Þjóðólfur


Þjóðólfur - 14.06.1907, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 14.06.1907, Qupperneq 3
ÞJÓÐÓLFUR. 99 inu, þvi að á Akureyrarfundinum 20. f. m. greiddu þeir báðir atkvæði með þeirri kröfu, að ísland skyldi vera sviðurkennt frjálst sambandsland við Danmörku eins og það var við Noreg eptir Gamla sáttmála, með fullveldi yfir öllum sínum má!um«. Þessir þingmenn virðast því að minnsta kosti horfnir frá þingmannafarargrundvellinum(!), sem var meginatriðið í desemberyfirlýs- ingunni, er stiluð var beinlínis á móti blaðamannaávarpinu. Hafa þeir auðvit- að séð það, er þeir fengu tíma til að at- huga málið betur, að sú yfirlýsing var bæði vanhugsuð og óviðurkvæmileg, enda mun svo fleirum fara, er fengnir voru til að skrifa undir hana, þá er Lögréttu- fumið gegn ávarpinu var i algleymingi sínum. En siðan hefur það komið í Ijós, að allur þorri þjóðarinnar er einmitt fylgjandi blaðamannaávarpinu en ekki Lögréttuþvergirðingnum, er forkólfum hans hefði verið sæmra að hefja aldrei. Og það munu þeir sjá nú, vitanlega nokk- uð seint til að snúa við með sæmd, en þó ekki of seint til að ráða bót á glappa- skotinu, ef andstæðingar þeirra verða svo ffjálslyndir að draga fjöður yflr hina fyrri framkomu þeirra og hafna ekki fylgi þeirra, þótt æskilegra hefði verið, að þeir hefðu komið um fyrstu, en ekki elleftu stund. En nvað um það. Sé um alvar- leg sinnaskipti að ræða í »stjórnarflokkn- um«, hvort heldur það er af nauðsyn eða æðri og betri þekkingu, þá er sjálfsagt að gleðjast af þeim'árangri, sem blaðaávarpið hefur þar haft, því að aldrei verða þeir ofmargir, er fyrir rétti Islands berjast út á við. Og ekki er ástæða til að erfa það lengi, þótt mönnum geti missýnzt um sinn. En ávalt er það samt viðkunnan- legra, að skoðanaskipti manna verði á þeim tíma, er vonin um fylgi er lítil, heldur en þegar hún er orðin hér um bil að vissu. Sjálfsagt líður ekki á löngu, áður en Lögréttuþvergirðingurinn hér verður að hismi einu og hégóma, sem enginn fær hönd á fest. Sambandsmennirnir tveir nyrðra (Guðl. Guðm. og M. Kr.) hafa riðið á vaðið til að sópa því gaddavírshapti úr þjóðgötunni og eiga heiður skilið fyrir. Eptir því sem séð verður af síðustu »Reykjavík« 11. þ. m. í greininni »Hvað ber á milli?« er þar greinilegt undanhald og auðsæ veðrabrigði í afstöðu blaðsins nú gagnvart kröfum vorum á hendur Dön- um, alveg gagnstætt því sem 1 þeim skjá þaut í vetur eptir birtingu blaðamanna- ávarpsins, hvað sem það stendur lengi. Nefndartilnefningin. I »ísafold« í fyrra dag, er það skýrt tekið fram, að minni hlutinn, sjálfstæðis- flokkurinn, g e t i með engu móti átt þátt í tilnefningu manna í millilandanefndina, hinir v e r ð i að vera þar einir um hit- una. Þessi ummæli geta valdið misskiln- ingi, af þvf að hér virðist talað um ein- hvern nýjan flokk »sjálfstæðisflokkinn« og gefið í skyn, að hann hafi gert einhverja ályktun í þessa átt. En hafi nokkur flokkur gert ályktun um þetta, sem oss er öldungis ókunnugt um, þá er það að eins »Þjóðræðisflokkurinn« einn. Hvorki Landvarnarmenn né aðrir hafa átt þar hlut að. Án þess að fara nokkuð frekar út í þetta efni nú, vildum vér ráða »Þjóð- ræðisflokknum« að hugsa sig vel um, áð- ur en hann grfpur til þeirra örþrifráða að neita að tilnefna nokkurn sinna manna í nefndina, verði sjálfri nefndarskipuninni á annað borð ekki frestað fram yfir næstu þingkosningar hér} Mannalát. Hinn 11. f. m. andaðist Sigurður Jónasson sýslunefndarmaður á Bakka í Öxnadal (bróðir Sigtryggs Jónassonar fyr ritstj. Lögbergs) eptir langa legu í berklaveiki, valinkunnur maður, greindur vel og þokkasæll. Hinn 17. s. m. andaðist á Akureyri ekkjufrú Ragnheiður Oddsdóttir B1 ö n d a 1, fyrrum gipt Magnúsi Björns- syni Blöndal, settum sýslumanni í Rang- árþingi, sem látinn er fyrir 46 árum (1861.) Voru mjög skamma hríð saman og áttu ekki börn. Hún var dóttir Odds Stefáns- sonar Thorarensens lyfsala á Akureyri og fyrri konu hans Solveigar Bogadóttur frá Staðarfelli Benediktssonar. Ragnheiður sál. ólst upp hjá Hannesi prófasti Step- hensen á Ytrahólmi. Hún var mesta sæmdarkona í hvívetna, góðsöm og trygg- lynd. Var komin nokkuð á áttræðisald- ur, er hún lézt. Maður varð úti 2. f. m. Vilhelm Hansson að nafni, milli Snartarstaða og Leirhafnar á Sléttu. Lagði af stað frá Kópaskeri þá »Hólar« fóru þaðan, og hafði verið ölvaðui í meira lagi, og villzt af réttri leið, og fannst eigi fyr en eptir 11 daga. — »Drykkjuskapur minnkar lítið, meðan'þess- ar »fljótandi knæpur« sveima kring um landið«, segir fregnritinn, er frá slysi þessu skýrir. Embœttispróf i læknisfræði við háskólann tók Kristinn Björnsson (úr Reykjavík) n. þ. m. með 1. einkunn. Þingvallafundarkjör. Um kosningu Þingvallafundarfulltrúa hefur þetta frétzt: Fyrir Stykkishólms- hrepp og Helgafellssveit var kosinn 2. þ. m. Sigurður prófastur Gunnarsson að- alfulltrúi og varafulltrúi Hjálmar kaupm. Sigurðsson. Fyrir Neshrepp ytri Árni verzlunarm. Magnússon í Vörum á Hellisandi. Fyrir Breiðuvíkurhrepp Sigurður Guð- mundsson aðstoðarprestur 1 Ólafsvík. Fyrir Saurbæjarhrepp í Dalasýslu Bene- dikt Magnússon kennari í Ólafsdal. Konungsmyndin. Nú er ákveðið, að Einar Jónsson (frá Galtafelli) skuli gera hina fyrirhuguðu standmynd Kristjáns konungs 9. Það hefur samskotanefndin nú úrskurðað fyrir skömmu, er hún hafði séð sýnis- horn Einars og keppinauts hans (Kai Nielsens), er send voru hingað. Þótti henni sýnishorn Einars betra og munu menn almennt fagna þessum úrslitum. Veitt læknishérað. Þórður Pálsson læknir í Axarfjarðar- héraði hefur fengið veitingu fyrir Mýra- héraði, er verið hefur læknislaust nú um hríð. lírsagnir úr „Fram“. Heyrzt hefur, að margir félagsmenn 1 »Fram« séu 1 þann veginn eða ætli að segja sig úr þeim félagsskap, fyrir síð- ustu afrek þess félags og alla framkomu þess 1 sjálfstæðismáli þjóðarinnar í seinni tíð. Þá er allur frjálslyndari hluti fé- lagsmanna er vikinn burtu verður eflaust nokkurnveginn einlitur hópur eptir, en þannig litur, að hann getur ekki lengur talað 1 nafni heimastjórnarmanna í land- inu, eða gefið þeim nokkrar fyrirskipanir. Það er áreiðanlega víst. Látlnn er 6. f. m. á fyrirlestraför f Bandaríkj- unum enski skáldsagnarhöfundurinn og guðfræðingurinn dr. John Watson, 57 ára gamall, lengi (frá 1880— 1905) fríkirkju- prestur í Liverpool, nafnkunnur ræðumað- ur og mjög ötull í allri kirkjulegri starf- semi. En kunnastur er hann fyrir skáld- rit sín, er hann reit undir gerfinafninu »Jan Maclaren«, mestallt smásögur úr skozku þjóðlífi, er flestum munu hug- stæðar verða, er lesið hafa, vegna þess hve höf. tekst vel að slá á hina næmtistu og smágerfustu strengi mannlegra tilfinninga, þótt söguefnið sé hvorki stórfenglegt né umfangsmikið. Hefur sögum hans verið snúið á ýms mál og þótt mikið 1 þær varið, þrátt fyrir það þótt enskir ritdóm- arar margir hverjir gerðu lftið úr þeim, og brygðu höf. um tilgerð í stílnum og tilbreytingaleysi í söguefninu. En þetta hnekkti ekkert vinsældum Maclaren’s hjá almenningi. Vestmanna-fagnaður svo nefndur var haldinnhér í Báruhús- inu að kveldi 8. þ. m. til að fagna lönd- um vorum, sem komu frá Vesturheimi nú með »Lauru« og »Sterling«. Blaðamanna- félagið gekkst fyrir þessum viðtökum. Veit- ingar voru súkkulaði, kafifi og óáfengir drykkir. Frummælandi ræðumanna Björn Jónsson ritstjóri, en auk hans héldu ræður: Briet Bjarnhéðinsdóttir, Einar Hjörleifsson, Guðm. Finnbogason, Hannes Blöndal (fyrir hönd heimflytjenda) Haraldur Níels- son, Jón Ólafsson, Valtýr Guðmundsson og Þórhallur Bjarnarson. Sungið var ný- ort kvæði eptir Þorstein Erlingsson og söngflokkur skemmti með söng. Skemmt- un þessi stóð alllangt fram yfir miðnætti (frá kl. 81/2) Sumargjöf 3. árg. Utgefendur Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson, er nýprentuð og allfjölbreytt að efni. Þar er nýtt lag eptir Árna Thorsteinsson við Vorvfsur Jónasar: »Vorið góða grænt og hlýtt« og er lagið tileinkað Ólafi H. Johnsen fyrr- um yfirkennara í Odense. Kvæði eru all- mörg í bókinni: eptir Indriða Þorkelsson á Fjalli tvö, bæði vel kveðin, eitt eptir Huldu (húsfrú Unni Benediktsdóttur) nokk- ur eptir Bjarna Jónsson frá Vogi, eitt eptir Þorstein Erlingsson, eptir Einar Pál Jónsson og Jóhann heit. Sigurðs- son. I óbundnu máli kveður þar mest að »Næturhugsunum á Öræfunum« eptirÞor- gils gjallanda. Er það nokkurskonar ein- tal sálarinnar eða heimspekilegar hugleið- ingar um lífið og lífsbaráttuna m. fl., og bera ljóslega með sér snilldareinkeuni höfundarins í meðferð máls og efnis. Enn má geta smágreinar um »Lífsgleðina« eptir Indriða Þorkelsson, og er sá smápistill laglega saminn. Ennfremur er þar prent- uð ræða Guðm. Björnssonar landlæknis um almennan kosningarétt, er hann hélt nýlega á borgarafundi hér í bænum. Helgi Jónsson grasfræðingur ritar þar smágrein um að klæða landið skógi og Bjarni bróðir hans þýðir þar eina smásögu (»Einvígið«) eptir Guy de Maupassant. Baldur Sveins- son ritar um Jóhann G. Sigurðsson og dr. Helgi Pétursson leggur þar orð í belg um Unni Marðardóttur. Eins og menn sjá, er efnið í árgangi þessum allmargbreytt og margir höfundar leiddir fram á sjónarsvið- ið. Er því ekki ólíklegt að marga fýsi að sjá ritið. Með „Sterling“ fóru 9. þ. m. til Akureyrar Þórður J. Thor- oddsen, bankaféhirðir, með konu sinni, Pét- ur Zóphóníasson, ritstjóri, með konu sinni, Einar Finnsson, verkstjóri, með konu sinni, Halldór Jónsson, bankaféhirðir, Sveinn Jóns- son, trésm., Jón Þórðarson, kaupm., Þor- steinn Gíslason ritstjóri, Þorsteinn R. Jóns- son, Grund, frú Guðrún Hermannsdóttir frá Breiðabólstað, Guðm. Þorbjarnarson, Hvoli í Mýrdal, Jóhann Jóhannesson, kaupm, Helgi Helgason, verzlm., Borgþór Jósepsson, verzlm. Ásgr. Magnússon, kennari, Otto N. Þorláks- son, skipstjóri, Pétur Jónsson, blikksm., Jón Árnason, prentari, Þórður Edilonsson læknir í Hafnarfirði, allir á Stórstúkuþing templara, og eru væntanlegir aptur með Sterling. Alls fóru á þing þetta um 40 manns héðan. Valurinn „(Islands Falk“) kom hingað í fyrra kveld með ráðherr- ann, er hafði haldið þingmálafund á Akur- eyri 8. þ. m. Var þar meðal annars sam- þykkt traustsyfirlýsing til stjórnarinnar fyrir aðgerðir hennar 1 ritsímamálinu o. fl. Um sambandsmálið sjálft voru ekki samþykkt- ar neinar ákveðnar tillögur, heldur að eins að skipun sambandsnefndarinnar væri æski- leg, og að ekki yrði gert út um málið, fyr en þjóðin ætti kost á að kynna sér það eptir að nýjar kosningar hefðu farið fram og liggur það auðvitað í hlutarins eðli, en mun hafa verið samþykkt aðeins til að koma þvl að, að þingrof hefði verið óþarft, eins og nú stóð á. Yítayerð ókurteisi. Eg leyfi mér, herra ritstjóri, að biðja yður að ljá eptirfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði, öðrum til viðvör- unar. Eg hefi eigi allsjaldan haft ánægju af að koma inn í hið nýja veitingahús »Hótel Island« til þess að kaupa kaffi og fleira, sem þar er verzlað með, þangað til 1 gærkveldi, er eg kom þar inn, og bað um að fá keypt kaffi. Eg var i mínum vinnufötum, en búinn að þvo mér, og get sannað, að eg kom kurteislega fram, og var alveg ódrukkinn. En af því eg var í mínum vinnufötum var mér vísað úr einu horni í annað, þar sem eg sá ekkert sæti. Eg áleit þetta væri til að verða af með mig, og spurði veitingaþjóninn, er eg átti við, hvernig stæði á þessu. Hið eina svar, sem eg fékk var þetta: »Naar man ikke er rigtig paaklædt saa«. Hann endaði ekki setninguna, en eg fann mig knúðan til að ganga í brott. Eg vil því ráðleggja þeim, er vilja fara inn á nefnt veitingahús til þess að verða af með aura að vera helzt prúðbúnir. Reykjavík, 11. júní 1907. Sigurgeir Finnsson, járnsmiður. Yeðnráttnfar í Kvík í maí 1907. Meðal/titi áhádegi.+ 7.2 C. —- nóttu . + i.7 „ Mestur hiti - hádegi. + 1 „ Minnstur— - — . —- 12 „ (10.). Mestur — - nóttu . + 7 „ Minnstur— - — . -+ 4 „ (10.). Framan af mánuðinum var kalt, vetrar- legt og snjóaði, svo jörð varð hér hvít um fótaferðartíma, öll fjöll niður að sjó hvít; var við norðanátt; opt hvass til djúpa og eins hér og gaddur um tíma á hverri nóttu. Um miðjan mánuð hlýnaði í lopti og varð bezta veður, vorveður með sólskini og hlý- indum dagl. Loptþyngdarmælir stóð slðari hluta mánaðarins mjög hátt og komst upp í 777 M.meter. Haggast lítið enn þá. V6—'07. J. Jónassen. glNæsta Þlað Pjóðólís kemur út miðTÍkudaginn 19. þ. m. (en ekki á föstudaginn). Yftlliam Stephens Xress prestur frá Cleveland, nafnfrægur mælskumaður alkunnur í flestum stór- borgum Ameríku og Evrópu heldur ræður á ensku í Kaþólsku kirkjunni dagana 16.—23. þ. m., sunnudagana kl. 6, og virku dagana kl. 8V2 e. h. Þeir sem óska að spyrja um eitt- hvert trúaratriði, mega skrifa spurn- ingar sínar á seðil á hvaða tungumáli sem þeir vilja og leggja hann f spurn- ingakassa, sem hangir í fordyrum kirkj- unnar og verður spurningunum svarað sama kvöld. leffóbak, |{(‘ylvíóbalt og Vindlingar (Cigaretter) bezt og ódýrast í AustuPStr 1. Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co. Alinainiarómur: Bezt er að rerzla Tið Ben. S. Pór. Reynslan kennir það liTerjum, er reynir, að bezt sé — það aorgi sig bezt, — uð e ga öll vínkaup og brenni- vínskaup tíö vínverzlun Ben- S. Þórarinssouar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.