Þjóðólfur - 24.01.1908, Side 2

Þjóðólfur - 24.01.1908, Side 2
14 ÞJOÐ OLFUR. legar á þeim grundvelli. Eg ætla heldur ekki að fara að búa til aðra hlið á það, heldur víkja að eins að því, að mér finnst templurum stundum vandratað meðalhófið í útbreiðslustarfsemi sinnifyrir bindindinu. Hefur þar stundum kennt fullmikils ofsa og meiri áfergju, en mál- stað þeirra var hollt. En því hafa opt fremur valdið einstakir menn í félaginu, en félagið sjálft í heild sinni. Er það ekki ótítt, að svæsnustu drykkjumennirn- ir verði einna ofstækisfyllstir, þegar þeir eru í regluna komnir, og er það jafnaðar- legast afsakað með því, að þeir þekki bezt, hvar skórinn kreppir, þeir þekki ljósast hina miklu bölvun vfnsins afeigin reynslu. Og er það mjög álitleg ástæða og sannfærandi í fljótu bragði, en optast nær röng 1 sjálfu sér. Það er satt, að örskammt er öfganna á milli. Þeim sem hefur verið svæsinn drykkjumaður, hættir við að fara undir eins yfirí öfgar í gagn- stæða átt, er hann snýr við. Óstjórnleg drykkja og bindindisofstæki eru tvennar öfgar, er lýsa sér að vfsu sín á hvern hátt, en önnur gengur opt yfir í hina, ef snúið er við blaðinu á annað borð. Þessi hamskipti eru því í sjálfu sér ekkert óeðli- leg. En ofstækismennimir vinna bindind- inu optast meira ógagn en gagn, af því að þeir fæla fólk burtu, og verður því ekkert ágengt, að minnsta kosti ekki í samanburði við stillingarmennina, er fara hægt og gætilega og vinna menn á sitt mál með lipurð og lægni. Goodtemplara- félagið á marga slíka menn, er unnið hafa mikið og þarft verk í þarfir bind- indisins hér á landi. Þeir skipta ekki ís- lenzku þjóðinni í »bindindismenn og brennivfnsmenn«, og meta mannkosti hvers eins eptir þeirri flokkaskipun, þar sem annar flokkurinn er óalandi og óferjandi, en hinn »frelsaður« eins og í hjálpræðis- hernum. Bindindi verður aldrei eflt hér á landi með köpuryrðum eða almenning- ur gerður meyr og mjúkur fyrir aðflutn- ingsbanni með sleggjuhöggum einum. Til þess þarf veglegri og liðlegri sóknarvopn. Mér datt þetta í hug út af fyrirlestri, er eg hlustaði á hér á sunnudaginn var. Hann var haldinn af spánnýjum templ- ara — mér var sagt, að hann væri orðinn templari — og »pantaður« aftemplarafélag- inu, eptir því sem óljúgfróðir menn hafa skýrt mér frá. Fyrirlestur þessi var með nokkuð öðru sniði en venjulegt er um bindindisfyrirlestra* — að minnsta kosti á almennum »útbreiðslufundum« templara, og þetta mun hafa átt að vera eins kon- ar »útbreiðslufundur«. • Það sem mér geðjaðist lakast aðfþessum fyrirlestri, var ekki að eins ofstækisblærinn hjá þessum unga templara, þótt®allmikið bæri á honum, eða hinn einkénnilegi sögulestur hans, þótt allmikið mætti að honum finna, heldur hitt, að hann dró þar fram á sjónarsvið- ið nokkra núlifandi menn, að minnsta kosti þrjá, er hann lýsti svo, að ekki var um að villast hverjir væru, þótt hann nefndi ekki nöfnin. Þetta hueykslaði mig og eg hygg marga aðra, nema ef til vill templara. Þó ætla eg að sumum þeirra hafi ekki dárhað að þessu, enda virðist vera hægðarleikur að halda prédikun um bindindi og mséla með því, þótt ekki sé verið að lýsa bölvun ofdrykkjunnar og áhrifum hennar á heilsu og hag þeirra manna, er enn lifa. Slfkt er frámunalegt »taktleysi« og má ekki óvltt vera. Menn, sem orðið hafa ofdrykkjunni að herfangi og ekki verður við hjálpað, — eru orðn- ir aumingjar — hafa sannarlega nóga byrði’að bera, þótt ógæfa þeirra sé ekki höfð á millum tannanna á hverjum þeim piltung, er snöggvast segir skilið við öl- kolluna og"fer að prédika bindindi. Auk þess var þvf svo háttað, að minnsta kosti með einn þeirra,£er fyriilesarinn tók til dæmis, að hann getur ekki orðið tekinn sem sýnishorn upp á gerspilltan drykkju- mann, ólánsmann, þótt hann drykki um eitt skeið og yrði hart úti við það. Þetta dæmi átti þvf alls ekki heima í þessari upptalningu. Þá hefði og fyrirlesarinn átt að sleppa sögunni um stúdentinn, er drykkjuskapurinn gerði að ræfli og reið að fullu. Sú óhamingjusaga þessa efni- lega pilts er allt of kunn til þess, að nokkur þörf sé á, að lesa hana yfir fólki hér. Bindindinu er enginn greiði gerður með slíkum og þvílíkum smekkleysum. Eg er ekki skyldmenni þessa stúdents, er lézt í eymd og volæði, eða hinna nú- lifandi manna, er templari þessi tók til viðvörunar, en mér finnst, að þess þurfi ekki til að hneykslast á svona löguðu at- ferli, er ekki má vera óátalið, þótt Good- templarar eigi hlut að máli. Þótt þeim sé margt látið haldast uppi málefnisins vegna, sem almennt er viðurkennt gott, þá verða þeir að gæta hófs og stillingar í ræðu og riti og forðast að særa al- mennar velsæmistilfinningar, því að slíkt hefur alveg gagnstæð áhrif við það sem til er ætlazt og fælir menn frá Good- templarreglunni í stað þess að laða menn að henni. Það er þessi aðferð, sem eg kalla söfuga [bindindisútbreiðslu«. Og verði undirbúningur templara undir að- flutningsbanns-atkvæðagreiðsluna í sumar fólginn í svona löguðum eða svipuðum fyrirlestrum, þá held eg, að þingið hafi gert stórt glappaskot að veita félaginu aukinn styrk úr landsjóði 1 þvf skyni. 2I/i—’ 08. Aheyrandi. Hár aldur. Síðastl. jóladag (25. desember) andaðist á Merkigili í Skagafjarðardölum ekkjan Guðrún Antoníusdóttir 100 ára g-ömul og 110 daga betur, og hefur því lifað nær þriðjung árs á aðra öld. Mun hún hafa verið langelzt allra kvenna og karla hér á landi nú. Yar fædd á Stóru- Ökrum í Blönduhlíð 6. september 1807, óskilgetin dóttir Antoníusar nokkurs Jóns- sonar og Bergþóru Jónsdóttur frá Sílis- staðakoti í Kræklingahlíð Halldórssonar í Flögu í Hörgárdal Helgasonar á Ein- hömrum Halldórssonar. En móðir Berg- þóru var Guðný (f. 1756, -j* 1812) Mark- úsdóttir frá Hlöðum Markússonar í Skút- um á Þelamörk (J- 1731) Ólafssonar á Djúpárbakka (-j- 1720) Markússonar á As- gerðarstöðum Ólafssonar og er sú ætt kunn. Þá er Guðrún var fyrir innan tví- tugt, var hún tvö ár í vinnumennsku hjá séra Birni Jónssyni í Bólstaðarhlfð (-j* 1821;), en að öðru leyti, eða 98 ár alls, átti hún heima 1 fæðingarhreppi sínum Akrahreppi, og hafði aldrei komið f kaupstað á æfi sinni. Hún giptist 1836 Daníel Tómassyni, bjuggu þau á ýmsum stöð- um í Akrahreppiogáttutvöbörn: Jón, er dó um sjötugt og Sigurbjörgu, er dó korn- ung. Síðustu 30 ár æfi sinnar var Guð- rún til heimilis á Merkigili, en ekki á sveit fyr en allra síðustu 6—7 árin. Hún hélt nálega fullum sálarkröptum til hins síðasta og las á bók gleraugna- 1 a u s t, fylgdist furðu vel með tímanum, að vitni kunnugra manna, var fróð og minnug og kunni frá mörgu að segja frá eldri tímum. Hún var rúmlega ári eldri en Pétur biskup og þekkti þá Víðivalla- bræður, samsveitunga sína, í barnæsku þeirra. Var fædd sama ár og þeir þrír merkismenn (Tómas Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson og Jón Guðmundsson), er 100 ára afmæli áttu á næstliðnu ári. 100 ára afmæli hennar (6. september) var ann- að í röðinni af fjórum, en sá var munur- inn, sem harla sjaldgæft er, að Guðrún lifði þetta aldarafmæli sitt. Ný barnabók, er nefnist >Bernska[n« eptir Sigur- björn Sveinsson, er nýprentuð á Akureyri, 132 bls. að stærð, en von á öðru hepti síðar. I þessu hepti eru bernskuminning- ar höfundarins sjálfs frá árunum 1883— 1893, en í síðara heptið eiga að koma ýmsar sannar, íslenzkar barnasögur, sem höf. er að safna. Kver þetta er hið eigu- legasta og ágæt lesbók handa börnum, miklu betri en »lærða« lesbókin, sem styrkt er af almannafé. Það er hreinasta furða, hve höf. hefur tekizt vel að færa i letur og festa á pappírinn hinar léttu og kviku bernskuminningar, einmitt með hin- um rétta, þýða, barnslega sakleysisblæ sínum, þessar minningar, er svo fljótt fennir yfir hjá flestum í frostkólgu og og skafrenningum fullorðinsáranna. En sjaldnast þarf nema litla stundarhlýju eða lítið atvik, til að leysa slfkar minningar úr dróma, og verða þær þá hverjum ein- stökum hugstæðari og hugkærri, en flestar aðrar minningar. Höf. á þakkir skilið fyrir kver þetta, og er enginn efi á, að það selst vel. Mannal&t. Hinn 18. þ. m. andaðist hér f bænum úr hjartasjúkdómi Gísli Oddsson dbrm., fyr bóndi á Lokinhömrum (Loð- kinnuhömrum) í Arnarfirði. Var hann fluttur hingað að vestan með »Kong Helge«, eins og getið var um í síðasta blaði, en andaðist 3 dögum sfðar. Hann var fæddur 1 Meira-Garði í Dýrafirði 21. maí 1836, sonur Odds bónda, síðar áLokin- hömrum Gíslasonar á Vífilsmýrum í Ön- undarfirði Oddssonar Gíslasonar. Kona Odds en móðir Gísla heit. var Guðrún Brynjólfsdóttir frá Mýrum í Dýrafirði Hákonarsonar Bárðarsonar Nikulássonar. Kona Gísla á Vffilsmýrum var Marín Guðmundsdóttir, en móðir hennar Sol- veig Þóðardóttir stúdents í Vigri (-]-1799) Ólafssonar lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði vestra Jónssonar, og er sú ætt afarfjöl- menn. Gísli bjó lengst æfi sinnar mesta rausnarbúi á Lokinhömrum, og var talinn með efnuðustu bændum þar vestra. 1894 flutti hann til Akureyja, er hann hafði keypt og bjó þar 4 ár. Þaðan flutti hann til Dýrafjarðar og bjó þar í Lækjarósi, en síðast flutti hann að Hrafnabjörgum, skammt frá Lokinhömrum. Hann var kvæntur Guðrúnu dóttur merkismannsins Guðmundar Brynjólfssonar á Mýrum í Dýrafirði, og voru þau hjón systkinabörn. Börn þeirraeru: Oddur Guðmundur mála- flutningsm. í Rvík, Guðrún Birgitta ekkja séra Ólafs Ólafssonar frá Staðarhóli (átti fyr Jón Sigurðsson Johnsen lækni á Húsavík) og María. Svlplegt slys varð hér í bænum 17. þ. m. Ung- lingsmaður um tvítugt Sigurður Pét- ur Sveinbjarnarson, er átti heima á Njálsgötu, gekk snemma um morguninn heiman frá sér með byssu og ætlaði að skjóta fugla. En þá er hanu kom ekki heim. er hans var von, var farið að leita hans og fannst hann þá um kveldið all- skammt frá sjó, nálægt Marconistönginni í Rauðarárholtinu, skotinn til bana, og hafði skotið komið f vinstri .Muna. Ætla menn að hann hafi dottið á byssuna og skotið hlaupið af. Merki sáust til þess, að hann hefði dregizt nokknð áfram eptir skotið. Hann var kvæntur fyrir mánuði og mesti efnismaður að sögn. „Lauí*a“ sóttkviuð og leyst aptur samdœgurs. A mánu. »skveldið var barst sú fregn út um bæinn, að bólusótt væri »um borð« f sLauru er samkvæmt áætlun átti að koma hingað þann dag frá útlöndum. Var almennt Iftill trúnaður lagður á sögu þessa, og helzt eignuð »Plausor« eða ein- hverjum gamansömum náunga, En brátt kom sú leiðrétting á þessu, að bólusótt væri að vísu ekki á »Lauru«, en sýkin hefði komið upp f Leith 2 dögum eptir brottför »Lauru« þaðan, 11 veikzt þar og þetta verið símað til stjórnarráðsins hér. En fullar sannanir fengu bæjarbúar fyrir þessu, þá er »Laura« kom hér á hötnina snemma morguns í fyrra dag, því að þeg- ar voru allar samgöngur við skipið bann- aðar, pósturinn ekki fluttur í land, og fyrirskipað (eptir tiilögum laridlæknis), að »Laura« skyldi vera f sóttvarnarhaldi hér á höfninni í 8 daga, því að fyr væri ekki ugglaust um alla sýskingarhættu, en liðnir væru alls 16 sólarhringar frá því »Laura« lagði frá Leith. Var ekki talað um ann- að en »bóluna« þann daginn hér í bæn- um, og lá við, að sumir væru felmtsfullir. En úr þessu greiddist fljótar er áhorfðist, því að samdægurs símaði stjórnarráðið til Leith og spurðist fyrir um veikina. Var svarað aptur um hæl, að sýkin hefði ekki útbreiðst |og enginn veikzt nálægt höfn- inni. Jafnframt fréttist, að Danir teldu bóluna í Leith hættulausa. Var sóttkvfun »Lauru« þá þegar úr gildi felld og póst- ur fluttur í land í fyrra kveld án sótt- hreinsunar. Bœjarstjópnarkosningin fer fram í dag í Barnaskólahúsinu, og er kjósendum þar skipt niður í 6 kjör- deildir til að flýta fyrir, því að annars mundi kosningin standa yfir marga daga. En lögum samkvæm er sú skipting ekki. Fulltrúalistarnir, sem um er að velja, eru nú alls 18 að tölu, og hljóta einhverjir þeirra að verða alveg út undan, svo að jafnvel »dúxarnir« á þeim verða ssettir eptir«, flytjast ekki upp í bæjarstjórnina, og verður það eflaust sumum þungur kross að bera, því að yndislega skemmti- legt kvað vera í bæjarstjórninni. — Úr- slit kosninganna verða að líkindum ekki, kunn fyr en einhvern tíma á morgun. Próf í stjórnfrceðl (Statsvidenskabeligt Examen) við Kaup- mannahafnarháskóla tók í fyrra dag Þ o r- steinn Þorsteinsson með 1. eink. Hafa að eins 2 íslendingar (Indriði Ein- arsson og Sigurður Briem) tekið áður samskonar próf, (1877 og 1889) en samt er námi þessu nú allmjög breytt frá því er áður var, og meira í því heimtað, t. di í lögfræði, þjóðmegunartræði (National- ökonomi) o. fl. Peningavextlr eru smátt og smátt að lækka erlendis,. þar á roeðal til muna í Englandsbanka (niður í s—6%) og í Frakklandsbanka (niður í 3t/n—4°/o). Dönsku bankarnir hafa og eitthvað lækkað vextina, og ís- lands banki kvað nú hafa þokað sér nið- ur um 1/*°/o (niður í 7'/2). Þaðerskálm- að f tröllskrefum upp stigann, en mjakað sér ofurhægt og silalega niður aptur. Eptirmæli. Hinn 29. ágúst f. á. andaðist að heimili' sínu Núpdalstungu í Miðfi.ði ekkjan Guð- finna Jónsdóttir á 83. aldursári. Hún, var fædd 25. ágúst 1825 á Búrfelli í Mið- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jóns- son og Guðný Magnúsdóttir, sem þarbjuggu. Ólst hún upp hjá Sveini Jónssyni og Þór- eyju Magnúsdóttur á Barkarstöðum og var fósturforeldrum sínum til gleði og ánægju. Vorið 1845 fluttist Guðfinna sál. að Núp- dalstungu og giptist þar 10. júní sama ár merkisbóndanum Bjarna Bjarnasyni. Þau voru 36 ár í hjónabandi og eignuðust saman 12 börn-, af þeim eru nú að eins 3 á lífi: Ásgerður kona Björns bónda Jónssonar í

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.