Þjóðólfur - 15.01.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.01.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. janúar 19 09. —....-. t Jtt 3. V erkf œravélar og smíðatól. Fd. & L Schmail, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Brlend tíðindi. Símskeyti til Þjóðólfs, sent frá Kaupm,- "höfn f gærkveldi svo látandi: Samningar yerðir milli Tyrk- lands og Austurríkis. Tgrkland fœr Novibasar og 60 miljónir austur- Iskra króna fyrir landmissirinn. Friðarhorfur. Þetta eru allmikil tíðindi, að samningar •eru komnir á milli Tyrklands og Austur- ríkis út af innlimun Bosníu og Herze- gowinu í Austurríki, og má nú telja sjálf- sagt, að Balkanmálið í heild sinni semjist •friðsamlega, úr þvf að svona greiðlega tókst að jafna þetta alvarlega misklíðar- efni. En drjúga fúlgu fær Tyrkland fyrir eptirgjöfina, sem eðlilegt er, auk Novi- basars. sem Tyrkjum hefur Ifklega þótt meira vert um en féð, en Novibasar er bær á Tyrklandi norðvestanverðu, litlu mannfleiri en Reykjavfk, með héraði sam- nefndu umhverfis, er Austurríki hefur að nokkru ieyti haft umráð vfir sfðan 1879, er aptur stóð í sambandi við verndar- yfirráð þeirra yfir Bosníu og Herzegowinu, því að bærinn Novibasar er einmitt aðal- sambandsliður milli Bosníu og Tyrklands, og þess vegna þýðingarmikill staður, ef til ófriðar kæmi á þeim slóðum. „Sjá nú hvað eg er beinaber, brjóstin nakin og fölar kinnar; eldsteypu lýsa hraunin hér hörðum búsifjum æfi minnar Kóróna mín er kaldur snjór, klömbrur hafísa mitt aðsetur, þrautir mínat í þúsund ár þekkir guð einn og talið getur“. Bólu-Hjálmar. Ef vér lítum yfir landið og berum það í hugarium sarnan við ýms önnur lönd, þá finnst oss þessi aldna úthafsdrottn- ing hrópa til vor og biðja uin hjálp. Oss finnst hún biðja um; v i 1 j a, þ r ó 11 og f r a m k v æ m d til þess að hlúa að mögru °g beru brjóstunum og fölu kinnunum 'hennar. ]>að má með sanni segja, að það er margt, sem þjakar gömlu fóstru vorri, ótal eru þær þrautir, sem hún hefur mátt líða, enda ber hún þess merkin. Hún brosir nú ekki við gesturn slnnm, eins og hún gerði, þegar Ingólfur Arnarson kom hér fyrst að landi. Sagan segir, að þá hafi land allt verið skógi vaxið milli fjalis og fjöru. Það er því ekkert skrum, að slandið var tagurt og frítt« o. s. frv. Marg- ur staðurinn er lika enn, sem minnir á forna fegurð og töfrar oss með sínum yndisleik. En þvl miður hefur þessum stöðum fækkað í nokkrum héruðum lands- ins. Þeir hafa eyðilagzt, bæði af van- þekkingu, skeytingarleysi mannanna, og af völdum náttúruaflanna, svo að nú eru blásnar auðnir, sem áður voru laufgrænir skógar. Samt vona eg að allir, sem komnir eru til vits og ára, beri minningu einhverra fagurra staða í huga sínum. Reyndar býst eg ekki við, að þeir séu allir jafnfagrir, né öllum þyki jafn vænt um| þá. En það gerir engan mun, oss getur þótt jafnvænt utn t. d. hólbrekkuna og fffilinn, lyngið og músareyrað, eins og skógarrunnana og berjalautirnar í fjalls- hlíðinni. Vér gerum ef til vill heldur ekki upp á milli blómhvammsins og lækjar- niðsins, litskrúðs fjólunnar og sóleyjunnar, ilmsins af reyrstráunum og skrauti lilj- unnar og baldursbrárinnar; oss þykir líka vænt um mýrarblettina, starunginn og fffuna. Allt er þetta æskuvinir, sem vér höfum alizt upp við, og söknum að sjá á bak. Vér elskum þessa staði, af því að við þá eru tengdar ýmsar ylhlýjar endurminn- ingar iiðins tfma, og af þvf að við þá bindum vér framtíðarvonir vorar. Vér finnum að vér eruni afsprengi landsins, og að vér erum skyldugir að verja það skemmdum og reyna að græða þau sár, sem vér sjáum, og álítum að hægt sé að lækna. Eitt af þeim tnálum, sem stefnir í þessa átt og hreyft hefur verið nú á sfðustu árum, er sandgræðslumálið. Margir halda að ekkert sé hægt að gera, til þess að ráða við þann jötunn (sandinn), sem fer herskildi yfir landið og leggur allt í auðn, svo þar sem áður voru brosandi vellir með blómlegum bændabýlum bú- smala og fuglasöng, er nú ekki eptir nema auðn ein. Grár roksandur, sem er á sífelldri ferð ef nokkur vindblær er, drepur allt líf. Þegar stormar eru, tekur nann jafnvel útsýníð líka, svo að ekkert sést nema kolsvört sandhrfðin. A þessum stöðum er ekkert, sem minnir á líf, ekkert blóm sést, og varla heyrist nokknr fuglsrödd. Norn eyðileggingarinnar hefur sezt hér að völdum og ógnar rneð gap- andi gini nágrannahéruðunum. Allvíða á landi voru má finna slík hér- uð, sem sandurinn hefur skemmt raikið, þótt einna mest kveði að skemmdunutn í nokkrutn sýslum á Suðurlandi, t. d. Skaptafellssýslunum, Rangárvallasýslu, Ár- nessýslu, Gullbringusýsht og ýmsum fleir- um, bæði fvTtr norðan og vestan. Nú spyrja þeir, setn ekki láta það af- skiptalaust: Hvað á að gera? Það er hér mest um vert, eins og ann- arstaðar, þar sem mikils þarf með: al- mennur vilji. Ollum þeim, seni byggja þessi héruð, þar sem sandurinn er, verður að skiljast, hversu mikill vágest- ur hann er landi og lýð, (jlíklegt er líka annað en að þeim, sem jarðir eiga, sé svo sárt um að verja lönd sín fyrir sllkri eyðileggingu, þegar þeim skilst, hve mikið er i húfi. En til að afstýra þess- um voða, verður alþing að taka málið til meðferðar, til þess að greiða því götu. Það þarf lög að semja og fé að veita, til þess að eitthvað sé hægt að fram- kvæma. Leggist allir á eitt, landsjóður, hlutaðeigandi sýslu- og hreppasjóðir og jarðeigendur, þá er von um að fé fáist, enda er mikið undir því komið, og svo hinu, að unnið sé f rétta á 11'. Enginn má þó vonast eptir fljótum ávöxtum af vinnu þeirra, sem að sandgræðslunni vinna, því að það er verk sem útheimtir þolin- mæði og tfmalengd. filn öllum er óhætt að treysta því, að séu peningar til og unnið f rétta átt, þá kemUr árangurinn. Allir sannir föðurlandsvinir! Munið eptir að hugsa um, á hvern hátt hægast sé og bezt að verja móðurjörð vora slík- um skemmdum. Takið saman höndum og hjálpið hver öðrttm til að vernda þá bletti, sem ykkur ef til vill eru kærir, og mikil hætta er búin. Munið að það er hún, sem alið hefur oss upp af fátækt sinni, vanrækt og lítilsvirt; það er hún, l sem væntir góðs af sérhverjum syni sínum, og launar það, sem henni er gott gert, margfalt aptur. Ef allir leggjast á eitt að klæða landið, þá getum vér verið vissir um, að þá ræt- ast orð skáldsins: „Sú kenutr tíð, að sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í Ittndi nýrra skóga“. Þótt eg vænti góðs af öllum góðum mönnum með að hlynna að sandgræðsln- málinu,þátreysti eg þó sérstaklega hinum heiðruðu þ i n g m ö n n u m til þess að taka það alvarlega til athugunar. Af ungmennafélögum og öðrum þeim, er setja á merki sitt: »Allt fyrir ísland«, veit eg að óhætt er að vonast eptir öllu hinu bezta. Gunnlaugur Kristmundsson. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi. Suuutrgjfif IV. ár. Útgefendur Bjarni Jónsson frá Vogi og Einar Gunnarsson cand. phil. 80 bls. 8vo. Þessi árgangur »Sumargjafarinnar« er allfjölskrúðugttr að efni. Hann flvtur meðal annars myndir af 9 íslenzkum skálduro: Helga Hálfdanarsyni, (-]- 1894), Steingrlmi Thorsteinsson, Matthfasi Jochumssyni, Kristjáni Jónssyni (-ý 1869), Valdimar Briem, Jóni Ólafssyni, Indriða Einarssyni, Gesti Pálssyni (7 1891) og Þorsteini Er- lingssyni, Þar er og kvæði, er nefnist aísland« eptir Sigurð Jónsson á Arnar- vatni, laglegt og liðlega ort, en jafnast ekki á við kvæði þau, sem áður hafa birzt eptir sama höfund, t. d. »Sveitin mím og »Herðubreið«, hvorttveggja snilld- arkvæði. — Gnðm. Finnbogason ritar smágrein um sumarið, um Veturliða og Sumarliða. Guðmundur Friðjónsson yrkir um Eyvind 1 Skeri, fátækan flskintann, dálaglegt kvæði, er minnir mann dálftið á »Þorgeir í Vík«, þótt ólfku sé auðvitað saman að jafna. I þessu bindi eru og kvæði eptir Bjarna frá Vogi, Huldu (frú Unni Benediktsdóttur), Jónas Guðlaugsson og Andrés Björnsson. Um Vestmanna- eyjar ritar Helgi Jónsson grasafræðingur stutta grein, og Hendrik Erlendsson hefur snúið á íslenzku ofurstuttum (frakkneskum) smáleik, er nefnist »Myndabókin«. Guð- jón Baldvinsson stúdent hefur snúið á ís- lenzku kafla (»Um hugrekki«) úr Tanke- bilder« eptir Ellen Key, og Vernharður Þorsteinsson hefur þýtt eina smásögu: »Skáldið« eptir Guy de Maupassant. En merkust í þessum árgangi »Sumargjafar- innar« er þó frumsamda sagan: »Gísli húsmaður« eptir Þorgils gjallanda, ágæt smásaga, þótt stutt sé. — Eins og menn sjá al þessu stutta yfirliti, er efni þessa ár- gangs hið fjölskrúðugasta, og er þó sumt enn ótalið, t. d. sagan um Völund (eptir Sæmundar-eddu) og lag eptir Kr. Krist- jánsson lækni við vísu Kristjáns skálds: »Yfir kaldan eyðisand«. Og er þetta allt ærið til þess, að mörgum ætti að vera forvitni á að sjá ritið. Sigurbjörn Sveinsson: Bernsk- an II. Útgefandi Þórh. Bjarn- arson (prentari) Akureyri. 140 bls. 8vo. Með mynd höf. Safn þetta hefur hina sömn kosti og fyrri hluti þess, er minnzt var á f Þjóðólfi í fyrra, frásögnin létt og lipur og við barnanna hæfi, engar óþarfa málaleng- ingar, en atvikunum lýst svo skýrt og skilmerkilega, að hvert meðalgreint barn getur haft full not af bókinnt tilsagnar- laust. Þótt sögurnar séu ekki allar jatn- sögulegar, þá vinnst það upp við það, að þær munu flestar eða allar vera sannar sögur af lslenzkum börnum, að eins færð- ar dálitið í stýlinn at safnandanum. Þar eru t. d. sögur úr bernsku séra Matthlasar Jochumssonar, séra Geirs Sæmundssonar, Lárusar Rist sundkennara o. fl. Sagan um þá bræður Jochumssyni, er þeir gerð- ust útilegumenn vestur í Þorskaflrði, mun að mestu rituð af séra Matthíasi. Um séra Geir er alllangur pistill, bæði um það, er hann v?r forsöngvari í Laugar- dælakirkju 9 ára gamall, um orlofsför hans að Neistastöðum og harmonikuspil Laugu vinnukonu m. fl. Það er enginn vafi á því, að börnunum geðjast vel að bók þessari, og það skiptir miklu, bæði fyrir safnandann og útgefandann. .tMturtrrafreiturinti. ijq bls Svo. Sögu þessari hefiir Sigurjón Jónsson 1 Rvfk snúið á íslenzku úr norsku barna- blaði, og er þýðingin furðu góð, og betri en menn eiga að venjast. Sagan er vel fallin til lesturs handa Itörnum og ung- lingum sérstaklega. Hún er gefin út af hlutafélagi, er nefnist »Vísir«, og segir í eptirmála sögunnar, að félag þetta hati í hyggju að gefa eitthvað fleira út, ef smá- saga þessi vinnur sér hylli, og vonar fé- lagið aö á því sannist máltækið: »Mjór er ntikils vísir«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.