Þjóðólfur - 26.02.1904, Side 1

Þjóðólfur - 26.02.1904, Side 1
56. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. febrúar 19 04. JB 9. + Björn Jensson lcennari við lærða skólann andaðist hér í bænum eptir fárra daga hgu ( lungna- bólgu að kveldi 19. þ. m. á 52. aldurs- ári, fæddur hér í Reykjavík 19. júnl 1852. Voru foreldrar hans Jens rektor Sigurðs- son (*j* i872)ogÓlöf (-j- 1874) Björnsdótt- ir yfirkennara Gunnlaugssonar. Björn heit. Jensson útskrifaðist úr skóla 1873 með i. einkunn, sigldi samsumars til háskólans og tók heimspekispróf árið eptir með á- gætiseinkunn, stundaði nám á fjöllista- skólanum og tók þar fyrri hluta burtfar- arprófs 1878. 1883 var hann settur kenn- ari við lærða skólann, en fékk veitingu fyrir embættinu 1884. Var stærðfræði aðalkennslugrein hans. Hann hafði á hendi aðalumsjónina við skólann frá 1891 —1902, að hann flutti heimili sitt úrskóla- húsinu. Hann kvæntist 1886 Henriettu Louise Svendsen, danskri í föðurætt, en móðir hennar er Ágústa Snorradóttir prests frá Desjarmýri (-j- 1844) Sæmundssonar, systir Lárusar kaupmanns á Isafirði. Þau Björn heit. og kona hans áttu saman 7 börn, er öll lifa. Björn Jensson var gæddur mjög góðum gáfum og ágætum kennarahæfileikum. Hann gekk ríkt eptir því, að lærisveinar hans lærðu vel það, sem þeir áttu að læra og skildu það, og tókst honum opt furðanlega, að vekja áhuga hinna tornæm- ari pilta á stærðfræðisnáminu, svo að þeir að lokum lögðu mikla rækt við þágrein, enda skorti þá ekki uppörfun og viður- kenningtt frá kennarans hendi, hvenær sem hann varð var við alvarlega viðleitni og áhuga piltanna til að taka sér fram. Var því og svo háttað, að segja mátti, að hver lærisveina B. J. vildi keppast við að gera honum til hæfis og ávinna sér hylli hans, enda var það hverjum góðum dreng auðvelt, því að Björn var sjálfur drengur hinn bezti, tryggur og raungóður. Hann vai mikill alvörumaður, reglusam- ur og stjórnsamur með afbrigðum, að því er allan aga snerti, og fór þó hægt, það var eins og hann kæmi öllu sínu fram orðalaust og fyrirhafnarlaust. Ávann hann sér bæði ást og virðingu lærisveina sinna, eins og annara, sem komust í nokkur nán- ari kynni við hann, svo að þeir virtu hann mest, er þekktu hann bezt. Hann var fretnur fálátur að eðlisfari og þunglyndur nokkuð, enda sjaldan heill heilsu hin s(ð- ari ár, en var þó hinn skemmtilegasti í viðræðutn og viðfelldnasti, er hann var tekinn tali, bar hann og mjög glöggt skyn á marga hluti, er ekki snertu beinlínis verkahring hans. Hann var t. d. áhuga- maður í búnaðarmálum og ýmsum öðr- um nauðsynja- og velferðarmálum þjóð- arinnar, miklu frekar, en margir aðrir, er meira lata til sín heyra og meira ber- ast á. Og skoðanir hans voru jafnan grundvallaðar á nákvæmri íhugun og rann- sókn. Er skarð hans vandfyllt á ýmsan hátt, ekki sízt við lærða skólann, því að fyrst og fremst er ekki auðfenginn maður með kennarahæfileikum hans í þeim grein- um, er hann kenndi við skólann, og því síður maður, er geti verið jafnoki hans að stjórnsemi og reglusemi allri, eða áunnið sér jafn almenna hylli pilta sem hann gerði. Þetta allt er ekki á hvers meðal- manns færi. Jarðarför hans fer fram á morgun Um kjötsölu til Englands. Eitt af aðalskilyrðum fyrir að landbún- aðurinn geti þrifizt, er, að það sem hann framleiðir, hafi góðan markað. - Það hefur því miður verið fæstum bænd- um hingað til l(tt kunnugt, hvað kaupmenn og aðrir miðlar þeirra hafa gert sér lítið far um að koma afurðum landbúnaðarins í gott álit á útlendum mörkuðum. En nú á tveim eða þremur síðustu árum virðast bændur hafa vaknað töluvert við upp- hvatningu einstakra manna, sem þó hafa ekki nægilega látið til sín taka, að llk- indum sakir fákunnáttu í verzlunarmálum. Eins og allir hér á landi vita, sem komnir eru til vits og ára, er sauðfjár- ræktin það eina, sem heldpr búskapnum við, því þótt kúabúin fari vaxandi, getur það þó ekki orðið hverjum fátækling til bjargar. Landslagið hér ber einnig þess þess ljósastan vott, að fjárræktin er og verður ávallt bezti bústólpinn. Þessvegna ætti það því að vera mesta áhugamál fyrir bændur, að reyna til að koma-sínu sauðakjöti í sem bezt álit á útlendum mörkuðum. Hingað til hefur kjötið verið saltað niður og flutt til Danmerkur og Noregs, og selt þar fyrir fremur lágt verð. En það sem tekur þó út yfir, er að kaup- menn hérlendir hafa alla þessa milligöngu, og láta uppsprengda útlenda vöru í stað- inn til bænda. Hvernig getur slfktverzl- unarfyrirkomulag, sem verið hefur að undanförnu, þrifizt framvegis, þegar salt- kjötið fer ávallt lækkandi í verði. Nú sem stendur, er útflutningur á lif- andi fé til Englands töluvert hættuspil, vegna faraldurs, sem á skepnum verður, og þótt vel takist, ekkert gróðavænlegt, sakir tilkostnaðar við slátrun og fleira er- lendis. Þar að auki leggja skepnur tals- vert mikið af á sjóleiðinni. Það hefur komið til tals, að flytja út kælt kjöt til Englands, þannig að kæli- vélar séu hafðar í skipinu, sem flytur kjötið, er halda loptinu köldu og þurru. Sé þannig löguð aðferð notuð, verður kjötið að vera flutt um borð, strax eptir slátrunina, og seljast helzt samstundis og þvl er skipað upp erlendis. Á því að flytja þannig kjötið út, eru töluverðir annmarkar. Það veitti víst ekki af 3—4 skiputn, ef allt kjöt landsins væri þannig flutt út, því viðstaðan á hverri höfn getur ekki orðið mjög stutt, vegna slátrunar, sem þarf að fara fram samstundis. Skip, sem flytur kælt kjöt, rúmar ekki mjög mikið í einu, því kjötið er látið hanga í kæli- rúminu, verður þv( fragtin þar afleiðandi mjög há. Á kjötmörkuðum í Englandi eru optast nær nógar birgðir af kjöti, að- fluttu úr öllum áttum, og er þvf óhugs- andi, að kjöt héðan seljist jafnfljótt og það kemur á markaðinn, og þarf þv( að I geyma það þar, en við þá bið getur það skemmzt svo, að óætt verði álitið, og stór- tjón af hlotizt fyrir þá sem senda. Frosið kjöt virðist mér hentugast að flytja út fyrir okkur Islendinga. Það er auðvitað í svolítið lægra verði en það kælda, en áhættan er engin, og fragtin mikið minni, þar sem ekki þarf nema eitt skip, til að flytja allt kjöt, sent útflutt er af landinu í einni ferð að haustinu. Til þess að koma á útflutningi á freðnu kjöti, þarf að koma upp frystihúsum á helztu höfnum kringum landið, svo að bændur geti lagt sjálfir inn kjöt sitt og tekið innan úr fé sínu. Frystihús eru reyndar nokkuð kostnaðarsöm, og er það lakast, að ekki er hægt að hafa nægileg not af þeim allt árið um kring. Að frysta með öðrtt en vélum er ógerningur, því loptið þarf að vera þurt og rakalaust, því annars missir kjötið sitt rétta bragð, og verður slepjulegt, þegar það þiðnar aptur. Álitlegast mun vera að senda kjötið til kjötmarkaðsins í London. Þar gengur það fljótast út. Um verð á kjötinu er ekki hægt að segja með neinni vissu, þar sem íslenzkt kjöt er algerlega þannig verkað á markaði 1 London, og lítt þekkt sem ferskt. En eptir því sem ég hef kom- izt næst hjá sölumönnum á Londonar- kjötmarkaði, þá mun verðið vera frá 30— 35 aura pr. pd. á staðnum, sem getur þó hækkað, ef meðhöndlunin ergóð og kjötið kemst í gott álit. Fragtin er fremurlítil, því það má fá skip fyrir vissan tíma, sem getur flutt vörur heim í sömu ferðinni og það sækirkjötið. Fragtin, ásamt umboðs- laununum og kostnaði við frystinguna, mun vera þar c. 7 aurar pd., og er þá 23—28 au. netto pd., sem getur fengizt heim í peningum. Er það ekki mikill munur, á móts við að halda áfram sama fyrirkomulagi og að undanförnu? Til þess að koma á útflutn- ingi á freðnu kjöti, þarf að gera tilraun fyrst í smáum stfl, til þess upp á hár að geta vitað, hvort fyrirtækið muni borga sig. Að öllum Kkindum virðist, að »Búnað- arfélag Islands« ætti að láta sér þetta mál einna helzt koma við og byrja á til- rauninni, með því að kaupa litla frysti- vél og senda t. d. x—2 hundruð kinda- skrokka til kjötmarkaðsins í London að sumri komandi. Kostnaðurinn ereinungis sá, að koma upp frystihúsi og kaupa frystivélina, sem ekki mun nema meiru en c. 10—15 þús. kr. Engin hætta er að peningar þessir tap- ist, því vélin er alltaf í sínu verði, þótt ekki virðist álitlegt að halda frekar á- fram með þannig lagaðan kjöt-útflutning. Að endingu vil eg óska þess, að bænd- ur frarovegis hugsi meir um að reyna að losa sig úr skuldaklöfum við kaupmenn- ina og minnast þess, að það eru þeir sjálfir, en ekki kaupmennirnir, sem geta haft bæði töglin og hagldirnar í kaupum og sölum. Finnur Ólafsson. Amerísku plógarnir. Misskilningur. ímyndaður sigur. (Frh.). Svo kemur röðin að mér. Hr. J. Ó. getur þess til, að eg muni ekki hafa kunn- að að fara með plóga þessa „stilla þá af", sem Jensen kallar á sínu vísindamáli. Eg vona, að hr. J. Ó. trúi mér til þess, að eg skyldi fúslega hafa viðurkennt þetta, ef eg hefði fengið að sjá það, að plógar þessir hefðu reynst betur en eg bjóst við og hafði álit- ið, en það ltefir enn sem kómið er ekki verið sýnt. Hinsvegar skal eg geta þess, hvar það var, sem eg sá þessa^ plóga eða reynda að eins annan, af þeim sem eg reyndi, fyrst notaða. Það var í Noregi haustið 1900 að aflokinni landbúnaðar- og iðnaðarsýningu í Stafanguramti, þar var sýnt mesti sægur af útlendum og innlendum plógum, en nokkrir þeirra, sem sýndu, urðu óánægðtr með úrskurð dómnefndarinnar, og komusérsaman um að láta reyna plóg- ana, var fengið til þess land og hinir fær- ustu plógmenn; af amerískum plógum voru þar reyndir Canton Scotch Clipper, On- tario og Oliver og eru þeir 2 síðasttöldu í miklu áliti í Noregi, ennfremur nokkrir plógar frá J. Thompson & Sons Mfg. Co Beloit, Ws. U. S. A., meðal þeirra einn mjög líkur Root Ground plógnum. Þessir ofantöldu plógar voru allir reyndir hver fyrir það sem hann var sérstaklega ætlað- ur til og stiltir á ýmsa vegu; eg veitti öllu þessu nákvæmlegt athygli og hafi eg ekki með því að fylgja þessu og svo því sem eg þar reyndi síðar með annari tilsögn, getað stilt þá rétt, þá verð eg að leyfa mér að efast um að Jensen hafi kunnað það fremur, enda sýnir ekki plæging hans með þeim, að svo hafi verið, en eg skal samt geta, þess að e g get ekki séð annað en að mjög auðvelt sé að stilla þessa plóga og er það auðvitað kostur, og í fullu sam- ræmi við frágang Ameríkumanna á verk færum yfir höfuð, og það eru alls ekki meðmæli með plógunum, að gefa ( skyn að ekki sé auðvelt að stilla þá. Hvað því viðvíkur, að eg hafi reynt þá eins og þeir komu úrumbúðunum, er alls ekki rétt, eg stilti þá með ýmsu móti, en eg færði þá í samt lag aptur, því eg áleit það fremur viðeigandi, af því plógarnir áttu að seljast. Það má víst ætla, að þessi hr. Jensen, sem J. Ó. og fleiri fá uudir eins svo mikla tröllatrú á sé framúrskarandi plægingar- maður og hafi fulla þekkingu á ýmsum tegundum plóga og notkun þeirra og þess- vegna sé óhætt að reiða sig á það sem hann sýnir með þessa amerísku plóga, en mér sýnist nú ekki vera sem bezt sam- ræmi í því sem hann sýnir og því sem hann segir; þessvegna ætla eg að leyla mér að minnast dálítið á þetta hvorttveggja út af fyrir sig. Hann segir að plógurinn Prairie Chief sé góður til að rista ofan af með, þetta vissi eg nú reyndar fyr og eg hafði sagt þetta séra Þórhalli og fleir- um, en eins og eg gat um áður hafði eg ekki tíma til að reyna hann. Hann segir að Canton Scotch Clipper

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.