Þjóðólfur - 06.01.1905, Page 2

Þjóðólfur - 06.01.1905, Page 2
6 hreystiverki á þann hátt, að eignarkrafan af hendi Islands til bókarinnar hafi ver- ið rekin öfug aptur (»afvist«). Af því að mönnum var kunnugt um það, að íslenzka Kaupmannahafnar-ráðu- neytið hafði hér gætt skyldu sinnar sjæ- lega og reynzt sama hjálparhellan og opt ændranær í því að reka réttar og erinda þessa lands, var efni þessu aptur á úm- liðnu sumri hreift gegnum 'keykjavíkur- ráðuneytið íslenzka, sem lagðist fast með málinu. Finnur Jónsson prófessor mun og hafa átt góðan þátt í því, að greiða fyrir því við ríkisskjalayörðinn. Hafði það þann árangur, að nú er bókin, sem er gersemi í sinni röð, afhent skjalasafni landsins til ævarandi eignar og komin hingað. Sýnir þetta, þó að það sé ein- stakt atriði, og hvernig sem dómarnir ann- ars eru um hið nýja stjórnarfyrirkomulag, að nú er hægra aðstöðu að fá ýmsu rétt- vísu framgengt en áður var, því að ekk- ert er Dönum sárara um að láta af hönd- um hingað, sem þeir hafa náð í, en þjóð- menjar vorar af hverju tagi sem er. F.n þess skal getið hinum núverandi ríkisskjalaverði Dana, dr. juris V. A. Secher, sem er ágætur lagamaður, til verðugrar sæmdar, að hann tók bæði svo vel og viturlega í þetta mál, að slíku höf- um vér ekki átt að venjast, og getur það haft mikla og víðtæka þýðingu, þvl að það gefur von um það, að af hans hendi þurfi ekki að óttast neina óskynsamlega smámunasemi í því að standa á móti þvf, að smámsaman flytjist hingað mikið af þeim skjölum og gögnum úr Ríkisskjala- safninu, sem meiri nauðsyn er á að hafa hér á landi en þar, og hér kann opt að þurfa til að grípa, en þar svo sem aldrei, svo sem eru fornar jarðabækur og alls- konar gögn um fasteignir (jarðir) landsins. X. Norræna spursmálið. Á ferðum mínum í sumar gafst mér færi á að kynnast ýmsu, sem ekki stóð á dagblaðadagskránni á Norðurlöndum, en sem þó hvert meðalglöggt gestsauga mátti sjá, að lá nærri yfirborði tíðarinnar. Yfir- leitt þögðu eða þegja öll stórpólitisk efni, og hið helzta sem flokkum og fólkstjór- um virtist á milli bera, var kritur einn oða kurr út af jafnvægi eða misvægi inn- anlandsmála. Vinstri stjórnin í Danmörku situr sæmilega föst (þrátt fyrir barsmfða- frumvarp Albertis), og sosialdemókratarnir eru nú orðnir spakir borgarar — með borgmeistara úr sínum flokki í höfuðstað ríkisins! Sama er að segja um deilurnar milli Norðmanna og Svía, að þeirra gætir sárlítið. »Alveg eins og hjá oss« — get- * um við íslendingar sagt, eða g æ t u m við sagt. Helzt eru það v i ð, sem hreyf- um stórpólitíkinni — eg meina »land- varnarrnálinu*. Að vísu er Jblaðið »Ing- ólfur« eitt með þann óróa, og að vfsu vírðist sárerfitt að sjá, að það hafi nokkuð v e r u 1 e g t til síns máls, er hættulegt sé sérréttindum lands vors, þótt svo sýnist, sem ófáir vorra yngri manna álíti þar hundrað í hættu, og að sumir verði sjóð- andi heitir af gremju og umvöndunar- anda þegar landvörn er nefnd. Slíkt er í mínum augum undarlegur barnaskapur. Fyrst er það, að atriðin, sem milli bera, skilur nálega enginn af eigin ramleik, að minnsta kosti »setu ráðherrans«; en svo er hitt, að sé nokkru ekki að treysta í viðskiptum þjóða, þá eru það slík skrif- finnskuákvæði; en sé nokkru að treysta i sambandi voru við Dani f framtfðinni, er það sú stefna, að þeir (o: Danir) láti oss hlutlausa með sérmál vor —svo nærri, svo rík og svo sjálfsögð tr nú orðin hin enska sérmálapólitík. Og þó eru sérréttindi vor ef til vill í hættu, þótt hvorki sé frá hálfu Dana eða annara oss skyldra þjóða. Hvaðan mundi þeim skugga slá? Svar: frá Rússlandi. Má vera, að sumir brosi að því, en fáir vitrir menn á Norðurlöndum hugsa svo, Og nær væri Landvarnarliðinu að ganga í lið við aðra æskumenp á Norðurlön«iuno, og hita sér á hinu nýja og merkilega norræna spursmáli, en frjósa inni yið sál- arkalda sérpólitík. Á friðarþingi því fyrir Norðurlönd, sem háð var seint í júlí í Khöfn á þessu sumri heyrðist glöggt þessi stefna, — þessi uggur og ótti, sem friði og tilveru Norðurlandaþjóðanna stendur af áleitni og gerræði Rússa — sem óm- ur eða undiralda. Að vísu er »prógram« friðarmanna gagnstætt hernaði, og hefur fylgt því eindregið fram, að norrænar þjóðir eigi að fá að vera hlutlausar í ó- friði, en það er einmitt þessi ótti, sem ekki einu sinni aptrar þeim sem völdin hafa, ásamt meiri hluta alþýðu, frá að vilja leggja vopnin niður, heldur bindur hendur sjálfra þeirra og dregur úr öllu fylgi við friðarstefnuna. Aptur fannst mér miklu öflugri og innilegri stefna á friðarþinginu vera hin, að efla s a m - hug Norðurlandabúa, eining og frænd- semi. Um það efni heyrði eg eina hverja tölu annari hjartnæmari á fundinum; einn- ig á bak við þær umræður bjó bersýni- lega hin áðurnefnda grunsemi, enda nefndi margur maður F i n n a n a með sárri gremju. »Lítið á«, sagði einn, »hvar veggur nágranna vors brennurk Og ann- ar sagði: »Ei mun síðar vænna með sam- tökin, Finnland svikið í tryggðum, og ormurinn bítur oss óðara í hælinn«. Hann benti með því til Moskóvítanna, sem leita færis að ná til hafna í norðan- verðum Noregi. Eru til þess refirnir skorn- ir, eins og orðið er fyrir löngu opið leynd- armál Rússa. Málsafstaðan er þessi, sbr. rit pg ræður hinna dönsku stjórnvitringa prófessors N. C. Fredriksens, Just L u n d s lögfræðings o, fl. — einnig Svía og Norðmanna. Lund staðhæfir, að hið alkurina, franska byltingarorð, frelsi (liberté) hafi verið mjög svo misskilið, einkum á slðari hluta ig. aldarinnar, og mjög opt látið þýða ein- göngu rétt hins einstaka manns, án til- lits til sama frelsis annara — án tillits til þess, að frelsið verður gerræði og »réttur hins sterkari«, sé það ekki miðað og bund- ið við hagsmuni og jafnrétti annara. Bezt hefur þessi stefna — segir hann — lýst sér í pólitík þjóðanna, er því miður svo lengi hafi eigingirninni þjónað. Og sjald- an hefur síngirnin eins vaðið uppi með ójafnaðinn, eins og við lok liðinnar aldar. Nú stendur taflið svo: með hverju ári sem líður, sjá Svíar og Norðmenn Ijósara, hversu háskinn frá Rússlandi færist nær og nær löndum þeirra. Og háskinn er lífsháski. Hvað þýðir yfirgangur Rússa við Finnana? Hvað annað en það, að ryðja þeirra sænsk-finnska þjóðerni og þjóðráðum úr vegi Rússa til Norðurhaf- anna. Þessvegna er forræðið tekið af Finnum, her þeirra gerður að engu, en vígi og varnir landsins skipaðar rússnesk- um her; þessvegna eru járnbrautir lagðar af kappi, er ná skulu norður á landamæri Svíþjóðar; þessvegna eru ný vígi stofnuð og setubúðir, og njósnarar sendir og haldn- ir af Rússum, bæði í Noregi og Svlþjóð — allt í því skyni, að ná við fyrsta færi íslausum herskipahöfnum í Noregi og málmnámunum miklu af Svíunum. (Niðurl. næst). Matth. Joch. Sjónleikar. Leikfélagið hér hefur við og við, síðan á annan í jólum, sýnt á leiksviðinu ensk- an leik eptir hinn nafnkunna höfund, Hall Caine frá Mön, sem hér var á ferð fyrir skemmstu. Leikur þessi er sniðinn upp úr skáldsögu höf., »The Christian«, og nefnist »John Storm« eptir annari höfuð- persónunni í leiknum og sögunni. Leik- ritið sjálft er annars nokkuð sundurlaust og ekki innviðamikið, og þess vegna er mesta furða, hvað leikendunum hér tekst vel með það, því að svo má segja, áð þeir beri leikinn uppi. John Storm erson- ur auðugs baróns á Mön, og ætlar faðir hans að veita honum slfkt uppeldi, er geri hann hæfan til að taka þátt 1 póli- tfkinni og komast á þing. En John hef- ur fellt ástarhug til stúlku af fátækum ættum, Glory Quale, sonardóttur prests þar á Mön. Hafa þau leikið barnleik- um í æsku og fallið vel ásamt. En svo koma tveir »fínir herrar« fráLundúnum, Robert Ure lávarður og Horatio Drake, og þeir telja svo um fyrir Glory, að hún verður óð og uppvæg að fara til Lundúna og gerast þar hjúkrunarkona. Þá er John Storm kemst að þessu, reynir hann á all- an hátt að fá hana ofan af þessu, því að hann hyggur hana sér tapaða í hinni miklu Babýlon (Lundúnum), en hún er ósveigjanleg, og gefur honum í skyn, að honum sé alveg óhætt að treysta sér, en hann er á öðru máli um það, og honum fellst svo mikið um það, er hún vill ekki láta af förinni, að hann beiðist upptöku í munkaklaustur og fer á eptir henni til Lundúna, þvert á móti vilja föður síns, er verður óður og uppvægur yfir þessu tiltæki sonar síns. John Storm er þó ekki lengi í klaustrinu, þvf að sú vist fellur honum ekki, en hann lætur vfgjast prests- vígslu, og gerir sér mikið far um aö leita uppi hina týndu og glötuðu og liðsinna þeim. En hann hefur jafnan allan hug- ann á Glory og heldur að hún fari í hund- ana. Hún er og skamma stund á sjúkra- húsinu, en gerist söngmær á einhverri miðlungs sönghöll í Lundúnum, og Drake, sem alltaf fylgist með henni, og er mjög hrifinn af henni, telur henni trú um, að hún geti orðið frægasta söngkona og leik- kona á Englandi, og hún trúir þvf, og lifir í draumum frægðar, auðs og upphefð- ar. En John Storm leitar hana uppi og og reynir að opna augu hennar fyrir þeim háska og þeirri villu, sem hún er stödd í, en árangurslaust. En þá er Drake verð- ur nokkuð nærgöngull við hana, reiðist hún honum, og fer að íhuga, að Storm, sem hún þó ávallt elskar, hafi rétt að mæla. Hún getur því ekki stillt sig um annað, en fara á fund hans og tala við hann, en þá hittir hún fyrst munk þann, er var vinur Storms og þekkti sálarstríð hans og hugsýki út af þessari örvona ást. Og hann sárbænir hana um, að trufla hann ekki frekar, og hún lofar því Storms vegna, þó mjög nauðug. En þá er hún sér Storm og talar við hann, veitir henni mjög erfitt að dylja sig, en tekst það þó, án þess Storm veiti því eptirtekt, og er hún fer burtu, heldur hann að hún sé töpuð honum fyrir fullt og allt, og verð- ur frá sér numinn af hryggð og örvænt- ingu. Þeir Robert lávarður, og Drake og kunningjar hans hafa horn í síðu þessa siðavanda prests, sem þeir vita áð Glory hefur mætur á, og reyna á allar lundir að koma honum fyrir kattarnef, kaupa kirkjuna, sem hann prédikar í og ætla að gera hana að leikhúsi handa Glory sér- staklega o. s. frv. En þeir fara svo hrotta- lega að þessu öllu gagnvart Storm, að Glory firrtist og vlsar þeim burtu frá sér. En þá ber Storm á dyr hjá henni um miðja nótt, hraktur og hrjáður af skrílnum, og þá fer svo loks, er hann örvita af geðshræringu, ætlar að kyrkja hana, að hún lætur hið sanna uppi, að hún elski hann, og þau fallast í faðma. Við það hefur hann unnið spilið, og hún segir skilið við þann félagsskap, er hún hefur verið í. Yms fleiri aukaatriði eru í leik þessum, er hér verða ekki talin, en þetta er aðalefnið, aðalþráðurinn. Eins og fyr er getið, tekst flestum leik- endunum mjög vel og sumum afbragðs- vel, t. d. höfuðpersónunum: Jens Waage, er leikur Storm og, frk. Guðrúnu Indriða- dóttur,, er leikur Glory. Jens hefur sýnt það áður, t. d. í »Gjaldþrotinu«, að hann er efni 1 afbragðsleikara, en honum hef- ur þö aldrei tekizt jafnvel sem nú. Mað- ur getur ímyndað sér, að maður sjái þaulvanan og nafnkunnan leikara á leik- húsi erlendis, svo vel leikur hann víða, ekki sízt í 4. þætti í herbergjum Glory. Hinar sterku og áköfu tilfinning- ar koma mjög vel fram hjá honum, með öllum þunga djúprar hrýggðar og örvænt- ingar. Og það er maður óvanur að sjá hér á leiksviði þannig, að uppgerðarkreyst- ingurinn gægist ekki dálltið fram. En þess verður ekki vart hjá hr. Waage, þar er »karakter«-leikur. Frk. Guðrún leikur og mjög vel, og telja margir hana fremsta í leik þessum. Er það og ekki fjarri sönnu, er tekið er til- lit til þess, hve hlutverk hennar er erfitt og vandasamt, hið lang-vandleiknasta í öllum leiknum. Það er enginn efi á því. Og frá því sjónarmiði skoðað tekst henni það ágætlega, þótt hana skorti sumt til þess að fullnægja fyllstu kröfum, t. d. nógu tfgulegan vöxt og nógu tilbreytilegan eða þungan málróm. Samt sem áður tekst henni einkarvel að sýna ólíkar geðshrær- ingar í snöggri svipan, eins og t. d. í 3. þætti, er hún talar við Storm, og hún hrífur áheyrendurna með sér, eins og hún er sjálf hrifin af hlutverki sínu, því að það er auðséð og auðheyrt, að þar er að verki gengið, ekki með hálfvelgju og hugsunar- leysi, heldur af ást til listarinnar sjálfrar og með djúpum skilningi á hlutverkinu og kröfum þeim, sem gerðar eru til góðs leiks. Og það er enginn efi á, að frk. G. hefur með þessum leik komizt svo langt í íslenzkri leiklist, sem fáar eða jafnvel engar hafa komizt hér áður. Og þótt leikur hennar sé ekki fullkominn eða gallalaus, því að hvernig ætti þess að verða krafizt, þá er enginn efi á, að öðr- um hefði ekki nándanærri jafnvel tekizt við jafnerfitt hlutverk. Um hina leikendurna, er aukahlutverk- in hafa, má segja, að flestum þeirra tekst leikurinn liðlega og sumum sérlega vel, t. d. Friðfinni Guðjónssyni, er leikur Lamplugh munk. Hefur hann ágætt gerfi og talar skýrt og skilmerkilega með hæfi- legri áherzlu á orðunum eptir efni leiks- ins. — Frh. Gunnþórunn leikur og vel, en hlutverk hennar er lítið Og létt. — Hr. Helgi Helgason kemur snyrtilega fram á leiksviðinu, og leikur mjög blátt áfram og tilgerðarlaust. Hann leiktir Drake og tekst bezt, þá er hann kveður Glory síðast. — Hr. Guðm. Tómasson, er leik- ur Robert Ure lávarð, gerir það furðu vel, og ber fremur lítið á göllum þeim, sem annars skemma stundum leik G. T., t. d. óskýr málrómur og ofmikil fljótmælgi m. fl. — Frk. Emilía leikur í lakara lagi, og fyrstu kveldin var hún alveg ótæk, en hefur mjög mikið lagazt upp á síðkastið, svo að vel má kalla viðunandi nú. Lak- astur þeirra, er nokkuð hafa að segja, er Kr. Ó. Þorgrímsson. Hlutverkið, þótt lítið sé, er alls ekki hans meðfæri. Þó hefur hann dálítið skánað síðan fyrsta leikkveld- ið, því að þá var hreinasta hörmung að hlusta á hann og sjá tilburði h'ans. 1 fátœkramálanefndina hefurráðherrann skipað Magnús próf. Andrésson á Gilsbakka í stað Páls heit. Briems.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.