Þjóðólfur - 10.08.1907, Síða 1

Þjóðólfur - 10.08.1907, Síða 1
59. árg. Reykjavík, laugardaginn ÍO. ágúst 1907. Nr. 35. Sambanðslaganejnðin. I. Iíonungleg auglýsing um nefndarskipun viðvíkjandi stöðu íslands í veldi Danalconungs. Yér Frederik liinn Áttundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holt- setalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Lá- enborg og Aldenborg, Gerum kunnugt: Samkvæmt því er íorsætisráðherra Vor og ráð- herra vor fyrir ísland hafa fyrir Oss flutt, höfum Vér með allrahæstum úrskurði, dagsettum í dag, skipað nefnd alþingismanna og ríkisdags- manna til þess að undirbúa ráðstaf- anir til n>rrar löggjafar um stjórn- skipulega stöðu íslands í veldi Dana- konungs, og skal forsætisráðherra Vor vera formaður en íslandsráðherra Vor varaformaður nefndarinnar. Þetta gerum vjer öllum heyrum kunnugt. Geflð í Ifeykjíivík 30. jiilí 1907. Undir vorri konunglegu hendi og innsigli. (L. S.). J. C. Christensen. H. Hafstein. II. Erindisbréf nefndarinnar, Frederik liinn Áttundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtseta- landi, Stórmæri, Þéttmerski, Láen- borg og Aldenborg. Vora sérlegu hylli! Forsætisráðherra Vor og íslands- ráðherra Vor hafa fyrir Oss flutt, að það sé almenn ósk meðal alþingis- manna og ríkisþingsmanna, að efnt sé til nauðsynlegra undirbúnings- starfa til nýrrar löggjafar um stjórn- skipulega stöðu íslands í veldi Dana- konungs, og liöfum Vér ákveðið að láta taka málefni þetta til rækilegr- ar íhugunar í nefnd, er skipuð sé tilkvöddum alþingismönnum og rík- isþingsmönnum. Það er því vilji Vor, að þér eptir- nefndu herrar og ríkisins góðu menn: Herrajens Christian Christensen, stór- kross af dannebrogsorðunni og danne- brogsmaður, forsætisráðherra Vor, varnarráðherra og þjóðþingismaður, herra Hannes Þórður Hafstein, kom- manndör af öðru stigi dannebrogs- orðunnar og dannebrogsmaður, ís- landsráðherra Vor og alþingismaður, herra Niels Andersen, riddari danne- brogsorðunnar og dannebrogsmaður, etazráð Vort og þjóðþingismaður, herra Lárus H. Bjarnason, riddari dannebrogsorðunnar, sýslumaður og alþingismaður, herra August Her- tnann Ferdinand Carl Goos, kom- mandör af i. stigi dannebrogsorð- unnar og dannebrogsmaður, geheime- etazráð Vort, aukadómari í hæsta- rétti, doktor í lögvísi og landsþing- ismaður, herra Hans Nikolaj Han- sen, stórkross af dannebrogsorðunni og dannebrogsmaður, konferenzráð Vort og landsþingismaður, herra Jens Laurits Hansen, riddari dannebrogs- orðunnar,málaflutningsmaðuroglands- þingismaður, herra Jóhannes Jóhann- esson, sýslumaður og bæjarfógeti, al- þingismaður, herra Niels Kristian Jo- hansen, búgarðseigandi frá Ollerup, landþingismaður, herra Steingrímur Jónsson, sýslumaður og alþingismað- ur, herra Peter Christian Knudsen, ráðmaður og þjóðþingismaður, herra Christopher Krabbe, riddari danne- brogsorðunnar og dannebrogsmaður, héraðsfógeti og þjóðþingismaður, herra Niels Peter Madsen-Mygdal, riddari dannebrogsorðunnar, ríkisend- urskoðandi og landþingismaður, herra Jón Magnússon, riddati dannebrogs- orðunnar, skrifstofustjóri og alþingis- maður, herra Henning Matzen, stór- lcross af dannebrogsorðunni og danne- brogsmaður, háskólakennari, auka- dómari í hæstarétti, doktor í lögvísi oglandþingismaður, herra NielsThom- asius Neergaard, forstjóri og þjóð- þingismaður, herra Anders Nielsen, ríkisendurskoðandi og þjóðþingismað- ur, herra Stefán Stefánsson, gagn- fræðaskólakennari og alþingismaður, herra Anders Thomsen, riddari danne- brogsorðunnar, fyrrum kennari, þjóð- þingismaður og herra Skúli Thor- oddsen, ritstjóri, fyrrum sýslumaður, alþingismaður, hagið svo til, að þér sem allra fyrst komið saman í höfuð- og aðseturborg Vorri, Kaupmanna- höfn, og setjist í nefndina, er þú, herra Jens Christian Christensen, skalt vera formaður f og þú, herra Hann- es Þórður Hafstein, varaformaður, til þess að rannsaka og ræða stjórn- skipulega stöðu íslands í veldi Dana- konungs, til þess að taka til íhugun- ar, hverjar ráðstafanir löggiafarvöld- in mundu eiga að gera til þess að fá komið máli þessu í fullnægjandi lag, og til þess, áður en ár er liðið frá því þetta erindisbréf er út gefið, að láta oss í té álit um málið ásamt lagafrumvörpum, er til þess séu fall- in, að lögð yrði fyrir alþingi og rík- isþingið. Sem þessum viljum Vér veita yð- ur heimild til þess að fá úr öllum skjalasöfnum Vorum öll þau skjöl og skilríki að láni, setn þér kynnuð að álíta nauðsynleg til þess að fram- kvæma þetta erindi, sem yður er fal- ið, svo og til þess að heimta þær upplýsingar og önnur skírteini, sem þér mættuð óska eptir, bæði beint frá stjórnarráðum Vorum og frá öðr- um stjórnarvöldum og embættismönn- um, og loks til þess að kveðja til viðtals þá af embættismönnum Vor- um, er þér viljið, og aðra, er fúsir mættu vera til að ræða málið. Þetta er vilji vor. Felandi yður Guði. Ritað í Reykjavík 30. jiilí 1907. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. ________(L- S.)._____________ J. C. Christensen. H. Hafstein. Ný lög-. Konungur staðfesti þossi þrenn lög hér 31, f. m., og öðluðust þau þá þegar gildi samkvæmt ákvæðum þeirra. Lögin eru þessi: 1. Lög um framlenging á gilai laga um hækkun á aðflutningsgjaldi frá 29. júlí 1905, og skipun milliþinga- nefndar. 1. gr. Hækkun sú á aðflutnings- gjaldi, sem ákveðin er í lögum 29. júlí 1905, skal haldast þangað til annari skipan verður komið á skatta- mál landsins, * þó þannig, að inn- heimtulaun skuli og greiða af gjald- aukanum. Verði gjald lagt á innlenda vindla- gerð, bittergerð, brjóstsykurgerð eða aðra vörugerð, þeirrar vöru, sem toll- skyld er, skal það gjald hækkað að sama skapi og aðflutningsgjald, með- an lög þessi eru í gildi. 2. gr. Skipa skal 5 manna nefnd milli þinga til þess, að endurskoða skatlalög landsins og sjerstaklega at- huga, 1, hvort hentugra muni vera, að þeir fastir skattar, sem nú eru, huldist, með breytingum, er nauð- synlegar kynnu að þykja, eða að fasteignaskattur, er bæði hvíli á jarðeignum til sveita og á húsum og lóðum í lcaupstöðum og löggiltum kauptúnum, komi í stað þeirra föstu skatta, sem nú eru, 2, hvort fært muni vera, að hækka aðflutningsgjald og útflutnings- gjald frá því, sem nú er, eða bæta við fleiri tollstofnum, eða leiða í lög alment verzlunar^jald svo og koma fram með frum- vörp eða tillögur, er nefndinni rnætti ástæða til virðast. 3, hvort haganlegt muni vera að breyta gildandi ákvæðum um sveitagjöld og gjöld til prests og kirkju. 3. gr. í nefndina tilnefnir sam- einað alþingi 4 menn og stjórnar- ráðið einn mann, og er sá formaður nefndarinnar. Konungur skipar nefnd- ina. Kostnaður við hana greiðist af landssjóði. Nefndinni er heimilt að taka sér þá aðstoð, sem hún þarf með, og telst það sem kostnaður við nefndarstörfin. Ollum stjornarvöldum er skylt að láta nefndinni í té þær skýrslur og upplýsingar, er hún beið- ist eptir. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. 2. Lög um breyting á lögum nr. 10, 13. apríl 1894 um útflutnings- gjald. 1. gr, Af hverri síldartunnu (108 —120 pt.), íhverjum umbúðum, sem hún flytst, slcal útflutningsgjald vera 50 aurar. 2. gr. Af útflutningsgjaldi því, sem ákveðið er í 1 gr., skal greiða 10°/0 í Piskiveiðasjóð íslands, og skal því fó varið til eflingar síldarútveg inn- lendra manna. 3. gr. Álcvæði nefndra laga í 1. gr., 4. tölul., er hér með numið úr gildi. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi þegar í stað. 3. Lög um breyting á lögum 27. sept. 1901 um fiskiveiðar hlutafjelaga í landhelgi við ísland og á tilskipun 12. febr. 1872 um fiskiveiðar útlendra við ísland. 1. gr. Brot gegn fyrirmælum laga 27. sept. 1901 um fiskiveiðar hluta- fjelaga i landhelgi við ísland og 1. gr. í tilskipun 12.febr. 1872 um fiskiveiðar útlendra við ísiand 0. fl. varðar sekt- um frá 200—2000 króna, er renna í landsjóð; skulu öll veiðarfæri, svo og ólögmætur eða óverkaður afli skipsins, upptæk og andvirði þeirra renna í landsjóð. Sé miklar sakir, má ákveða, að allur afli innanborðs skuli upptækur vera, og ennfremur skulu þá og uppteknar umbúðir, ef um síldafla er að ræða, sem búið er að salta í tunnur. Leggja má lög- hald á skipið og selja það, að undan- gengnu fjárnámi, til lúkningar sekt- um og kostnaðí. 2. gr. Hegningarákvæðin í 4. gr. ofannefndra laga 27. sept. 1901 og 1. gr. í tilskipun 12. febr. 1872 skulu úr gildi feld. 3. gr. Lög þessi öðlast gildi þeg- ar í stað. + Ijeneðikt Grönðal skáld andaðist hér í bænum af hjartaslagi að- faranóttina 2. þ. m. litlu eptir kl. 12 á 81. aldursári. Á 80. afmælisdegi hans 6. okt. f. á. var hans að nokkru getið hér í blaðinu og í minningarriti því, er Sigurð- ur Kristjánsson gaf út við það tækifæri, er æfiferill hans allrækilega rakinn og manninum lýst að öðru leyti, svo að vér látum oss nægja að vfsa til þess hér. Gröndal var tjölhæfur gáfumaður og lagði margt á gerva hönd, en æfikjör hans voru optast nær fremur erfið. Sem skáld fékk hann þó á síðari árum fulla viður- kenningu. Hann var listamaður á marga lund, skrifari ágætur og teiknari og fátt var það, sem hann var ekki heima í. Hann var einkennilegur maður á ýmsan hátt og öðruvísi en fólk flest, fór ekki að því, hvort mönnum líkaði betur eða ver og var þessvegna »opt í urð hrundið út úr götu«. Island hefur við fráfall hans ekki .að eins misst eitt höfuðskáld sitt, heldur einhvern hinn tryggasta og þjóð- ræknasta son sinn, er var jafn mislyndur eins og íslenzka náttúran sjálf getur verið, undarlegt sambland af frosti og fúna, og þrátt fyrir ýmsa galla og geðbresti sannur Islendingur. Dáinn er hér á Landakotsspftalanum fyrir fáum dögum danskur ferðamaður nafn- kenndur, Oscar Köhler etazráð og timburmeistari frá Khöfn, mikill auð- maður, nokkuð hniginn að aldri. Hann fékk lungnabólgu á þjóðhátíðinni á Þing- völlum, var illa fyrirkallaður og átti þar kalda nótt, og dró það hann til bana. Krossar o. fl. Hinn 8. þ. m. voru þessir gerðir að riddurum af dannebrog: yfirdómararnir Kristján Jónsson og Jón Jensson, Sigurð- ur Briem póstmeistari, Axel Tulinius sýslumaður, Jón Þórarinsson skólastjóri í Flensborg, Halldór Jónsson liankagjaldkeri, Forberg símastjóri og þrír heimboðsnefnd- armennirnir: Jón Jakobsson, séra Ólafur Ólafsson og Skúli Thoroddsen. Tveir úr þeirri nefnd, er áður voru riddarár fengu dannebrogsmannakfiossinn: Guðm. Björns- son landlæknir og Jón Magnússon skrif- stofustjóri. Sama kross fengu þeir Klem- ens Jónsson landritari, Björn M. Ólsen prófessor, Halldór Daníelsson bæjarfógeti, Björn Sigfússon á Kornsá, Bjarni Jóns- son snikkari, Stefán Eiríksson hinn odd-

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.