Leiðnrvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr J. Jónassen, sem einnig gefur þeim, sem viija tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýs- ingar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.