Þjóðólfur - 01.01.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.01.1909, Blaðsíða 4
4 ÞJOÐOLFUR. Þjóðólfur -1909 - 61. árg. IS fá nýir kaupendur að þessum árgangi !>»• jti rit í kaupbæti um leið og þeir borga 4 kr. í'yrir árganginn. bessi rit eru: 1. Íslenxílii** ^sig'iiaþsettii* 2. hepti 80 bls. [þar í meðal annars áður ókunn frásögn um hinn einkennilega Hjaltastaðarfjanda á 18. öld, er virðisl hafa staðið önduin Indriða fullkomlega á sporði. Par er og saga um drauga- gang í Möðrudal, og langur þáttur um Arna Grímsson hinn seka, er sig nefndi Einar Jónsson og bjó i Slcoruvík á Langanesi]. 2. Vesturförin. Sönn saga um Ameríkufara, 60 bls. Ritað af greindum bóndamanni, er dvaldi nokKur ár í Ameríku, en kom heim aptur. 3. „Ií.o<liiey Stone“ eptir hinn fræga enska skáldsagnahöfund Conan Doyle, 4 fyrstu arkirnar innheptar (rnjög stórt brot). Saga þessi hefur komið við og við neðanmáls í Rjóðólíi, en er ekki iokið enn. Hún heldur áfram að koma í blaðinu þetta árið, svo opt sem föng eru á. Næstu 4 arkirnar af henni veröa og innheptar á sama hátt og hinar fyrstu, svo að bæði geti nýir kaupendur fengið allan fvrri hluta sögunnar, og sömuleiðis gamlir kaupendur, er í skilum hafa staðið við blaðið, og óska að fá söguna sérstaklega. Eins og að undanförnu verða íslenzkir saynaþættir birtir við og við í blaðinu, eptir því sem rúm leyíir, auk anli- ars fróðleiks, L d. »um Breiðfirðinga fyrir 50—60 árum« eptir séra Matthías Jochumsson, er mörgum mun þýkja gaman að lesa, og kemur byrjunin í þessu I)laði. Pjóðólfur liefur nú lengi veriö eina blaðið hér á landi, er nokkuð hefur skipt sér af íslenzkum fróðleik, og mundi hafa gert það meir, ef hinar pólitisku öldur hefðu ekki risið jafnhátt og þær hafa gert á síðustu árum. Fyrir því pólitiska hafróti verður ílest undan að láta. Pökk væri Pjóðólfi á, aö fá sem nákvæmastar fréttir um hitt og þetta, sem við ber heima í sveilunum; söniu- leiðis veitir hann þakksamlega viðtöku vel og gætilega rituðum greinum um landsmál. Pjóðólfur þarf livorki að lýsa stefnu sinni í þjóðmálum eða hæla sjálfum sér frammi fyrir fólkinu. Pau 17 ár, er núverandi ritsljóri hefur haft umráð lians, hefur blaðið stöðugt fylgt þeirri einu stefnu lieint og brotalaust: að efla sjálfstæði landsins í öilum greinum, gæta þess, að engum fornum rétti þess sé glatað og berjast á móti öllum tilraunum til að binda landið traustari böndum við Dani. Um leiö og Pjóðólfur svo óskar löndum sínum góös og gleðilegs nýárs, væntir hann framvegis eins og endra- nær stuðnings og velvildar allra góðra drengja, allra sannra Íslendinga, og skal þess aö lokum getið, að jieir sem útvega 8-40 nýja kaupendur að Þjóðólfi þetta árið og annast um borgun frá þeim á gjalddaga, fá auk íyrgreindra hlunnihda og sölulauna: alla sögiuia aí JPuríði íoi*iiiMinii o«>- Kambsránsmönnum, ells 5 hepti. x4ð eins örfá eintök eru eptir at' þessari skemmtilegu sögu, svo að ]>að er ekki seinna vænna að ná í liana. Hún er alls ekki seld í lausasölu öðrum en gömlum og áreiðanlegum kaupendum blaðsins, og kostar þá 3 krónur. Nýir kanpendur ^efi sig fram sem fyrst. Með því aö itieiin eru nii farnir aptur aö nota stein- olíulampa sina. lcylum ver oss aö minna á vorar XII. Kaffiliús Fladong's. Jim ferðaðist þess vegna til Crawley til að æfa sig. Afrek hans í kveld- boði móðurbróður míns bárust út um alla Lundúnaborg, og hann hafði á þennan hátt, fljótar en nokkur gat ímyndað sér, uppfylt það, sem hann hafði sagt við mig í Munkaeik, að hann skyldi gera nafn sitt frægt. Það var að eins nokkrum dögum áður en kappþrautin átti fram að fara. að faðir minn kom til Lundúna. Það var orðasveimur manna á milli um ófrið, og það var nauðsynlegt, að hann fyndi sjálfur Nelson lávarð, ef hann átti að hafa nokkra von um að fá nokkuð að starfa fyrir sjálfan sig eða mig. Svo var það einhverju sinni á áliðnum degi, að móðurbróðir minn var farinn ríðandi til Mall, eins og hann var vanur, en eg hélt kyrru fyrir heima. Eg hafði þegar sannfærst um það með sjálfum mér, að eg var alls ekki lag- aður fyrir þetta viðhafnarlíf. Eg var orðinn þreyttur á þessum mönnum með öllu hinu afkáralega látbragði og óeðlilegu samræðum þeirra, og eg var jafn- vel ekki allskostar ánægður með múðurbróður minn og hið þyrkingslega við- mót hans og umhyggjusemi fyrir mér. Hugsanir mínar hvörfluðu aptur til Sussex og hins óbrotna sveitalífs þar, þá er eg heyrði allt í einu barið að dvrum og hljóminn af sterkri raust berast inn til mín — og þarna í dyrunum stóð faðir minn, veðurbarinn i framan og horfði á mig með hinum vingjarn- legu, bláu augum. »Nú, nú, Roddy, þú ert svei mér sjáandiU mælti hann. »En eg vildi heidur hafa séð þig í bláa einkenningsbúningnum konungssveitarinnar, en með allt þetta tildur«. »Og eg vildi það líka, pabbi«. »Mér verður heitt um hjartaræturnar, að heyra þig segja það. Nelson lávarður hefur lofað mér stöðu handa þér, og á morgun eigum við að hitta hann og minna hann á það. En hvar er móðurbróðir þinn?« »Hann er að skemmta sér á Mall«. Það hýrnaði til muna yfir föður mínum, því að hann kunni aldrei réttvel við sig í návist mágs síns. »Eg hef verið í sjómálaráðaneytinu«, mælti hann, og eg vona fastlega að fá skip til yfirstjórnar, þá er ófriðurinn hefst, og þess verður vafalaust ekki langt að bíða. Eg á annars heima hjá Fladong, Rodney, og þar getur þú séð nokkra félaga mína tir Miðjarðarhafsflotanum, ef þú vilt koma og borða hjá mér 1 kve!d«. Um þessar mundir gengu yfirforingjar og hermenn úr sjóliðinu þúsund- um saman iðjulausir i Lundúnum, og eg varð þess vegna ekkert hlssa á því, Verðið á merkjum vorum, sem viðurkennd eru hvarvetna, er þetta (á brúsum): „§ólarskær“......................16 a. pt. Pcnsylvansk Staiiilard Wliite 17 a. pt. Pensylvausk Water U liíte . . 19 a. pt. í 5 potta og 10 pt. brúsum. Á 40 potta brúsum 1 evri ódýrari potturinn. Munið eptir því, að með því að kaupa oliuna á brúsum, fáið þér fulla pottatölu og eigið ekki neina rýruun eða spilli á hættu, eins og þegar olían er keypt á tunnum. Háttvirtir viðskiptavinir vorir eru beðnir um að aðgæta, að á 5 og 10 potta brúsum séu vörumiðar vorir á tappan- um og hliðinni; á 40 potta hrúsum eru miðar á hliðinni ogblý (plombe). P. S. Viðskiptavinir vorir eru beðmr, sjálís sín vegna, að setja nýja kveiki í lampana, áður en þeir verða teknir til notkunar, því að eins með því móti næst fullt ljósmagn úr olíunni. Með mikilli virðingu. D. D. P- A- H. D. A A < > < > V V A < > V i

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.