Þjóðólfur - 17.07.1908, Page 1

Þjóðólfur - 17.07.1908, Page 1
bm f f 60. árg. A.AH, Meyer Landemærket lí 13®, Köbenhavn. Stærsta verksmiðja í sinni grein í Danmörku, tekur á móti til lit- unar og hreinsunar karlmanna- og kvennfatnaði, teppum, gluggatjöld- um, dyratjöldum og yfir hötuð öllu, sem er úr silki, ull eða baðmull. Allskonar dúkar gerðir vatnsheld- ir og eldtraustir. Pöntunum svar- að með næstu póstferð. Duglegur umboðsmað- ur fyrir ísland óskast. A, & H. Meyer, kemisk fata- hreinsunar og gufupressunarverk- smiðja, Landemærket 25. Rennibekkir og aðrar verkfæravélar og smíðatól. Fá & i Sclimatd, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej ÍD. Frumvarpsuppkastið. Svar til „Lögréttu“ frá Magnúsi Arnbjarnarsyni. (Ni.). ---- Illa kann »Lögréttu«gr.höf. því, að frum- varpsuppkastið í umsögn minni er kallað «innlimunargarður«. Þegar hann er bú- inn að skyggnast um eptir væntanlegum, ímynduðum sprungum í garðinum, sem hann telur að muni verða allmargar — ef innlimunargarður væri réttnefni — virð- ist hann ætla að fara að gera grein fyrir því, hvað meint sé nieð orðinu »innlim- un« — með þvl að það sé ekki alltaf ljóst, en allt fer það út um þúfur hjá honum. En til þess að láta það þó eitthvað heita, segir hann, að það sé óskiljanlegt, að samningurinn sé innlimun, þar sem meðal annars fáist viðurkennt með honum, að ísland sé frjálst og sjálfstætt ríki við hlið Danmerkurríkis, og jafn rétthátt því. Þetta væri nú gott og blessað, ef það stæði í frumvarpsuppkastinu, »að ísland væri frjálst og sjálfstætt ríki, jafnrétthátt Danmerkurríki«. En það stendur þár ekki, ekki einu sinni í hinum íslenzka texta þess, þótt hann í ýmsum greinum sé talsvert rlflegri í garð íslendinga, heldur en danski textinn. En frá sjónarmiði þeirra manna __ef þeir eru ennþá nokkrir til — sem halda þvf fram, að íslenzki textinn eigi Reykjavík, föstudaginn 17. júlí 19 08 33. að hafa sjálfstætt gildi fyrir ísland, hvað sem danska textanum líði, er auðvitað hægt að skjóta inn í hann orði og orði, t. a. m. »ríki«, þótt það ekki standi í danska textanum. Ekki verður heldur með sanni sagt, að það, »að ísland sé ríki jafnrétthátt Danmerkurríki«, felist í innihaldi frumvarpsuppkastsins, án þess að vera nefnt svo með berum orðum. Þvert á móti. Orðin »ríki« og »jafnrétti« eiga þar ekki við um Island, nema Upp- kastinu væri gerbreytt. Þegar litið er á umsögn mína, þá er ekki erfittt að sjá, að eg tek orðið »inn- limun« í svo víðtækri merkingu, að eg tel hvert það land innlimað, sem er ó a ð s k i 1 j a n 1 e g u r hluti annars ríkis — og það á ísland að verða eptir mínum skilningi á frumvarpsuppkastinu — þótt Iandið hafi nokkra sjálfstjórn eða heima- stjórn, þar sem það þó að eins er ríkis- hluti, en ekki sjálfstætt ríki. En sé orðið innlimun haft í svo þröngri merkingu, að innlimað sé að eins kallað það land, sem alls enga sjálfstjórn eða sérráð hefur, þá yrðu íslendingar fyrir íslands hönd, að líkindum, að gera nýjan samning eða sátt- mála við Dani, til þess að Island yrði innlimað Danmörku. Að því er snertir sprungurnar ímynd- uðu í »innlimunargarðinum«, sem gr.höf. drepur á, þá eru þær allar með því sama marki brenndar, að engrar af þeim mundi vart fyr en eptir hér um bil mannsaldur, og satt að segja koma sprungurnar ekki í garðinn sjálfkrafa, heldur er einmitt gert ráð fyrir langri og má gera ráð fyrir strangri baráttu, til þess að fá þær, og ekki er víst að sprungan eða sprungurnar, er sprengdar yrðu í garðinn, þegar til kæmi, yrðu svo stórar, sbr. orð frumvarps- uppkastsins »að nokkru eða öllu Ieyti«, að hann ekki væri hér um bil jafn stæði- legur eptir sem áður. Til þess að sprengja eða rjúfa innlim- limunargarð þann, sem nú á að hlaða um Island, mun þurfa vitrari og þrekmeiri Islendinga heldur en þá flesta, er nú skipa hin æztu sæti og hafa mest völd og metorð hjá íslenzku þjóðinni, því að ekki er aðstoð Dana eins viss til þess að rífa garðinn niður, eins og til þess að gera hann. »Lögr.«gr.höf. segir, að íslendingum í frumvarpsuppkastinu sé »áskilinn réttur* til að taka að sínu leyti þátt í stjórn utanríkismála og hervarna. En það er stórkostlegur misskilningur, að Islending- um sé áskilinn nokkur réttur til slíkrar hluttöku. í 6. gr. Uppkastsins stendur: »þangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, er ríkisþing og alþingi setja, og konungur staðfestir, fara dönsk stjórnar- völd einnig fyrir hönd íslands með mál þau, sem eru sameiginleg samkv. 3. gr.«, en í byrjun 7. gr. stendur: smeðan ís- land tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, tekur það ekki heldur þátt í kostnaði við þau«. Sannleikurinn er þvf sá, að íslendingum, að því er þessi mál (utanríkis- og hermál) snertir, er að eins áskilinn réttur til þess, að vera lausir við að taka þátt í kostnaði við þau, á meðan þeir ekki taka neinn þátt í með- ferð þeirra; en um nokkurn rétt þeim til handa til þess að taka þátt í meðferð málanna, er alls ekki að ræða. Það er undir ríkisþinginu danska komið, hvort það af náð sinni vildi veita Islendingum nokkra hluttöku í meðferð þessara mála, og það væri algerlega á þess valdi, hverja og hvernig lagaða íhlutun íslandi til handa því þóknaðist að samþykkja. Eg er hálfhræddur um, að sú hluttaka, sem ríkisþinginu danska þóknaðist að út- hluta Islendingum, ekki mundi svara kostnaði fyrir ísland. Það er því óhætt að sleppa því alveg, að gera ráð fyrir þessari sprungunni í garðinum (hvað sem »Lögr.«gr.höf. vill skilja við »innlimun«.) Utanríkismál og hervarnir, auk kon- ungsmötu m. m., eiga einmitt, samkvæmt frumvarpsuppkastinu, eins og eg og margir aðrir hafa tekið fram, órjúfanlega eða um aldur og æfi að verða í höndum Dana, nema þeir vilji meiri miskun á gera og af náð sinni gefa það eptir einhvern tíma, að Islendingar fái að verða sjálfráðir um þau mál, að því er ísland snertir. Þáð væri öldungis sama, að því er líkurnar snertir fyrir því, að íslendingar fái síðar sjálfir ráð yfir þessum málum, hvort sem svo væri að orði kveðið, að Danir skyldu eiga vald á þessum málum um aldur og æfi, eða það væri látið heita á meðan þeim (Dönum) þóknaðist; því að samnings- aðilar geta auðvitað alltaf breytt samn- ingum, er þeir gera sín á milli, eins og þeir vilja, ef um semur, nema svo ram- lega sé um hnútana búið, eða svo standi á, að einhver annar en samningsaðilar eigi að hafa rétt til afskipta eða úrskurðar um það. Dönum hefur þótt bana- ið nægilega tryggt í sínum höndum, með þvf aðeigaþað undir sjálfum sér, hvort þeir slepptu því nokkurn tíma eða a l d r e i. »Lögr.«gr.höf. hneykslast mjög á saman- burði mínum á 1. gr. stöðulaganna, sem hljóðar þannig: »Island er óaðskiljanleg- ur hluti Danaveldis með sérstökum lands- réttindum«, og fyrstu málsgrein 1. greinar í frumvarpsuppkastinu, sem er svo hljóð- andi: sísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látið« og á þeim ummælum mínum, að munurinn ekki virðist stórvægilegur. Eg get samt ekki ennþá breytt skoðun minni né ályktun um þetta atriði, fremur en annað í um- sögn minni, enda gerir »Lögr.«gr.höf. ekkert annað en falla í stafi yfir þessari dirfsku minni, og reynir ekki einu sinni að sýna neina rökleiðslutilburði. Það nefur líklega rétt verið liðið yfir hannl Orðin »frjálst og sjálfstætt land« eru út af fyrir sig nokkuð óákveðin; en frelsið og sjálfstæðið verður nokkurn veginn ákveðið (takmarkað) þegar annað inni- hald frumvarpsins er rækilega athugað, og virðist mér það (frelsið og sjálfstæðið) þá ekki miklu þyngra á metunum, en landsréttindi stöðulaganna. »Óaðskiljan- legur hluti« og orðin »er eigi verður af hendi látið«, ætla eg að jafngildi svona hér um bil hvort öðru í því sambandi, sem það stendur hvort um sig. Ein af hinum allra mestu fjarstæðum í umsögn minni, segir »Lögr.«gr.höf. þau ummæli mín, að Danir telji nú stjórnarfars- lega nauðsyn, að ráðherra íslands eigi setu í ríkisráði Dana, en ef samningurinn yrði gildur, þá þyki þeim ekki lengur þörf ríkisráðssetunnar, af þvf að þeir verði þá fulltryggðir gegn því, að ísland fái nokkru því framgengt, er nokkuð komi í bága við einingu ríkisins eða hag þess. Jafn- framt lætur gr.höf. það í veðri vaka, að eg muni hafa mjög lítið álit á vitsmun- um Dana, þar sem eg haldi þessu fram I Hann segir, að ótrúlegt sé, að eg álíti Dani svo grunnhyggna, að ætla, að það sé minni nauðsyn vegna einingar ríkisins og hags, að halda ríkisráðssetunni, ef samningurinn kæmist á, heldur en nú, »á meðan stöðulögin gilda á íslandi — og það gera þau að Dana áliti nú — og grundvallarlögin að nokkru leyti fyrir Is- land«. Hvaðan hefur gr.höf. það, að eg álíti þetta lýsa nokkrum vitsmunaskorti hjá Dönum? Því fer svo fjarri, að það sé álit mitt, að eg þvert á móti tel það einmitt skynsamlegt og sjálfsagt, að þeir, ef frumvarpsuppkastið yrði að íögum, þá ekki framar telji setu ráðherra Islands í ríkisráði Dana stjórnarfarslega nauðsyn, þar sem nú stendur til, að svo verði um hnútana búið, að þeir samkvæmt órjúfan- legum og ómótmælanlegum samningi eða lögum eiga að fá allt það eptirlit með Islandi, sem þeir æskja, sér í hendur, og gerðardómiun, eins og hann er skipaður, til áréttingar og fullkominnar tryggingar. Aptur á móti hefur gildi stöðulaganna verið mótmælt af hálfu Islendinga, og sömuleiðis hafa þeir neitað því, að grund- vallarlögin dönsku giltu fyrir Island, og því hefur nú verið haldið fram af hálfu nefndarmannanna íslenzku, að Island væri að réttum lögum f konungssambandi einu við Danmörku, og má gera ráð fyrir, að flestir Islendingar séu þeim sammála um það. Danir hafa að vísu engan veginn goldið jákvæði við því, að þessar skoð- anir Islendinga væru réttar; en er það þar fyrir nokkuð undarlegt, þótt Danir vilji einmitt, þegar svona stendur á, hafa eptirlit með því, hvað íslendingar aðhaf- ast í löggjöf sinni og stjórn ? Það er öðru nær. Þetta virðist liggja nokkurn veginn í augum uppi. Það er einmitt glöggt teikn um skiln- ing Dana á þýðingu samningsins, að þeir ekki framar telja það stjórnarfarslega nauð- syn, að ráðherra íslands sitji í ríkisráði Dana, ef samningurinn kemst á. Mig furðar á því, að menn, sem taldir eru heilvita og nokkuð hafa hugsað um þetta mál, skuli ekki skilja þetta, svo ein- falt sem það virðist vera. »Lögr.«gr.höf. ber mér á brýn, að útá- setningar mínar, þegar frá séu taldar at- hugasemdir mínar um þjóðarsamninga og hæstarétt, séu ekki annað en endur- tekning á því, »sem ísafold og hennar fylgilið hefur stöðugt verið að stagast á«; en samt er hann að burðast við að vísa til »ísafoldar« og bera hana fyrir sig ein- mitt til þess að reyna að hnekkja þeirri umsögn minni, að Island sé ekki með frumvarpsuppkastinu viðurkennt sem ríki. Hvílík samkvæmni I »Lögr.«gr.höf. segir, að eg viðurkenni

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.