Þjóðólfur - 29.01.1909, Page 1

Þjóðólfur - 29.01.1909, Page 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. janúar 1909. 5. V erkf æravélar og1 smíðatól. Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Tapet kjobes smukkest, bedst og billigst lios Under- tegnede. Forlang Preve- bog. Forhandlere Rabat. Clir. §. Jacobsen, Bredgade 36, Köbenhavn. Tapetiacoísen. €ptirlaunajúlgan. Nær 70 þúsundir. I næstsíðasta blaði.þarsemgetið var frá- talls A. C. Baumanns sýslumanns, var getið tveggja núlifandi embættismanna- ekkna, frú Ragnheiðar Thorarensen og frú Klöru Snæbjörnsson, er verið hefðu lengur á eptirlaunum en Baumann, en nefna hefði mátt hina þriðju: Önnu Maríu Johnsen, ekkju Eggerts Jónssonar héraðslæknis á Akureyri. Hún hefur ver- ið á eptirlaunum slðan 1855 og fengið 138 kr. á ári, auk 150 kr. viðbótar slð- ari árin. Það gæti annars verið nógu fróðleg skýrsla, ef reiknað væri nákvæm- lega út, hvað hver einstakur af núlifandi eptirlauna-ómögum landsjóðs hefði þegar úr býtum borið t. d. við árslok 1908. Þær upphæðir yrðu allægilegar að sam- töldu, og munaði þá einna mest um þær upphæðirnar, er hæst launuðu uppgjafa- embættismennirnir hirða. Um eptirlaun ekknanna flestra munar minna, því að þau eru ekki svo há til hverrar einstakr- ar. En auðvitað safnast þar, þegar sam- an kemur, því að margfalt fleiri konur eru á eptirlaunum en karlar. Nú sem stendur eru alls 15 fyrverandi embættismenn á eptirlaunum, og fá þeir alls árlega af landsjóði 38 743 kr. 28 a. Meðal þeirJa eru tveir (landshöfðinginn og amtmaður) á biðlaunum með rúm 10 þús. báðir. Uppgjafaprestar á eptirlaunum eru alls 10 og fá þeir samtals 2,396 kr. 63 a. á ári, en prestsekkjur á eptirlaunum eru um 40 að tölu og fa þær samtals 4.991 kr. 13 a. Aðrar embættismannaekkjur, er ept:r- launa njóta, eru 33 ag tjj|u Qg eptJr- launafúlgan til þeirra alls 13,120 kr. 79 a., en þar með er talinn styrkur til nokk- urra barna látinna embættismanna. Annað styrktarfé (til ýmsra ekkna, uokkurra pósta, laun séra Matth. Joch. og Þorv. Thoroddsen) nema alls 8,505 kr. 40 a. Alls er öll eptirlaunabyrðin, er á land- sjóði hvílir nú sem stendur 67,757 kr. 7 7 a. á ári, eða nálega sjötfu þús- und krónur. Er þetta afarmikil upp- hæð, og bæri brýna nauðsyn til að gera einhverjar ráðstafanir til að draga eitt- hvað úr þessu sívaxandi ómagameðlagi til uppgjafaþjóna landsins, sem því mið- ur hafa sumir hverjir verið ónýtir þjónar meðan þeir lölðu 1 embætti, ekki vaxnir stöðu sinni, en á því er enginn munur gerður. Epirlaunahöfnin öllum jafnvls, hvort sem þeir hafa verið dugandi menn eða dáðleysingjar, reglumenn eða ræflar. Það verður svo ávalt, meðan öll eptir- laun eru ekki afnumin, að þeirra njóta jafnt verðugir sem óverðugir. Þjóðin hef- ur hvað eptir annað krafizt, að afnum- in yrðu eptirlaun embættismanna, en þau virðast aldrei betur tryggð en nú, og ekkert útlit fyrir, að við þeim verði hróflað í bráð, eptir þessa lítilfjörlegu lækkun, sem á þeim var gerð fyrir skömmu (með lögum 4. marz 1904). Það verður og aldrei unnt að afnema eptirlaun öðruvísi en á þann hátt, að þeir, sem fengið hafa em- bætti áður en þau lög gengu í gildi, haldi öllum rétti sfnum óskertum. Það varir þvf alllengi, þangað til lögin ná til- gangi sínum. Svo er og annað atriði, sem kemur til greina, þá. er um afnám eptirlauna er að ræða, og það er hækk- un sjálfra embættislaunanna. Það mundi ekki að eins þykja sanngjarnt, heldur al- veg sjálfsagt, að hækka laun allra em- bættismanna að mun, væru öll eptirlaun afnumin, því að þá mætti búast við, að embættismennirnir gætu séð sér og slnu skylduliði farborða, er þeir slepptu em- bætti, og eins mætti þá frekar gera þeim að skyldu, að kaupa sér hærri ellistyrk, ef launin væru allrífleg. Það væri tilvinnandi að afnema öll ept- irlaun með því að hækka dálftið embætt- islaunin, því að það yrði ekki að eins j gróði fyrir landið, heldur einnig fyrirem- bættismannastéttina sjálfa. Það erum vér öldungis sannfærðir um. Hún mundi læra að spara miklu fremur en nú, leggja fé upp til efri áranna, sem lftt eða ekki er nú hugsað um, með því að ávalt eru ept- irlaunin í bakhöndinni, hvernig sem allt veltist • og hvernig sem í stöðunni er staðið. Að menn mundu reyna að hanga leng- ur í embættum, væru eptirlaun afnumin, getur vel verið uin einstöku menn, en ráð ættu þá að vera til þess, að losna við slfka embættismenn, svo að þeirsegðu af sér. Væri um efnalítinn mann að ræða, er staðið hefði lengi og vel í em- bætti sínu, væri ekki útilokað, að hann fengi einhvern styrk af almannafé í sérstöku viðurkenningarskyni fyrir starf sitt. Þeim dyrum ætti og mætti ekki fremur loka fyrir nýtum uppgjafa-embættisrnanni, en hverjum öðrum borgara, er ekki verður bannað að leita styrks eða þóknunar af almannafé fyrir einhver unnin störf í þarf- ir þjóðfélagsins. Því hefur verið haldið fram af sumum, að væru eptirlaun afnumin. þá mundi rigna yfir þingið bænarskrám um sérstök eptirlaun frá hverjum einasta uppgjafaem- bættismanni, og mundi þá síðari villan verða argari hinni fyrri, því að hlut- drægni og persónuleg velvild eða óvild,' mundi þá skapa óþolandi misrétti, með því að sumum bænum, þeim er sfzt skyldi, yrði þá ef til vill sinnt, en öðrum réttmætari vísað frá. En þetta hyggjum vér ástæðulausan ugg og órökstuddar get- sakir, því að þótt komið gæti fyrir, að þingið beitti einhverntíma viðurhlutamik- illi hlutdrægni, þá mundi slíkt sjaldan verða og varla nema fyrst í stað, þvf að almenningsálitið mundi fljótt vísa þinginu þá braut, er það ætti að ganga í þessu efni og hún mundi verða sú, að veita alls engin sérstök eptirlaun á fjárlögunum, nema alveg sérstakar ástæður væru fyrir hendi, t. d. sem viðurkenning fyrir langa og dygga embættisþjónustu. Það yrði því varla hætt við því, að slarkara- og ónytj- ungssýslumenn á bezta aldri væru látnir fá mörg hundruð kr. árlega f viðurkenningar- skyni fyrir að hafa hangið fáein ár í em- bætti við lftinn orðstír. Slíkt höfuð- hneyksli mundi aldrei henda nokkurt lög- gjafarþing. Og þá er á allt er litið verð- ur ekki annað séð, en að vel mætti af- nema öll eptirlaun, án þess að nokkur hætta stafaði af því fyrir embættismanna- lýðinn, mundi þvert á móti verða honum ávinningur, eins og þjóðfélaginu í heild sinni, og þessvegna ætti þjóðin ekki að leggja árar í bát að krefjast lögboðins niðurskurðar allra lögboðinna eptirlauna. Manntjónið eins dæmi i veraldarsögunni. Yfir 150,000 manns farast. Erlend blöð flytja nú rækilegar fregnir um voðaatburð þann, er gerðist kl. 5 20 að morgni 28. desember (mánudaginn milli jóla og nýárs) þá er um 20 stórar og smáar borgir á Suður-Ítalíu og Sikiley hrundu að mestu eða öllu leyti í jarðskjálpta og yfir 150 000 manna biðu bana, eptir því sem næst verður komizt. Er það meira manntjón, en áður er nokkru sinni dæmi til við samskonar umbrot. Jarðskjálpta- svæðið nær yfir 70 kllómetra af Kala- brfuströnd á Suður-Ítalíu og 60 kílómetra af Sikileyjarströnd norðaustan til. Fólk var í fasta svefni, er jarðskjálptinn hófst með ægilegum hvin, og í sömu svipan með svo voðahörðum rykkjum, er stóðu um eina mínútu, að húsin hrundu saman eins og spilatildur barna, og fólkið varð þúsundum saman undir rústunum, en geysi- miklar flóðöldur gengu á land og sóp- uðu öllu með sér, er þær soguðust út aptur, svo að skip, er fóru um Messina- sundið daginn eptir, komust naumlega á- fram fyrir dauðra manna- og dýrabúkum og flekum úr húsum og skipum, er flaut hvað innan um annað á sjónum. Nokkur skip, er lágu við hafnarkampinn í Mess- ina, hófust upp á kampinn með flóðöld- unni og soguðust út aptur með henni, án þess að brotna að mun. Gekk sjórinn yfir allan lægri hluta borgarinnar, og strandgata bæjarins, er áður var, er nú undir sjó. Hefur og strandlínan töluvert breytzt beggja vegna sundsins, og eru þar nú grynningar, sem áður var dýpi mikið, en nokkuð af strandlengjunni, er áður var, sokkið í sjó. Sumstaðarrifnaði jörðin og gaus sjóðheitt vatn upp um sprung- urnar. Mátti svo ségja sumstaðar f Mess- ina, að jörðin gleypti húsin og fólkið. Jafnhliða jarðskjálptanum varð svodimmt, að ekki sást handaskil, og steypiregn streymdi úr lopti. Jók þetta mjög á ótta og skelfingu þeirra, er af komust, og hugðu þeir dómsdag kominn. Og þá er sólin kom upp um morguninn og rauf myrkrið, sást, hver voðatíðindi orðin voru. í Messina æddu hópar af mönnum um göturnar hálfbrjálaðir af hugaræsing og ótta, flestir á nærklæðum einum, hríð- skjálfandi í hellirigningu og hálfgerðum kalsa, eptir því sem gerist á Suður-Italíu. Sjónarvottar að þessum ógnum öllum segja að veinið í fólkinu, er lá hálfdautt og marið undir rústunum, hafi tekið út yfir allt, og að ekki sé unnt að lýsa þeim hörmungum. Sumstaðar réðst fólkið, er af komst, inn í hálffallnar kirkjur, og tók þaðan líkneski helgra manna, og bar þau í helgigöngu út á víðavang í öllu regninu, ákallandi guð um miskunn. Fangahúsið í Messina hrundi í fyrsta kippnum, og vita menn ekki, hve margir fangar hafa misst þar lífið, en þar voru 300 karlmenn og 350 kvennmenn. En þeir fangar, ■ sem ekki fórust eða stór- meiddust, flýðu vitanlega sem fætur tog- uðu, og munu ekki hafa sett sig úr færi að róta í rústunum og ræna líkin, auk þess sem illþýði hvaðanæfa af Sikiley þyrptist til Messina, og eru hinar hrylli- legustu sögur sagðar af ránskap þessa ó- þjóðalýðs, hvernig ræningjarnir skáru t. d. fingur af líkunum til að Dá dýrmætum hringum o. s. frv. Loks varð að setja hervörð kringum rústirnar í Messina til að bægja þessum bófum burtu, og urðu menn að fá sérstakt leyfi hjá yfirmanninum til að mega leita í rústunum að skyldmenn- um sínum. Segja menn, að vegna þessa hafi færra fólki orðið bjargað lifandi en ella mundi. Voru dæmi til þess, að menn fundust með lífi f rústunum hálfum mánuði eptir fyrsta kippinn og réttu við. Viktor Emanúel konungur og drottning hans (Helena Nikulásdóttir Svartfjalla- fursta) fóru undir eins til Messina og tóku þar þátt í björgunarstarfinu. Er einkum látið mikið af frammistöðu drottn- ingar, og hafi hún bannað að halda af- mælisdag sinn, 8. janúar, hátíðlegan í þetta skipti, því að hún ætlaði að verja honum til að hjúkra hinum særðu. Nokkr- um hluta af lbúðarhöll sinni (Quirinal- höllinni) í Róm hefur hún breytt í vinnu- stofu, og segir »Times«, að þar vinni undir yfirumsjón hennar margar sauma- stúlkur að því, að snfða og sauma alls- konar fatnað handa flóttamönnunum, sem fluttir hafa verið burt frá hinum hrundu bæjum, því að öðruvísi var naumastunnt að koma hjálp við. En í fyrstu var það I

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.