Þjóðólfur - 15.01.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 15.01.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. * tóku um iooo manns þátt í þeirri skrúð- göngu, að börnum meðtöldum. I kirkj- unni prédikaði Haraldur prestur Níelsson, og Sigfús Einarsson tónskáld stýrði söng- sveitinni, en Brynjólfur Þorláksson spilaði undir. — Kl. 6 gengu um 150 manns með blys um göturnar, og kl. 8 hófust ræðuhöld og skemmtanir í Góðtemplarahúsinu. Flutti Ólafur prestur Ólafsson ræðu fyrir minni íslands og Guðmundur Björnsson landlæknir fyrir minni reglunnar, og á eptir fyrri ræðunni söng söngsveit Sig- fúsar Einarssonar »Ó, guð vors lands«, en á eptir þeirri slðari nýjan hátíðarsöng, er Guðmundur skáld Magnússon hefur ort, en Sigfús Einarsson samið lag við. Stefanía Guðmundsdóttir leikkona las »recitativ« I þeim hátíðarsöng. — Að því loknu voru þar og í Bárubúð ýmsar skemmtanir, en á sHótel Island« var haldið samsæti, er 100 templarar tóku þátt í. Voru þar fjörug ræðuhöld og þar söng Einar Indriðason kvæði, er Guð- mundur skáld Guðmundsson á ísafirði hefur ort, og Árni ljósmyndari Thorsteins- son samið lag við. Fór hátlðarhaldið vel fram, og skemmtu roenn sér hið bezta. — Konungi og ráðherra sendi stórstúkan skeyti, og fékk árnaðarkveðju frá þeim aptur. Sömuleiðis sendi hún skeyti Wavr- insky alþjóða-stórtemplar á sesperantó*, og mun það vera fyrsta skeyti, sem sent hefur verið héðan á þvf máli. — Henni barst og fjöldi slmskeyta bæði frá stúk- um og einstökum mönnum um land allt, og stórstúkur Dana og Svfa sendu og heillaóskaskeyti til hennar. —j. Gamall landsjóðsómagí. Adolph Christian Baumann, fyrrum sýslumaður í Gullbringu- og Kjós- arsýslu, andaðist f Danmörku 26. apríl f. á., um 92 ára að aldri, og hafði þá veriö 47 ár (frá 1861) á eptirlaunum úr landsjóði, fékk 982 kr. árlega, og hefur því eytt úr landsjóði öll þessi ár nær 47.000 kr., auk vaxta og vaxtavaxta, og verður það ekki alllítil fúlga. Baumann þessi þótti mjög lélegt yfirvald þessi 5 ár, er hann þjönaði sýslumannsembætti hér (1853—58). Voru og fleiri dönsku sýslumennirnir lítt nýtir og engin eptirsjá að, þótt þeir hyrtu úr sögunni. Baumann var að vfsu ekki sfð- astur þessara sýslumanna (sfðar komu H. H. Clausen, Fensmark Fischer o. fl.), en hann var svo lífseigur, að yfir 30 ára bil var orðið milli hans og hins næsta á ept- irlaunaskránni. Hafði hann verið þar efstur á blaði mörg herrans ár, og reynd- ist hinum yngri mönnum erfitt að hrinda honum þar úr „dúxsætinu". En skákað hon- um hefur samt ekkjufrú Ragnheiður Thor- arensen, systir Pá!s gamla Melsteðs, ekkja Vigfúsar sýslum. Thorarensens í Stranda- sýslu. Hún er enn á lifi, 94 ára göm ul, og hefur nú verið á eptirlaunum nær 55 ár, eða sfðan 1854, en fengið að eins 100 kr. á ári. Næst henni gengur dönsk kona, ekkja Jóns Snæbjörnssonar sýslu- roanns í Borgarfjarðarsýslu. Hún hefur haft eptirlaun úr landsjóði sfðan 1860, en er miklu yngri að aldri, en frú Ragn- heiður. Embættlspróf í lögfræöí við háskólann tók 8. þ. m. B o g i Brynjólfsson með 1. einkunn. [Ept- ir símskeytij. Kappfllímu hélt Ungmennafélag Reykjavfkur f Báru- búð 9. þ. m. og tóku 12 félagsmenn þátt f henni. Fyrstu verðlaun (heiðurspening úr gulli) hlaut Guðmundur Stefánsson (féll aldrei), önnur verðlaun (heiðurspen- ing úr silfri) Hallgrfmur Benediktsson (féll að eins fyrir Guðmundi) og þriðju verðlaun (heiðurspening úr silfri) Sigurjón Pétursson (féll að eins fyrir Guðm. og Hallgrfmi). Þessir 3 sigurvegarar eru annars allir mjög jaínir, og getur á ýmsu oltið, hver efstur vetður í það og það skiptið. Glímu þeir allir ágætlega, en Hallgrímur þó einna fallegast, og beitir minnst kröptum, en er ekki jafn-hraust- byggður sem hinir, og mæðist því fyr. — Margir þeirra, er ekki hlutu verðlaun, glímdu mjög liðlega og eru efni f beztu glfmumenn. Skemmdirnar af ofvlörlnu austanfjalls 29. des.. er skýrt var frá í síðasta blaði, urðu, eins og þar er sagt, mestar f uppsveitum Árnessýslu. í Bisk- upstungum fuku hlöður og hey á mörgum bæjum, t. d. Auðsholti, Iðu, Skálholti, Bergsstöðum, Drumboddsstöðum og víð- ar, á súmum bæjum tvær hlöður og sum- staðar þrjár. Svo sagði maður nýkominn að austan, að hjá einum bónda í Gnúp- verjahreppi væri tjónið metið allt að 2000 kr., og er það afarmikið. í Fló- anum urðu fremur litlar skemmdir. Þó fauk stór og vönduð heyhlaða hjá Jóni oddvita Jónssyni í Holti í Stokkseyrar- hreppi, og íbúðarhúsið þar hætt komið. Um skemmdir í Grfmsnesi og Laugardal hefur ekki hejrzt getið. í síðasta blaði var talað um verulegar skemmdir á Stóra- Hofi á Rangárvöllum, en eptir síðari upp- lýsingum hafa þær orðið á næsta bæ, Mmna-Hofi. Mannalát. Hinn 28. des. andaðist hér í bænum Stefanía Ste fánsdóttir, konaBjarna snikkara Jónssonar (frá Galtafelli), 21 árs að aldri. Hún var dóttir Stefáns bónda Eiríkssonar á Ásólfsstöðum f Eystrihrepp og Helgu Jónsdóttur prests á Stóra-Núpi Eiríkssonar, en systir sammæðra séra Jóns heit. Stefánssonar á Lundarbrekku (t I9°2)- Fólkstala í Reykjavfk um áramótin var nál. 11,000, 32 fátt í. Hefur mjög lítið fjölgað næstl. 2 ár. Slysför. Sannfrétt er nú að norðan, að 8. des. f. á. hafi Ingimar Sipurðsson frá Draflastöðum, bróðir Sigurðar skólastjóra á Hólum, orðið titi á svonefndum Héð- insskörðum milli Héðinsdals og Barkár- dals, afdala er liggja úr Hjaltadal og Hörg- árdal. Var Ingimar þá á leið frá Akur- eyri vestur að Hólum, að hitta bróður sinn. Hefur hans verið leitað lengi af fjölda mannsj en ekki fundizt, og hyggja menn, að hann hafi hrapað ofan í jökul sprungu. Ingimar heit. varmilli tvítugs og þrítugs, mesti efnisroaður, og er því mikill mannskaði að honum. Hann hafði lært f Hólaskóla og á skóla erlendis, en dvaldi npp á sfðkastið á Akureyri, fyrst við gróðrarstöðina, en veitti nú sfðast forstöðu slátrunarhúsi Eyfirðinga þar á Akureyri, hafði kynnt sér slátrunaraðferð, er hann var erlendis. Leiðrétting. Herra ritstjóri! Þér hafið f Þjóðólfi 8. þ. m. ritað forroála, sem sjáanlega á að skoð- ast sem skjöldur fyrir grein um aðflutnings- bannið, sem Lárus Pálsson homópati hefur af bezta vilja, en meiri vanmætti, hnoðað saman. Eg þykist mega treysta þvf, að þér viljið vera bæði réttsýnn og sannorður, þótt bindindismálið eigi f hlut, og þess vegna vil eg gera yður þann greiða, að benda ekki einungis á rangfærslu, heldur líka beinlínis ósannindi í formála yðar. Þér haldið því fram, að L. P. sé eindreg- inn góðtemplar og mikilsmetinn félags- bróðir okkar templara. Þetta hafið þér framsett annaðhvort til þess að gera grein- ina áhrifameiri, og væri það þá tilraun til að styðja lítilmagnann, eða þá af hinu, að þér hafið ekki vitað betur, því maður sá, sem hér um ræðir, hefur ekki verið góð- templar i mörg ár, og þegar hann var það, flæktist hann á milli stúknanna, þar til hann tók þann kostinn að fara. Að hann sé bindindismaður, sem þó er alt annað en góðtemplar, er heldur ekki rétt, því áfengi mnn hann hafa drukkið síðan hann fór úr reglunni; að hann sé hófsmaður, mun sanni næst. Þetta hefur vður ekki verið kunnugt um,Jenda hafið þér víst grafið yður meira inn í önnur mál, en bindindismálið. Grein L. P. verður líklega enn svarað, þótt þar sé í ullarlagð að höggva sökum þekkingar- leysis hans á málinu, og að vindstaðan hjá honum sé breytileg, má benda á, að hann fyrir nokkrum árum samdi fyrirlestur, sem hann hefur víst útbýtt í smáskömtum, þar sem hann mælir sterklega með bindindi og aððutningsbanni, og vitnar óspart í Stuart Mill, sem hann líka gerir nú í grein þeirri, sem þér hafið kórónað með formálanum. Við erum samdóma um það, að bindind ismálinu mundi til mikils gagns, ef um það væri rætt frá báðum hliðum. En ef mót- stöðumenn þess hafa ekki, þrátt fyrir tak- markalausan vilja, betra eða rökstuddara á borð að bera, en flautirnar hans L. P., mundi þögnin verða ávinningur á ykkar hlið. L. Mk. Rvík 13. jan. 1909. OKáRS J6h. Jóhannesson. “ > * « * Eins og sjá má, höfum vér gert höf. þann „greiða" að birta þessa athugasemd hans, þótt í henni felist alveg óþarfur skætingur út af þvf, að vér nefndum hr. L. P. góð- templara. Vér hugðum satt að segja, að hann væri enn í Góðtemplarafélaginu, af því að vér vissurn, að hann h a f ð i verið það, og þóttumst vita með vissu, að hann væri nú bindindismaður, þótt hr. J. J. vilji efast um, að svo sé. En vitanlega höfum vér ekki rannsakað það, hvort hr. L. P. hefur ein- hverntíma bragðað vín, eða ekki, stðan hann fór úr regluuni, en það mun sönnu næst, að hr. L. P. sé nú engu athugaverð- ari bindindismaður, en ýmsir núverandi góð- templarar eru eða hafa verið, svona upp og niður. Og þá móðgun(!) við regluna. að kalla hr. L. P. óvart góðtemplara, þykj- umst vér nú hafa afplánað með þvf, að birta ritsmfð þessa, þrátt fyrir allan skæt- inginn, sem vér að minnsta kosti í þetta sinn látum eins og vind um eyrun þjóta. R itstj. Eptirmæli. Flóvent Sigurðsson Húsvíkingur.1) Vinur! Er hafðirðu látið þann leik, sem lffsgleði verndaði þlna þá helkaldur blærinn að hjarta þér leið og hætti þá sólin að skína. En æskan var farin með unaðinn sinn. Svo áttirðu minninga fjölda um andaðar vonir og horfna þér heill sem hryggir þá tekur að kvölda. Og kvfðinn að berast um urðir og ís í ógndimmum framtiðarlöndum, að lifa sem fangi, er sér ekki sól með sérhverja llfsvon í böndum. Því olli, að heldur bú hylja þig kaust og hverfa’ inn í dvalarheims móðu. Þú hafðir þá von, að þar væri sú ró, sem veitti þér hvfldina góðu. Lundin þín, hún var svo lífgandi kát, í lamviðrum skapaði gleði, sem veitt hefði til þess sú verið þér gjöf. að víkja á brott sorgum úr geði. Þó gripi þig dauði það fanst mér um fátt en fjötraði undrun minn huga: er vissi’ eg að harmurinn olli því einn að eggjar hans náðu þig buga. Því mátturinn eyðist í óyndishrfð, menn örmagnast, sjá ekki daginn og kasta svo drottins síns dýrustu gjöf f dottandi gleymskunnar sæinn. Við sjáum þá fjölmargar sorgþrungnar brár er samvera’ og leiðin er þrotin; *) Flóv. sál. var glfmumaður með afbrigð- um á yngri árum, sjómaður ágætur, fjör- maður og gleðimaður svo mikill, að hann gat flesta látið hlæja, þegar þvf var að skipta. Þeir, sem höfðu kynni af honum gátu eigi gleymt honum. Eg var einn af þeim. Hann drekkti sér í Botnsvatni 1. okt. 1903. Hóf. 105 „Jæja, við skulum ekki tala meira um mína eigin harma", bætti hún við og þurkaði um leið ósýnileg tár úr augunum. „Þér eruð kominn hingað til þess að tala við Nelson lávarð. Hann bað mig um að segja, að hann kæmi að vörmu spori. Þér hafið sjálfsagt heyrt, að það á að helja ófriðinn á ný“. „Við fréttum það í gærkveldi". „Nelson lávarður á að hafa yfirstjórnina yfir Miðjarðarhafsflotanuro. Þér getið ímyndað yður, að á slíku augnabliki — en eg held, að það sé fótatak lá- varðarins sjálfs, sem eg heyri“. Mér varð svo starsýnt á þessa einkennilegu konu, að eg tók ekki eptir því, að sjóhetjan mikla kom inn. Þegar eg sneri mér við, stóð hann rétt hjá mér, lágur maður vexti og dökkur á hörund, spengilegur og liðlega vaxinn sem ungl- ingspiltur. Hann bar ekki einkennisbúning, en var í brúnum frakka, háum í hálsinn, og hékk hægri ermin tóra niður með síðunni. Svipurinn í andlitinu var ákaflega raunalegur og blíður, en djúpar hrukkur báru vitni um sterka og fjör- uga skapsmuni. Hann var blindur á öðru auganu eptir sár, sem hann hafði fengið í orustu, en með hinu auganu leit hann til föður mlns og mín með skjótu og hvössu augnaráði. „Mér er mikil ánægja að sjá yður, Stone liðsforingi", sagði hann í innileg- um róm og rétti föður mínum vinstri hendina. „London úir nú og grúir af Miðjarðarhafsmönnunum, en að viku liðinni mun vonandi ekki nokkur þeirra vera á þurru landi“. „Eg er kominn til þess að spyrja yður, herra lávarður, hvort þér munduð geta hjálpað mér til þess að fá skip til forráða?" „Þér skuluð fá það, Stone, ef orð mfn mega sín nokkurs í sjóherstjórninni. Mér veitir ekki af að hafa alla mfna reyndustu menn í bakhöndinni. Eg get ekki lofað yður fyrsta flokks skipi, en það skal að minnsta kosti vera með 64 fallbyssum, og það má fá allmiklu áorkað með slíku skipi“. „Hver getur efazt um það, sem heyrt hefur getið ura „Agamemnon"?"1) mælti lafði Hamilton og tók nú að slá Nelson gullhamra svo gífurlega, að eg og faðir minn vissum varla, hvað við áttum að gera af okkur, því að við vorum bæði sneyptir og gramir yfir því, að nokkur maður skyldi neyðast til að hlusta á annað eins. En er cg snöggvast áræddi að líta framan í Nelson, sá eg mér til mikillar undrunar, að það fór svo fjarri því, að hann yrði nokkuð feiminn, að hann brosti út undir eyru, rétt eins og honum þætti ekki eins vænt um nokkurn skapaðan lilut eins og um smjaðrið úr henni. „Svona nú, kæra frú mín“, sagði hann. „Þér gerið allt of mikið úr því, 1) Svo hét herskip, er Nelson hafði stýrt.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.