Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.08.1904, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 05.08.1904, Qupperneq 2
134 þess fólks, sem hvorki hefur séð né heyrt list nema að nafninu, svo að segja, get- ur ekki verið mikilsvirði, þ. e. a. s. það er Ktið að byggja á þeim dómi. Hinsvegar er ekki hægt að neita þvl, að almenningsdómur hefur sína þýðingu, á Islandi sem annarstaðar — það er al- menningur, sem borgar. Hér er ekki rúm til að ræða, hversu heppilegt eða óheppilegt þetta er, eða hverja afleiðingu það hefur haft á Islandi, þar sem engir auðmenn eru, sem í öðrum löndum geta bætt um það, sem almenningur hefur misgert við listamennina. En það er vert að líta nánar á þá kenningu, að Islend- ingar geri stórar kröfur til ljóð- skálda sinna — um aðra list er ekki að ræða á Islandi. Þessi kenning er að minni hyggju alsendis óréttmæt. Islendingar þegja skáld sín í rot, hvorki kaupa né lesa bækur þeirra, en það væri synd að segja, að þeir geri stórar kröfur;, gamla sag- an er sú, að Islendingar eignast góð skáld, sem þeir hvorki vilja heyra né sjá ogdeyja því úr hungri, eða því sem næst. Stundir líða fram, tímans straumur flytur leirinn og moldina út í gleymskunnar haf og þá fer að grysja í gullið, sem svo einstaka menn koma auga á, og er þang- að til að, að fólkið fer að sjá það líka. En allt þetta tekur svo langan tíma, að málið, hugsunarhátturinn o. s. frv. er orðið allt annað, svo að lesandinn verður að færa sig hálfa eða heila öld aptur i tím- ann til þess að geta fyllilega notið skálds- ins. Svo kemur ný útgáfa í Skrautbandi af skáldsins verkum, ef vel lætur, og ef lukkan er með samskotalisti til minnis- varða. Sannleikurinn er sá, eins og Einar Benediktsson sagði hér um árið, að dóm- arnir eru o p t a s t miklu verri, en það sem dæmt er. Og hverjar eru svo þessar stóru kröfur? Helzta krafan er um yztu skum forms- ins, r í m i ð. Islendingar hafa opið brageyra, finna það á sér, hvort rétt er kveðið eptir »receptinu« — en hvort málið er samstætt, stíll og bragarháttur hæfir efninu o. s. frv. þykir minna um vert. Því er það, að tilfinningarlaust og hug- myndasnautt bull, flotast á höfuðstöfum og stuðlum. Svo á skáldið um fram al'lt að yrkja mikið, mörg og helzt löng kvæði og er satt bezt að segja, að það eitt út af fyrir sig, að yrkja m i k i ð, segir hvorki til né frá — bendir öllu fremur í þá átt, að mjöðurinn sé þynntur úr hófi. En mörgum hefur orðið hált á að fullnægja þessari kröfu, eins og kunnugt er og dæmin sýna. Þá er krafan um persónulegt I í f e r n i s k á 1 d s i n s ströng, en ekki stór frá skáldskaparins sjónarmiði. Þessi krafa, svo brosleg, sem hún er í sjálfu sér, hef- ur komið mörgu íslenzku skáldinu á kaldan klaka. An þess í minnsta máta að gera lítið úr »skikkelsinu« eða borgara- legri reglu í mat og drykk, má benda á það, að ekki hefur heyrzt, að t. d. Byron, Drachmann eða önnur ljóðskáld — svo ekki séu íslenzk nöfn nefnd — hafi hald- ið »diæt« eða gerzt Good-Templarar til þess að auðga anda sinn. Það er vitanlega fásinna, að ætla sér að binda skáldskap við typtun holdsins. En það er ekki nóg með þessa smá- sálarlegu kröfu, nei, skáldið á þar á of- an að prédika »móral«, góða siðu og kristilegt hugarfar. Það þarf enginn að láta sér detta í hug, að þ j ó ð i n hafi skilið skáldskapinn t. d. í Passíu- sálmum Hallgríms Péturssonar, eða hans mannlegu og sjúklegu nautn í pínunni. Ef Hallgrímur hefði ort um »manninn« Krist, sinn bróður í neyð, hefðu Passíu. sálmarnir ekki verið prentaðir allra ís- lenzkra bóka optast. Það er kristindóm- urinn, sem hefur komið þeim »inn á hvert einasta heiroilie. Sama er að segja um »Biblíuljóðin«; efnið er þakklátt, og þar má með sanni segja, að »mikið« er ort, bæði mörg og löng kvæði. Hvað ætli Islendingum yrði við, ef einhver yrði til þess, að segja þeim á heppilegan hátt, að »Sálmabókin« þ. e. a. s. söngbók íslenzkra stúdenta væri, hvað skáldskapinn snertir 1 saman- burði við hina Sálmabókina, eins og tær og streymandi fjallalind hjá leirkeldu? Ekki svo að skilja, að ekki geti vaxið í keldunum fögur stör og fríð blóm — en helzt er það horblaðka. Ef kröfur Islendinga væru stórar, mundu þeir einmitt krefjast þess, að yrkisefnið væri sem allra fjölbreytilegast. Juvenis. Ameríka. í »Heimskringlu« 17. marz 1904, hefur ritstjórinn gefið okkur lítilfjörlegt sýnis- horn af rithætti sínum og sannsögli í grein nokkurri alllangri, með yfirskript- inni »Siðferðisástandið í Reykjavík«, og setjum vér hér nokkurn kafla greinarinn- ar leaendum Þjóðólfs til »uppbyggingar«, og til þess þeir sjái og finni »tóninn« og »andann«, sem er yfir þessum vorum týndu sauðum. Eptir að ritstj. hefur masað um Reykjavík og skólann, heldur hann áfram: 4 »Að ástand þetta eða óspektir séu pilt- unum algerlega að kenna, er næsta ótrú- legt, því ungmenni þau, sem nú alast upp á íslandi, geta ekki verið stórum mismunandi að eðli frá þeim, sem hafa aiizt þar upp á umliðnum árum. Hitt mun vera rétt tilgáta, að piltar hafi verið hvatt- ir til óknytta og siðspella af ýmsum í Keykjavík, og það jafnvel sjálfum kenn- urunum óbeinlínis, ef ekki beinlínis; svo var það að minnstakosti, þegar ritstjóri þessa blaðs [a: Heimskringlu] ætlaði að flytja fyrirlestur í Reykjavík um bæjalíf íslendinga í Ameríku hér1) um árið. Þá gengust þar menn fyrir þvf, sem nú eru æztir í stjómarvöldum á Islandi, að safna hópi manna til að blása í pípur, svo að ekki skyldi verða málfrelsi á fundinum. Skólapiltum var þá veitt frí úr skólanum fram á miðnætti, og þeim gefið til kynna, að þeir mættu verða lengur úti, ef þörf gerðist2) I þessu tilfelli má segja, að kennarar latínuskólans hafi alið strák- skapinn upp í uámssveinum sínum, og önnur dæmi mætti nefna þessu lík, ef þörf gerist. Með slíkum aga frá hálfu kennaranna er þeirri hugsun komið inn hjá nemendunum, að siðaspell séu ekki að eins leyfileg, heldur kennurunum sjálf- um og æztu yfivöldum landsins sérlega þóknanleg. Með slíku uppeldi getur naum- ast hjá því farið, að hefndin komi fyr eða síðar fram á sjálfum kennurunum og öðr- um landsins börnum. Og víst er ekki sjáanlegt, að framtíð þess lands sé vel borgið, sem á yfir höfði sér slík embætt- ismannaefni, eins og nú eru eða voru í Reykjavíkurskóla, áður en þeir voru það- an teknir og honum lokað«. »Svona er nú siðferðisástandið hins mentaða og mentandi hluta nöfuðstaðar- ins. Svipað þessu, að eins á lægra stigi, er siðferðið hjá alþýðu borgarinnar; ná- lega hvert blað, sem maður tekur upp frá Reykjavík, flytur fréttir um þjófnað, hús- brot, brennur, strok, skjalafölsun, rán, kvennafar, nauðganir, drykkjuskap o. fl. *) Og skyldi þetta litla orð ekki gefa grun um, að greinin sé samin hér á landi ? Vér eigum marga „vinina" héma! 3) Þetta er allt saman haugalýgi. Og nú síðast f nýkomnum blöðum eru auglýst læknavottorð, um að þessi og þessi hafi e k k i fransós. Hvoft að þess- ar auglýsingar um þá, sem e k k i hafa sjúkdóminn, eru gerðar til að sýna und- antekningar frá því sem algengara er, eða ekki, látum vér ósagt. En einn lækn- ir þar auglýsir, að 14 slíkir sjúklingar hafi til sín leitað í sfðastl. 2 ár, og gef- ur jafnframt í skyn, að þar með séu ekki allir taldir, sem þannig eru sjúkir. Og allar upplýsingar, sem með bréfum og blöðum og spurnum berast hingað vestur, bera þess órækan vott, að Reykjavík er að verða argasta skrílsbæli, svo að tæp- ast verður við jafnast, þó leitað sé í lægstu kymum annara sjóborga. Það sem sérstaklega stingur í augun í þessu sam- bandi er það, að siðferðisástandið á öllu Islandi, eptir öllum fréttum að dæma, er langverst í Reykjavík, einmitt þar sem saman er safnaður allur kjarninn úr menta- lýð landsins. Það er í fljótu bragði ekki annað sjáanlegt, en að beina afleiðingin af vaxandi fólksfjölda í bænum af ment- uðum og ómentuðum mönnum sýni sig í vaxandi glæpum og alls kyns ósiðferði og siðspillingu. Það er og víst, að ekki þarf Ameríkuferðum um að kenna, því flest af strákapörunum, óknyttunum og glæp- unum munu vera framdir af mönnum, sem aldrei hafa augum litið út fyrir strend- ur landsins. Má vera, að margir þeirra hafi lesið um útlönd, en árangurinn af þeim lestri sýnir sig ekki sjáanlega í öðru en því, að fóikið er farið að breyta eptir saurugustu og svívirðilegustu fyrirmyndum, sem fréttir fara af í lægsta skrílflokki stórlandanna«. »Hinn betur hugsandi hluti þjóðarinn- ar á íslandi þarf að vakna til meðvit- undar um framtíðarvoðá þann, sem þjóð- inni stafar af þessu ástandi; þá fyrst, en fyr ekki, má búast við að bót ráðist á misfellunum«. Svona er nú lýsingin. Vér þökkum hjartanlega fyrir heilræðin frá þeim, sem selja sjálfa sig til þess að eyðileggja ís- land, og gera að engu þá »framtíð«, sem hann er að bulla um. Dengir saman dæmum, sem ekki koma fyrir nema á stangli, með löngum millibilum, eins og alstaðar þar sem mörgu fólki ægir sam- an. Eða hvernig er í sjálfri Winnipeg ? Þar var nú nýlega bætt við 20 lögreglu- þjónum (Heimskringla 14. aprfl 1904) —- eitthvað mun vera bogið þar líka. Og í Heimskringlu sama dag er heilmikil lof- ræða um »íslenzka strokumenns—afsök- un og hrós um alla þá þjófa og bófa, sem flykkjast til Kanada, þessarar para- dísar fyrir allan slíkan skríl — en þeir eru þjófar samt, hvernig svo sem Heims- kringla hringsnýst. Eða er ekki nóg í Ameríkublöðunum um allt það, sem Reykjavík og okkur öllum er brlgzlað um ? Öllum er kunnugt, að hvergi er meira af humbugi, svikum og prettum, en einmitt í Ameríku. Hér má annars minna á grein í sjálfri Heimskringlu 5. september 1889, um þjóðernis-spillingu íslendinga 1 Ameríku; sömuleiðis grein í sama blaði 9. septem- ber 1891, sem nefnist: »íslenzku dreng- irnir okkar í Winnipeg — þar fær mað- ur að sjá þann uppvaxandi æskulýð, svo hér má vel segja, að ritstjórinn sér ekki bjálkann í sínu eigin auga. Svona lagað- ar vinarkveðjur senda þeir til ættjarðar sinnar þessir dándismenn, sem vestur flytja. Skyldu annars nokkrar mannfýlur í víðri veröld haga sér jafn svívirðilega gagnvart fósturjörð sinni, er þeir hafa snúið við henni bakinu, eins og ritstjórar vestheimsku blaðanna gera og þeir sem þeirra flokk fylla? Nei, sannarlega ekki. H'órður. Íslandsvínurinn W. Fiske. Fyrir sjö árum flutti Almanak Þjóðvina- félagsins mynd af professor dr. phil. Willard Fiske, en á þéitfi árum, sem eru liðin síðan, hefur hann »haldið fram stefnunni« og unn- ið íslandi mikið gagn og glatt margan íslending. Ekkert er svo ríkt í huga hans sem Is- land. Hann hefur nú nálega í 2 manns- aldra borið góðvild í huga til þess, eða síðan hann veturinn 1847—1848 byrjaði fyrst að læra íslenzku og lesa bækur um Island. Hann trúir á það, að Island eigi fagra framtíð fyrir höndum. »Þá er Eng- land hefur eytt öllum kolum sínum, taka fossarnir á Islandi að vinna. Hvílíkur kraptur, hvílíkur auður er þar ekki. Já, ísland verður auðugt land. Það er fram- tíðarland*. »ísland á einhver hin beztu fiskimið í heimi; hvílík auðsuppspretta 1 — Áíslandi er hreint og heilsusamlegt lopt. Það verður sumarbústaður enskra og amerík- anskra auðmanna, er stundir líða fram«, sagði prófessor Fiske við mig í fyrra. Eg fór sízt að mótmæla því; eg trúi á framtlð Islands, alveg eins og Fiske, vin- ur Islands. »Og Island á ölkeldur og heitar laug- ar«, mælti hann ennfremur. síslandi verð- ur einhvern tíma matur úr þeim«. »Þið eigið líka að gera ykkur fé úr hraununum ykkar, úr vikrinu, eins og Italir gera. Ungur og efnilegur Islend- ingur ætti að dvelja eitt eða tvö ár í verk- smiðju í Neapel, sem býr til allskonar muni úr hrauni, (»lava«), og læra að búa til slíka muni. Islendingar þurfa endilega að læra að búa til ýmsa gripi úr hrauni, ýmsa skrautgripi, eins og Italir gera, og selja þá síðan til Englands og Skotlands og annara landa. Það er hægt að búa til sllka gripi, og það kostar eigi mikið. í þessu eigið þið að keppa við ítali«. Að gleðja og fræða, eða að fræða og gleðja, er markmið prófessors Fiskes gagn- vart Islandi og Islendingum. Hann hefur sent skákborð og skákmenn víðsvegar um Island, og meðal annars á hvert heimili í Grímsey, til þess að menn gætu teflt skák, er menn hefðu eigi annað að gera. Skák er göfug list, og einhver hin bezta skemmtun. Hún hefur þann kost fram yfir flest spil, að hún æfir hugsun manna og skilning, betur en flestar aðrar skemmt- anir. Þá er menn hafa ekkert að gera, er gott að skemmta sér við skák; hún getur haldið mörgum manni frá óreglu og öðru illu, sem af henni leiðir. Vorið 1900 tók Fiske sérstaklega að hugsa um að útbreiða og endurreisa skák- listina á íslandi, til þess að íslendingar allir ættu góða og holla þjóðskemmtnn, sem þeir gætu gripið til, fátækir sem ríkir, á vetrarkvöldunum. Hann fór þá að undirbúa skákrit á íslenzku, og árið eptir gaf hann út skákbækling, stuttan og ljósan leiðarvísi til að tefla skák. 1901 og 1902 gaf hann út tvo árganga af ágætu skáktímariti, er hann nefndi »1 upp- n á m i «. Það er jafn-vandað að efni og ytra frágangi. Sjálfur er Fiske ágætur skákmaður, og einhver hinn lærðasti mað- ur um skáklistina, sem uppi er á vorum dögum. Tímarit þetta er hið ágætasta rit fyrir alla þá íslendinga, sem skák vilja nema eða fræðast um hana, enda hafði það þau áhrif ásamt hjálparhönd Fiskes, að víðsvegar um ísland voru skákfélög sett á stofn. Til þess að efla skáklistina á íslandi, gaf Fiske einnig út merka bók í þrem heptum: »Nokkur skákdæmi og tafllok eptir Samuel Loyd og fleiri«. Flórens 1901. 273 bls. 8. Bók þessa lét hann prenta fyrir Skákfélag Reykjavíkur. Fær það allt það, sem kemur inn fyrir

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.