Þjóðólfur - 23.10.1903, Page 1
55. árg.
Reykjavík, föstudaginn 23. október
1903.
Jú 43.
Ofna og eldavélar
s e 1 u r
Kristján Þorgrímsson.
Tímamót.
AUir þeir, sem ekki eru fullir óvildar
og hleypidóma gegn hinu nýja stjórnar-
fyrirkomulagi, sem í vændum er, eða
þrútnir af gremju yfir því, að hafa orðið
undir í hinni pólitisku baráttu, hljóta að
viðurkenna hina afarmiklu þýðingu, er
stjórnarbreytingin nýja hlýtur að hafa fyrir
þjóð vora. Það eru á vissan hátt miklu stór-
felldari tímamót nú en 1874, er vér feng-
um stjórnarskrána, og hefur hún þó mark-
að allstórt framfaraspor í lífi þjóðar vorr-
ar. Þá ortu góðskáldin háfleyga söngva
um »ágæti hins nýja siðar«, enda studdi
1000 ára afmælishátíð þjóðarinnar og
koma konungsins hingað til lands að því,
að varpa geislum yfir framtíðina. Þá voru
allir — eða flestir — einhuga um, að það
stjórnarfyrirkomulag, er þá fékkst, væri
að öllu leyti hið viðunanlegasta. Þjóðin
var samhuga í því, að nota hið veitta
frelsi sem bezt. Þessvegna heyrðust eng-
ir ósamróma tónar í söngvum skáldanna
þá. En nú, þá er miklu stærra spor er
stigið til verulegrar sjálfstjórnar, en gert
var 1874, þá rignir hrakspám og heiting-
um yfir stjórn þá, sem enn er óskipuð,
og yfir alla þá, er unnið hafa að því að
kóma henni á. Nú yrkir hinn ungi skálda-
vísir lélegar eptirstælingar af íslendinga-
brag, með enn freklegri gífuryiðum og
fjarstæðum, sogandi í sig feikilegan vind,
er á að þeyta um koll þessari væntanlegu
nýju stjórn, hvernig sem hún verðurskip-
uð, hvernig sem hún stjórnar og hvernig
sem hún fer að ráði sínu, hvort heldur
vel eða illa. Hún er fyrirfram dæmd ó-
alandi og óhafandi, sem svívirðilegt
»þrælsmark á frjálsbornum lýð«, eins og
eitt unga skáldið kemst að orði.
Er þetta heillavænlegt ástand eða giptu-
samlegt til frambúðar? Því fer harla
fjarri. En sem betur fer er allur megin-
þorri þjóðarinnar ekki uppblásinn afsvona
löguðu heimastjórnarhatri. En af hverju
sprettur öll þessi vitfirring? Naumast af
eintómum misskilningi eða blindni. Hún
sprettur af fargani því og flokksofstæki,
er tætt hefur þjóðina sundur og tvístrað
henni í fjandsamlega flokka í hinni póli-
tisku baráttu síðustu ára. Og þeir sem
loks báru lægra hlut, hafa ekki getað sætt
sig við úrslitin, vegna ofurkapps þess og
ofstækis, er komið var í baráttuna, þar
sem ekki var um annað hugsað, en að
láta kné fylgja kviði, hvað sem velferð
landsins liði, eins og skýrt kom f Ijós á
þinginu 1901. En þá er svo er komið
er baráttan komin í óvæntefni, orðin stór-
hættuleg.
Það þarf alllangan tíma, til að lægja
allar þær öldur, er risið hafa á síð-
ustu tfmum. Getur vel verið, að það
standi alveg á sama, hversu vel og
viturlega hinum fyrsta ráðherra tekst að
stýra gegnum brimið og boðana, því að
ekki munu honum ætlaðir langir lífdag-
ar í stjórnarsessinum. Og víst er um það,
að enginn verður öfundsverður af þeirri
tign fyrsta kastið. Og þó skiptir svo af-
armiklu, að þessi maður verði einhver á-
gætasti maður þjóðarinnar, sem vér höf-
um völ á. Það er hann, sem á að mynda
»praxis«, móta stjórnarfar vort, eins og
það á að verða í framtfðinni. Hann verð-
ur því að vera einkar þjóðhollur maður,
enginn flautaþyrill eða fleiprari, heldur
fasttækur, stjórnsamur alvörumaður, er
geri öllum jafnhátt undir höfði og gæti
réttar þjóðarinnar út á við, engu síður en
einstaklingsins. En hvar höfum vér slík-
an mann, er sé þessum vanda að öllu
leyti vaxinn ? Hann verður töluvert vand-
fundinn. En hvort sem valið tekst vel
eða illa, þá er óhyggilegt þjóðar vorrar
vegna, að taka á móti honum með óhug,
ótrú eða opinberum fjandskap, eins og
hann væri óvinur eða andstæðingur þjóð-
arinnar. Á þann hátt getur engin stjórn,
hversu góð sem hún er í sjálfu sér orðið
landi og lýð til blessunar. Og til þess
að nýi ráðherrann geti unnið þjóð sinni
fullt gagn, verður hún að styðja hann til
allra góðra og þarflegra hluta, vera bak-
hjall hans gagnvart útlendu valdi, ef það
vill fara að hafa hendur í hári vorra eig-
in mála, engu síður en hann á að vera
sverð og skjöldur þjóðarinnar út á við.
Þá fer stjórnin bezt úr hendi, er báðir
aðilar, stjórn og þjóð vinna í eindrægni
að heill þjóðfélagsins, en ekki með því
að alið sé á tortryggni og úlfúð. En þar
sem stjórn og þjóð greinir verulega á, þar
á stjórnin að lúta, sé almenningsvilji ann-
ars vegar. A því byggist þjóðræðið, og
af þjóðræðinu á þingræðið að leiða, því
að þing, sem meiri hluti þjóðarinnar er
óánægður með getur ekki staðizt til
lengdar. ,
Allar getgáturmanna um það, hver skip-
aður verði ráðherra eru alveg í iausu lopti
byggðar. Um það hefur enn ekkert heyrzt
og mun naumast heyrast fyr en skipunin
kemur, en að sjálfsögðu má búast við, að
ráðherrann verði tekinn úr þeim flokki —
heimastjórnarflokknum, — er ráðandi hefur
verið á 2 síðustu þingum, þeim þingum,
er lagt hafa smiðshöggið á stjórnarskrár-
breytinguna, eins og hún nú liggur fyrir
til staðfestingar. í blaðinu »Dannebrog«
kvað hafa birzt greinarstúfur héðan frá
íslandi 9. f. m., þar sem meðal annars
voru talin upp 5 ráðherraefni, þar á með-
al síðastur 1 röðinni Halldór Daníelsson
bæjarfógeti(l). Það er mjög sennilegt eða
hitt þó heldur, að Alberti færi að setja
þann mann í ráðherrasætið, mann, sem
steyptur kvað vera í sama mótinu í póli-
tíkinni sem Landvarnarsendiherrann nafn-
frægi. Alberti gæti alveg eins vel gert
sendiherrann sjálfan eða bróður hans, séra
Sigurð í Flatey að ráðherra.
Jafnmikilsvert sem það er, að ráðherra-
valið takist ve), eins er það mjög þýðing-
armikið, að vér fáum ötulan og vel hæf-
an landritara, því að á honum hvílir að
mestu stjórnarframkvæmdin sjálf. Hann
verður að vera önnur hönd ráðherrans
og honum samhentur, og það verður hann,
sem getur mjög miklu ráðið um það, hvern-
ig stjórn landsins verður út á við. Með
því að nýi ráðherrann skipar landritarann
má sjá það þegar á þeirri fyrstu stjórnar-
athöfn hans í hverja stefnu hann hugsar
sér að stýra stjórnarskipinu. Það er því
ekki alveg vandalaust fyrir nýja ráðherr-
ann að veija sér landritara, því að sé sá
maður í litlu áliti hjá þjóðinni, hafi lítið
traust almennings, þá lenda öll óþægind-
in af því vali á ráðherranum. Það verð-
ur hann, sem sýpur seyðið af óheppilegu
landritaravali.
Allir góðir Islendingar ættu að styðja
að því af fremsta megni, að stjórn sú,
sem nú er í vændum geti neytt allra krapta
sinna landi voru til vegs og viðreisnar.
En til þess verða sem flestir að verða sam-
taka. Sundrungin, hatrið og hleypidóm-
arnir hefur hvarvetna hin verstu áhrif,
einkum í lítt þroskuðu þjóðfélagi, eða
þá er þjóðin er að stíga fyrstu sporin á
sjálfstjórnarbrautinni. Það þjóðfélag, sem
jafnan er sjálfu sér sundurþykkt, aldrei
getur orðið samtaka, getur ekki náð nein-
um verulegum þroska. Þar sem hverhönd-
in er upp á móti annari verður ekkert
úr framkvæmdum, allt strandar á tvídrægn-
inni og sérgæðingshættinum, þar sem sá
þykist mestur maðurinn, er mest getur
gjammað og hæst hrópað, þótt gjammið
sé á litlu eða engu viti byggt.
Allir sannir Islendingar munu óska þess,
að timamót þau, sem nú fara í hönd með
nýrri i n n 1 e n d r i stjórn verði farsæl og
heillarík tímamót í sögu þjóðar vorrar,
og að gagngerð breyting til hins betra
hér á landi komi sem fyrst í ljós, eptir
að nokkurnveginn viðunanleg heimastjórn
nú er fengin. Það verður oss sjálfum að
kenna, ef öðruvlsi fer. Vér verðum hyggi-
lega og gætilega að vinna að því marki,
að stjórn vor verði það sem hún á að
verða: sverð og skjöldur þjóðar vorrar,
sannarlega frjálslynd, framkvæmdarsöm og
einbeitt þ j ó ð 1 e g stjórn, er skilji sitt hlut-
verk rétt og fari viturlega með vald sitt
í öllum greinum. Þá mun gamla Island
enn eiga vor í vændum.
Heimsmál.
H.
Þá kemur til álita, hvaða mál fullnægi
bezt þeim kröfum, sem nefndar hafa ver-
ið, og má þá fyrst athuga, hvort ráðlegt
sé eða tiltækilegt að taka upp sem heims-
mál eitthvert hinna lifandi mála. Hér
verða strax í vegi allmiklir örðugleikar,
sem stafa af því, að öll lifandi mál eru
sérstaklega eign einhverrar þjóðar, en það
er afarmikið hagræði fyrir hverja þjóð, að
mál hennar sé gert að heimsmáli. Hver
þjóð heldur því fram sínu máli. Þjóð-
verjar vilja gera þýzku að heimsmáli,
Frakkar frönsku, Italir ítölsku og svo er
jafnvel um enn fleiri þjóðir. Öll þessi
mál hafa nokkuð til sfns ágætis, ítalskan
er hljómfögur og auðveld að bera fram,
þýzkan er vel löguð til samsetninga og
hefur auðugar bókmenntir, franskan er
skörp og nákvæm og þegar notuð í stjórn-
arviðskiptum ýmsra ríkja, í ensku er mál-
fræðin auðveld og hún hefur náð meiri
útbreiðslu en nokkurt annað af málum
Norðurálfunnar. En aptur á móti hafa þau
líka öll meiri og minni galla, f þýzku er
málfræðin mjög örðug, frönskuna fellur út-
lendingum örðugt að bera fram vegna nef-
hljóðanna, einnig er orðaskipun í henni
alltorveld, f ensku er réttritun afleit og
framburður óreglulegur, og þó að hún í
fljótu bragði virðist léttust af málum þess-
um, mun hún samt ekki reynast það, þeg-
ar fram í sækir. Annars má yfirleitt segja
um öll mál, sem lifa á vörum þjóðanna,
að þau séu greypt í móti þeirra þjóða,
sem tala þau; þau eru öll full af sérstök-
um orðatiltækjum, sem einkennileg eru fyr-
ir þær þjóðir, sem tala þau. Þau hafa
myndazt í blindni og skortir því öll mik-
ið á að vera fullkomin; frá öllum reglum
er fjöldi af undantekningum, mörg orð
eru höfð til að tákna sömu hugmyndina
og sama orðið aptur notað í fjöldamörg-
um merkingutn. En þótt ekkert væri hirt
um alla þessa annmarka, þá er mjög efa-
samt, hvort nokkurntfma mundi takast að
gera nokkura hinna lifandi þjóðtungna að
heimsmáli, vegna samkeppni þeirrar og
rígs, sem á sér stað milli stórþjóðanna,
að enginn ann annari þess hagnaðar, sem
leiðir af því, að fá mál sitt gert að heims-
máli. Þær þjóðir, sem mæla á enska tungu,
mundu aldrei una því, að transka eða þýzka
yrði gerð að heimsmáli, enjafnilla mundu
Frakkar og Þjóðverjar una því, að ensk-
an yrði heimsmál.
Þá er annar vegur, sem sumir hafa bent
á. Hann er sá, að taka upp aptur eitt-
hvert hinna dauðu mála, sem áður hafa
verið heimsmál. Þessi mál hafa þann kost,
að þau eru ekki eign neinnar sérstakrar
þjóðar, og geta því ekki veitt neinni þjóð
nein forréttindi fram yfir aðrar. Af þess-
um málum getur varla verið um önnur að
ræða, en forngrísku og latínu. Grískan á
sér nú fáa formælendur, en latlnan öllu
fleiri, einkanlega vegna þess, að ýms vis-
indarit hafa til skamms tíma verið rituð á
henni. En heiminum hefur farið mik-
ið fram, sfðan þessi mál duttu úr sög-
unni; þau eru því orðin langt á eptir
tímanum og geta engan veginn fullnægt
þeim kröfum, sem nú verður að gera til
heimsmáls. Þótt ef til vill megi rita
á þeim heimspekisrit, guðfræðisrit eða
mælskurit, líkt og á miðöldunum og f
fornöld, þá geta þau enganveginn dugað
verzlunarmönnum eða iðnaðarmönnum
vorra tíma. Reyndar er það satt, að lat-
na er kennd í skólum um allan heim,
en er það ekki einmitt vottur um, aðhún
sé, ekki hæf til að vera heimsmál, að
menn nota hana þrátt fyrir það ekki 1
viðskiptum sínu"n við útlendinga. Það er
einnig aðgætandi, að enginn fastur fram-
burður er f málum þessum, hver þjóð ber
þau fram eptir sfnu máli. Til dæmis um
það er þessi saga: Fyrir eitthvað tuttugu
árum síðan var almennur læknafundur
haldinn í Genf. Á fundi þessum hélt í-
talskur læknir, dr. Baccelli, langa ræðu á
latínu og talaði af mikilli mælsku og lær-
dómi. Á fundinum var franskur læknir,
meðlimur vísindafélagsins franska og góð-
ur latínumaður. Hann ritaði fréttir frá
fundinum og gat þar ræðu Baccellis á þessa