Þjóðólfur - 23.10.1903, Síða 2

Þjóðólfur - 23.10.1903, Síða 2
170 leið: „Einnig heyrðum vér dr. Baccellis halda snjalla ræðu. En með því að hann talaði ítölsku og eg skii ekki þá tungu, get eg ekki skýrt frá efninu í ræðu hans". Manninum datt auðvitað ekki í hug, að þetta væri latína, með þvl að framburður- inn var ítalskur, en ekki franskur. Bæði gríska og latína eru miklu örðugri að læra en flest hinna nýrri mála og flesta ókosti nýju málanna hafa þau á enn hærra stigi. Það er því enn ógerlegra að taka þessi mál upp sem heimsmái. Þá hafa sumir, sem viðurkennt hafa ýmsa ókosti latín- unnar, viljað gera hana að heimsmálimeð því að breyta henni í ýmsu og gera hana einfaldari. Þetta finnst öllum, sem unna latínunni vera limlesting á málinu og með þvf sé það dregið niður í sorpið. Þetta væri líka sama sem að sletta nýrri bót á gamalt fat, því að grundvöllurinn yrði sá sami eptir sem áður. En það er til einn vegurennþá. Hann er sá, að búa til nýtt mál og gera það að heimsmáli. Þetta hefur ýmsum vísinda- og fræðimönnum á ýmsum tímum dottið í hug. Má þar til nefna meðal annara Bacon, Descartes, Pascal, Leibnitz, Voltaire, Diderot, Ampére, Jacob Grimm og Max Múller. Samt sem áður hefur þessi hug- mynd átt mjög erfitt uppdráttar. Mönn- um hefur fundizt, að málin yrðu að mynd- ast ósjálfrátt á tungu þjóðanna og það væri fjarstæða að hugsa sér að búa til nýtt tungumál, sem tala mætti og rita sem hvert annað mál. Eyrir því segir Max Múller (1900), einn hinna rnerkustu málfræðinga 19. aldarinnar, í einu af rit- um sínum, er hann gaf út um 1860: „Það er komið upp í vana fyrir mönnum -nú á tímum, að gera gys að hugmyndinni um tilbúið tungumál. En ef hugmynd þessi væri hégóminn einber, þá ímynda eg mér, að slíkur lærdómsmaður, sem Leibnitz mundi ekki hafa sökkt sér svo niður í að koma henni í framkvæmd ... Eg ætla mér að sýna fram á, að tilbúið tungumál er alls ekki ómögulegt — og ekki ein- ungis það, heldur að slíkt mál getur ver- ið reglulegra, fullkomnara og miklu auð- veldara að læra en nokkurt hinna náttúr- legu mála". Minna má einnig þá, sem telja tilbúið tungumál heimsku eina, á það, að í öllum málum er fjöldi af orðum, sem mynduð eru af einstökum mönnum, en ná þó fullri útbreiðslu og viðgangi í málinu. Síðan hugmyndin um að búa til nýtt heimsmál kom fram, hafa ótal tilraunir verið gerðar til þess, en flest þessara málahafa ekki komizt lengra en á pappírinn. Ein- ungis tvö þeirra hafa nokkuð verið reynd í framkvæmdinni; þau heita Volapúk og Esperanto. Leiðrétting. I síðustu Isafold, 64. blaði, birtistgrein með yfirskript »Vissan um hlutabankann* og undirskrifuð »Hörður«. Grein þessi er lofsöngur úr at stofnun hlutabankans, krydduð með ósannindum og öfugmælum, hnoðuðum saman í hinu alræmda Isafoldar- »skrúfstykki«. Það sem hinir vitrustu og þjóðræknustu menn þessa lands hafa barizt á móti í bankamálinu er það, í fyrsta lagi, að gera útlenda auðmenn og útlenda banka ein- valda yfir öllum peningamálum þessa lands, og þjóðin hefúr ö 11 fylgt þessum mönnum í þessari baráttu á síðari árum, eptir að hún vaknaði til íhugunar um, hvað á seiði var á alþingi 1899. I öðru lagi hefur baráttan verið gegn því, að gefa útlendum auðmönnum og útlendum bönkum takmarkalalausan seðlaút- gáfurétt hér á landi í marga áratugi, án þess hið opinbera, landsjóðurinn, fengi í aðra hönd eitthvert verulegt endur- gjald fyrir þessi miklu réttindi. Hinni íslenzku þjóð er svo minnisstæð verzlunareinokunin forna, að hún var all- fljót að átta sig á því, að ekki mundi hollt, að innleiða hana í peningamálun- um. En hitt var mörgum í fyrstu ekki eins ljóst, hve mikils virði þau réttindi eru, að mega gera tvo og þrjá peninga úr einum pening — fá til þess einkarétt í nær því heila öld. Þó opnuðust augu þjóðarinnar einnig í þessu efni, hún fór að skilja, hversu dýrmæt þessi réttindi eru, og sýndi sig þá ótvírætt andvíga slíku réttindaafsali takmarkalausu og fyrir svo gífurlega langan tíma. Þingmálafund- argerðir frá 1901 og 1902 sýna þetta greinilega. En Isafold og hennar liðsmenn hafa frá upphafi barizt fyrir því með hnúum og hnefum, að landsbankinn yrði lagður niður, svo að hlutabankinn gæti orðið hér einvaldur og í öðru lagi prédikað það látlaust, að seðlaútgáfurétturiun væri sama sem einskis virði, í þeim tilgangi að útvega útlendum auðmönnum og útlendum bönk- um rétt þennan fyrir ekki neitt, og fyrir sem lengstan tíma. Þótt nú Isafold og hennar liðar beittu öllum meðulum, sem þeir gátu upphugsað, rægðu landsbank- ann á allan hátt, breiddu út um hann ósannar sögur, létu hina og þessa hlaupa- drengi hnoða saman níðgreinum um hann, hverja annari vitlausari og illviljaðri m. fl., sem lítt frægilegt er til frásagnar og flest- um mun í fersku minni, þá tókst þeim þó ekki þessi göfuga atvinna betur en svo, að »stóri bankinn«, sem ætlað var að gleypa landsbankann og sölsa undir sig einkarétt yfir öllum peningamálum landsins í nær heila öld — hann reisti aldrei höfuðið frá koddanum á þinginu 1901, en dó og var grafinn. — Isafold og hennar liðsmenn höfðu beðið algerðan ósigur. Af rústum stóra bankans var svo byggðúr upp hlutabanki með lögum á þinginu 1901. Ur þeim lögum eru numdir burtu þeir tveir stórgallar, sem gerðu »stóra bankann« voðalegan fyrir hina íslenzku þjóð, sem sé: einveldið og gjöf seðlaútgáfuréttarins takmarka- laust í 90 ár. Hinn nýi banki á að starfa við hlið landsbankans og seðlaútgáfuréttur er skert- ur á tvennan hátt: i° landsjóðsseðlarnir haldast, 20 seðlaupphæð hans má ekki fara yfir 2'/» milj. kr. Hlunnindatlmi hans er ákveðinn 30 ár. íslafold var mjög fúl út af þessum nýju bankalögum um haustið 190T og næsta vetur. Hún syrgði mjög »stóra bankann«, og þó sérstaklega það, að hennioghenn- ar liði hafði ekki tekizt að drepa lands- bankann. Hún flutti þá um veturinn hverja greinina annari vitlausari og illgjarnari í í garð landsbankans og fyrirkomulags hans. Aptur á móti undu allflestir landsmenn allvel þessum nýju bankalögum. Það var bert, að nauðsyn bar til að eiga kost á meiri peningum í landinu en landsbank- inn hafði yfir að ráða, og þar sem ekki höfðu legið fyrir beinar sannanir fyrirþví, að hann gæti með góðu móti aukið að verulegum mun starfsfé sitt, hefði ekki verið annar beinni vegur en sá, að leggja eitthvað hæfilega mikið í sölurnar til þess, að nýr banki væri settur á stofn við hlið lanasbankans. Þinginu 1901 hafði því verið vorkun, og það hafði ráðið málinu hóflega til lykta. Það var varla við því að búast, að útlendingar mundu leggja út í það, að stofna hér á landi banka, ef þeim væri minni réttindi veitt, en gert var í hinum nýju lögum, einkum þarsem sá bógur fylgdi skammrifi, að hinum nýja banka var gert að skyldu að setja á stofn þegar í byrjun 3 útibú utan Reykjavíkur. Reynslan hefur nú sýnt, að hlunnindi þau, er þingið bauð 1901, hafa verið nægileg. Leyfiseigendum hefur tekizt að fá félag erlendra banka og bankara til að kaupa af sér stofnréttinn og stofna bank- ann. Leyfiseigendur ætluðu sér fyrst að selja réttindi sín dýrum dómum. Afaug- lýsingum, sem þeir gáfu út á enska tungu á síðastliðnu vori er það bert, að þeir hugsuðu sér að græða stórfé (allt upp að 400 þús. kr. d: 20% af 2 milj. kr.) á stofnun bankans. Þeir vildu sem séselja Englendingum 10 £ hlut 1 bankanum fyrir 12 £. En Englendingurinn vildi ekki bíta á krókinn; má ætla, að þetta gífurlega verð, sem leyfiseigendur ætluðu sér að selja hlutina í bankanum fyrir, hafi verið þess valdandi, að útlit var fyrir um tíma 1 sumar, að ekkert yrði úr stofnun bank- ans. Þeir munu því ekki hafa séð sér annað fært en lækka seglin mjög; munu varla hafa fengið mikið yfir 10 þús. kr. fyrir snúð sinn hjá því banka- og bankara- félagi, sem eignazt hefur rétt þeirra og tekið hefur að sér að stofna þennan nýja banka. Nú má vænta þess með fullri vissu, að þessi hlutabanki byrji hér störf sín í kring um áramótin, og óskandi og vonandi að hann verði landsmönnum til góðs og að báðir bankarnir verði samtaka í því að styrkja og efla atvinnuvegi landsins hyggi- lega og gætilega. Heimastjórnarflokkurinn lýsti því yfir í stefnuskrá sinni 1902, að hann mundi ekki á nokkurn hátt vinna á móti þessum nýja hlutabanka né amast við honum; það eru því tóm ósannindi úr Isafold, uppspunnin af henni sjálfri, þetta stagl hennar um æsingar gegn þessum nýja banka síðan 190j. Hitt er annað mál, að þar sem hún og hennar nótar róa að því öllum árum, að gera landsbankanum illt og ryðja honum burtu, hafa allir sannir ættjarðarvinir verið á varðbergi gegn ofstæki þessara manna og skamm- sýni. Heimskuflapur Isafoldar um hættu þá, er stafa mundi af því, ef landsbankinn hefði verið aukinn á þann hátt, er þingið í sumar samdi lög um, er ekkert annað en óskammfeilin tilraun til aðvillamönn- um sjónir. Hví skyldi ekki viðskiptaþörf Islands eins þola 3/4 -j- '/a = i x/4 milj. kr. af seðlum í umferð fram yfir málm- forða, ef landsbankinn geymdi gullforðann, eins og 3/4 + 1 '/2 = 2 m i 1 j. kr. af seðlum í umferð fram yfir málmforða, þegar hluta- bankinn geymir málmforðann. Og ekkert hafði Isafold við það að athuga 1899, að »stóri bankinn« mætti hafa yfir 3 milj. kr. í umferð af seðlum fram yfir málmforða. Þessi ósamkvæmni í skoðunum blaðs- ins sýnir berlega ofstæki, þess gegn Iands- bankanum og heimskulegar tilraunir til að villa mönnum sjónir, þegar sú peninga- stofnun á í hlut, sem vér eigum sjálfir. Annars ætti Isafold að vera farin að sjá það og skilja, að hún hefur sýnt svo mikla fáfræði og heimsku í öllum ritgerð- um sínum um bankamál, sameinað við ofstækishatur gegn landsbankanum, að enginn meðalgreindur maður tekur lengur nokkurt mark á því, sem hún flytur um það efni. Snorri. Þrjú bréf frá jómfrú Klóthildi Dupont til Artúrs Illyríukonungs. J ti v e n i s þýddi. (Framh.) Fyrsta bréf. Eptir langa umhugsun einsetti eg mér loksins að skrifa yðar hátign um nokkuð — og það er það, að eg er nú sem stend- ur í mestu vandræðum og hjálparþurfi. Vitanlega gæti eg snúið mér til annara, sem eg veit, að vildu með ánægju hjálpa mér. En eg kýs helzt að snúa mér til þess, sem er höíðinglegastur. Yðar hátign I Það er erfitt að biðja hvort heldur er um ástir, hylli hötðingj- anna, eða þótt ekki sé nema um bros, sem ekkert kostar. Erfiðast af öllu er að biðja um peninga. Mér finnst það eitt- hvað svo leiðinlegt — ógeðslegt, þegar eg hugsa til þess og það er eins og það varpi skugga á tilfinningar okkar. En það eru einmitt peningar, sem mig van- hagar um. — O, yðar hátign, ef þér vissuð, hvað eg hef mátt þöla þessa daga, ef þér hefðuð nokkra hugmynd um mitt hryggilega á- stand og hvað yfir mér vofir! Eg varð að flytja, húsgögnin mín voru tekin, skraut- gripirnir mínir seldir og á endanum neydd- ist eg til að veðsetja perlubandið með upp- hafsstöfum yðar hátignar. — Eg finn það svo sem, að eg hefði ekkí átt að íþyngja yður með raunalestri mín- um einmitt nú, er þér eigið á bak að sjá föður yðar sáluga, sem féll allt of snemma frá. Fyrírgefið mér! Eg þekki, hve sárt það er að sjá á bak sínum og skil tilfinningar yðar. En hvað skal segjat Við eigum öll að skilja við, yðar hátign. En sá þarf ekki að óttast dauðann, sem í lifanda lífi hefur gert sér tar um að hegða sér samkvæmt fyrirmælum heilagrar ritn- ingar. — Já, yðar hátign, einhvern tíma dregur að því, að hver og einn hlýtur að finna til óróa og kvíða og langar til þess að njóta huggunar trúarinnar. Eg hata alla uppgerð og hræsni; en það er satt, sem sumir eru farnir að hafa orð á, að stundum finnst mér einhver hugsvölun í því, að sökkva mér niður í lestur ritning- arinnar. Það er ekki hægt að neita því, að margt er gott í þeirri bók, þar eru margar umhugsunarverðar athuganir. Enn fremur leyfi eg mér að óska yðar hátign hamingju með krýningunni. Nú á tímum er það opt og einatt vandasöm staða að vera konungur, þegar skríllinn er farinn að verða svona ágengur. Yðar einlæg Klóthildur Dupont. P. S. Eg forsigla bréfið með signetinu, sem þér gáfuð mér; þá veit eg að það berst yður einum til handa. K. P. S. Er það ekki undarlegt, yðarhá- tign, að sumir segja, að eg fríkki dag frá degi! Einkum dást menn að hörundslit mínum og hefur hann haldið sér ágætlega og það er íarinn að koma einhver ljós- gullinn blær á hárið á mér upp á síðkast- ið, eins og kemur fyrir á gömlum mál- verkum. En eg held menn smjaðri nú kannske fyrir mér. K. Annað bréf. Heyrðu kunningi! Þó maður sé kóngur: má maður ekki vera ókurteis við kvenn- fólkið og allra sízt við vinkonur, sem mað- ur á að þakka margar yndisstundir [ Hvers vegna hefurðu ekki svarað bréfinu, sem eg sendi þér — eins mikið ómak og eg gerði mér með að stýla það? Guð minn góður, hvað eg vandaði mig! En þú hefur æfinlega verið dóni og þó er eins og þú hafir versnað um allan helm- ing síðan sá gamli sálaðist og þú tókst við tigninni. Þú Hefur kannske svo mikið að hugsa í þarfir þjóðarinnar og fórnar þér fyrir hennar heill, að þú mátt ekki vera að því að sinna smámunum ? Það er ágætt; eg trúi samt ekki á fordild, en það játa eg, að sjónleikurinn er afbragð. Eg get full- vissað þig um, að eg var rétt að segja sprungin af híátri, þegar eg las um öll skrlpalætin með þig. Guð sé oss næstur! Eða hvað það fór þér vel að tala um að halda uppi fornum heiðri og verja trúna!“ Þú — að verja trúna ! Láttu ekki líða yfir mig! Þú viknaðir — kjökraðir af geðshræringu ! Segðu mér eitt, talaðirðu

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.