Þjóðólfur - 22.01.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.01.1909, Blaðsíða 1
 Þ JÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. janúar 1909. Jti 4. TJngmenni og aðrir áhuga- menn, sem láta sér ekki á sama standa, hvernig allt veltist, og ekki eru enn blindir orðnir af gömlu flokksofstœki, œttu ekki að vera lengi að hugsa sig um, hvaða hlað peir eiga að kaupa. ||g^~ Lesið auglýsinguna um vildarkjörin, sem nýjum kaupend- um Pjóðólfs eru hoðin i 1. tölubl. hans þ. á. Þingið — ráðherrann — stjórnin. Fyrsta vetrarþingið, er háð hefur verið hér á landi, hefst að rúmum 3 vikum Hðnum. Sá þingtími verður hentugri ýmsum, er þar eiga sæti, heldur en há- sumartíminn, sérstaklega þó bændum, auk þess sem flestum eru eðlilegri inni- setur og bókleg störf að vetrarlagi, en 1 blíðviðrum á sumrum. Nú er samgöng- um einnig orðið svo háttað, að engir erfið- leikar eru á því, að komast á þing eða af þingi fyrir þá, sem fjarri Reykjavík búa, þótt þingið sé haldið um þetta leyti árs. Aður hefðu engin tök verið á því, vegna samgönguleysis. En vetrar- þingin verða nokkru dýrari en sumar- þingin, sérstaklega vegna hitunar á þing- húsinu, og ef til vill dýrari skripta. Hins- vegar ætti ferðakostnaður þingmanna ekki að verða hærri en áður, því að allur þorri þeirra, sem búa utan Réykjavíkur, geta notað skipaferðir á þing og af þingi, og það verður ódýrara heldur en landferðir sumra þingmanna áður. Það er á ferða- kostnaðarreikningunum, er þingmenn bú- settir utan Reykjavíkur hafa »þénað« of- urlftið að undantörnu, því að af 6 kr. •dagpeningum verður enginn ofhaldinn. Það er í raun réttri afarHtil borgun, eptir þeim kröfum, sem nú eru gerðar, og eptir því hversu allar lífsnauðsynjar hafa stór- kostlega hækkað í verði. Það var allgóð borgun fyrir 20 árum, en nú ekki. Með þvl að þingið hefst 15. febrúar, ¦og á að standa að minnsta kosti 8 vikur, ef allt fer með felldu, getur því ekki orðið slitið fyr en um 12. apríl, en það er 2. í páskum. Páskavikan (4— n. apríl) feliur á síðustu viku þingsins, og með þvt að þingfundir verða tæplega þá viku, verð- ur að lengja þingtímann að minnsta kosti sem því svarar', eða til 20. apríl. Annars er sennilegt, að vetrarþingum veiti ekki af að standa frá miðjum febrúar til aprll- loka, og það mun hafa verið tilgangur þingsins, er það ákvað samkomudaginn 15. febrúar, því að hefði verið ætlazt til, að það stæði 8 vikur réttar, mnndi samkomutíminn hafa verið ákveðinn fyr, t. d. 1. febrúar, þV( að þá hefði páska- helgin að jafnaði fallið að þinglausnum. Sumir hafa spáð því, að þetta þing, sem nú kemur saman, muni skamma setu eiga, og muni ef til vill verða rofið rétt eptir þingsetninguna. En slíkir spádómar ná engri átt að vorum dómi. Að senda þingið heim aptur jafnskjótt sem það kemur saman og láta þegar fara fram nýjar kosningar með þingi i sumar, mundi mælast svo illa fyrir, að sá ráð- herra, sem þess yrði valdandi, gæti ekki gert sér von um nokkurt fylgi við nýjar kosningar. Að Hannesi Hafstein muni detta sú fásinna í hug, tekur ekki nokkru tali, enda væri það slíkt ofbeldi, er þjóðin öll mundi rísa öndverð gegn. Vér höfum ávallt litið svo á, að það það lægi 1 hlutarins eðli og leidui alveg af sjálíu sér, eptir kosningaúrslitin 1 sum- ar, að Hannes Hafstein legði niður völdin í byrjun þings, öldungis sjálf krafa, án þess frumvarpsandstæðingar þyrftu að minna hann á það. Hann þarf sllkrar áminn- ingar ekki við, og þægilegra að vera laus við hana. Honum er eflaust fullljóst, hvað þingræði er, og hverjar s k y 1 d u r hann hefur gagnvart þjóð sinni, sem fyrsti ráðherra landsins: að verða ekki fyrstur til að misbjóða þingræðinu. Þeir sem gruna Hannes Hafstein um slikt, verða naumast sannspáir að því. Og þeir sem kynnu að stæla hann upp i þvi, vinna honum mikið óþurftarverk, gera á honum skemmd- arverk, sem seint verður bætt. Og þrátt fyrir allt er hann þó ofmætur maður til þess, að láta hina og þessa pólitiska ang- urgapa leiða sig út í ófæru. I þessu sambandi skiptir það litlu eða engu, hvort H. H. fær nokkrar ívilnanir eða breytingar hjá Dönum á sambands- lagafrumvarpinu, því að enda þótt breyt- ingar þessar væru svo víðtækar, sem eng- inn væntir, að frumvarpsandstæðingar gætu fallizt á þær, þá yrði H. H. engu síður að fara frá völdum nú, með því að þann úrskurð felldi þjóðin með kosning- unum i haust gagnvart hinni harðsnúnu baráttu hans fyrir sambandslagafrum- varpinu öldungis óbreyttu, eins og það kom frá nefhdinni. A því féil hann svo greinilega, sem nokkur ráðherra getur fallið, og það fall verður ekki að engu gert eða úr þvl bætt, þótt Danir gefi nú vonir um einhverjar (vilnanir e p t i r á, þá er fullséð er, að Islendingar vilja ekki líta við þessu, sem allra náðarsamlegast átti að gæða þeim á. Því er meira að segja svo háttað. að afstaða H. H. gagnvart breytingum á frumvarpinu nú, verður i rauninni harla kynleg, og nán- ast fremur óþægileg fyrir sjálfan hann, eptir allt kappið i sumar. Og þvi fer svo fjarri, að þetta geti orðið nokkur valda-bjarghringur fyrir hann, að það er jafnvel undarlegt, ef hann hyggur frum- varpsandstæðinga svo glámskyggna, að hánn geti villt þeim sýn með einhverju litilsháttar breytingakáki, sem vitanlega verður hvorki heilt né hálft. Danir bjóða oss ekki að tyrra bragði þau boð, er aðgengileg geti verið í þessu máli. Það þarf enginn að ætla. Og boð þau, sem þeir kynnu nú að bjóða, standa auð- vitað óhögguð, hver sem ráðherrann verð- ur. Engum óvitlausum manni getur dottið í hug, að Danir gefi oss kost á betri kjörum að eins með því skilyrði, að Hannes Haf- stein sitji kyr að völdum, en annars ekki! Þeir sem kröfðust þess, að H. H. legði niður völd þegar eptir kosningarnar, höfðu að vfsu rnikið til síns máls, því að það hefði eflaust verið réttast, að hann hefði gert það þá, en eins og Þjóðólfur hefur áður tekið fram, mátti vel við það una, að ráðherrann biði þingsetning- a r, og tilkynnti þá brottför sina fyrir þingheimi öllum, ótilknúður frá þingsins hálfu. Það ætti bezt við, og mundi verða báðum málsaðilum, þinginu og ráðherra, þægilegast. Þyrfti þá til engra hörku- bragða að koma á hvoruga hlið, og ráð- herrann héldi sæmd sinni tullri gagnvart þjóð og þingi, þjóðræði og þingræði. En annars kostar gæti til harðræða horft og ýmissa óþæginda, er gæti haft athuga- verðar afleiðingar i för með sér, og væri þvi betur, að hjá því yrði sneitt i tiroa. En þótt ráðherrann segði af sér i þing- byrjun, mundi hann gegna ráðherrastörf- um á þingi og utan þings, þangað til nýi ráðherrann væri skipaður af konungi og og tæki víð embættinu. Það er siður en svo, að nokkur verði öfundsverður af því að setjast í ráðherra- sessinn á eptir H. H. Það verður enginn ofsæll af því, ekki svo mjög vegna þess, að aðra skorti svo marga hluti á við H. H. til að standa jafnvel í þeirri stöðu, heldur vegna ástandsins í landinu, hversu iskyggilegt það er á marga lund, svo að það hetur naumast nokkru sinni lakara verið á siðustu áratugum. Það er mikilt munur á þvi, að taka nú við stjórn lands- íns, eða var 1904, þá er H. H. tók við. Vitanlega verður stjórninni ekki einvörð- ungu kennt um ástandið, eins og það er. Það er margt, sem hún hefur ekki getað ráðið við, þótt hún hefði viljað, en vitan- lega hefði hún getað verið nokkru ráð- I settari og gætnari, en hún hefur reynzt; hefði þá ekki verið krækt upp ýmsu hrófatildri, sem ekki stóð á tryggri undir- undirstöðu, heldur meira og minna í lausu lopti. Og fer svo jafnan í fyrirhyggju- litlu framfarabraski og busli, þá er mest er um það hugsað, að spenna bogann sem hæst, án tillits til þess, hvort fram- kvæmdirnar séu í raun réttri hagkvæmar, og farsælar fyrir þjóðina í framtiðinni. En það skal enginn ætla, að ný stjórn kippi því öllu eða flestu í lag, er aflaga hefur farið á siðustu árum, eða geri nokk- ur furðuverk i þvi, að ráða fram úr þeira vandræðum, sem nú eru fyrir hendi. Hlut- verk þeirrar stjórnar verður, að reyna að gæta þess, að ekki snarist alveg yfir um á landsjóðsdróginni, að láta ekki allt of mikinn baggamun verða milli tekna og útgjaida, en það er hægra sagt en { gert, eptir því sem í haginn er búið, eptir alla þá skóla og öll þau embætti, er stofn- uð hafa verið, að stórfyrirtækjum sleppt- um. Nú er svo komið, að það er ekki lengur unnt að spara, eyðslan verður að halda áfram og aukast með án' hverju. t>að er ekki efnilegt, en svona er því hátt- að. Og svo er hrópað á þingið, að það eigi að bjarga öllu við, sem óhagsýn stjórn, og óviðunanlegt bankafyrirkomu- lag, hefur komið í kreppu. En þingið hefur svo fá ráð í höndum til þess, t. d. í bankamálum. Eða hvernig verður ætl- azt til þess, þá er hlutaðeigandi stofnanir gera ekkert og þykjast ekkert geta gert, engan veg sjá til að ráða bót á ástand- inu. Það verður allt að fara niður fyrir bakkann þeirra vegna. Bankarnir geta ekki og vilja ekki við því sporna. Og meðan þingið er að hugleiða, hvað gera þurfi til að hjálpa atvinnuvegum landsins, svo að allt fari ekki í kaldakol, og hamla fólkinu frá brottflutningi, þá er verið að berjast fyrir því með hnúum og hnefum, að svipta landsjóð stærsta tekjuliðnum, vinfangatoHinum, og koma kvennfólki inn á alþing, svo að það geti nú farið að »gera graut« í pólitíkinni. Þetta er helzta ráðið til viðreisnar landinu(l). er si Kosningar þær, sem fram fóru síðasl. haust, sýndu svo skýran og eindreginn vilja þjóðarinnar i sambandsmálinu, sem þær aðallega hafa snúizt um, að ákveðn- ara svar mun hún naumast hafa gefið nokkurntíma fyrri, og má það þó nærri undrum sæta, hve hún hefur ratað þar rétta leið í gegnum það moldviðri, sem þyrlað var upp og hun hafði að feta sig í gegnum. Svarið er með öðrum orðum þetta: Sambandslaganefndin — meiri hlut- inn — hefur brugðist mér; hún hefur gengið inn á þá samninga, sem eg álít blindsker ein; henni og hennar flokki get eg því ómögulega treyst til að halda fram minum fulla rétti, sem eg vil engan veginn gefa eptir. Þessvegna hlýt eg að skipta um fulltrúa og taka þá eina, sem skýrust loforð hafa gefið að halda mín- um rétti fram til fuHkominnar sjálfstjórn- ar í öllum mínum málum. Þetta svar gaf þjóðin 10. september í haust, eins og kunnugt er, með því að kjósa yfirgnæf- andi meiri hluta frumvarps-andstæðinga. Nú hefur þjóðin gert hreint fyrir sínum dyrum, hón hefur sagt sinn ákveðna vilja, meira getur hún ekki gert að sinni. Þá kemur til þingmanna kasta, hvort þeir geti sýnt, að þeir séu verðir þess trausts, sem hún hefur veitt þeim, hvort þeir séu færir um að halda saman sem einn mað- ur i þessu máli, gagnvart útlenda vald- inu, og láta nú ei villa sér sýn á réttu máli, né flokkinn klofna af sundurlyndi sfn á milli, því þá er ósigurinn v(s og ulfurinn stendur reiðubúinn til að gleypa hvern þann, sem út úr fylkingunni hrökkl- ast. Nei, þjóðin vonar, að eins og hún hefur einum rómi neitað þvi, að nokkuð af málum hennar væri gefið útlendu valdi í hendur, um aldur og æfi, eins verði meiri hluti hinna nýkosnu þing- manna samtaka sem einn maður, að upp- fylla vonir þjóðar sinnar af fremsta. megni. Snorri Vestfirðingur. Breiilgar ijrir 50-60 im Smápistlar eptir M. J. III. I Svefneyjum bjuggu þá þeir feðgar Eyjólfur dannebrogsmaður og Hafliði. Voru þeir þá helztir bændur f öllum Breiðafirði. Var Eyjólfur fornmaður í skapi og ýmsum háttum, harðlyndur og óvæginu, en drengskaparmaður, ef hann mátti ráða, heilráður og trúfastur í lund. Hef eg nokkuð minnzt á þetta mikil- menni áður í þessu blaði, enda er enn til af honum allmikil saga í Breiðafirði; erfði hann forræði bænda í Breiðafirði eptir hina gömlu Hergilseyinga, einkum Eggert Ólafsson, f 1819, er saga er til af eptir Gísla Konráðsson. Hana byggði fyrstur i Hergilsey, er verið hafði óbyggð að sögn frá dögum Gisla Súrs- sonar, þá er Börkur hinn digri gerði af

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.