Þjóðólfur - 01.01.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 01.01.1909, Blaðsíða 1
Þ JOÐOLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 1. janúar 1909. JS 1. Verkíæravélar og* smíðatól. KjÖbenhttVn. Gl. Kongevej 1D. Um áramótin verður mönnum opt ósjálfrátt að renna huganum yfir síðasta árshringinn, líta einu sinni aptur yfir farinn veg, um leið og horft er fram á ófarna braut, næsta áfang- ann, nýja árshringinn. I þetta skipti væri allmargs að minnast frá liðna árinu, er verið hefur alltíðindaríkt hja þjóð vorri frá pólitisku sjónarmiði. Kn óþarft er að rifja það upp að þessu sinni, því að það er öllum lýðiim ljóst, að öllu snarpari pólitisk barátta hefur ekki háð verið hér á landi, en kosningabaráttan í sumar. Olli hið margnefnda sambandslagafrum- varp öllu því ofviðri, og varð stormgnýr sá þjóðinni til hollustu og hressingar, því að hann vakti hana til fulls, vakti hána til meðvitundar um, að nú væri af blindu ofurkappi eða frámtinalegri sljófskyggni verið að smeygja dönskum læðing á ís- lenzku þjóðina, læðing, sem sjðar mundi trauðla slitinn verða, ef nú væri lagður. Baráttan i sumar var því barátta milli ís- lenzku og dönsku stefnunnar, ef svo mætti kalla, og sigraði sú, er sigra átti, og það svo greinilega, að dönsku stefnunni hefur verið þungt um andardráttinn síðan, varð fyrir svo miklu skakkafaili í viðskiptunum. íslenzka þjóðin hefur í sumar sem leið kveðið upp dóm fyrir sitt leyti yfir frum- varpi eða uppkasti sambandslaganefndar- innar. Það gerði hún með kosningaúr- slitunum, þrátt fyrir geisimikinn lífróður stjórnarinnar og liða hennar, til að snúa dómsúrskurði þjóðarinnar á allt annan veg. Hinn afarmikli kosningasigur frum- varpsandstæðinga er stærsti og þýðingar- mesti viðburður liðna ársins á þessu landi, miklu þýðingarmeiri ensambandslagabræð- ingurinn í sambandslaganefndinní — »upp- kastið« sæla. Kn nú á þingið eptir að fella fullnaðar- úrskurð í þessu máli. Sá úrskurður verður höfuðviðburður nýja ársins, 1909, og mí vænta þess, að hann falli svo sem bezt má gegna í nútíð og framtíð, og a ð þess verði sérstaklega gætt, er mestu skiptir, að vér semjum engan rétt af þjóð vorri og frestum heldur öllum samning- u m u m s i n n , en að ganga nú undir jarðarmen hjá Dönum og gera oss að þeim aukvisum og ættlerum, að vér höf- um hvorki þor né þrek til að sitja eða standa öðruvísi en Dönum þóknast, og teljum einu llfsvonina að lifa upp á danska náð. Með þeim heiguls- og volæðishugs- unarhætti skapast aldrei m e n n hjá þjóð vorri, aldrei að eilífu. Vér ættum að halda 100 ára ríkisstjórn- arafmæli Jörundar hundadagakongs hátíð- legt hér á landi á þann hátt, að Danir þyrftu ekki eptir á að hæðast að aumingja- skap okkar, eins og þeir hafa hæðst að konungdóm Jörundar hér á landi, og þeim sem létu blekkjast af þessum danska æfin- týramanni 1809. Það getur farið svo, að ályktanir alþingis 1909 verði Dönum ekki jafnmikið ánaegjuefni, eins og Jörundur íslandskongur, er þeir svo kalla, hefur orðið þeim næstliðin hundrað ár. gónDinn á ijrauni. Blað þetta hefur áður talað ítarlega um leik þennan, en þó muu eg láta stutt yfir- lit fara á undan umtali mínu um meðferð leikfélagsins á honum. Kfni leiksins er stórfellt og óbrotið, en orsakaröðin ljós og gagnsæ. Verða um- brot og hrun mannslundarinnar enn átak- anlegri fyrir þá skuld, að samfara eru sýnd landskjálptaumbrot og hrun. Kr þaðsvip- mikill atburður, er bóndinn hverfur í rúst- um bæjar síns, þá er landskjálptinn hefur rofið verk hans, en lundin brotið sjálfa sig. Sveinungi heitir bóndi og býr á Hrauni. Hefur hann bætt mjög jörð sína, og ann henni flestum öðrum hlutum fremur. ()g bæ sinn elskar hann sem unnusti ástmey sína, og þegar hann kemur hrakinn heim, finnst honum jafnvel myrkrið í göngunum vera opinn ástarfaðmur. — Jórunn heitir húsfreyja, en Ljót dóttir þeirra. Sveinungi hefur heitið að gefa hana bóndasyni ein- um þar í sveitinni, efnilegum manni. Kn þá ber það til sögunnar, að ungur maður legst á hugi við Ljót, annar en sá, er faðir hennar hefur heitið að gefa hana. Ljót hefur séð þennan mann og hneigt hug sinn til hans, áður en hún veit um að- gerðir föður síns. Kr henni því harla ó- ljúft að hugsa til þeirra ráða. Þó getur móðir hennar náð jáyrði hennar. Kn nóttina eptir landskjálptann hittast þau Sölvi í hrauninu, og þá mannar Ljót sig upp og staðræður að láta eigi af ást sinni og að draga eigi skugga yfir vegu ást- vinar síns, en rjúfa heldur vanhugsað heit. Um þetta verður Sveinunga svomikið, að hann kýs heldur að lúka æfi sinni í rúst- um bæjar síns, heldur cn láta undan. Hér eru aflmestu kenndir manna að starfi, og hér fara fram svo órlagaríkir at- burðir í sveitakyrrðinni, að þeir gagntaka hugann. Höf. á lof skilið fyrir það, hversu látlaust hann lýsir þessum hlutum. En hamingjan hjálpi leiknum hans, þar sem leikendur eru ósjálfbjarga. Því að höf. hefur ætlað þeim að yrkja í viðbót, og er það mikil áhætta, ef satt skal segja. Kn hér varð það ekki að sök. Stærsta hlutverkið erbóndinn. Það.verk hafði Ávni Kiríksson. Gerfi hans var vel við hæfi, en sá ljóður var á hátterni hans, að göngulagið var óviðkunnanlegt, og því likast, sem maðurinn heíði stríðleik í fót- unum. Kn þesni bóndi ætti að vera ör- uggur í spori. Þetta er smágalli, sem leikandinn getur lagað, áður en hann veit af honum, og er ekki svo mikils vert, að það skerði það lof, sem leikandinn á skilið. Hann hefur nú sem optar unnið samvizku- samlega að því, að fá samræmi í leikinn og réttan skilning á verkinu. Og eg hef ekki betur vit á, en að honum hafi tekizt þetta mjög vel í bóndanum. Meðferðin öll góð og víða ágæt. Man eg einkum eptir þvi, er hann heimtar réttlæti af guði, og eins siðasta samtali hans við Ljót. Jórunn húsfreyja er ljós og skýr frá hendi höfundarins, og jungfrú Þuríður Sigurðardóttir leikur hana vel og blátt á- fram. Látbragð hennar á vel við sorg- mædda konu, sem er rík af öllu nema sólarljósi góðrar samvizku. Því að hjartað gerir enn á gamals aldri uppreisn gegn þeirri tegund skyldurækninnar, sem er stórglæpur. En hún er sú, að menn selja við mismun á matarvonum tveggja manna sinar fegurstu vonir og beztu hvatir og — æfihamingju annars manns, og gera hann að fórnardýri 1 hafi þessa alkunna sálna- morðs. Kn þótt þessi uppreisn hennar hjaðni óðar en á henni bólar, þá ber hún vott um æfilangt samvizkubit. Þar væri æskilegt að leikandinn hefði innilegra róm, sem hún segir frá æskuást sinni. Kn Jór- unni verða mannanna dæmi. Hún hefur tekið svo miklu ástfóstri við þennan æfi- harm sinn, að henni finrist hann góður, þótt sár sé, og þess vegna telur hún dótt- ur sína á að vinna sama slysið á sér og elskhuga sínum. Henni þykir þetta vera s k y 1 d a. Hún (Þurtöur) ter mjög vel með verkið. Þá er Ljót. Höfundnrinn hefur gert lítið meir en að smíða beinagrindina. Kn Stefanía Guðmundsdóttir hefur skapað úr henni svo yndislega unga stúlku, að hún hlýtur að verða eptirlæti áhorfendanna. Látbragð allt og atferli stillt svo í hóf, að erfitt verður þeim að hugsa sér Ljót öðru- vísi, sem hafa séð leik Stefaníu. Henni ferst í þessu hlutverki flest ágætlega og ekkert illa. Taki menn eptir henni, er hún þiggur fuglshaminn, eða þegar hún segir söguna af stúlkunni, sem gekk ber- fætt út í hraunið, en mosi óx í sporum hennar til þess að hún yrði ekki sárfætt á góngunni til ástvinar sins, og þegar hún biður sjálf um mosann af burknanum til þess að geyma í skónum sínum, svo að hún yrði síður sárfætt á þeirri æfigöngu, sem foreldrar hennar höfðu valið henni; og þá ekki sízt, þegar hún er að hugsa sig um, hvort hún eigi að snúa aptur til Sölva í gjánni, og enn þegar hún segir: „þú átt þá enga dóttur". Þetta verk sýnir að enn er gróður i list Stefaniu. Sölvi er allur á. valdi leikandans, enda mátti höf. vel trúa Jens AVaage fyrir hon- um. Þetta er létt verk fyrir Jens og pr)>ði- lega af hendi leyst. Hæglátur, menntaður maður, mjúkúðgur og alvarlegur — það er leikandinn sjálfur. Þá er vinnufólkið. Þur verður það sem sjaldan ber við, að enginn leikur illa, flestir mætavel og sumir ágætlega. Kptir gömlu konunni iEmih'u Indriðadóttur) muna allir, sem séð hafa „bóndann", því að hún er bæði Ijós og lifandi í höndum leikand- ans. Þá ekki síður vinnumaðurinn, sem Helgi Helgason leikur. Hann er í fám orðum sagt ágætur og gallalaus. Var það vel farið, að hann fékk loksins hlutverk, sem hann náði sér niðri á. En af hverju fékk hann það og ýmsir aðrir, sem hafa aldrei leikið verulega vel? Því er skjótsvarað: Af því að nú var verkið íslenzkt. Þeir þekktu það, sem þeir áttu að sýna. Meira af innlendum leikritum. Hollt er heima hvat. Bjarni Jónsson frá Vogi. Bókmenntir. Ny*1vmiarfrá (Jrænadal. Kptir Maríu Jóhannsdóttur. 119 bls. 8vo. Höfundur skáldsögu þessarar er fátæk og umkomulítil unglingsstúlka, ættuð.úr Strandasýslu, og er þetta fyrsta skáldsmíð hennar, er kemur fyrir almennings sjónir. Það er því sízt að furða, þótt smíðalýtin séu allveruleg. Fáir eru smiðir í fyrsta sinn. Og verður því að dæma verkið eptir því, hvort útlit er fyrir, að höf- undurinn muni síðar geta innt af höndum i gott og veigamikið verk. Um þessa ungu skáldkonu er nokkuð hæpið að spá því eptir þessari fyrstu tilraun. Það g e t u r orðið ljós úr þessum vísi, en hann getur líka dáið alveg út, er ekki svo þroskamikill enn, sem ekki er við að búast. Kn sumt í bók þessari bendir þó á töluverðan hugs- unarþroska hjá höf. og réttan og heil- brigðan skilning á mannlifinu, og aðal- þráðurinn i sögunni er sá, að menn eigi að elska og fyrirgefa, lífið verði sælast á þann hátt. Víða er komizt heppilega að orði, en bygging sög- unnar sem heild er mjög ábótavant, og valda því að miklu leyti bréfin, sem bæði eru ofmörg og oflöng, enda er það skáld- sagnasnið nú úr gildi gengið, að láta allt gerast með bréfum. Kn byrjendum hættir sérstaklega við að nota bréfin heldur ó- spart, finnst að þeir geti ekki komið hugsunum sínum fram, nema með löng- um útskýringum og hugleiðingum í bréfa- sniði. Kn þetta er af því sprottið, að höf- undurinn hefur ekki enn lært að klæða hugsanir sínar í réttan búning, en það getur komið síðar, og þá fara bréfin löngu og eintölin löngu veg allrar|veraldar. Svo mun einnig fara fyrir þessari ungu skáld- konu, ef hún heldur áfram, sem hún ætti að gera, því að þótt saga þessi sem skáld- rit hafi mistekizt að mörgu leyti, þá er ekki vert að missa móðinn fyrir það. Sumir kaflar í bókinni, t. d. um næturkyrrðina og myrkrið á bls. 13—15, sýna ótvíræð- lega skáldleg tilþrif hjá höf. Hins vegar er kaflinn á bls. 107—113, um grátend- urna á leiði Sigríðar, fjóra alls, mjög ó- eðlilegur og óskáldlegur, og hefði höf. átt að sleppa honum alveg, en koma því sem hún vildi sagt hafa um göfuglyndi Sigríðar, öðruvísi fyrir. Kn bókinni er samt sem áður þannig varið, þrátt fyrir öll vansmíði, að alþýðu mun falla hún allvel í geð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.