Þjóðólfur - 23.10.1903, Síða 4

Þjóðólfur - 23.10.1903, Síða 4
172 Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Hjálmars Sigurðssonar amt- skrifara, sem dó hér í bænum 24. f. m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 14. október 1903. Halldór Daníelsson. Kútter til sölu. Eitt af beztu fiskiskipunum við Faxa- flóa, ca 63 ton að stærð, fæst nú þegar til kaups með góðu verði. Semja má við cand. jur. Guðm. Sveinbjörnsson. Proclama. Með því að Einar Einarsson, er dval- ið hefur í Hofsós hér í sýslu síðast- liðið ár, hefur framselt bú sitt til gjald- þrotaskipta, er hér með samkv. lögum 12. apr. 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá honum, að lýsa kröfum sín- um og færa sönnur á þær fyrir skipta- ráðandanum hér í sýslu áður enliðnir eru 6 mánuðir frá birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Skagafjarðarsýslu 24. sept. 1903. Eggert Briem. Allt kvennfólk ætti að kaupa allan línfatnað í Veltu- sundi i. — Sömuleiðis ættu allir karl- menn að kaupa [bláar uliarpeysur, ullar- föt, vetrarhúfur, og hálslín í Veltusundi 1, því þar er allt framúrskarandi vandað og ódýrt. Kristín Jónsdóttir. íslenzk œttfræði. Þar sem eg hef nú lokið við flest það, sem tafði mig frá að halda áfram ætta- t ö 1 u m þeim, er ýmsir menn hafa beðið mig um fyrir nokkru, læt eg þá hér með vita, að eg byrja á þeim ættatölum nú þegar og get nú haldið þeim áfram tafar- laust til þess þeim er lokið. Eg tek og við beiðni um nýjar ættatölur, hvenær sem vera skal, og afgreiði þær svo fljótt sem unnt er gegn mjög sanngjarnri borgun. Reykjavfk M/io 1903. Jósafat Jónasson. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn r6. nóvembermán. næst- komandi á hádegi, verður opinbert uppboð haldið í þinghúsi kaupstaðar- ins og þar seld hæstbjóðendum, ef viðunanlegt boð fæst, fiskiskipin: Helga 75,37 smál. að stærð. Guðrún 22,00 — — — tilheyrandi þrotabúi Helga kaupmanns Helgasonar með seglum, akkerum, bát- um og öðrum útbúnaði, er skipum þessum fylgja. Uppboðsskilmálar verða til sýni? hér á skrifstofunni daginn fyrir uppboðið. Bæjarfógetinn í Reykjavík. 20. október 1903. Halldór Danielsson. Saumavélar frá F r is ter & Rossmann. Einkasölu hefur: Sturla Jónsson. Til útvegsmanna út um landið. Eptir umtali við nokkra þilskipa- og bátaútgerðarmenn vfðsvegar um land, tek eg að mér á komandi vetri að sjá um innkaup og útvegun áöllu tilheyrandi sjávar- útvegi, er menn óska, og sem fæst hér, bæði í stórverzlunum og annarsstaðar, betra og ódýrara en í öðrum kaupstöðum landsins; og afgreiði eg það eins fljótt og hægt er, og sendi til viðkomenda með fyrstu skipaferðum. Ennfremur tek eg að mér í samráði við góðan lögfræðing að annast um lán- töku úr peningastofnunum landsins tii afnota fyrir fiskiútveginn. Sömuleiðis að seinja um kaup og sölu á þilskipum. Eg ræð menn eins og áður út á þilskip ogútvega norska fiskimenn, ef þörf gerist. Ráðningaskrifstofan verður auglýst síðar. Menn úr fjarliggjandi héruðum snúi sér til mfn sem fyrst. Fljót afgreiðsla. Mjög lítil ómakslaun. Rvík 15. okt. 1903. Matth. Þórðarson, f. skipstjóri. Auka- fundur í þilskipaábyrgð- arfélaginu við Faxaflóa verður haldinn laugar- daginn hinn 31.okt. þ. á. kl. 5 e. m. á Hotel Island. Umræðuefni: skaðabæt- ur fyrir „Winifred" sem sökk á Vestfjörðum í sumar. Áríðandi að allir mæti. Reykjavík 'S/'io—'03. Stjórnin. Tapazt hefur úr heimahögum bleik hryssa vökur, 2 vetra, mark: tvístýft apt- an hægra. Sá sem hitta kynni, geri mér aðvart sem fyrst. Kringlu 19. okt. 1903. Sigurjón Gislason. ME Ð Þ V I, að þessar viðskipta- bækur fyrir sparisjóðsinnlög- um eru sagðar glataðar: M 7049 (T. bls. 119), — 9070 (Y. — 220). stefnist hér með samkvæmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka 18. sept. 1885 handhöfum téðra viðskiptabóka með 6 mánaða fyrirvara til þess að segja til sín. Landsbankinn í Reykjavík. 20. október 1903. pr. Tr. Gunnarsson. Eiríkur Briem. Konu minni, sem í mörg ár hefur þjáðst af t æ r i n g u og leitað margra lækna, hefur batnað töluvert við að brúka Kína-lífs-elixír Valdemars Petersens, og eg vona, að henni batni alveg við að halda áfram að brúka elixírínn. Hundastað á Sjálandi 19. júní 1903. I. P. Arnorsen. KÍNA-LIFS-ELIXÍRINN fæsthjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokkurrar toll- hækkunar, svo að verðiðeröldungis sama sem fyr, 1 kr. 50 a. fiaskan. Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-Iífs-elixír, eru kaupendur beðnir V.P. að lfta vel eptirþví, að —þ~’ standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrá- setta vörumerki áflöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Walde- mar Petersen. Undirskrifaður hefur til sölu eins og að undanförnu allskonar sögubækur, eldri og yngri, þar á meðal það sem út er komið af íslendingasögunum, mörg eint. af flestum, kvæðabækur eptir flest yngri skáldin síðan 1884, þar á meðal hina nýútkomnu endurbættu útgáfu af ljóðmælum séra Matthíasar Jochumssonar, skáldsögur eptir eldri og yngri skáldin, t. d. »Pilt og stúlkuc, sögur EinarsBene- diktssonar o. fl. Og nú síðast er komin nýútgefin bók epfir Jón Jónsson sagnfræð- ing, er heitir »Islenzkt þjóðerni«, og er bók sú að áliti allra söguvina, sem hana hafa lesið, þess verð, að komast inn á sem flest heimili, því bókin er að dómi þeirra hið skemmtilegasta, fróðlegasta og sannasta ritverk, sem komið hefur út á síðari tfnnirn og fjallað hefur um þjóðerni vort og söguviðburði. — Það þarf ekki að taka fram, að æfinlega eru til nægar birgðir af allskonar guðs- orðabókum, stafrofskverum og ýmsum öðrum fræðslubókum fyrir yngri og eldri. Afgreiðsla bókanna fer fram í Tryggva- skála undir umsjón Þorfinns Jónssonar. Selfossi 5. október 1903. Símon Jónsson. Nýkomnar margar tegundir af NÆRFATNAÐI úr skozkri alull; mjög hlýr og góður fyrir g i g t v e i k a . SKINNHANZKAR fyrir kvenn- fólk og karla úr völdum skinntegund- um, sem ekki springa. MILLUMSKYRTUR hvítar og mislit- ar með gæða-verði. FLIBBAR og BRJÓST, allar stærðir. Mikið af fínum, Ijósum SLAUFUM og HUMBUGUM. Bmdingsslipsi að eins 0,50 stk. V etrarhúfur, ekta skinn með silkifóðri. HATTAR og HÚFUR o. m. fl. Mikið af fínum Yetrarfrakkaefnum — Alfataefnum — Buxnaefnum.o fl. Guðm. Sigurðsson. klæðskeri. Óskilahross úr Hatravatnsrétt: 1. Bleik hr. 3 v., mark: heilrifað h. 2. Rauð hr. 5—6 v., m.: standfjöður fr. h. 3. Rauðgrár foli 2 v., m.: sama. Hross þessi verða meðhöndluð sam- kvæmt gildandi reglugerð um fjallskil og fl. í sýslunni, og eru í vöktun í Þormóðsdal. Mosfellshrepp 15. okt. 1903. Björn Þorláksson. Á síðastliðnu vori hefur rekið á fjöru Staðarstaðar í Staðarsveit innan Snæ- íellsness- og Hnappadalssýslu stóra tunnu með rauðavíni. Hún er úr eik með 6 járnböndum og 2 svigagjörð- um, en ómerkt. Hér með er skorað á eigendur vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif- uðum amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við því eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði og bjarglaunum. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna. Reykjavík 1. október 1903. J. Havsteen. Á síðastliðnufn vetri hefur rekið á Hólkotstjöru í Staðarsveit innan Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu bugspjót (klífurbóma) úr furu, 19 álnir á lengd, 4. áln. af lengd þess er tréð ferstrent, en hitt sívalt; í mjórri endann er högg- ið gat, á lengd alin. Að öðru leyti er tré þetta ómerkt. Hér með er skorað á eigendur vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, og sanna fyrir undirskrif- uðum amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við því eða andvirði þess, að frádregnum kostnaði og bjarglaunum. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna. Reykjavík 1. október 1903. J. Havsteen. Proclama. Með því að J. P. Bjarnasen kaup- maður hér í bænum hefur framselt bú sitt til opinberrar skiptameðferðar sem þrotabú, er hér með samkvæmt skipta- lögunum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, skorað á alla þá, sem telja til skuldar hjá nefndum kaup- manni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja- vík innan 12 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar innköllunar. Skiptafund- ur verður haldinn í búinu mánudaginn 26. þ. m. kl. 12 á hád. á bæjarþing- stofunni, til ályktunar um ráðstöfun á eigum búsins, skipun ráðsmanns o. fl. Bæjarfógetinn í Reykjavík 7. október 1903. Halldór Danielsson. Proclama. Hér með er samkvæmt lögum 12. apríl 1878, og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla, er telja til skulda í dán- arbúi Þorsteins sál. Ólafssonar frá Búð- arhólshjáleigu, er drukknaði í Vest- manneyjum 22. júní þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undir- rituðum skiptaráðendum, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu aug- lýsingar þessarar. Einnig aðvarast allir þeir, er skulda téðu dánarbúi, að gefa sig fram innan sama tíma. Hlíðarendakoti í Fljótshlíð 1. okt. 1903. Fyrir hönd myndugra erfingja Sigurþór Ólafsson, Ólafur Ólafsson. K O M I Ð ullarsendingum ykkar til Egils Eyjólfs- sonar fyrir hverja póstskipsferð og vitjið svo tauanna eptir c. 2 mánuði, líka geta menn fengið tauin um leið og sendingin er afhent. Ætíð nægar birgðir af tauum fyrirliggjandi. Afgreiðslan á Laugavegi 24. Virðingarfyllst. E. Eyjólfsson.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.